Morgunblaðið - 09.01.2020, Blaðsíða 74
74 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2020
Fagleg þjónusta fyrir fólk í framkvæmdum
www.flugger.is
Franska útgáfufyrirtækið Gallimard
hefur ákveðið að taka allar bækur
eftir Gabriel Matzness úr sölu í kjöl-
farið á útgáfu bókarinnar Le Con-
sentement eftir Vanessa Springora í
byrjun árs. Í bók-
inni lýsir Sprin-
gora því hvernig
Matzness flekaði
hana fyrir 33 ár-
um þegar hún var
aðeins 14 ára og
hann fimmtugur.
Fjallað er um
málið víða í
heimspressunni,
m.a. The New
York Times og Variety.
Springora nafngreindi Matzness
ekki í bók sinni en staðfesti í sam-
tölum við franska fjölmiðla að bókin
væri um hann. Bókin hefur skekið
franskt menningarlíf, en margir
benda á að lýsingar Springora ættu
ekki að koma neinum á óvart þar
sem Matzness hefur áratugum sam-
an gortað sig af kynferðislegu sam-
neyti sínu við börn og unglinga und-
ir lögaldri. Hann hefur einnig talað
opið um kynferðislegt samneyti sitt
við fjölda stúlkna og pilta á ferðalög-
um sínum í Suðaustur-Asíu. Í skáld-
sögunni Les Moins de Seize sem
fyrst kom út 1974 skrifaði Matzness
meðal annars: „Að sofa hjá barni er
heilög upplifun, trúarlegt ævintýri.“
Springora, sem er yfirmaður Julli-
ard-bókaútgáfunnar, hefur í við-
tölum við franska fjölmiðla sagt að
hún hafi lengi verið hikandi við að
skrifa um reynslu sín, en ákveðið að
rjúfa þögnina þegar Matzness hlaut
Renaudot-bókmenntaverðlaunin
2013. Segist hún hafa þurft að glíma
við alvarleg eftirköst sambands
þeirra. „Hann var ekki góður mað-
ur,“ skrifar Springora og lýsir því
hvernig Matzness hafi sótt hana eftir
skóla til að stunda með henni kynlíf:
„Þegar þú ert 14 ára áttu ekki þola
það að 50 ára karlmaður sæki þig
eftir skóla, fari með þig heim í rúm
sitt og setji lim sinn upp í munninn á
þér.“
Matzness hefur hafnað öllum
ásökunum Springora um ofbeldi og
lýsir sambandi þeirra sem „fallegu
ástarsambandi“. Strax í kjölfar út-
gáfu bókar Springora ákvað sak-
sóknari í París að rannsaka málið og
kanna hvort þolendur Matzness
væru fleiri, hvort heldur innan
Frakklands eða erlendis. Franck
Riester, menningarmálaráðherra
Frakklands, hefur tilkynnt að hann
styðji þolendur Matzness og ákvað
að svipta höfundinn heiðurslaunum
franska ríkisins.
Bækur Matzness
teknar úr sölu
Sakaður um barnaníð í nýrri bók
Gabriel Matzneff
Njála er og hefur veriðóþrjótandi uppsprettaýmiss konar hugleiðinga;hún er lengst Íslend-
ingasagna, persónur margar og sitt
sýnist hverjum þegar þær stíga fram
á sviðið. Ég las þessa sögu með skóla-
unglingum í aldarfjórðung og það
voru jafnan ánægjulegar kennslu-
stundir og víst voru langflestir nem-
endur hrifnir af snilldinni og áttu sín-
ar uppáhaldspersónur. Enginn veit
hver samdi eða tók saman söguna,
ekki fremur en aðrar af sama meiði,
en leitin að höfundi þeirra hefur verið
mörgum fræðimönnum kappsmál,
ekki síst hvað Njálu varðar, og eru þá
ýmsir kallaðir til.
Bókin skiptist í nokkra kafla. Gerð
er grein fyrir samsetningu sögunnar,
hvernig hún skiptist í einstaka þætti.
