Morgunblaðið - 09.01.2020, Blaðsíða 52
52 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2020
Í dag kveð ég
kæran bróður og
samferðamann til 86
ára. Við systkinin
vorum ellefu talsins, Árni var sá
sjötti í röðinni og sá fyrsti okkar
systkinanna sem fæddist á Hof-
teigi á Jökuldal, en fjölskyldan bjó
áður á Egilsstöðum í Vopnafirði.
Við ólumst upp á stóru fjárbúi á
bakka einnar stærstu og hrikaleg-
ustu jökulár landsins við hefð-
bundin búnaðarstörf á menning-
arheimili þar sem bókmenntir og
ljóðagerð voru í hávegum höfð.
Við fjölskyldan vorum samrýnd
og einlæg virðing og vinátta ríkti í
okkar hópi.
Leiðir okkar Árna lágu oft sam-
an á starfsævi okkar og ég get
þakkað Árna ótalmargt sem hann
kenndi mér langt umfram það
sem hægt var að læra í skólum því
Árni Benediktsson
✝ Árni Bene-diktsson fædd-
ist 30. desember
1928. Hann lést 28.
desember 2019.
Útför Árna fór
fram 6. janúar
2019.
Árni var einstakur
mannkostamaður,
víðlesinn og fróður.
Ég vil að leiðar-
lokum þakka einlæg-
lega bróðurþel, kær-
leika og drengskap
og kveð hann með
ljóði sem faðir okkar
samdi við fráfall
bróður okkar.
Við kveðjum þig. Svo
hljóðar harmsins
mál.
En hitt er þögul vissa, að okkar sál
Hún kveður aldrei, hvorug aðra í
heimi,
og hefur engin mörk á lífsins ál.
Við skiljumst eigi. Okkar beggja leið
er ein og söm um þrotlaust tímans
skeið.
Og þó að fundi beri að sinni sundur,
við sjáumst yfir draumahöfin breið.
(Benedikt Gíslason, frá Hofteigi)
Ég og fjölskylda mín sendum
Björgu, Margréti, Björgu (Systu),
Benedikt, Auði Freyju og afkom-
endum þeirra okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Hrafn Benediktsson.
Palli frændi okkar
er fallinn frá langt
fyrir aldur fram.
Hann var yngstur í fimm systk-
ina hópi og naut þar ómældrar at-
hygli fjögurra eldri systra sem
fannst ekki leiðinlegt að ráðskast
með litla bróður. Hann var ekki
frekur á athyglina hann frændi
okkar, hvort sem það var í jóla-
boðum hjá ömmu og afa eða í ým-
iss konar fjölskylduhittingi litlu
mafíunnar. Palli var hæglátur,
listrænn og maður fárra orða.
Hann fann sína fjöl í tónlistinni og
þar fékk hann útrás fyrir sína list-
rænu hæfileika. Guli drekinn leit
dagsins ljós.
Þorsteini, Kristínu, Evu, Huldu
Sif, Selmu Rut, Fanný Hrund og
fjölskyldum sendum við okkar
dýpstu samúðarkveðjur.
Hvíldu í friði, elsku frændi.
Láttu hug þinn aldrei eldast eða hjartað.
Vinur aftansólar sértu,
sonur morgunroðans vertu.
(Stephan G. Stephansson)
Áslaug, Hildur, Ingibjörg,
Níels Páll og fjölskyldur.
Elsku Palli okkar, við trúum
ekki ennþá að þú hafir verið tek-
inn frá okkur svona snemma.
Minningarnar hafa hellst yfir okk-
ur síðustu daga og það er margt
sem við rifjum upp saman systk-
inin sem var jafnvel löngu gleymt.
Okkar barnæska var samofin með
ykkur systkinunum. Fyrst kom
Eva og svo þríburarnir Erla,
Hulda og Selma. Þorsteinn fékk
stundum að vera með og svo kom
Páll Þorsteinsson
✝ Páll Þor-steinsson fædd-
ist 8. september
1984. Hann varð
bráðkvaddur 24.
desember 2019.
Útför Páls fór
fram 6. janúar
2020.
Fanný og svo loks
þú og Ása og Lilja.
