Morgunblaðið - 09.01.2020, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 09.01.2020, Blaðsíða 45
MINNINGAR 45 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2020 ✝ Ásgeir MagnúsSæmundsson, tónlistarmaður og matreiðslumeistari, fæddist í Reykjavík 29. nóvember 1964. Hann andaðist á heimili sínu 15. desember 2019. Foreldrar hans eru Sæmundur Pálsson, lögreglu- varðstjóri og húsa- smíðameistari, f. 31. júlí 1936, og Ásgerður Ásgeirsdóttir hús- móðir, f. 11. mars 1942. Systur Ásgeirs eru Arna Sigríður, f. 10. september 1959, Hildur Vera, f. 7. júní 1961, og Theó- dóra Svanhildur, f. 25. september 1969. Ásgeir var kvæntur Önnu Sig- rúnu Auðunsdóttur tannsmiði, f. 23. janúar 1970. Dæt- ur Ásgeirs og Önnu eru: 1) Sonja, f. 19. október 1992, unnusti hennar er Andri Rafn Yeo- man. 2) Ásgerður, f. 18. júlí 1997, unnusti hennar er Anton Jónas Illugason. Útför Ásgeirs fer fram frá Neskirkju í dag, 9. janúar 2020, klukkan 13. Geiri skilur eftir sig stórt skarð. Hann fór allt of fljótt. Söknuður- inn er erfiður en hann kallar líka fram hlýju og þakklæti. Þakklæti fyrir að hafa fengið að eiga hann sem vin. Minningarnar eru hlýjar. Flestir unglingar í hljómsveit kannast við æfingar í köldum bíl- skúrum innan um sumardekk og skóflur. Að basla við ónýtar snúr- ur og brotna kjuða. Eftir dágóðan skerf af slíku var það ævintýri lík- ast að koma á æfingu í Sörlaskjól- ið. Skúrinn var miklu frekar hljómsveitar-drauma-einbýli en einhver bílskúr. Sæmi og Ása höfðu breytt honum í íbúð þar sem Geiri bjó og varð þá líka okkar annað heimili. Okkar sem fengu að taka þátt í ævintýrinu með hon- um. Þetta var á öðru plani og í raun töfrum líkast. Hljómsveitin hans, Pax Vobis, hafði búið sér til stíl og hljóðheim sem var einstak- ur og galdurinn sem Geiri bjó til í samskiptum við vini sína var að sama skapi ómótstæðilegur. Þarna varð til einhvers konar ari- stókrasía sem aðeins innvígðir báru skynbragð á. Við bjuggum til tónlist, borðuðum dýrðlegan mat sem Geiri eldaði og drukkum rauðvín með. Hlógum og spunn- um upp karaktera og senur, hlustuðum á músík. Fórum út á lífið eða í bíó til þess að koma aftur í Skjólið. Hlusta meira, tala og borða afganga. Geiri bar einstakt skynbragð á hið óræða sem stundum erfitt er að orða. Hljóð, bragð, húmor og stemningu. Með honum urðu öll loftnet virk. Svona þegjandi sam- komulag um samskipti á öðru plani. Að finna merkingu í litlu hlutunum og pikka upp húmorinn í flestu sem varð á vegi. Hann var töffari en með mýkt, næmi og blik í auga. Hann dró þetta næmi fram í vinum sínum sem flestir stukku fegins hendi á vagninn. Að mega vera mjúkir og listrænir. Það var ekki annað hægt en að dragast að honum. Ég var líka iðulega mætt- ur til að hitta hann í einhverju eld- húsinu. Hann að klára vakt og við á leið að bralla eitthvað. Fyrst vildi hann nú gefa mér eina dýr- indis ommelettu eða pasta, sem ég borðaði með bestu lyst meðan hann fór lokaumferð með tuskuna, því hann gekk alltaf óaðfinnanlega frá. Geiri var einstakur sögumaður og eftirherma. Eitt sinn lýsti hann því á ótrúlega fyndinn og fallegan hátt hvernig hann, 11 eða 12 ára, dró skólafélaga sína heim í það sem hann kallaði rokkleik. Það fólst í að stelast í fataskáp og snyrtivörur Ásu, móður hans, hlusta á tónlist og mæma svo fyrir framan spegilinn. Þetta lagðist misvel í strákana og þegar einn gafst upp velti Ásgeir lengi fyrir sér hver í bekknum væri líkleg- astur að halda þetta