Morgunblaðið - 09.01.2020, Blaðsíða 49
farsælt og ánægjulegt og gott að
vinna með Lindu. Linda var mjög
skipulögð í sínu starfi og reyndist
hún mér vel sem nýútskrifuðum
kennara við að stíga mín fyrstu
spor í kennslu. Samstarf okkar
reyndist alla tíð farsælt og var það
með vissum söknuði að ég kvaddi
kennslustarfið 2005 til að sinna
trúnaðarstarfi fyrir Félag grunn-
skólakennara. Það voru ávallt
gleðistundir er við hittumst eftir
það og skemmtileg atvik úr skóla-
starfinu rifjuð upp.
Linda var mikil íþróttakona, af-
rekskona í körfubolta, landsliðs-
kona og keppti fyrir KR. Hún
varð Íslandsmeistari í körfubolta
kvenna með KR mörg ár í röð.
Linda geriðst „atvinnumaður“ í
körfubolta og flutti til Svíþjóðar
og dvaldi þar einn vetur og lét
drauminn rætast.
Minningin um þessa kjarna-
konu er sterk í huga mínum og
megi minning hennar lifa með eft-
irlifendum. Ég samhryggist dætr-
um Lindu, þeim Aldísi og Heiðísi
og fjölskyldunni allri.
Megi drottinn blessa minningu
þessarar heiðurskonu.
Þórður Á. Hjaltested.
Kveðja frá KR
Við KR-ingar kveðjum í dag
einn öflugasta liðsmanninn í nán-
ast ósigrandi kvennaliði okkar í
lok síðustu aldar, Lindu Jónsdótt-
ur. Linda og Erna tvíburasystir
hennar komu eins og stormsveip-
ur inn í körfuboltann í byrjun átt-
unda áratugarins og héldu út í
hartnær tvo áratugi. Linda fór
fyrir KR-liðinu sem varð Íslands-
meistari níu sinnum á ellefu árum,
1977 til 1987, og sex sinnum bik-
armeistari á sama tíma, sannkall-
að meistaralið. Liðið var drifið
áfram af Lindu, sem varð í fjór-
gang stigahæsti leikmaður Ís-
landsmótsins, þrisvar valin í lið
ársins, körfuknattleikskona ársins
1982 og svona mætti lengi telja.
Mig langar þó til að nefna eina
skrautfjöðrina enn í hatt þessarar
ótrúlegu afrekskonu okkar KR-
inga, hún var valin í kvennalið síð-
ustu aldar, semsagt ein af fimm
bestu körfuknattleikskonum ald-
arinnar á Íslandi.
KR-fjölskyldan er ein órofa
heild þar sem samheldni, vinskap-
ur og traust eru aðalsmerkin.
Þetta voru sannarlega einkenni
Lindu Jónsdóttur, sem með ósér-
hlífni, snjöllum leik og dugnaði
dreif áfram körfuboltaliðið okkar
til minnisstæðra og einstakra af-
reka. Það er því með með sorg í
hjarta sem við kveðjum þennan
einstaka liðsmann um leið og við
vottum fjölskyldu hennar okkar
dýpstu samúð.
Fyrir hönd körfuknattleiks-
deildar KR,
Böðvar Guðjónsson,
formaður.
Það er sárt að kveðja Jórunni
Lindu, eða Lindu eins og hún var
alltaf kölluð, okkar kæru sam-
starfskonu og góðan kennara til
margra ára. Alla sína starfsævi
vann hún við Varmárskóla eða í
rúm 40 ár.
Linda kenndi alla tíð íþróttir og
sund enda menntaður íþrótta-
kennari. Hún var óhrædd við að
taka að sér ný verkefni og und-
anfarin ár kenndi hún auk
íþróttanna íslensku í 7. og 8. bekk
og tók að sér að vera umsjónar-
kennari. Þá var hún órög við að
taka að sér forföll þegar þannig
stóð á. Samband hennar við nem-
endur var gott og hún sinnti nem-
endum af alúð og samviskusemi,
enda var Linda vel liðin af nem-
endum og samstarfsfólki.
Linda var samviskusöm og
dugleg. Það voru ekki margir dag-
arnir sem hún mætti ekki til
vinnu, en þó fór það svo að þetta
síðasta starfsár hennar var hún
búin að vera í veikindaleyfi. Við
áttum von á að hún kæmi til starfa
eftir þessi áramót en örlögin hafa
ákveðið að haga því á annan veg.