Síðan er vikið að sannfræðinni. Lýsir
sagan raunverulegum viðburðum eða
er hún skáldskapur? Höfundur telur
að tvímælalaust sé ritið sannfræði-
legt. Fjallað er um ritunartíma sög-
unnar, efnahagslegar forsendur fyrir
bókagerð o.fl. Langur kafli er síðan
um hugsanagang höfundar og bak-
grunn hans hvað alls konar þekkingu
varðar. Síðan eru raktar kenningar
ýmissa einstaklinga um höfund rits-
ins, hvað mælir með þeim og hvað
gegn. Ýmsir hafa verið nefndir, t.d.
Sæmundur fróði, Brandur Jónsson
biskup, Loftur biskupsson, Sturla
Þórðarson, Þorvarður Þórarinsson,
Þorsteinn Skeggjason, Grímur Hólm-
steinsson o.fl.
Hvað skoða menn þegar þeir leita
að höfundi? Þar kemur ýmislegt til.
Höfundur hefur sýnilega óvild á sum-
um persónum en hampar öðrum.
Þekking hans á umhverfi og ferða-
leiðum gefur vísbendingu um búsetu.
Viðhorf til trúarbragða eru upplýs-
andi. Kveðskapur
getur varpað ljósi
á höfund, sem og
meðferð ættar-
talna o.fl. Höf-
undur Njálu er
sýnilega áhuga-
samur um lög-
speki. Fleira
mætti tína til sem
notað er til að
grisja garðinn. Hver kenningasmiður
púslar saman sinni mynd.
Gunnar hefur dregið að sér og
kynnt sér ógrynni heimilda. Hann
hallast að því að sagan hafi að miklu
leyti mótast í munnlegri gerð meðal
snillinga orðsins, ekki síst sem
skemmtiefni í veislum og þá ekki síst
í Odda. Líklega sé höfundurinn af ætt
Oddaverja, Holt- og Skógverja undir
Eyjafjöllum og gæti vel hafa búið á
Keldum eða verið þar um skeið.
Hugsanlega hafi blóð Svínfellinga
líka runnið um æðar. Hann hafi verið
þaulkunnugur öllum helstu ferðaleið-
um og væntanlega verið í fylgdarliði
biskups á vísitasíuferðum. Allt getur
þetta prýðilega staðist – en það verð-
ur aldrei sannað. Leitin að höfundi
verður alltaf vonlaust verk en hún
getur verið ljómandi skemmtileg.
Eftirtektarvert er að Gunnar rekur
hér kenningar um höfund Njálu sem
birtust mönnum í draumi og á miðils-
fundum (285-95). Niðurstaða Gunn-
ars er sú að Þorsteinn eða Klængur
Skeggjason sé líklegastur höfundur
Njálu (298).
Þetta er skemmtileg bók aflestrar
þeim sem eru sæmilega vel að sér í
sögunni. Ég er algjörlega ósammála
skoðun Gunnars á sögulokum Njálu.
Í mínum huga er það af og frá að
Flosi leiði þau Kára og Hildigunni í
hjónaband til þess að hefna sín á þeim
(142). Þessi tilhögun er miklu fremur
hið gagnstæða; innsigli á langþráðan
frið eftir grimmileg víg. Endurtekn-
ingar eru oft til trafala við lesturinn
og prentvillur allt of margar. Sá er
stundum bragurinn á einyrkjaútgáf-
um en auðvelt er að byrgja þann
brunn með því að fá ný augu til að
lesa handritið. Undirstrikanir í texta
eru afar víða og truflandi; oft er víxl-
að úr meginletri yfir í ská- og feit-
letur og undirstrikanir. Viðmót í
mörgum opnum er því mjög órólegt
fyrir augum lesanda. Ég dáist hins
vegar að elju Gunnars og ástríðu fyr-
ir söguefninu og að hann skuli standa
í útgáfu, áttræður maðurinn – og með
margt á prjónum.
Leitin endalausa
Höfundurinn Rýnir er ósammála skoðun Gunnars á sögulokum Njálu.
Fræði
Leitin að Njáluhöfundi bbmnn
Eftir Gunnar Guðmundsson frá
Heiðarbrún.
Bókhlaða Gunnars Guðmundssonar,
2019. Innbundin, 371 bls, með skrám og
útdrætti á ensku.