út. Sá sem varð fyrir valinu fann sig heldur ekki í hlutverkinu, reif af sér slæð- urnar og hljóp grátandi út með maskarann út á kinn. Ásgeir gerði sér ungur grein fyrir kraftinum og fegurðinni í tónlistinni. Hann vissi hvert leiðinni var heitið og nógu fylginn sér til að komast þangað. Við sem vorum nógu heppin að vera boðið með í leikinn höfum notið þess síðan. Hann gerði þetta með hjartanu og gáraði þannig vatn okkar hinna. Hann hafði í svo ríkum mæli það sem flesta listamenn dreymir um, innsæið og beina tengingu við eterinn. Það var ekki skrítið að Geiri og Anna skyldu falla hvort fyrir öðru. Ómótstæðilega falleg bæði og virtust strax skynja hvort annað svo djúpt. Sama fallega hlýja blik- ið og húmorinn. Geira leið enda hvergi betur en með Önnu og síð- an dætrum þeirra, Sonju og Ásu, sem hann elskaði af öllu hjarta. Hann breyttist við að eignast þær. Varð t.a.m. afskaplega flughrædd- ur. Tilhugsunin um að vera þeim ekki stoð og stytta var óbærileg. Geiri var heimakær, vildi vera heima með þeim, kannski með gít- ar eða bók í hendi, en það togaði líka í hann að fylgja þessari köllun, tónlistinni, og þessi togstreita tók á. Geiri er einn af fáum vinum mínum sem hafa sagt mér til syndanna. Hann gerði það þannig að ég tók mark á því, tók mér tak og er honum ævinlega þakklátur fyrir. Ég vildi að ég hefði reynst honum jafn vel þegar á reyndi. Geiri fór alltof fljótt. Ég hugsa til hans þegar ég bæti ríflega við af hvítlauk eða lauma smá sírópi eða hnetusmjöri í rétti. Fyrst og fremst hugsa ég þó til hans þegar ég þarf að treysta innsæinu og gera hlutina með hjartanu. Minningin um einstakan dreng lifir. Ég votta Önnu, Sonju og Ásu, öðrum aðstandendum og vinum mína dýpstu samúð. Styrmir Sigurðsson. Það er erfitt og sárt að kveðja kæran vin hinstu kveðju, vin sem yfirgaf jarðvistina í blóma lífsins, allt of snemma. Það er stutt síðan ég hitti síðast Geira Sæm á heimili hans. Hann barðist á þessu ári við illvígan sjúkdóm, ekki var þó á honum að finna nokkurt hik um að sigrast á þessu erfiða verkefni og raunverulegu ógn. Það var fjar- lægt, óraunverulegt, að á næsta leiti væri lífið allt. Síðustu mán- uðina í veikindum sínum vann hann eftir því sem heilsa og að- stæður leyfðu í lagasmíðum og upptökum með góðum vinum sín- um. Hann gaf meðal annars út nýtt lag í lok nóvember síðastlið- ins, á afmælisdaginn sinn. Fram- undan áttu stórir hlutir að gerast, útgáfa plötu og tónleikar á næsta ári voru á meðal umræðuefna, af nægum lagasmíðum og efni er að taka úr smiðju Geira, enda af- kastamikill höfundur. Það birti yf- ir mér að sjá og finna kraftinn og auðmýktina í Geira þrátt fyrir veikindin. Finna birtuna, skugg- ana og allt litrófið, og sköpunina, sem ég þekkti svo vel og var svo smitandi, hvetjandi og um leið gleðileg og gefandi í öllu okkar samstarfi og vináttu í gegnum ár- in. Í nóvember síðastliðnum rædd- um við um að fara út að borða ásamt eiginkonum og gera okkur dagamun af sérstöku tilefni. Sú fagnaðarstund þarf að bíða um sinn. Ég varð þeirrar lukku aðnjót- andi að skrifa fyrir og með Geira marga texta við lög hans, einkum á plötunni Jörð sem kom út árið 1991. Þær mörgu stundir sem við áttum saman almennt, og ekki síst við textasmíðar og frágang á lög- um hans, lifa í minningunni og varðveitast, ómetanlegar, hann við hljóðfærið og ég að pára með penna. Geiri skilur mikið eftir sig í víðasta skilningi, sannur vinur. Ásgeir lærði og starfaði sem