Það fór ekki mikið fyrir Lindu,
hún var hógvær og talaði sjaldn-
ast um sjálfa sig eða sína. Það kom
þó fyrir og hún var mjög stolt af
tvíburadætrum sínum sem hún ól
ein upp. Þá var hún ákaflega stolt
af barnabarninu sínu, henni Dag-
nýju Láru, sem hún hélt mikið
upp á.
Linda hafði gaman af útivist og
hreyfingu. Hún var fylgin sér og
skoðanir hennar og hugmyndir
gáfu oft aðra sýn á hlutina og setti
hún þær gjarnan fram með lúmsk-
um húmor.
Linda var ósérhlífin og það
leiddi til þess að hún dró lengi að
fara í nauðsynlega hnéaðgerð. Sá
dráttur orsakaði sennilega nauð-
syn annarrar aðgerðar á mjöðm
síðar. Þegar hún fór í þessar að-
gerðir var hún orðin mjög slæm til
gangs en hún kvartaði ekki þrátt
fyrir að það væri öllum sýnilegt að
hún væri kvalin. Áföllum sem
þessum tók hún með jafnaðargeði.
Þegar hún fór í hjartaþræðingu í
byrjun desember vorum við viss
um að hún kæmi til baka endur-
nærð og full af lífsþrótti. En lífið
er hverfult og fullt af óvæntum at-
burðum sem við sjáum ekki fyrir.
En komin eru leiðarlok
og lífsins kerti brunnið,
og þín er liðin æviönn,
á enda skeiðið runnið.
Í hugann kemur minning mörg
og myndir horfinna daga,
frá liðnum stundum læðist fram,
mörg ljúf og falleg saga.
(Höf. ókunnur)
Við sendum öllum ættingjum
og vinum Lindu innilegar samúð-
arkveðjur. Megi Guð leiða ykkur
og styrkja í sorg ykkar. Við þökk-
um Lindu fyrir góða samvinnu og
vinskap í gegnum árin. Megi hún
hvíla í faðmi frelsarans.
Fyrir hönd samstarfsfólks Var-
márskóla,
Þórhildur Elfarsdóttir,
skólastjóri Varmárskóla.
Góður félagi er fallinn frá. Jór-
unn Linda, sem var alltaf kölluð
Linda, var lengi vel starfsfélagi
minn í Varmárskóla þar sem hún
vann sem íþróttakennari.
Tvíburastelpurnar hennar, Heið-
dís og Aldís, stunduðu nám í sama
skóla og hafði ég mjög mikla
ánægju af að kenna þeim mynd-
mennt því þær voru mjög listræn-
ar. En Linda og ég vorum einnig
góðir félagar á öðru sviði. Við spil-
uðum báðar blak og hittumst á
mörgum mótum, bæði á Íslands-
meistaramótum og seinna meir á
trimm- og öldungamótum. Við
náðum meira að segja að spila
saman í landsliðinu þegar við vor-
um upp á okkar besta.
Síðast hitti ég Lindu seint í
haust og spjölluðum við saman um
daginn og veginn. Ekki grunaði
mig þá að ég myndi ekki sjá hana
aftur. Ég votta fjölskyldu hennar
og ættingjum alla mína samúð.
Úrsúla Jünemann.
Leiðir okkar Lindu hafa alla tíð
legið saman frá því að við fluttum
báðar í Mosfellsbæ. Linda og
Erna systir hennar kenndu okkur
krökkunum íþróttir í Varmárs-
kóla og frá degi eitt var ljóst að
þarna var um frábæra kennara að
ræða. Íþróttatímarnir voru
spennandi og körfuboltasnilling-
arnir úr KR kenndu okkur sveita-
krökkunum réttu handtökin í
körfunni. Linda var afslappaður
og góður kennari sem þótti vænt
um nemendur sína, það er ómet-
anlegt. Seinna urðum við Linda
samkennarar í Varmárskóla um
tíma og áttum ávallt gott spjall um
kennsluna og mikilvægi hennar.
Seinna þegar ég fór að taka þátt í
pólitík í Mosfellsbæ með skóla-
málin sem mín hjartans mál var
gott að eiga spjall við Lindu og
heyra hennar skoðanir.
