Morgunblaðið - 27.02.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2020
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Ragnar Bjarnason, einn
ástsælasti söngvari
þjóðarinnar, lést síðast-
liðið þriðjudagskvöld á
líknardeild Landspít-
alans í Kópavogi, 85 ára
að aldri.
Ragnar fæddist í
Reykjavík 22. septem-
ber 1934, sonur hjón-
anna Bjarna Einars
Böðvarssonar hljóm-
sveitarstjóra og Láru
Ingibjargar Magnús-
dóttur, sem var ein
fyrsta dægurlaga-
söngkona landsins.
Ragnar hóf tónlistarferil sinn sem
trommuleikari á unglingsaldri og spil-
aði m.a. með hljómsveit föður síns.
Ragnar söng fyrst opinberlega með
Sigurði Ólafssyni og hljómsveit föður
síns í Útvarpssal 1950 og söng síðar
m.a. með KK sextettinum, hljóm-
sveitum Svavars Gests og Björns R.
Einarssonar. Hann
stofnaði eigin hljóm-
sveit sem skemmti m.a.
á héraðsmótum Sjálf-
stæðisflokksins á lands-
byggðinni. Hann fékk
Ómar Ragnarsson og
fleiri í lið með sér, en
þeir Ómar stofnuðu síð-
an Sumargleðina sem
fór á hverju sumri um
landið við feikilegar vin-
sældir 1972-86.
Ragnar ók leigubíl
um langt árabil, rak
bílaleigu 1995-2004, var
bílasali hjá Sveini Egils-
syni og Fiatumboðinu, rak um tíma
söluturn í Breiðholtinu og var dag-
skrárgerðarmaður á Effemm 95,7 og
Aðalstöðinni. Sumargleðin kom aftur
saman 1994 og hélt fjölda skemmtana
á Hótel Íslandi. Þá kom Ragnar oft
fram með Milljónamæringunum og
tók upp lög með þeim. Hann kom
fram í mörgum sýningum á leikritinu
Elly í Borgarleikhúsinu. Síðustu tón-
leika sína hélt Ragnar undir lok síð-
asta árs í Hörpu í tilefni af 85 ára af-
mæli sínu.
Ragnar söng inn á sína fyrstu plötu
1954 og söng síðan inn á fjölda lítilla
platna á sjötta og sjöunda áratugnum.
Hann gerði fyrstu stóru plötu sína
1971 þar sem hann söng m.a. eigið lag
við ljóð Steins Steinars, Barn. Hann
stofnaði RB hljómplötur 1999 og
sendi næstu árin frá sér margar plöt-
ur, þar á meðal Dúetta árið 2012.
Ragnar hlaut heiðursverðlaun Ís-
lensku tónlistarverðlaunanna 1994;
var sæmdur gullmerki FÍH 2004; var
sæmdur fálkaorðunni 1.1. 2005 og var
útnefndur borgarlistamaður Reykja-
víkur 2007. Þá fékk Ragnar heiðurs-
laun listamanna árið 2019.
Eftirlifandi eiginkona Ragnars er
Helle Birthe Bjarnason. Börn Ragn-
ars eru Bjarni Ómar, Kristjana og
Henry Lárus. »68
Andlát
Ragnar Bjarnason
Bir
tm
eð
fyr
irv
ar
au
m
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
rr
étt
til
lei
ðr
étt
ing
aá
slí
ku
.A
th.
að
ve
rð
ge
tur
bbr
ey
s
60+ÁBENIDORM
– fáðumeira út úr fríinu
Verð frá kr.
168.995
Birgitte Bengtssonðgeturbb
re
ys með
19. APRÍL Í 16 EÐA 19NÆTUR
Helgi Bjarnason
Jóhann Ólafsson
Sóttvarnalæknir ræður fólki frá því
að ferðast að nauðsynjalausu til
Suður-Kóreu og Írans. Eru þessi tvö
ríki nú á svæði sem skilgreind eru
sem áhættusvæði vegna kórónuveir-
unnar ásamt Kína og fjórum héruð-
um í norðurhluta Ítalíu. Þá mælist
sóttvarnalæknir til þess að þeir sem
hafa verið á þessum svæðum fari í
fjórtán daga sóttkví og hafi samband
við Læknavaktina eða heilsugæslu-
stöð. Fólk sem dvalið hefur á H10
Costas Adeje Palace hótelinu á
Tenerife fellur undir þessi tilmæli.