matreiðslumeistari og var rómað- ur sem afbragðskokkur. Þekkt- astur er hann þó fyrir störf sín á tónlistarsviðinu. Einstakur laga- höfundur og textasmiður, söngv- ari og hljóðfæraleikari. Allt sem hann tók að sér lék hreinlega í höndunum á honum, metnaður og fagmennska var hans eiginleiki. Ég votta Önnu, dætrum þeirra Sonju og Ásgerði, fjölskyldunni allri og ástvinum mína dýpstu samúð. Óðinn Helgi. Sæmundur Pálsson vinur minn stakk upp á því við Ásgeir son sinn að hann leitaði til mín þegar hljómsveitin Pax Vobis hætti. Hann var byrjaður á fyrstu sóló- plötu sinni og þurfti stuðning við að klára hana. Sæmi rokk var landsfrægur dansari og lögreglu- þjónn sem hafði m.a. verið lífvörð- ur bandaríska skákmeistarans Bobbys Fischers. Við hittumst reglulega og það fór jafnan vel á með okkur. Geiri Sæm, eins og Ás- geir var kallaður, var líkur föður sínum að mörgu leyti. Hann var heilsteyptur, bauð af sér góðan þokka og tónlistin var honum í blóð borin. Hann spilaði á gítar og hljómborð og hafði allt með sér. Ég féll fyrir tónlistinni sem hann leyfði mér að heyra. Það verður að segjast eins og er að ég var hand- viss um að hann ætti eftir að leggja heiminn að fótum sér. Það var öllu kostað til og kom platan Fíllinn út fyrir jólin 1987 eftir að hafa verið í smíðum í heilt ár. Gít- arleikur Kristjáns Edelstein og bassaleikur Skúla Sverrissonar voru í lykilhlutverki á plötunni, en Skúli og Geiri höfðu báðir verið í Pax Vobis. Platan fékk fína dóma og lagið Rauður bíll vakti athygli og féll vel að tíðarandanum. Þetta var góð frumraun og full ástæða til að halda samstarfinu áfram. Geiri gerði plötuna Er ást í tungl- inu árið eftir með hljómsveitinni Hunangstunglinu. Þar kom vinur hans, Þorvaldur Bjarni Þorvalds- son, mjög mikið við sögu. Á þess- ari plötu var lagið Froðan sem margir þekkja og fékk platan góð- ar viðtökur hér heima. Geiri og fé- lagar unnu að enskri útgáfu með breskum upptökustjóra og var stefnan tekin á að koma plötunni á alþjóðamarkað. Þrátt fyrir tals- verðan áhuga varð ekkert af út- gáfu ensku plötunnar. Það var ekki fyrr en þremur árum seinna sem platan Jörð var gefin út. Þar fjallaði Geiri m.a. um umhverfis- mál sem voru ekki mjög ofarlega á baugi á þessum tíma. Áður en breiðskífan var gefin út kom lagið Sterinn á sumarsafnplötu og hitti beint í mark. Stórfyrirtækið A&M Records hafði mikinn áhuga á að vinna frekar með honum en Geiri kaus að söðla um, fór í matreiðsl- unám og varð einn besti kokkur landsins. Geiri hætti aldrei að fást við tónlist og það hefði verið spenn- andi að sjá hann blómstra enn frekar á því sviði. Það var gott að vinna með þessum einlæga, trausta og tilfinningaríka tónlist- armanni og minningarnar eru góðar. Ég þakka fyrir góð kynni og votta eiginkonu hans og börn- um, foreldrum, systkinum og öðr- um ættingjum og vinum mína dýpstu samúð. Megi góður guð styrkja þau á sorgarstundu. Jón Ólafsson. Það er sárt að kveðja vin minn hann Ásgeir M. Sæmundsson, eða Geira Sæm eins og hann var ávallt kallaður. Aldrei hefði mér dottið til hugar að ég myndi kveðja hann en ekki öfugt. Geiri var ungur og upprennandi strákur, og sannar- lega mikill töffari, þegar við kynntumst á veitingastaðnum Arnarhóli þar sem hann lærði matreiðslu undir minni leiðsögn, einn af fyrstu nemunum sem ég tók undir minn væng á þeim stað. Það var strax ljóst í upphafi að Geiri væri hæfileikaríkur í eldhús- inu, eins og raunar svo mörgu öðru sem hann tók sér fyrir