Morgunblaðið - 09.01.2020, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.01.2020, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2020 SVIÐSLJÓS Stefán Einar Stefánsson ses@mbl.is Skammt austan Selfoss er jörðin Hnaus. Þar hafa hjónin Anna Fjóla Gísladóttir og Ólafur Sigurðsson staðið í stórræðum síðustu misseri. Afrakstur vinnunnar er ekki vel sýnilegur frá þjóðvegi 1 en sé ekið spölkorn þaðan kemur í ljós reisu- legt hús sem stendur á myndarlegri hæð. Þar hafa þau hjónin reist glæsilegt hótel sem sífellt nýtur meiri vinsælda og er ólíkt öllum öðrum hótelum landsins. Á allar hliðar einkenna stórir gluggar bygginguna en að öðru leyti fellur hún inn í landslagið. Þegar hjónin eru innt eftir því hvað hafi fengið þau til þess að ráð- ast í að reisa hótelið segir Anna Fjóla að þau hafi viljað prófa eitt- hvað nýtt og að uppbygging í ferða- þjónustu hafi verið spennandi kost- ur. „Við höfðum hugsað okkur að byggja upp gistiþjónustu hér á jörð- inni með smáhýsum sem staðsett væru í slakkanum hér fyrir neðan. Við vorum farin að móta þá hug- mynd þegar faðir minn, Gísli B. Björnsson, dró okkur upp á hæðina þar sem hótelið stendur nú og sann- færði okkur um að hér væri rétt að byggja.“ Ólafur tekur undir og segir að staðsetning hótelsins sé í raun ein- stök. „Það er hvergi meira víðsýni í byggð hér á landi. Héðan sést í góðu skyggni til sex virkra eldfjalla. Í suðri eru Vestmannaeyjar, jökl- arnir í austri, Hekla og svo margt ótrúlega fallegt.“ Gísli er í hópi þekktustu teiknara landsins og listrænt innsæi hans hefur mögulega leitt þau upp á hól- inn og valdið fyrrnefndri stefnu- breytingu. Það er því eflaust við hæfi að víða um hótelið getur að líta málverk eftir hann. Áhrif hans eru sýnileg og ósýnileg á staðnum. Þar sem útsýnið seldi þeim hjón- um hugmyndina að hverfa frá fyrri ráðagerðum hefur það einnig mótað eftirleikinn. Útveggir úr gleri tryggja að gestir hótelsins hafi sem mesta möguleika til að njóta þess sem fyrir augu ber. Heiti hótelsins vitnar þar um, 360°. Gengið hreint til verks Þegar teikningar og hönnun voru að mestu tilbúnar var hafist handa á Hnausi. Í maí árið 2017 var grafið fyrir grunninum og í kjölfarið var allt sett í fullan gang. Anna Fjóla segir framkvæmdirnar að mestu hafa gengið vel en að það hafi verið mikil lífsreynsla að eiga við eftirlits- aðila og byggingaryfirvöld. Þar hafi verið furðu auðvelt að reka sig á veggi. „Það virðist sem hvert landsvæði hafi sínar byggingarreglur og mis- munandi hvernig farið er eftir þeim. Jafnræðisreglan virðist ekki til. Við þurftum t.d. að fjárfesta fyrir tugi milljóna í brunavörnum sem hótel á svæði við hlið okkar þurfti ekki,“ segir Ólafur. Rúmu ári síðar var hótelið opnað fyrir fyrstu gestum eða hinn 1. ágúst. Þau hjónin viðurkenna að síðustu mánuðirnir í byggingarferl- inu hafi tekið nokkuð á taugarnar. „Ef ég get ráðlagt þeim sem ráð- ast í að reisa hótel eitthvað eitt, þá er það að byrja ekki að bóka inn á hótelið fyrr en það er tilbúið,“ segir Ólafur. „Þetta stóð mjög tæpt og vont að þurfa að vinna allt í spreng. Það hafðist, en það er ekki þægi- legt,“ segir hann og þau hjónin brosa hvort til annars. Það er greinilegt að þau eiga ógleyman- legar minningar frá þessum dögum. Á hótelinu er boðið upp á 13 glæsi- leg herbergi í þremur stærðar- flokkum og segir Ólafur að mikil eftirspurn sé eftir herbergjum af þessu tagi. „Við höfum ekki fundið fyrir fækkun ferðamanna og við sjáum fjölgun í hverjum einasta mánuði milli ára. Stór hluti okkar gesta er frá Bandaríkjunum en einnig frá öðrum löndum. Alls höfum við feng- ið gesti frá 52 löndum,“ segir Anna. Á hótelinu er einnig veitinga- staður sem hingað til hefur aðeins verið hugsaður fyrir gesti þess. Segir Anna Fjóla að þau hafi ákveð- ið að einbeita sér að þjónustu við gesti sína áður en þjónustan verður gerð aðgengileg öðrum. Skrumba vinsælust allra Vitnisburður gesta á TripAdvisor vitnar um ánægju með starfsemina. Anna Fjóla og Ólafur benda þó á þá staðreynd að enginn hafi slegið tík- inni Skrumbu við í vinsældum. Hún er 10 ára íslenskur fjárhundur sem komst í eigu þeirra hjóna fyrir tveimur árum. „Hún átti ekki að vera hluti af hótelinu. Það var hins vegar svo mikið um að vera þegar við tókum á móti fyrstu gestunum að við höfðum ekki tíma til að fara með hana heim á bæ. Áður en við vissum af voru gestirnir lagstir í gólfið og farnir að gæla við Skrumbu. Þannig hefur það verið síðan og hingað kom t.d. Japani gagngert í þeim tilgangi að hitta hana,“ segir Ólafur. Hann viðurkennir að það hafi komið fyrir að gestir hafi verið hræddir við tíkina og að þá haldi hún sig til hlés. Þá sé ófrávíkjanleg regla að hún fari ekki inn í eldhús. „Hún sníkir ekki mat og er afar ljúf. Hingað hafa hins vegar komið gestir sem helst vilja bara hafa hana inni á herbergi,“ segir Anna Fjóla og hlær. Þau hjónin vilja lítið tala um fjár- hagslegu hliðina þegar kemur að stórframkvæmd af þessu tagi. Hót- elið er 1.000 fermetrar og SPA við hlið þess er 200 fermetrar. Þau segja hins vegar að þetta krefjist mikillar yfirlegu og þegar á þau er gengið viðurkenna þau að kostn- aður skipti hundruðum milljóna króna. „Þetta er ekki hægt að gera með of miklum lántökum. Hér þarf að koma að eigið fé og mikil vinna eig- endanna sjálfra,“ segir Ólafur að lokum. Með útsýni til sex virkra eldfjalla  Hjónin Anna Fjóla Gísladóttir og Ólafur Sigurðsson hafa byggt upp glæsilegt hótel á Hnausi  Uppbyggingin kostaði hundruð milljóna  Tíkin Skrumba nýtur mikilla vinsælda meðal gesta Lúxus Stærsta svítan á hótelinu er einkar glæsileg og þaðan er m.a. útsýni til Vestmannaeyja. Uppbygging Hótelbyggingin er um 1.000 fermetrar að stærð og spa-aðstaða þar nærri 200 fermetrar. Aðstaða Við veisluborð í matsal er boðið upp á ljúffengar veitingar. Þaðan er gott útsýni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.