Linda er nú fallin frá langt fyrir
aldur fram og stórt skarð verið
höggvið í kennarahóp Varmárs-
kóla. Ég vil þakka Lindu fyrir
störf hennar og framlag til
fræðslumála í Mosfellsbæ. Ég
votta dætrum Lindu og fjölskyldu
mína dýpstu samúð.
Kolbrún G. Þorsteinsdóttir,
formaður fræðslunefndar í
Mosfellsbæ.
MINNINGAR 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2020
Þá er hann Siggi bróðir dáinn.
Ég var nýlent á Tenerife þegar
ég fékk fréttirnar. Fór þangað til
að fagna 50 ára afmælinu hans
Gísla bróður en Siggi var sjálfur
nýorðinn 60 ára. Við Siggi vorum
alltaf miklir vinir á unglingsárun-
um, fórum við oft saman í bíó og
út að skemmta okkur.
Ég var að vinna hjá honum
fyrst í Garðskaga og svo í Gæða-
fiski og lét hann mig ansi oft í erf-
iðustu verkin, vildi ekki að sagt
væri að skyldmenni væru í klík-
unni og þess vegna hefðu þeir
fengið starfið.
Siggi fór ungur að vinna í Þor-
lákshöfn með skóla á sumrin og
eitt sumar vildi hann fara til út-
landa með starfsfólkinu en
mamma vildi aðeins leyfa honum
að fara ef ég færi með honum. Þá
var ég 16 ára en hann 18 ára. Svo
að við fórum til Spánar og tókum
við með okkur kassettutæki og
keyptum okkur sína kassettuna
hvort. Ég Bonnie Tyler og Siggi
Doctor Hook. Var þetta
skemmtileg ferð hjá okkur. Ég lá
alla daga í sólbaði, til að reyna að
fá lit, en það gekk brösuglega,
varð bara bleik og rauð. Helvítið
hann Siggi kom út í nokkrar mín-
útur á daginn og varð dökk-
brúnn.
Ég, Siggi og fyrsta konan
hans, hún Didda, vorum mikið
saman og þegar þau voru á
Vopnafirði fór ég með Hlyn son
minn og var hjá þeim yfir
páskana.
Svo þegar Siggi fór til Afríku
löngu seinna fór ég til hans og var
í sex vikur og var það góður tími
sem við áttum saman.
Siggi giftist aftur alveg ynd-
islegri konu, henni Rögnu, áttu
þau einn dreng saman. Fyrir átti
Ragna fjögur börn sem Siggi
gekk í föðurstað og þótti Sigga
mjög vænt um börnin sín.
Flest sambönd Sigga lituðust
mjög af veikleika hans, sem var
drykkja, og urðu sambönd við
ættingja og ástvini að lúta í lægra
haldi fyrir þeim veikleika.
Hér sit ég og græt yfir örlög-
um þínum, kæri bróðir, og hlusta
á falleg lög sem þú unnir. Ég
þakka þér fyrir samfylgdina, mér
þykir ótrúlega vænt um þig, með
sorg og söknuði kveð ég þig,
elsku bróðir.
Þín systir,
Inga Hildur.
Siggi bróðir minn hefur kvatt
þetta líf. Hann kom í heiminn fyr-
ir tímann og hann fór fyrir tím-
ann. Siggi ólst upp í Keflavík,
hann var næstelstur af fimm
systkinum, á heimilinu var mikið
líf. Við systkinin lékum, lásum,
unnum og rifumst en alltaf stóð-
um við saman ef eitthvað bjátaði
á.
Siggi var skemmtilegur, fróð-
ur, vel lesinn og duglegur maður
og ekki vafðist fyrir honum að
halda ræður við hin ýmsu tæki-
færi. Hann hafði sterkar skoðanir
á mönnum og málefnum. Frá
barnæsku átti fótbolti hug hans
allan, hann horfði á hann, spilaði
fótbolta og sat í stjórn fótbolta-
félags. Hann lét líka til sín taka í
félagsmálum og stjórnmálum.