hend- ur. Maturinn hans, líkt og tónlist- in, var framreiddur af ástríðu sem átti sér fá takmörk. Bragðskynið hans Geira var einstakt og þá sér- staklega þegar kom að sósugerð en þar hafði hann meðfædda nátt- úruhæfileika og stóðu fáir honum jafnfætis á því sviði. Svo var líka bara hrein unun að vera í eldhús- inu þegar Geiri var þar, ásamt strákunum, enda vart hægt að biðja um skemmtilegri félagsskap. Jákvæða orkan og húmorinn (að ógleymdum söngnum) sem fylgdu nærveru hans voru smitandi og snertu alla í kringum hann. Ég verð ætíð þakklátur fyrir þær mörgu góðu stundir sem ég átti með Geira í gegnum árin, ým- ist í eldhúsinu eða á KR-vellinum. Það er engin spurning að minn- ingin um Geira mun lengi lifa, bæði í þeirri ljúfu og fallegu tónlist sem hann skapaði allt fram á síð- asta dag sem og í sögum af þess- um merka manni sem lifði lífinu til fulls. Fjölskyldu hans færi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur, skarðið sem Geiri skilur eftir sig er stórt og hugur minn er hjá hans nánustu á þessum erfiðu tímum. Skúli Hansen. Kveðja frá KR Fallinn er frá, langt um aldur fram, góður drengur og félagi, Ás- geir Magnús Sæmundsson eða Geiri Sæm. eins og hann var alltaf kallaður. Geiri var einstaklega ljúfur og góður félagi, hógvær og lítillátur. Við Geiri vorum jafn- aldrar, skólabræður í Mela- og Hagaskóla og ekki síst KR-ingar. Geiri æfði með yngri flokkum KR í fótbolta og seinna með Old boys KR. Hann var lunkinn fótbolta- maður. Fljótlega kom í ljós að tónlistin átt hug hans, Geiri Sæm. varð landsþekktur tónlistarmaður og töffarinn í árganginum. En Geiri var mikill KR-ingur, studdi alltaf vel við félagið sitt og lét sig ekki vanta á leiki félagsins. Í gegnum tíðina höfum við í 64-árganginum alltaf átt okkar samastað á KR- vellinum, um tíu strákar, þar hef- ur Geiri ekki látið sig vanta og hans verður sárt saknað á pöllun- um. Ég hitti Geira nokkrum sinnum í sumar eftir að hann veiktist og hann gladdist mjög yfir velgengni félagsins síns. Hann var líka mikill Liverpool-maður líkt og margir KR-ingar, en sterk tengsl eru milli þessara tveggja félaga þar sem þau léku saman sína fyrstu leiki í Evrópukeppni árið 1964, fæðingarárið hans Geira. Við Geiri ræddum stuttlega saman á Fa- cebook fyrir nokkrum vikum. Til stóð að nokkrir Old boys-félagar úr KR myndu hittast á Rauða ljóninu og horfa saman á Liver- pool leika, því miður átti Geiri ekki heimangengt. En við vorum sam- mála um að yfirburðir Liverpool í vetur væru svipaðir og KR-liðsins í sumar. Að leiðarlokum vil ég fyrir hönd Knattspyrnufélags Reykjavíkur þakka Geira fyrir samfylgdina og ræktarsemina við félagið okkar, hans verður sárt saknað. Eigin- konu Geira, Önnu Sigrúnu Auð- unsdóttur, dætrum þeirra og öll- um aðstandendum sendum við KR-ingar okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, formaður KR. Kveðja frá Baraflokknum Ásgeir Magnús Sæmundsson, „Geiri frændi“, hefur kvatt okkur. Við strákarnir kynntumst Geira í gegnum Ásgeir Jónsson, söngvara Baraflokksins, en þeir Ásgeirarn- ir voru systrasynir. Geiri var ein af stórum stjörn- um níunda áratugarins í íslenskri tónlist. Hann átti flottan feril, bæði sóló og með hljómsveitum sínum eins og Pax Vobis og Hun- angstunglinu. Geiri var einkar hæfileikaríkur tónlistarmaður með mikla útgeisl- un og sviðssjarma. Við í Baraflokknum vorum svo heppnir að fá Geira til liðs við okk- ur þegar við tókum upp á því að koma saman á ný og halda tón- leika. Geiri varð í raun nýr fullgildur liðsmaður. Við nutum þess að hitt- ast á æfingum og spila saman en það var mikill fengur að fá Geira í bandið.