Þegar þú komst í
heiminn var mikið
beðið eftir þér. Þú
áttir 4 systur og
aðra auka á kantin-
um sem var mjög
spennt að fá prins-
inn í fangið. Þor-
steinn var líka
óþreyjufullur að fá
loksins annan gaur.
Síðan komu litlu tvibbarnir eins
og þær eru kallaðar í fjölskyld-
unni ykkar og fannst þeim alls
ekki leiðinlegt að vera með Palla
frænda sínum. Við vorum sam-
heldinn hópur sem deildi lífi í
Skógarásnum og allar minningar
þaðan ylja okkur núna. Ása og
Lilja dýrkuðu þig strax og þær
voru eins og allir svaka skotnar í
þér. Þær eltu þig á röndum og á
leikskólanum sögðu þær öllum að
þú værir kærastinn þeirra.
Er við hugsum til þín, Palli
okkar, þá getur maður ekki annað
en hugsað um tímann í bústaðn-
um sem við áttum saman, það er
svo ómetanlegt að eiga góðar
minningar saman um skemmti-
lega tíma. Einnig koma gamlárs-
kvöldin sem við eyddum saman
fljótt upp í hugann, þá sérstaklega
þú að grúska með flugelda á Sel-
fossi og reyna að gera þá stærri
og betri með misjöfnum árangri.
Þegar við systkinin hugsum
um þig þá kemur upp í hugann á
okkur öllum Tupac og ást þín á
honum. Þú kenndir okkur svo
margt um tónlist og vissir hrein-
lega allt. Á svipuðum tíma kynnt-
ist þú hettupeysunni sem varð þitt
„trade mark“ löngu áður enn allir
kynntust skopparatískunni.
Þú varst hæglátur og tranaðir
þér ekki fram en þegar við áttum
samtöl með þér stendur mjög
sterkt eftir hvað þú varst fróður
og mikill pælari og augljóslega
búinn að kynna þér allskonar mál-
efni. Síðustu ár höfum við hist
meira á viðburðum hjá fjölskyld-
unni en þar höfum við systkinin
átt mjög skemmtilegar samræður
með þér sem við kunnum mjög að
meta í dag. Það sýnir líka karakt-
erinn þinn að á stóru stundunum í
okkar lífi þá komst þú alltaf og
fagnaðir með okkur.
Við eigum öll eftir að sakna þín
mikið, Palli, en vissan um að þú
sért nú með góðu fólki léttir okkur
sorgina.
Minningar okkar um þig munu
lifa með okkur.
Þorsteini frænda, Stínu, stelp-
unum og fjölskyldu þinni sendum
við innilegar samúðarkveðjur.
Erla, Þorsteinn, Ása Lind og
Lilja Rós Pálsbörn.
Það er aðfangadagur. Ég og
Villi bróðir sitjum í eldhúsinu og
ræðum æskuminningar. Upp
koma skemmtilegar æskusögur
þar sem Palli frændi okkar kom
við sögu. Sólarhring síðar fréttum
við að þú hefðir kvatt okkur. Sárs-
aukinn er yfirþyrmandi.
Villi og Palli fæddust sama ár, í
sama mánuði. Þeir voru því alltaf
mikið saman. Alvörutvíeyki. En
því miður fyrir þá fylgdi lítill
stráklingur þeim hvert sem þeir
fóru. Tveir á móti einum; þeir létu
litla bróður og frænda finna fyrir
því. En þrátt fyrir öll þau átök
fékk ég alltaf að vera með eftir á:
Út að leigja spólu með þeim, panta
pítsu og svo horfa á einhverja týp-
íska Palla-mynd. Mér var ekki lát-
ið líða eins og ég væri fyrir, heldur
var mér látið líða eins og tvíeykið
væri á þeirri stundu orðið að
þríeyki. Það endurspeglaði hjarta
Palla.
Palli fann sig snemma í hiphop-
heiminum. Dr. Dre-, Tupac- og
Snoop-plötur og plaköt úti um allt.
Þessu kynntist ég ungur í her-
bergi Palla. Þarna var ástríðan
hans, sem leiddi til þess að hann
varð hluti af Afkvæmum guðanna.