Harðari en Norðurlöndin
Þórólfur Guðnason sóttvarnalækn-
ir sagði á blaðamannafundi í gær að
aðgerðir stjórnvalda miðuðu að því að
stöðva útbreiðslu veirunnar. „Við
beitum harðari aðgerðum en ná-
grannaþjóðir eins og Norðurlöndin
beita,“ sagði hann.
Hann lagði áherslu á að fólk færi
eftir leiðbeiningum. Ekki væri mögu-
leiki að gæta allra sem kæmu til
landsins og almenningi væri treyst til
þess að fara eftir leiðbeiningum.
Hættumat er gert daglega enda er
staðan síbreytileg. Stjórnvöld hafa
skilgreint tvö áhættusvæði vegna
kórónuveirunnar. Á framangreindum
áhættusvæðum eru taldar miklar lík-
ur á samfélagssmiti. Svæði þar sem
tilfellum hefur fjölgað undanfarið en
minni líkur eru taldar á almennu
smiti falla undir lága áhættu. Það eru
önnur svæði á Ítalíu en þau fjögur
héruð sem eru á áhættusvæðinu en
auk þess Japan, Singapúr, Hong
Kong og Tenerife fyrir utan umrætt
hótel. Ferðamenn sem eru nú þegar á
þessum svæðum og þeir sem hafa ný-
lega komið þaðan eru beðnir um að
huga vel að persónulegu hreinlæti og
sýkingavörnum, segir í tilkynningu
samhæfingarstöðvar almannavarna.
Ekki er talin þörf á sérstakri sóttkví
fyrir þá sem eru nýkomnir frá þess-
um svæðum.
Í gær var staðfest sýking af völd-
um kórónuveirunnar hjá liðlega 81
þúsund manns í heiminum og stað-
fest var að 2.763 hefðu látist. Flest
dauðsföllin eru í Kína. Nýgreindum í
Kína fer nú fækkandi en á móti er
veiran að greinast í fleiri löndum og
fer fjölgandi í nokkrum löndum, sér-
staklega Ítalíu og Suður-Kóreu.
Flestar sýkingar í Evrópu má rekja
til Ítalíu.
Við upphaf faraldursins var talið að
fólk sem smitaðist gæti smitað aðra í
allt að tíu daga eftir að það yrði ein-
kennalaust. Þetta mat hefur breyst.
„Við teljum að fólk sem er einkenna-
laust en gæti samt verið smitað sé
ekki smitandi. Það ætti ekki að smita
út frá sér í flugi eða við það að fara í
gegnum Keflavíkurflugvöll,“ sagði
Þórólfur á blaðamannafundi sótt-
varnalæknis og almannavarna í gær.
Tíu Íslendingar í sóttkví
Veikin hefur verið að færast nær
Íslandi. Þórólfur Guðnason benti í því
sambandi á fjögur smit á hóteli á
Tenerife þar sem margir Íslendingar
búa eða heimsækja. Tíu Íslendingar
eru í sóttkvínni í H10 Costa Adeje
Palace hótelinu, þar af eitt barn. „Þau
höfðu ekki yfir neinu að kvarta, nema
þeim óþægilegu aðstæðum sem
fylgja því að vera í sóttkví,“ sagði
Þórólfur á blaðamannafundinum í
gær en hann ræddi við fólkið símleið-
is. Sjö Íslendinganna eru á vegum
ferðaskrifstofunnar Vita-ferða og
þrír á eigin vegum.
Ráða ekki við ástandið
Vopnaðir lögreglumenn standa
vörð um hótelið og gæta þess að eng-
inn yfirgefi húsið eða fari inn í það.
