Morgunblaðið - 09.01.2020, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.01.2020, Blaðsíða 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2020 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Á fundi skipulagsfulltrúa Reykjavík- ur fyrir jól var lögð fram umsókn Yrkis arkitekta ehf. dags. 9. desem- ber 2019 um nýtt deiliskipulag fyrir lóðirnar að Laugavegi 168 og 170-174, Heklureit. Í tillögunni felst að lóðinni Laugavegur 170-174 verði skipt í tvennt og vestari hluti hennar verði lóðirnar Laugavegur 170 og 172. Lóð- irnar nr. 168 og 172 verði nýttar undir allt að 250 íbúðir. Valkvæð heimild er um að lóðin nr. 168 verði nýtt undir gististarfsemi. Samkvæmt tillögunni verður hægt að auka byggingarmagn á lóðinni, byggja þrjár hæðir ofan á núverandi byggingar og byggja við 3. hæð norð- urhliðar núverandi álmu við Lauga- veg. Nýju hæðirnar og viðbyggingin eru undir atvinnustarfsemi. Valkvæð heimild er um að nýja byggingar- magnið verði nýtt undir allt að 90 íbúðir. Gert er ráð fyrir sex hæða bíla- geymsluhúsi og núverandi byggingar verða nýttar undir atvinnustarfsemi. Á öllum lóðum er gert ráð fyrir versl- un og þjónustu á jarðhæð, samkvæmt uppdrætti Yrkis arkitekta ehf. Skipulagsstjóri vísaði umsókninni til meðferðar hjá verkefnisstjóra. Bílaumboðið Hekla stærst Svæðið sem deiliskipulagstillagan nær til afmarkast af Laugavegi til norðurs, lóðamörkum Laugavegar 178 til austurs, Brautarholti og lóða- mörkum Skipholts 33, 31 og Braut- arholti 29 til suðurs og til vesturs af- markast svæðið af Nóatúni. Á svæðinu er í dag fjölbreytt at- vinnustarfsemi. Stærsti aðilinn er bílaumboðið Hekla hf. en einnig er þar að finna smærri fyrirtæki, versl- anir og veitingahús. Tillagan heimilar niðurrif á öllum byggingum á vestari hluta Laugaveg- ar 170-174, þ.e. Laugaveg 170-172 og Brautarholt 33. Samanlagt er heimild fyrir 216 stæðum að hámarki á reitn- um. Um markmið deiliskipulagstillög- unnar segir m.a.: „Vesturhluti deiliskipulagssvæð- isins verði að mestu leyti nýttur undir íbúðir. Er það einstakt tækifæri til að þétta byggð og nýta land og innviði borgarinnar sem best. Markmiðið er að anna eftirspurn eftir fleiri íbúðum í fjölbreytilegri stærð í göngufjarlægð við verslun og þjónustu. Þessari deili- skipulagstillögu er ætlað að styrkja samgöngu- og þróunarás borg- arinnar, þar sem felast helstu lífs- gæðamöguleikar næstu kynslóða í samgöngumiðuðu skipulagi. Þar geti íbúar sinnt flestum daglegum athöfn- um í innan við 20 mínútna göngu- fjarlægð frá heimili sínu.“ Yrki arkitektar urðu hlutskarp- astir í lokaðri samkeppni fimm arki- tektastofa um skipulag á Heklureitn- um, en úrslit samkeppninnar voru kunngjörð sumarið 2017. Tillagan gerði ráð fyrir blandaðri byggð íbúða, verslana og hótels og einnig er gert ráð fyrir bílakjallara á svæðinu. Fjöldi íbúða á svæðinu get- ur orðið 320-350 en svæðið er alls um fimm hektarar. Bílaumboðið Hekla hf. hefur sem kunnugt er verið með starfsemi á þessum stað um áratuga skeið. Heklu var úthlutað stórri lóð við Álfabakka í Suður-Mjódd, rétt við Reykjanes- brautina, og hugðist byggja þar nýjar höfuðstöðvar. Ekkert varð af þeim áformum. Hyggst Hekla vera áfram með starfsemi á Laugavegi, a.m.k. fyrst um sinn. Íbúðabyggð rís á Heklureitnum  Skipulagsfulltrúi hefur fengið umsókn um nýtt deiliskipulag fyrir svæðið  Byggt verði ofan á núverandi atvinnuhúsnæði við Laugaveg en aðrar byggingar verði rifnar  Hótelstarfsemi möguleg Fyrirhuguð uppbygging á Heklureit L augave gu r B ra u t a r h o l t N ó a tú n L a u ga ve gu r 168170172 Núverandi byggingar Heimilt niðurrif Fyrirhugaðar byggingar Heimiluð hækkun 174 Heklureitur Mörk deiliskipulagssvæðis Útlit frá Laugavegi Grunnkort og útlits- mynd: Yrki arkitektar Ljósmynd/Hekla hf Laugavegur Bílaumboðið Hekla er með langumfangsmestu starfsemina á reitnum. Fyrirtækið hyggst vera áfram með starfsemi sína á svæðinu fyrst um sinn. Til stendur að byggja ofan á hús bílaumboðsins sem standa við Laugaveg. Tölvuteikning/Yrki arkitektar Heklureitur Þarna er einstakt tæki- færi til að þétta byggð í Reykjavík. Þrír tónlistarnemendur í fram- haldsnámi og einn nemandi í við- skiptafræði erlendis; þau Bryndís Guðjónsdóttir, Pétur Eggertsson, Sólveig Steinþórsdóttir og Lárus Sindri Lárusson, fengu nýverið styrk úr Ingjaldssjóði við Háskóla Íslands. Þetta var í fjórða sinn sem úthlutað er úr sjóðnum og er heild- arupphæð úthlutaðra styrkja þrjár milljónir króna. Ingjaldssjóður var stofnaður til minningar um Ingjald Hannibals- son, prófessor við viðskiptafræði- deild Háskóla Íslands. Ingjaldur starfaði lengst af við HÍ og arf- leiddi hann skólann að öllum eigum sínum. Stofnfé sjóðsins nam rúm- lega 70 milljónum króna og frá stofnun hafa jafnframt borist gjafir í sjóðinn. Skal sjóðurinn styrkja efnilega íslenska námsmenn við Háskóla Íslands til framhaldsnáms erlendis í rekstrarstjórnun og al- þjóðlegum viðskiptum eða nem- endur í tónlist. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson Ingjaldssjóður Styrkþegar, talið frá vinstri, eru Sólveig Steinþórsdóttir, Bryndís Guðjónsdóttir, Lárus Sindri Lárusson og Pétur Eggertsson. Fjórir fengu styrk úr Ingjaldssjóði  Efnilegir nemendur styrktir til náms
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.