SÖLVI
SVEINSSON
BÆKUR
Magnús Ólafsson, fyrrverandi bóndi
á Sveinsstöðum í Húnaþingi, frum-
sýnir á sunnudaginn kemur kl. 14
sýninguna Öxin – Agnes og Friðrik á
Sögulofti Landnámssetursins í
Borgarnesi. Þann dag, 12. janúar,
verða liðin nákvæmlega 190 ár frá
síðustu aftökunni á Íslandi og um
hana fjallar sýningin. Þann dag lét
Björn Blöndal sýslumaður háls-
höggva þau Agnesi Magnúsdóttur
og Friðrik Sigurðsson. Þau höfðu
verið fundin sek fyrir morðið á Nat-
ani Ketilssyni, bónda á Illugastöð-
um, og Pétri Jónssyni.
Magnús er sögumaður af guðs
náð. Og hann gjörþekkir þessa ör-
lagasögu, enda fór aftakan fram við
Þrístapa, nyrst í Vatnsdalshólum, í
landi Sveinsstaða. Magnús hefur á
undanförnum árum farið með hópa
fólks í hestaferðir um sögusvið Ill-
ugastaðamorðanna, og sagt söguna
þar sem atburðirnir gerðust.
Magnús mun hefja frásögnina á
Söguloftinu á sunnudag á nákvæm-
lega sama tíma dags, klukkan 14, og
þau Agnes og Friðrik voru tekin af
lífi, 190 árum fyrr.
Faðir og afi fluttu beinin
Fjölskylda Magnúsar tengist
þessum voðaatburðum persónulega
því bæði faðir Magnúsar og afi komu
að því árið 1934 að flytja líkamsleifar
sakamannanna í vígða mold, eða
þegar 104 ár voru liðin frá því þau
tvö voru höggvin. Af þeim gjörningi
er dularfull og merkileg saga sem
Magnús mun rekja í tengslum við
sjálfa morðsöguna.
Magnús segir að ekki hafi mikið
verið talað um aftökuna í sínum upp-
vexti, þótt Þrístapar séu ekki langt
fyrir vestan bæinn. „Það vissu allir
af þessu en ég heyrði pabba aldrei
tala um þetta fyrr en aðeins þegar
Guðlaugur Guðmundsson fór að
skrifa um málið bókina Enginn má
undan líta en þá heyrði ég þá tala um
þetta,“ segir Magnús.
„Ég fór ekki á kaf í söguna fyrr en
eftir að pabbi dó en þá fór ég að
grúska í þessu. Ég vissi þó alltaf af
aftökunni og man að ég kom ungur
að gröfinni og velti þessum örlögum
fyrir mér. Hryssa ein kastaði þá á
grafarbakkanum, folaldið fór afvelta
og ég skírði það Friðrik.“
Magnús segist hafa byrjað að
segja frá málinu þegar hópur lög-
fræðinga kom norður haustið 2017
og endurtók réttarhöldin yfir Agnesi
og Friðiki. Þá enduðu þeir ferð um
sögusviðið þar sem Magnús sagði
frá við Þrístapa, við mjög góðar und-
irtektir. Í framhaldinu setti Magnús
póst á facebook og spurði hvort ein-
hverjir hefðu áhuga á að ríða með
sér um sögustaði málsins. „Ég fékk
svo sterk viðbrögð að ég sá að ég
yrði að setja upp ferð sem tók fimm
daga til að komast á sem flesta af
sögustöðunum. Nú er ég búinn að
fara með á annað hundrað manns í
slíkar hestaferðir.“
Magnús segir áhugann alls ekki
bara bundinn við Íslendinga því eftir
að rómuð bók ástralska höfundarins
Hönnuh Kent, Náðarstund, kom út
komi fjöldi erlendra ferðamanna að
Þrístöpum.
Á Söguloftinu hyggst Magnús
segja þessa dramatísku sögu „og
taka saman þær frásagnir sem ég
hef sagt í bútum á hestaferðum. Og
það verður gaman, enda er and-
rúmsloftið mjög gott undir súðinni
hérna í Borgarnesi“, segir hann.
Segir frá aftöku
Agnesar og Friðriks
Sagnaþulur Magnús Sveinsson við
aftökustaðinn við Þrístapa.
Magnús Sveinsson á Söguloftinu