Lög sem hann átti þátt í að skapa
urðu landsþekkt. Þegar ég heyrði
krakka í skólanum tala um Af-
kvæmi guðanna átti ég það ein-
mitt til að láta þau vita að Palli
frændi minn væri í þeirri sveit. Ég
var stoltur af stóra frænda.
Mig dreymdi alltaf um að gera
lag með honum. Sem við gerðum
svo einn daginn. Það sem hann
galdraði fram í þeim upptökum
skildi mig eftir gapandi af aðdáun.
Ég kom með viðkvæma kassagít-
arslagið mitt. Svo setti hann sitt
heimsklassahandbragð á það og
lét lagið ná hæðum sem ég vissi
ekki að væri mögulegt. Þegar ég
lít yfir horfinn veg átta ég mig á
því að Palli á stóran þátt í því að ég
er að búa til tónlist. Hann sýndi
mér að ef ástríðan er fyrir hendi
geturðu látið ljós þitt skína. Ljósið
hans skein skært. Hann var ein-
stakur.
Palli, takk fyrir allt. Ég mun
sakna þín.
Sveinn Orri Símonarson.
Það að ég skuli vera að skrifa
minningarorð um frænda minn,
jafnaldra og góðan vin, er svo
óraunverulegt, það er sárt að við-
urkenna að Palli sé farinn og að
samverustundirnar verði ekki
fleiri.
Ég man fyrst eftir Palla í Skóg-
arásnum, við bjuggum þá erlendis
og var þá oftast kíkt til Þorsteins
og Kristínar í heimsókn þegar við
vorum á landinu.
Ég man hvað mér þótti alltaf
skemmtilegt að kíkja til þeirra,
þar var stór systkinahópur og
mikið líf og fjör alltaf.
Ég hef svo margar góðar minn-
ingar um frænda minn, sumarið í
Vatnaskógi, að spila Gameboy
uppi á háalofti í sumarbústaðnum,
heimsóknin til okkar á Englandi,
ferðir í Bjarnabúð til þess að
kaupa NBA-spjöld, heima hjá
ömmu og afa í Reynilundinum, á
Highbury, ferðin til New York og
Washington og svo auðvitað tím-
arnir inná milli á Selfossi og í
Reykjavík. Stundum settum við
misgóðar hugmyndir í fram-
kvæmd en oftast vorum við góðir
drengir.
Ég er svo þakklátur fyrir að
eiga þessar minningar og svo
margar aðrar um frænda minn og
vin Pál Þorsteinsson.
Það var á Selfossárunum sem
Palli byrjaði fyrir alvöru að vinna í
tónlistinni.
Það var forvitnilegt að fylgjast
með Palla vinna, hann gat varið
dögunum saman í að búa til takt,
að mixa eða gera tilraunir á
trommuheilanum. Einbeitingin
var algjör og áhuginn var bæði
einlægur og smitandi. Það var
mér skýrt að þessi list var hans
köllun í lífinu og að hann naut þess
að skapa tónlist.
Fyrir utan tónlistina skipti fjöl-
skyldan Palla mestu máli, foreldr-
ar, systur, mágar og systrabörnin
sem honum þótti óendanlega vænt
um.
Við Julia sendum ykkur öllum
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur og óskum þess að góðu minn-
ingarnar gefi ykkur styrk.
Vilhjálmur Styrmir
Símonarson, Julia
Castagnoli og dætur.
Yo … Wazzup … Bara góður
en þú?
Svona byrjuðu öll okkar símtöl í
gegnum árin.
Alltaf fannst mér jafn erfitt að
mæta þessu enska slangri með ís-
lensku.
Ég varð svo vandræðalegur og
Palli vissi þetta mjög sennilega og
hafði gaman af að stuða mig að-
eins. Þessi jól missti ég stóran
part úr mínu lífi og minn besta vin.
