Morgunblaðið - 01.02.2020, Síða 42

Morgunblaðið - 01.02.2020, Síða 42
42 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 2020 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Við opnun sýningar á verkum jap- anskra ljósmyndara í Listasafni Ár- nesinga í Hveragerði í dag klukkan 14 mun Inga Jónsdóttir kveðja sem safnstjóri en hún hefur stýrt safninu með myndarbrag, svo eftir hefur verið tekið, í þrettán ár og sett á þeim tíma upp fjölmargar athyglis- verðar og metnaðarfullar sýningar. Inga mun jafnframt kynna til leiks við opnunina Kristínu Scheving, sem tekur við stjórntaumum í safninu frá og með 1. febrúar. „Tilfinningin er góð,“ segir Inga þegar hún er spurð hvernig það sé að vera að fara að opna sína síðustu sýningu í Listasafni Árnesinga í Hveragerði. Eins og fyrr segir eru þrettán ár síðan hún tók við af for- verum sínum, Hildi Hákonardóttur og Birnu Kristjánsdóttur. „Ég er sátt við mitt verk og mjög sátt við nýjan safnstjóra sem tekur við af mér svo ég get ekki annað en verið kát. Þetta er orðinn langur tími og alveg tímabært að annar taki við,“ segir hún. – Hefur þetta verið þægileg sigl- ing í safninu síðustu 13 ár? „Það eru alltaf áskoranir, og þær halda áfram hér, en það hefur verið gaman að því. Þegar ég byrjaði hélt ég áfram, eins vel og ég gat, starfinu sem Hildur og Birna höfðu hafið. Ég finn fyrir væntumþykju heimamanna gagnvart safninu og þykir það mjög dýrmætt. Aðsókn hefur aukist mjög á þessum árum. Og ég hef haft að leiðarljósi að setja upp ólíkar og fjölbreyttar sýningar, það held ég að hafi skilað sér. Eins og gengur eru sumir ánægðir og aðrir síður með einstakar sýningar, en ég held við höfum náð til breiðs hóps sem hefur vanið komur sínar í safnið. Margir koma á allar sýningar þótt þeir tengi misvel við það sem boðið er upp á hverju sinni. Það er gott andrúmsloft hér.“ Þegar spurt er um samsetningu gestahópsins segir Inga að Íslend- ingar séu enn í meirihluta gesta. „Og höfuðborgarsvæðið á vinninginn yfir íbúa Hveragerðis og aðra Árnes- inga. Þeir eiga svo margir leið hér um og líta þá gjarnan inn. Þá lætur listasenan úr Reykjavík mikið sjá sig. En það er mikilvægt að geta þess að aðsókn heimamanna hefur aukist jafnt og þétt.“ Inga hefur sett upp sýningar með innlendum sem erlendum listamönn- um. Hefur sýningarstefnan gengið upp, að hennar mati? „Já. Og mér finnst mjög mikil- vægt að sjóndeildarhringurinnn nái stundum út fyrir svæðið. En þótt ég hafi stundum sett upp sýningar með verkum erlendra listamanna þá eru mjög oft í þeim tengingar inn á svæðið hér. Sýningin á japönsku ljósmyndunum sem verður núna opnuð er gott dæmi um það; mynd- irnar eru frá svæði sem þekkt er fyr- ir jarðskjálfta og heita hveri, nokkuð sem við þekkjum vel hér. Þá er sam- hljómur í landslaginu, hvort tveggja eru eyjar – það eru ýmiskonar tengsl sem gestir munu finna við myndefnið og myndirnar.“ Inga segist hafa sótt alþjóðlega ráðstefnu safnamanna í Japan í fyrra þar sem mikið var rætt um hvernig skilgreina ætti söfn. Þar var hnykkt á því hversu mikilvægar menningarstofnanir söfn væru, og þjónustuhlutverkið mikið. „Í kjölfar þeirrar ferðar finnst mér líka gaman að enda með japanskri sýningu. Í fyrstu sýningunni sem ég setti upp hérna voru verk Ásgríms Jóns- sonar í öndvegi en hann er auðvitað „okkar maður“, fæddur í Árnes- sýslu, og tilurð safnsins má rekja til ættartengsla hans við Bjarnveigu Bjarnadóttur sem lagði grunn að safninu með stofngjöfinni. Á þeirri sýningu voru verk Ásgríms og átta samtímalistamanna og svo enda ég nú með erlendri ljósmyndasýningu. Ég byrjaði hér heima með verkum mismunandi kynslóða og enda með erlendri ljósmyndasýningu með myndum frá um 1940 til okkar daga.