Ungur að árum fór hann að vinna
við fiskvinnslu og varð hún að
ævistarfi hans. Fyrst vann hann
hjá öðrum en stofnaði svo sína
eigin fiskvinnslu í samstarfi við
fleiri. En í huga bróður míns var
grasið alltaf grænna hinum meg-
in, hvort sem var í starfi eða
einkalífi átti hann erfitt með að
festa rætur. Hans bestu og gæfu-
ríkustu ár voru þegar hann bjóð
með konu sinni Rögnu og börnum
hennar. Með henni eignaðist
hann Björgvin sem var auga-
steinninn hans.
En það var ekki nóg, Siggi hélt
áfram, það þurfti að kanna heim-
inn og reyna eitthvað nýtt. En að
lokum sneri hann aftur í faðm
barnanna sinna og fór að vinna
með þeim. Þau tóku honum alltaf
vel þó að hann væri þeim oft erf-
iður. Góður drengur sem vildi öll-
um vel, en hann var sjálfum sér
verstur. Ekki verða fleiri sam-
verustundirnar eða símtölin þar
sem Siggi svaraði alltaf með já –
já. Elsku bróðir, hafðu þökk fyrir
allt og megi Guð styrkja börn þín
og barnabörn.
...
Við getum ei breytt því
sem frelsarinn hefur að segja.
Um hver fær að lifa,
og hver á svo næstur að deyja.
Þau örlög sem við höfum hlotið,
það verður að skilja.
Svo auðmjúk og hljóð,
við lútum að frelsarans vilja.
...
Þótt farin þú sért,
og horfin ert burt þessum heimi.
Ég minningu þína,
þá ávallt í hjarta mér geymi.
Ástvini þína, ég bið síðan
Guð minn að styðja,
og þerra burt tárin,
ég ætíð skal fyrir þeim biðja.
(Bryndís Jónsdóttir)
Anna.
Elsku pabbi minn.
Það sem ég var heppin að fá
þig sem pabba minn. Þó ég sé
stjúpdóttir þín þá hef ég alltaf lit-
ið á þig sem pabba minn. Það
varst þú mér svo sannarlega þeg-
ar ég var stelpa. Þú kenndir mér
svo margt í lífinu. Þú lagðir mikið
upp úr samveru og tókst okkur
alltaf með þér í allt. Við fórum
með þér á alla fótboltaleiki í
Garðinum og okkur var plantað í
hin og þessi verk, svo sem að
vinna í sjoppunni á leikjum,
hjálpa til við að taka til í Víðishús-
inu eða fara með þér í vinnuna.
Ég byrjaði 13 ára að vinna hjá
þér í fiskinum og þar lærði maður
að vinna, vinnuvirðingu og að
maður varð bara að standa sig.
Maður fékk engan afslátt út á að
vera dóttir þín. Ég man þig alltaf
glaðan og þú þurftir alltaf að hafa
eitthvað fyrir stafni. Varst enda-
laust duglegur og skemmtilegur.
Vinkonur mínar komu mikið
heim til okkar og oftar en ekki
enduðum við við eldhúsborðið
með þér og mömmu að spila eða
bara að tala um heima og geima
og að hlæja. Þú hefur alltaf verið
með svo svartan húmor og hann
hef ég frá þér… finnst gaman að
ganga aðeins fram af fólki.
Þú hefur ekki alltaf verið til
staðar fyrir mig og stundum hef
ég verið reið út í þig og stundum
sár en alltaf hef ég elskað þig og
alltaf munað það góða sem við
áttum saman þegar ég var yngri.
Ég er svo þakklát fyrir tímann
sem við fengum með þér síðast-
liðið ár þar sem þú kynntist fjöl-
skyldunni minni og börnunum
mínum og þau litu á þig í fyrsta
skipti sem Sigga afa þó þú hafir
oftar talað um þig sem Sigga
sæta en ekki Sigga afa við þau.
Þú fékkst að sjá fjölskyldulífið
okkar í allri sinni mynd og hafðir
svo gaman af Guðjóni Frey mín-
um og Davíð þó þér fyndist þeir
stundum vaða uppi með frekju.
Þú hafðir áhyggjur af Rögnu
Maríu minni þegar henni leið
ekki vel og spurðir alltaf um hana
þegar þú varst ekki lengur hjá
okkur og varst svo glaður að
heyra þegar henni leið betur.
Óskar minn hafði svo gaman af
því að sitja með þér og hlusta á
þig segja sér gamlar sögur af
hinu og þessu eða tala við þig um
fótbolta eða körfubolta. Þú og
Gísli hafið alltaf náð vel saman.