Þegar kemur að tónlist, tækni og
nákvæmni eru fáir á sama stað og
hann Palli. Palli var nefnilega
svona óþolandi nákvæmur á allt,
ekki bara tónlist. Ef maður bað
Palla um að gera eitthvað fyrir sig
sem í mínu tilfelli var oftar en ekki
tæknitengt, þá þurftum við að
halda fund um málefnið. Hann
vildi koma öllu til skila sem hann
var beðinn um, nákvæmlega eins
og það ætti að vera. Palli hafði
gaman af flóknum hlutum og væri
ég sennilega enn týndur í neðan-
jarðarlestarkerfinu í London ef
ekki væri fyrir hann. Þetta kerfi
gat ég ekki lært á og kann ekki
enn. Þannig hluti lærði hins vegar
Palli á 5 mínútum. Leiðir okkur
skildi þegar ég fór til Íslands en
hann varð eftir með vinnufélögum.
Palli hefur fundið hvað ég var
stressaður að taka lestar upp á
flugvöll einn, þannig að hann sá
sko til þess að ég færi í réttar lest-
ar og kæmist heim. Svona maður
var elsku Palli … Peace. Þín verð-
ur sárt saknað, elsku vinur.
Þinn vinur og mágur,
Magni.
Allt hefur upphaf.
Kannski lítið. Kannski óljóst.
Einhver ímyndun, hugmynd sem enginn
annar sér.
Með lokuð augun eða opin.
Eins og regnsins fyrsti dropi.
Vindur feykir laufblaði sem enginn veit
hvert fer.
Lítið fræ í leit að jörð sem mun næra
blóma lífsins.
Og breytast ögn, við hvert lífsins and-
artak.
Farfuglinn að vori, svífur upp í vindinn,
Flýgur í átt að frelsi við taktfast vængja-
blak.
Klöppin er brotin og skarðið er bratt,
það verður mosa gróið.
Fölnað strá byggir hreiður sem seinna
elur söng.
Nýfallið grjótið var eitt sinn hvasst við
fjöruborðið.
En bit þess minnkar eftir tímans dægrin
löng.
Bergmálið ómar, þótt stundum hljótt
það hvísli.
Eins og draumur um nótt sem týndur
svefninn gaf
Sólin bræðir fossinn sem vetur krýndur
frysti.
Og græðir senn að nýju, voran sama-
stað.
Hvíldu í friði elsku Palli minn.
Ólafur Páll Torfason (Opee).
Gamli vinur. Síðustu dagar hafa
verið mjög skrítnir. Hugur minn
hefur verið hjá þér og fjölskyldu
þinni frá því að mér voru færðar
þessar sorglegu fréttir. Þó svo við
værum ekki í miklum samskiptum
síðustu ár get ég með sanni sagt að
þú varst vinur í raun. Mennta-
skólaárin mín einkenndust af því
að hanga í helli Gula drekans að
búa til tónlist, hlusta á tónlist, fara
á hiphop-djamm og chill.
Síðustu daga hef ég verið að
grafa upp endalaust af gömlum
minningum og rifjað upp gamlar
og góðar stundir sem við áttum
saman. Þá hef ég endurupplifað
gömul stúdíósessjón með því að
finna hreinlega alla þá tónlist sem
ég hef komið höndum yfir sem
tengdist þér á einn eða annan hátt.
Ég er búinn að grafa upp eldgömul
lög, óútgefið efni og jafnvel fyrstu
taktana sem ég heyrði frá þér frá
árinu 2001. Það sem er svo
skemmtilegt við að hlusta á þessa
tónlist er að upplifa öll þessi „mó-
ment“ á nýjan leik.
Ég hef alltaf sagt að þú værir
einn besti taktasmiður og tónlist-
amaður landsins og það hefur eng-
inn verið með tærnar þar sem þú
varst með hælana í þessum rapp-
leik.
Ég er þakklátur ykkur í Af-
kvæmum guðanna fyrir að hafa
gefið mér fyrsta tækifærið sem
tónlistarmaður árið 2001 með út-
gáfu plötunnar Dæmisögur. Það
var mér mikill heiður að vera hluti
af þeirri plötu og fá að taka erindi í
laginu Innilokunarkennd. Ég man
vel eftir þessu stúdíósessjóni þeg-
ar þú stakkst upp á því við Stjána
og Elvar að við gerðum allir lag
saman. Við byrjuðum þann dag al-
veg frá grunni á þessu lagi. Þú
bjóst til taktinn á meðan við skrif-
uðum textann.
