Morgunblaðið - 09.01.2020, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.01.2020, Blaðsíða 27
FRÉTTIR 27Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2020 Hjálparstarf kirkjunnar fagnar 50 ára starfsafmæli á árinu 2020 en formleg ákvörðun um hjálpar- stofnun á vegum íslensku þjóðkirkj- unnar var tekin á fundi kirkjuráðs hinn 9. janúar 1970. Í tilefni afmælisins verður haldið málþing í dag á Grand hóteli, frá kl. 16.30 til 18.30. Þar verður fjallað um valdeflingu kvenna og leitast við að svara því hvort sú aðferð sé aðeins frasi í hjálparstarfi eða hvort hún leiði til raunverulegra framfara í samfélögum þar sem henni er beitt, segir í tilkynningu. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands og verndari stofnunarinnar, flytur ávarp í upphafi málþings. Meðal þeirra sem flytja erindi eru Eliza Jean Reid forsetafrú, Magnús Árni Skjöld Magnússon, forseti fé- lagsvísinda- og lagadeildar Háskól- ans á Bifröst, og Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar. Hjálpar- starf í 50 ár Hjálparstarf Stofnunin hefur stutt mörg verkefni í Afríku síðustu árin.  Málþing haldið í dag Íslenska fluguveiðisýningin, sjálfs- eignarstofnun (IFFS), safnaði tæp- lega 900 þúsund krónum á nýliðnu ári og verður þeim fjármunum var- ið í þágu meginmarkmiðs stofn- unarinnar, þ.e. að standa vörð um íslenska náttúru og dýralíf með áherslu á vernd og uppbyggingu villtra ferskvatnsstofna. Stefnt er að því að næsta sýning verði haldin í mars á þessu ári. Stjórn IFFS hefur ákveðið að út- deila 600 þúsund krónum af þeim fjármunum sem söfnuðust á sýning- unni árið 2019 til stofnana og sjóða sem hafa sömu eða sambærileg markmið og stofnunin. Þrír aðilar fengu styrki, 200 þúsund krónur hver; Icelandic Wildlife Fund (IWF), NASF á Íslandi og Laxfiskar ehf. IWF hefur verið áberandi í málflutningi sínum um skaðsemi sjókvíaeldis á villtum laxi á árinu. NASF er sjóður sem var stofnaður í tengslum við baráttu Orra Vigfús- sonar fyrir atlantshafslaxinum. Rannsóknarfyrirtækið Laxfiskar hefur í tæpa tvo áratugi stundað rannsóknir á lífsháttum og um- hverfi íslenskra ferskvatnsfiska, bæði í ferskvatni og sjó. Myndin til hliðar var tekin við af- hendingu styrkjanna frá Íslensku fluguveiðisýningunni. Talið frá vinstri eru Friðleifur Egill Guð- mundsson frá NASF, Gunnar Örn Petersen og Kristján Páll Rafnsson frá IFFS, Jóhannes Sturlaugsson frá Laxfiskum, Arndís Kristjáns- dóttir og Jón Kaldal frá IWF, Elías Pétur Viðfjörð frá NASF og Lilja R. Einarsdóttir frá IWF. Standa vörð um laxfiska Ljósmynd/IFFS Styrkir Fulltrúar styrkþega ásamt forsvarsmönnum IFFS-stofnunarinnar.  Íslenska fluguveiðisýningin afhenti þrjá styrki Guðni Axelsson jarðeðlisfræð- ingur tók um ára- mótin við starfi forstöðumanns Jarðhitaskólans, sem fram á síð- asta ár var tengd- ur Háskóla Sam- einuðu þjóðanna. Frá þessu ári er skólinn tengdur Menningar- málastofnun SÞ, þ.e. UNESCO. Áður hafði Lúðvík S. Georgsson gegnt starfi forstöðumanns frá árinu 2013. Guðni lauk BSc-prófi í eðl- isfræði frá Háskóla Íslands 1978 og MSc-prófi í jarðeðlisfræði frá Ore- gon State University árið 1980. Þá lauk hann doktorsprófi í jarð- eðlisfræði með sérhæfingu í forða- fræði jarðhita frá sama skóla 1985. Frá því hann lauk námi hefur Guðni starfað hjá ÍSOR, m.a. sem deildar- stjóri eðlisfræðideildar og nú síðast sem sviðsstjóri. Guðni hefur einnig kennt við Jarðhitaskólann, verið gestaprófessor í HÍ og kennt í HR. Guðni er kvæntur Svanfríði Frank- línsdóttur, kennara og bókasafns- og upplýsingafræðingi, og eiga þau þrjú börn. Guðni tekinn við Jarðhita- skólanum Guðni Axelsson Útsala - Frábær tilboð 10-50% afsláttur Ýmis sértilboð Örninn Golfverslun Bíldshöfða 9 577-2525 www.orninngolf.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.