Íslendingarnir hafa hvorki fengið
upplýsingar frá hótelinu um það
hversu lengi þeir eigi að halda sig inni
á herbergjum sínum né hversu lengi
sóttkvíin vari. Þetta segir Sigvaldi
Kaldalóns, fararstjóri á Tenerife, við
mbl.is en hann er í sambandi við tvo
Íslendinga á hótelinu.
Að þeirra sögn ráða starfsmenn
hótelsins ekki lengur við að senda
mat upp á herbergi til gestanna og
því þurfti að opna veitingasalinn aftur
um hádegi í gær. Segir Svali að Ís-
lendingarnir furði sig á þessari
meintu sóttkví því samgangur gest-
anna verði óhjákvæmilega mikill þeg-
ar fólk fari að sækja sér mat.
Hættumat endurskoðað daglega
Suður-Kórea, Íran og eitt hótel á Tenerife nú skilgreind sem áhættusvæði auk Kína og héraða á Ítalíu
Fólki ráðið frá því að ferðast þangað og þeir sem þar hafa dvalið eiga að fara í hálfsmánaðar sóttkví
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Ástand Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Rögnvaldur Ólafsson, verk-
efnastjóri hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, kynna stöðu mála.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Hér gengur lífið sinn vanagang. Þeir
Íslendingar sem búa hérna eru allir
rólegir. Það er frekar að fólk sem hef-
ur áformað að ferðast hingað sé óró-
legt enda getur það átt á hættu að
lokast í sóttkví á hóteli ef sjúkdómur-
inn kemur þar upp,“ segir Herdís
Hrönn Árnadóttir, sem ásamt sam-
býlismanni sínum, Sævari Lúðvíks-
syni, rekur Íslendingabarinn Nost-
algia við Amerísku ströndina á
Tenerife.
Herdís telur að fréttir á Íslandi um
kórónutilfelli á einu hóteli á Tenerife
hafi verið í æsi-
fréttastíl. Fólk þar
úti sé rólegt yfir
þessu. „Sandstorm-
urinn sem gekk hér
yfir olli miklu meiri
vandræðum og
hafði áhrif á fólk
þar sem verslunum
og verslunarmið-
stöðvum var lokað.
Það var erfiðara en
kórónuvírusinn,“ segir Herdís.
Barinn var lokaður í gær en Herdís
sagðist sjá Breta og Ítali á spjalli á
götunni, eins og alla aðra daga. Varla
nokkur beri varnargrímur. „Þetta er
bar Íslendinga og ólíklegt að fólk
smitist hér. Fólk gætir sín sjálfsagt í
samskiptum. Annars sjáum við þetta
betur um helgina. Við verðum með
grillveislu á föstudaginn eins og
venjulega og eigum von á 300 manns á
laugardaginn til að fylgjast með úr-
slitum í Söngvakeppninni á Íslandi,“
segir Herdís.
Engin ástæða fyrir panikk
Anna B. Gunnarsdóttir,sem rekur
hjóla- og rafskutluleiguna Tours and
Bikes á Tenerife ásamt manni sínum,
Jóhanni Kristjáni Kristjánssyni, hafði
sömu sögu að segja af viðbrögðum Ís-
lendinga. „Þeir sem búa hér og dvelja
taka þessu af stóískri ró. Hvað á mað-
ur annað að gera? Ég held að engin
ástæða sé til að fara í panikk,“ segir
Anna.
Hún segist ekki hafa fundið fyrir
samdrætti í viðskiptum. Febrúar sé
almennt rólegur í hjólaleigunni og
það sé vitað fyrir fram.
Lífið gengur sinn vanagang
hjá Íslendingum á Tenerife
Morgunblaðið/Atli Steinn Guðmundsson
Nostalgia Herdís Hrönn Árnadóttir, Hildur Ýr Aðalsteinsdóttir, dóttir Her-
dísar, og Sævar Lúðvíksson, við barborðið á Amerísku ströndinni.
Anna B.
Gunnarsdóttir
Sandstormurinn hafði meiri áhrif en kórónuveiran