Árið 2010 gaf ég út plötuna
mína Óskabarn þjóðarinnar og
segi eftirfarandi setningu í laginu
„Það er ég“:
„Palli hafði trú á mér og lét mig fá
takta
gaf mér trú á sjálfum mér við það að
rappa“
Þessar línur lýsa því vel hve
þakklátur ég var þínum stuðningi.
Ég leitaði til þín þegar mig vantaði
álit á texta eða lagi. Ef þú gafst
grænt ljós á það vissi ég að ég var
með eitthvað virkilega gott í hönd-
unum. Eftir að ég kúplaði mig al-
veg út úr tónlistarlífinu og fór að
einbeita mér meira að þjálfaraferl-
inum fjöruðu samskipti okkar
hægt og rólega út. Síðustu vikur
og mánuði hef ég verið að daðra
við að gera tónlist á nýjan leik og
hugsaði alltaf um að heyra í þér
fyrir það verkefni. Hik er sama og
tap og því miður var ég of seinn á
mér að tala við þig í síðasta skipti.
Ég er endalaust þakklátur fyrir
að hafa fengið að kynnast þér og
þykir ótrúlega vænt um allar þær
stundir sem við áttum saman.
Takk kærlega fyrir mig elsku
vinur!
Guli drekinn verður goðsögn að
eilífu!
Þinn vinur, Gaui aka Ramses,
(Guðjón Örn Ingólfsson).
Besti vinur minn er goðsögn
sem átti heima í helli. Hellirinn var
aldrei dimmur heldur fullur af von.
Þar eignaðist ég bræður, þar mót-
aðist ég sem maður. Ég mun alltaf
ganga við þinn takt og þú verður
alltaf uppspretta óendanlegs ljóss
í mínu lífi. Engin orð geta lýst
hversu mikið ég elska þig bróðir.
Eina sem ég get komið á pappír
eru nokkrir bars af söknuði.
Þú varst ekki hreinn, þú varst alveg tand-
ur. Mig vantar eitt samstuð, spjall sem er
manstu? En glasið er tómt, enginn tími
né sandur. Leita í rím, til að finna þig aft-
ur. Þú ert í hverjum bar, líkt og bar hefur
bakkus og hjarta mitt slær eins og pth-
taktur. Fastur, vantar ekkert segl á mitt
mastur. Svartur, dimmir ekki varst mér
svo bjartur. Ég þarf að segja þér allt aft-
ur, skotið geigar ekki aftur, yo ég neita
að þú sért lagstur, ert meira en bara
partur. Ég meina guð er hastur, heim-
urinn er valtur og eina sem ég á er ein
ást og taktur.
Kristján Þór Matthíasson
(Stjániheitirmisskilinn).
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur hluttekningu og alúð við andlát okkar
ástkæru móður, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
GUÐRÚNAR SVEINSDÓTTUR,
Dalbraut 27, Reykjavík,
sem lést á heimili sínu 7. desember.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Dalbrautar.
Sveinn Jónasson
Birgir Jónasson Gunnhildur Erla Kristjánsd.
Rakel Jónasdóttir
barnabörn, barnabarnabörn
og aðrir aðstandendur
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýju vegna andláts og útfarar
GYÐU STEFÁNSDÓTTUR,
Þinghólsbraut 53,
Kópavogi.
Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
elskulegrar móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
ÁRNU STEINUNNAR
RÖGNVALDSDÓTTUR,
Bauganesi 39, Reykjavík.
Hilmar Guðjónsson Agnes Henningsdóttir
Marta Guðjónsdóttir Kjartan Gunnar Kjartansson
Raggý Björg Guðjónsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir færum við ykkur öllum sem
sýnduð okkur ómetanlegan stuðning og
hlýju við andlát og útför okkar ástkæru
eiginkonu og mömmu okkar,
JÓNÖNNU BJARNADÓTTUR.
Fyrir hönd ættingja og vina,
Arnar Óskar Þór Stefánsson
Hugrún Greta Arnarsdóttir Hjördís Emma Arnarsdóttir