Morgunblaðið - 09.01.2020, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 09.01.2020, Blaðsíða 62
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2020 veita náttúrulega vörn gegn bakteríum í munninum Tvíþætt sink og arginín Dregur úr tannskán Styrkir glerunginn Dregur úr tannskemmdum Frískari andardráttur Dregur úr blettamyndun Dregur úr viðkvæmni Dregur úr tannsteini Fyrirbyggir tannholdsbólgu NÝTT Veruleg fækkun baktería á tönnum, tungu, kinnum og gómi eftir samfellda notkun í fjórar vikur. BYLTING FYRIR ALLANMUNNINN Heildarvörn fyrir tennur, tungu, kinnar og tannhold Frábær vörn í 12 tíma Gleðilegt ár kæru lesendurog velkomin í HeilsuhornKaju. Áramótin eru að baki og margir hafa sett sér markmið á nýju ári. Algengustu markmiðin eru að venju að létta sig, hætta einhverju eða bæta einhverju inn í sína daglegu rútínu. Markmiðin tengjast oftar en ekki því að bæta heilsu og vellíðan, sem er gott og gilt, en þegar líða tekur á árið renna markmiðin oftar en ekki út í sandinn sennilega sökum þess að þau voru of háleit og/eða of erfitt að fylgja þeim. Í þessum pistli ætla ég að gefa nokkur góð ráð sem hafa það að markmiði að minnka sykurneysl- una, ekki hætta henni alveg. Með því einu að velja hollari viðbættan sykur geturðu stórbætt heilsu þína og um leið minnkað syk- urneyslu. Ef við byrjum á byrj- unni ég legg til að þú lesir fyrstu tvo pistlana mína um viðbættan sykur til þess að þú verðir meðvit- aður/meðvituð um hvað við- bættur sykur er og hvaða heiti hann hefur. Í framhaldi af þeim lestri skaltu setja þér markmið um hvaða viðbætta sykur þú ætl- ar að útiloka úr mataræði þínu og hvaða viðbætta sykri þú ætlar að halda inni. Ég mæli með að halda inni pálmasykri, hunangi og hlynsírópi. Þetta þrennt er nátt- úrulegur sykur sem inniheldur næringu að einhverju leyti. Þessi ákvörðun, þ.e. að henda út úr mataræðinu öllum hinum við- bætta sykrinum, kallar á mjög svo breyttan lífsstíl en samt sem áður geturðu gert þér glaðan dag með pálmasykri, hunangi og/eða hlynsírópi. Því að fá sér 70% súkkulaði með hrásykri ætti einn- ig að halda inni enda hefur það lít- il áhrif á sykurpúkann. Skýr- inguna tel ég vera að með neyslu á 70% súkkulaði innbyrðir þú það mikla næringu að líkaminn segir sjálfkrafa stopp, þ.e. hátt hlutfall kakómassa verður náttúrulegur „sykurfíknarstoppari“. Síðan er algjör skylda að lesa innihaldslýsingar þegar farið er að versla og sleppa þeim vörum sem innihalda þann sykur sem er í banni. Þeir sem hætta í viðbættum sykri fara oft í það að fá sér þurrkaða ávexti og falla í þá gryfju að borða óhóflega af þeim. Til að koma í veg fyrir óhóf er besta ráðið að borða ætíð hnetur og/eða fræ með þurrkuðum ávöxtum því prótínið og næringin í hnetum og fræjum býr til þennan líkamlega „sykurfíknarstoppara“. Fyrir kökufíklana er mjög gott ráð að nota heilhveiti 2⁄3 með hvíta hveitinu og lífrænan reyrsykur (hrásykur) í staðinn fyrir þann hvíta. Næringin og trefjarnar sem eru í heilhveitinu og að einhverju leyti í reyrsykrinum verða að hin- um náttúrulega „sykurfíknar- stoppara“. Lífrænar kveðjur Kaja Morgunblaðið/Árni Sæberg Leiðbeinir fólki Karen Jónsdóttir eða Kaja eins og hún er alla jafna kölluð er mikil baráttukona fyrir bættum lífsstíl og rekur meðal ann- ars Kaja Organic, Matbúr Kaju og