“ Í Listasafni Árnesinga eru ein- hverjir fallegustu sýningarsalir landsins. Hafa listamenn ekki falast eftir að fá að sýna í þeim? „Jú. Salirnir eru mjög góðir og það er gaman að setja upp sýningar í þeim. Ég hef á þessum tíma sýnt verk margra og hefði viljað sýna verk eftir fleiri en þau hafa bara ekki passað við hugmyndirnar á hverjum tíma. Þá standa sýningar nokkuð lengi hér þannig að við setjum ekki upp margar sýningar á ári. Nú á ég von á því að Kristín komi með nýjar og spennandi hugmyndir inn í sýningahaldið, það er aldrei stöðnun í safnastarfseminni.“ En hvað tekur svo við hjá Ingu þegar hún kveður safnið í Hvera- gerði? Svarið er einfalt: „Ég ætla að njóta lífsins og vera til! Ég er ekki farin að hugsa langt og er tilbúin að takast á við allar þær áskoranir sem upp koma.“ Aldrei stöðnun í starfseminni  Inga Jónsdóttir kveður Listasafn Árnesinga  Hefur stýrt safninu í 13 ár  Lýkur með japönskum ljósmyndum Morgunblaðið/Golli Kveður Inga Jónsdóttir hefur nú stýrt Listasafni Árnesinga í 13 ár. Tohoku – Með augum japanskra ljósmyndara er heiti sýningar með verkum níu japanskra ljósmyndara og ljósmyndahóps sem verður opnuð í Listasafni Árnesinga í dag, laugardag, klukkan 14. Ljósmyndararnir eru allir virtir og vel kynntir í sínu heimalandi sem utanlands. Sýningin er unnin að frumkvæði Japan Foundation sem fól sýningarstjórnina virtum ljósmyndagagnrýnanda, Kotaro Iizawa. Viðfangsefni sýningarinnar er lífið og menningin í Tohoku, í fortíð, nútíð og jafnvel framtíð. Tohoku er svæði á norðausturhluta eyjarinnar Honsu, stærstu eyjar Japans. Ljósmyndararnir eru allir fæddir þar á árunum 1917-1974. Ljósmynd/Teisuke Chiba Sýn ljósmyndara á lífið í Tohoku Kvikmyndaverðlaun Sólveigar Ans- pach voru veitt í fyrrakvöld við há- tíðlega athöfn í Bíó Paradís og voru þau liður í Franskri kvikmyndahátíð sem lýkur á morgun. Verðlaunin hlutu tvær ungar konur, þær Ève- Chems de Brouwer frá Frakklandi fyrir stuttmyndina Sous l‘écorce (Undir berkinum) og Ninna Pálma- dóttir fyrir stuttmyndina Blað- berinn. Katrín Jakobsdóttir for- sætisráðherra afhenti sigur- vegurunum verðlaunin við hátíðlega athöfn. „Kvikmyndaverðlaun Sólveigar Anspach hafa fest sig í sessi sem stökkpallur fyrir ungar konur í leik- stjórastétt. Að þessu sinni sendu tæplega 100 þátttakendur inn mynd- ir í keppnina og hafa aldrei verið fleiri. Leikstjórarnir voru frá tíu löndum í Evrópu og Afríku, auk Kanada, og þar af tólf frá Íslandi. Verðlaununum er ætlað að hvetja ungar konur til dáða í kvikmynda- gerð og eru veitt þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í leikstjórn og eiga mest þrjár myndir að baki. Ein verðlaun eru veitt fyrir bestu stutt- mynd á íslensku, önnur fyrir þá bestu á frönsku,“ segir í tilkynningu. Skáldið Sjón fór fyrir dómnefnd- inni sem valdi fimm þátttakendur til úrslita. Myndirnar fimm voru allar sýndar við athöfnina í fyrrakvöld áð- ur en tilkynnt var um sigurvegara. Að athöfn lokinni var skálað í frönsku freyðivíni. Ljósmynd/AFI/Pálmi Jóhannesson Hátíðarstund Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra með verðlaunahöfund- unum Ève-Chems de Brouwer og Ninnu Pálmadóttur í Bíó Paradís. Brouwer og Ninna hlutu verðlaun Sólveigar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.