Þar bætti hann við hljóm- borði og léði líka bandinu sína flottu rödd. Það var frábært að spila með Geira. Hann var ljúfur og skemmtilegur félagi, frábær tón- listarmaður sem við syrgjum nú og kveðjum með söknuði. Við sendum innilegar samúðar- kveðjur til Önnu og fjölskyldu. Ásgeir Jónsson Þór Freysson Baldvin H. Sigurðsson Jón Arnar Freysson Sigfús Örn Óttarsson. Í dag verður vinur minn, Ásgeir Magnús Sæmundsson, borinn til grafar. Geira kynntist ég fyrst þegar ég gekk til liðs við hljómsveitina Pax Vobis. Það reyndist mér mik- ið gæfuspor. Geiri, Skúli, Þorvald- ur og Þorsteinn Jónsson hljóm- borðsleikari tóku mér opnum örmum og tókst með okkur vin- átta sem hefur verið mér ómetan- leg. Við Geiri unnum síðan saman næstu fimm árin eða svo í ýmsum verkefnum og aldrei varð okkur sundurorða. Geiri var hæfileika- ríkur og einstaklega hlýr. Honum var annt um menn og dýr, mikill friðarsinni og sá beint í gegnum hvers kyns loddaraskap. Á vormánuðum hringdi Geiri í mig og sagði mér frá veikindum sínum. Það var nokkuð ljóst hvert stefndi. Æðruleysið og sálarstyrk- urinn sem kom í ljós við þessar að- stæður var lýsandi fyrir Geira. Hann hafði enn máttinn til að gefa af sér, dreyma og skapa fram á síðustu stundu, sem kom allt of fljótt. Hans verður sárt saknað. Ég votta fjölskyldu og vinum innilega samúð. Pax Vobiscum. Þorsteinn Gunnarsson. Ásgeir Magnús Sæmundsson ✝ Guðjón Har-aldsson fæddist á Akranesi 24. febr- úar 1936. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 26. desember 2019. Foreldrar hans voru hjónin Har- aldur Gísli Bjarna- son, f. 8. janúar 1905, d. 1998, og Sigríður Þorbjörg Guðjónsdóttir, f. 10. október 1910, d. 1995. Guðjón var elstur þriggja systkina; Bjarnfríður, f. 16. mars 1940, d. 2018, og Ólöf Jóna, f. 15. febrúar 1946. Guðjón kvæntist 2. desember 1972 eftirlifandi eiginkonu sinni, Herdísi Magnúsdóttur, f. 1. janúar 1941. Börn Þeirra eru: 1. Drengur, fædd- ur andvana 1963. 2. Jón Magnús, f. 27. febrúar 1965. 3. Stúlka, fædd andvana 22. mars 1967. 4. Sigríður, f. 22. mars 1967, gift Brynjólfi Sig- urvinnssyni. Börn þeirra eru Helga Dís, f. 19. janúar 2001, og Arnar Freyr, f. 29. janúar 2005. Útför Guðjóns fer fram frá Akraneskirkju í dag, 9. janúar 2020, klukkan 13. Þá er komið að leiðarlokum pabbi minn. Ég vil þakka þér fyr- ir allt sem þú hefur gert fyrir mig í gegnum árin. Fyrir alla snún- ingana með mig þegar ég var yngri og seinna þegar ég var kominn með bílpróf þá var alltaf sjálfsagt mál að fá bílinn þinn lán- aðan. Þú varst einnig alltaf tilbú- inn að hjálpa ef á þurfti að halda. Aðaláhugamálið þitt var að hugsa um kindurnar sem þú áttir. Þú gast dundað þér tímunum saman í kringum þær eða við að dytta að fjárhúsunum. Eftir að þú veiktist alvarlega árið 2012 gast þú ekki lengur sinnt kind- unum. Þú varst þakklátur fyrir að aðrir tóku að sér að hugsa um kindurnar þínar þannig að þú gast fylgst með þeim áfram. Bless pabbi minn. Þinn sonur Jón Magnús. Guðjón Haraldsson Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Við önnumst alla þætti undirbúnings og framkvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbús- skiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Ellert Ingason, umsjón sálmaskrár Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.