Kaffi Kaja á Akranesi. Nýtt ár – ný markmið Heilsuhorn Kaju Bátur 2x bátabrauð (fást í Hag- kaupum, t.d.) rauðkál (mæli með frá Beauvais) súrar gúrkur (mæli með frá Beauvais) 1 laukur 25 g smjör steiktur laukur tilbúið roastbeff ca. 250 g ef á að gera 2 báta (fæst í kjörbúð sem álegg) aromat-krydd Sinnepssósa: 250 g majónes 3 msk. sætt sinnep (mæli með frá Bähncke) 2 msk. hunang smá aromat-krydd Byrjið á að skera lauk í ræmur og steikja með smjörinu á pönnu, passið að steikja við mjög vægan hita, meira svona sjóða hann í smjörinu en steikja þar til hann er mjúkur Byrjið svo á sinn- epssósunni en þar er öllu bara hrært saman sem á að vera í henni. Setjið svo bátabrauðið á pönnuna við vægan hita og ristið að innan og utan, ekki skera brauðið alveg í sundur, heldur leyfið því að hanga saman á annarri hliðinni. Takið af pönnunni og setjið þá roastbeef, lauk- inn sem þið voruð að mýkja, súru gúrkurnar og rauðkálið á pönnu við vægan hita og leyfið því svona að léttsteikjast saman (athugið hér er magnið eftir smekk en ég set alveg 5-6 sneiðar af roastbeef á hvern bát og vel af gúrkum, rauðkáli og lauk). Kryddið með smá aro- mat. Setjið svo sósu á brauð- ið og vel af henni. Raðið svo öllu á milli sem var á pönnunni og stráið steiktum lauk (þá svona pylsusteiktum lauk) yfir allt og sósu aft- ur. Lokið bátnum og hitið smá aftur á pönnunni. Gott er svo að vefja honum inn í smjörpappír til að borða hann. Sveittur bátur með roastbeef, sinnepssósu, súrum gúrkum, rauðkáli, steiktum og svissuðum lauk Þessi fyrirsögn myndi auðveldlega flokkast sem ómótstæðileg enda er flest það sem María Gomez á Paz.is gerir í þeim flokki. Það var hún sjálf sem notaði orðið „sveitt“ og við tök- um bara undir það heilshugar enda fátt meira viðeigandi í janúarlægð- unum. María segir að lykilatriðið hér sé gott hráefni og þá ekki síst rauð- kálið og sósan sem sé það sem mestu máli skipti. Rétturinn sé óhemju- vinsæll á hennar heimili þar sem hann er reglulega galdraður fram við mik- inn fögnuð viðstaddra. Ljósmynd/María Gomez Matarmikill og æðislegur Hvað er betra en bragð- mikill bátur sem ærir bragðlaukana? Jordan Green Clean var valinn besti umhverfisvæni tann- burstinn í Politiken í lok nóvember. Dómarar voru Michael René, hreinlætissérfræðingur hjá University College Co- penhagen, og Louise Thustrup frá tímaritinu SustainDaily, sem einbeitir sér að því að hjálpa lesendum að lifa um- hverfisvænna lífi. Þau sögðu meðal annars að gripið á Green Clean væri þægilegt en burstinn væri þéttur og breiður. Auðvelt er að ná til allra tanna vegna lögunar hans. Green Clean, umhverfisvænu tannburstarnir frá Jordan, hafa slegið í gegn hér á landi síðan þeir komu í verslanir í byrjun árs og hafa viðtökurnar verið framar björtustu von- um að sögn Andreu Björnsdóttur, markaðsstjóra Linday, sem flytur tannburstana inn. Jordan Green Clean er unninn úr endurunnu plasti, tannhárin eru lífbrjótanleg og umbúðirnar úr endurunnum pappa þannig að hann tikkar í öll box auk þess sem hann er fáanlegur í einstaklega fallegum litum. Valinn besti umhverfis- væni tannburstinn Umhverfisvænn Nýi tannburstinn frá Jordan hef- ur fengið fádæma góðar viðtökur enda umhverf- isvænn og í takt við nútímaþarfir neytenda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.