Morgunblaðið - 09.01.2020, Blaðsíða 72
72 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2020
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Bækur eru uppsprettan í öllum þess-
um verkum,“ segir Helga Arnalds
myndlistar- og leikhúskona þar sem
hún er að setja upp sýningu á nýjum
myndverkum í Grafíksalnum, sýn-
ingu sem hún opnar í dag, fimmtu-
dag, klukkan 17. Salurinn er á
Tryggvagötu 17, í Hafnarhúsinu, og
gengið inn hafnarmegin.
Í mörg undanfarin ár hefur Helga
einkum helgað krafta sína leikhúsinu.
Hún er menntuð í myndlist og var
síðustu þrjú árin í framhaldsnámi í
henni í Árósum í Danmörku; afrakst-
urinn er þessi sýning þar sem bækur
eru efniviðurinn. Upp á veggi Grafík-
salarins hefur hún sett nokkra kjarna
verka þar sem hún hefur teiknað,
málað eða þrykkt á nokkrar blaðsíður
úr ákveðnum bókum. Þá ganga
skúlptúrar úr bókum út frá einum
veggnum. Í flestum verkanna bætir
hún við það sem fyrir er á síðunum og
nefnir sýninguna „Önnur útgáfa –
Aukin og endurbætt“.
Gætu endað í leiksýningu
„Að vissu leyti finnst mér þetta
vera framhald af því sem ég hef verið
að gera í leikhúsinu, þetta er allt
vinna með efni sem ég bregst við og
móta, og bý til merkingu,“ segir
Helga og að vissulega sé afraksturinn
þó með öðrum hætti í myndlistar-
verkum sem þessum en í leikhúsinu.
„Ég er nefnilega vanari vinnunni í
leikhúsinu en myndlistinni, þótt ég
hafi auðvitað líka unnið með myndlist
í leikhúsinu.“
Fyrir þessi nýju verk sankaði
Helga að sér bókum, fann sumar í
Góða hirðinum, öðrum ætlaði fólk að
henda og hún hirti.
„Ég lít á þessar bækur og blaðsíð-
urnar sem efnivið. Í þessum seríum
hér læt ég titilsíðuna vera með svo
fólk sér hvaða bók er um að ræða og
ég vinn svo út frá síðunum, leyfi hug-
myndum að flæða. Hér í þessum
myndum á bók eftir Jóhannes úr
Kötlum vinn ég til dæmis með mynd-
letur og form í litum og þarna, á síð-
um með myndum úr Íslensku ferða-
flórunni, held ég áfram með mynd-
irnar, bæti við þær, svo úr verður
önnur flóra. En heiti plantnanna eru
raunveruleg, þau sem mér þóttu
áhugaverðust: hnjáliðagras, geldæxl-
un, langnykra …“
Á síður úr bókinni Gróður á Íslandi
hefur Helga þrykkt gróðurleg mynst-
ur en í opnur úr Dansk-íslenskri
orðabók hefur hún gert eins konar
samlokuprent með rauðu prentbleki.
„Við að gera þær myndir var ég undir
áhrifum af lyktinni af bókinni, sem ég
fann í Góða hirðinum,“ segir hún og
brosir. „Hún ilmaði af sætu og mjög
kvenlegu ilmvatni. Ég hugsaði mikið
til þeirrar óþekktu konu sem greini-
lega hefur notað bókina mikið.“
Þegar Helga var búin að fá salinn
úthlutaðan fyrir sýninguna fannst
henni vanta verk sem skagaði út frá
einum veggnum. „Þá fór ég að kanna
hvernig hægt væri að brjóta bækur
og réðst í þá handavinnu – sat fyrir
framan sjónvarpið á kvöldin og braut
upp á síður,“ segir hún og bendir á
skeljaleg formin úr bókum sem eru
eins og ofvaxnir hrúðurkarlar á ein-
um veggnum. „Ég gæti alveg hugsað
mér að gera leiksýningu út frá þessu,
og út frá bókum,“ segir hún síðan
hugsi.
Síðustu árin var Helga með vinnu-
aðstöðu í Listaháskólanum í Árósum
og sótti þar ýmsa myndlistarkúrsa
sem henni þótti áhugaverðir, í teikn-
ingu, málun, skúlptúr, grafík og
fleiru. „Það var mjög góður tími,“
segir hún. „Ég náði að vinda ofan af
mér og taka inn í staðinn fyrir að vera
alltaf að framleiða. Og nú er ég komin
með vinnustofu á Korpúlfsstöðum og
hyggst vinna þar bæði að myndlist-
inni og næstu leikhúsverkum. Mynd-
ræni þátturinn er nefnilega alltaf út-
gangspunkturinn í hvoru tveggja.“
Hugmyndirnar flæða út frá
textum og myndum bóka
Helga Arnalds bætir við bækur á sýningu sem verður opnuð í Grafíksalnum í dag
Morgunblaðið/Einar Falur
Listakonan „Ég lít á þessar bækur og blaðsíðurnar sem efnivið,“ segir Helga Arnalds um verkin sem hún sýnir.