Ég vona að þér líði betur í
faðmi englanna og að við eigum
eftir að sjást síðar.
Ingibjörg Finndís
Sigurðardóttir.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
FRIÐJÓN JÓHANNSSON
sjómaður,
lést á heimili sínu fimmtudaginn 2. janúar.
Útför hans fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju
þriðjudaginn 14. janúar klukkan 13.
Davíð Friðjónsson Kolbrún Sif Marínósdóttir
Vala Rut Sjafnar- Friðjónsd. Ólafur Magnús Ólafsson
Aldís Ósk Davíðsdóttir
Jóhann Kári Davíðsson
Arney Sjöfn Davíðsdóttir
Davíð Leó Ólafsson
Hákon Valur Ólafsson
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÁGÚSTA JÓNA JÓNSDÓTTIR
sjúkraliði,
lést föstudaginn 3. janúar á líknardeildinni í
Kópavogi í faðmi fjölskyldunnar.
Útförin fer fram frá Selfosskirkju föstudaginn 10. janúar
klukkan 14.
Áslaug Sara Hreiðarsdóttir Davíð Alexander Östergaard
Berglind Hreiðarsdóttir Hillevi Högström
Hermann Hreiðarsson Alexandra Fanney Jóhannsd.
Hjörleifur Jón Steinsson Karitas Þórisdóttir
Jónas Örn Hreiðarsson Elísabet Rut Sigmarsdóttir
Ólöf Bjørkås Hreiðarsdóttir Ketil Bjørkås
Áður auglýstri útför
TÓMASAR B. GUÐMUNDSSONAR,
Lýsubergi 13, Þorlákshöfn,
sem vera átti fimmtudaginn 9. janúar frá
Kotstrandarkirkju í Ölfusi, er frestað vegna
veðurs til föstudagsins 10. janúar
klukkan 16.
Pálína I. Tómasdóttir Sigurjón Bergsson
Sigríður Tómasdóttir Árni I. Sigvaldason
Víðir Tómasson Elísabet Guðmundsdóttir
Guðmundur S. Tómasson Sigríður Ó. Zoega Sigurðard.
Ragnheiður Tómasdóttir Brynjólfur Magnússon
J. Brynja Tómasdóttir Helgi Helgason
og fjölskyldur
Okkar yndislega, heittelskaða eiginkona,
mamma, dóttir, systir, mágkona,
barnabarn, tengdadóttir, frænka og
vinkona,
BERGLIND RÓSA JÓSEPSDÓTTIR,
Begga Jobba,
Grundarfirði,
lést á Landspítalanum í faðmi fjölskyldunnar 30. desember.
Útför hennar fer fram í Grundarfjarðarkirkju laugardaginn
11. janúar klukkan 13.
Innilegt þakklæti til starfsfólks krabbameinsdeildar Landspítala
og Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk með krabbamein, fyrir
samfylgd, hjálp og umönnun.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja
minnast Beggu er bent á skíðadeild UMFG í Grundarfirði,
0321-13-110106, kt. 630189-2689.
Sigurbjörn Z. Hansson
Hans Bjarni Sigurbjörnsson
Magni Rúnar Sigurbjörnsson
Jósep Magnússon Anna Guðrún Aðalsteinsdóttir
Aðalsteinn Jósepsson Heiðrún Hallgrímsdóttir
Guðrún Jóna Jósepsdóttir Tómas Freyr Kristjánsson
Magnús Jósepsson Dagný Ósk Guðlaugsdóttir
Júlíus Arnar Jósepsson
Arndís Jenný Jósepsdóttir
og aðrir aðstandendur
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
SIGURGEIR STEFÁN JÚLÍUSSON,
Hrísey,
lést á sjúkrahúsinu á Akureyri laugardaginn
4. janúar eftir skammvinn veikindi.
Útförin fer fram frá Hríseyjarkirkju laugardaginn 18. janúar
klukkan 14.
Stefán Jón Heiðarsson Sigríður Gunnarsdóttir
Heimir Sigurgeirsson Gunnhildur Anna Sigurjónsd.
Lovísa María Sigurgeirsd. Einar Arngrímsson
Guðbjörg Sigurgeirsdóttir Sturla Þengilsson
barnabörn og barnabarnabörn