Morgunblaðið - 09.01.2020, Blaðsíða 27
FRÉTTIR 27Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2020
Hjálparstarf kirkjunnar fagnar 50
ára starfsafmæli á árinu 2020 en
formleg ákvörðun um hjálpar-
stofnun á vegum íslensku þjóðkirkj-
unnar var tekin á fundi kirkjuráðs
hinn 9. janúar 1970.
Í tilefni afmælisins verður haldið
málþing í dag á Grand hóteli, frá kl.
16.30 til 18.30. Þar verður fjallað
um valdeflingu kvenna og leitast
við að svara því hvort sú aðferð sé
aðeins frasi í hjálparstarfi eða
hvort hún leiði til raunverulegra
framfara í samfélögum þar sem
henni er beitt, segir í tilkynningu.
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup
Íslands og verndari stofnunarinnar,
flytur ávarp í upphafi málþings.
Meðal þeirra sem flytja erindi eru
Eliza Jean Reid forsetafrú, Magnús
Árni Skjöld Magnússon, forseti fé-
lagsvísinda- og lagadeildar Háskól-
ans á Bifröst, og Bjarni Gíslason,
framkvæmdastjóri Hjálparstarfs
kirkjunnar.
Hjálpar-
starf í 50 ár
Hjálparstarf Stofnunin hefur stutt
mörg verkefni í Afríku síðustu árin.
Málþing haldið í dag
Íslenska fluguveiðisýningin, sjálfs-
eignarstofnun (IFFS), safnaði tæp-
lega 900 þúsund krónum á nýliðnu
ári og verður þeim fjármunum var-
ið í þágu meginmarkmiðs stofn-
unarinnar, þ.e. að standa vörð um
íslenska náttúru og dýralíf með
áherslu á vernd og uppbyggingu
villtra ferskvatnsstofna. Stefnt er
að því að næsta sýning verði haldin
í mars á þessu ári.
Stjórn IFFS hefur ákveðið að út-
deila 600 þúsund krónum af þeim
fjármunum sem söfnuðust á sýning-
unni árið 2019 til stofnana og sjóða
sem hafa sömu eða sambærileg
markmið og stofnunin. Þrír aðilar
fengu styrki, 200 þúsund krónur
hver; Icelandic Wildlife Fund
(IWF), NASF á Íslandi og Laxfiskar
ehf. IWF hefur verið áberandi í
málflutningi sínum um skaðsemi
sjókvíaeldis á villtum laxi á árinu.
NASF er sjóður sem var stofnaður í
tengslum við baráttu Orra Vigfús-
sonar fyrir atlantshafslaxinum.
Rannsóknarfyrirtækið Laxfiskar
hefur í tæpa tvo áratugi stundað
rannsóknir á lífsháttum og um-
hverfi íslenskra ferskvatnsfiska,
bæði í ferskvatni og sjó.
Myndin til hliðar var tekin við af-
hendingu styrkjanna frá Íslensku
fluguveiðisýningunni. Talið frá
vinstri eru Friðleifur Egill Guð-
mundsson frá NASF, Gunnar Örn
Petersen og Kristján Páll Rafnsson
frá IFFS, Jóhannes Sturlaugsson
frá Laxfiskum, Arndís Kristjáns-
dóttir og Jón Kaldal frá IWF, Elías
Pétur Viðfjörð frá NASF og Lilja R.
Einarsdóttir frá IWF.
Standa vörð um laxfiska
Ljósmynd/IFFS
Styrkir Fulltrúar styrkþega ásamt forsvarsmönnum IFFS-stofnunarinnar.
Íslenska fluguveiðisýningin afhenti þrjá styrki
Guðni Axelsson
jarðeðlisfræð-
ingur tók um ára-
mótin við starfi
forstöðumanns
Jarðhitaskólans,
sem fram á síð-
asta ár var tengd-
ur Háskóla Sam-
einuðu þjóðanna.
Frá þessu ári er
skólinn tengdur Menningar-
málastofnun SÞ, þ.e. UNESCO.
Áður hafði Lúðvík S. Georgsson
gegnt starfi forstöðumanns frá árinu
2013. Guðni lauk BSc-prófi í eðl-
isfræði frá Háskóla Íslands 1978 og
MSc-prófi í jarðeðlisfræði frá Ore-
gon State University árið 1980.
Þá lauk hann doktorsprófi í jarð-
eðlisfræði með sérhæfingu í forða-
fræði jarðhita frá sama skóla 1985.
Frá því hann lauk námi hefur Guðni
starfað hjá ÍSOR, m.a. sem deildar-
stjóri eðlisfræðideildar og nú síðast
sem sviðsstjóri. Guðni hefur einnig
kennt við Jarðhitaskólann, verið
gestaprófessor í HÍ og kennt í HR.
Guðni er kvæntur Svanfríði Frank-
línsdóttur, kennara og bókasafns- og
upplýsingafræðingi, og eiga þau
þrjú börn.
Guðni tekinn
við Jarðhita-
skólanum
Guðni Axelsson
Útsala - Frábær tilboð
10-50% afsláttur
Ýmis sértilboð
Örninn Golfverslun
Bíldshöfða 9
577-2525
www.orninngolf.is