Bandaríski rithöfundurinn og menningarblaðamað-
urinn Elizabeth Wurtzel er látin, aðeins 52 ára að
aldri. Samkvæmt frétt The New York Times var
banamein hennar brjóstakrabbamein. Wurtzel vakti
fyrst athygli 1994 þegar hún sendi frá þér skáldævi-
söguna Prozac Nation þar sem hún fjallaði á opin-
skáan hátt um andleg veikindi sín, en Wurtzel
glímdi við þunglyndi og fór á námsárum sínum að
nota alsælu og kókaín til að reyna að bæta líðan
sína. Bókin varð fljótt metsölubók. Eftir að hún
greindist með brjóstakrabbamein hvatti Wurtzel
konur til að láta kanna hvort þær væru arfberar
stökkbreytta gensins sem eykur líkur á brjósta-
krabbameini.
Elizabeth Wurtzel látin aðeins 52 ára
Rithöfundur Elizabeth Wurtzel.
Ljósmynd/David Shankbone
Sýrlenska heimildarkvikmynda-
leikstjóranum Feras Fayyad, sem
tilnefndur er til Óskarverðlauna
fyrir The Cave, hefur verið neitað
um vegabréfsáritun til Bandaríkj-
anna samkvæmt frétt Deadline. Al-
þjóðasamtök heimildarkvikmynda
(IDA) sendu Mike Pompeo, utanrík-
isráðherra Bandaríkjanna, nýverið
bréf þar sem hann var hvattur til að
hleypa Fayyad inn í landið svo hann
gæti fylgt kvikmynd sinni eftir og
jafnframt sinnt dómnefndar-
störfum fyrir Sundance-kvik-
myndahátíðina sem haldin er síðar í
þessum mánuði. The Cave fjallar
um Amani Ballour, fyrstu konuna
sem stjórnaði spítala í Sýrlandi,
sem barðist við að bjarga manns-
lífum á sama tíma og sprengjum
rigndi yfir Sýrland.
„Það eru engar góðar ástæður
fyrir því að Fayyad sé neitað um
vegabréfsáritun á þessum tíma-
punkti. Hann hefur reglulega
ferðast til og frá Bandaríkjunum og
því er fjarstæðukennt að neita hon-
um um að koma til landsins núna,“
segir Simon Kilmurry, fram-
kvæmdastjóri IDA.
Fayyad, sem býr í útlegð í Dan-
mörku, fékk seinast vegabréfs-
áritun til Bandaríkjanna í sept-
ember og gilti hún í í þrjá mánuði.
Þegar hann sótti um vegabréfsárit-
un að nýju var honum hins vegar
tjáð að Sýrlendingum væri mein-
aður aðgangur að Bandaríkjunum
samkvæmt forsetatilskipun sem
Donald Trump gaf út snemma árs
2017.
Fayyad varð fyrstur Sýrlendinga
til að hljóta Óskarsverðlauna-
tilnefningu árið 2018 fyrir myndina
Last Men in Aleppo.
Fayyad neitað um
vegabréfsáritun
Hafnað Leikstjórinn Feras Fayyad.
Jonathan Coe vann Costa-bókaverðlaunin fyrir
skáldsöguna Middle England sem lýsir sundrung
Bretlands í tengslum við þjóðaratkvæðagreiðslu
um útgöngu landsins úr Evrópusambandinu.
Coe hlýtur 5.000 pund í verðlaun sem samsvarar
um 800 þús. ísl. kr. Þessu greinir The Guardian
frá.
Að mati dómnefndar er skáldsagan fullkomin
fyrir samtímann. John Boyne, rithöfundur og
einn þeirra sem sátu í dómnefnd, lét hafa eftir
sér að „ef fólki væri alvara með að græða sárin
og sameina landsmenn gæti þessi bók hjálpað
þar sem hún miðlar á varfærnislegan og hugul-
saman hátt báðum hliðum deilunnar“. Verðlaunahöfundur Jonathan Coe.
Jonathan Coe vann Costa-verðlaunin
Golf
Sími 552 2018
info@tasport.is
SpánnSpánnPólland
Empordá Golf
(golfskóli í boði)
Verð frá kr. 189.900
Sierra Golf resort
Beint flug þrisvar í viku
Verð frá kr. 148.800
Sjá allar okkar ferðir
ogmeiri upplýsingar á
Barcelona Golf Resort & Spa
(Golfskóli í boði)
Verð frá kr. 179.800
tasport.is