Morgunblaðið - 27.02.2020, Qupperneq 4
MARS
MÁN ÞRI MIÐ FIM FÖS LAU SUN MÁN ÞRI MIÐ FIM FÖS LAU SUN MÁN ÞRI MIÐ FIM FÖS LAU SUN
9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29
MARS APRÍL
MÁN ÞRI MIÐ FIM FÖS LAU SUN MÁN ÞRI MIÐ FIM FÖS LAU SUN MÁN ÞRI MIÐ FIM FÖS LAU SUN
30 31 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19
Fyrirhuguð verkföll Eflingar og aðildarfélaga BSRB
EFLING:
Ótímabundið verkfall um 1.850 félags-
manna Eflingar á 129 starfsstöðvum hjá Reykja-
víkurborg hefur staðið yfir frá 17. febrúar.
Atkvæðagreiðsla um verkföll stendur yfir
25.-29. febrúar hjá 270 félagsm. hjá Kópavogs-
bæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðis-
bæ og Sveitarf. Ölfus. Rúmlega 240 félagsmenn
Eflingar hjá 21 einkareknum skóla í Reykjavík
Garðabæ og Kópavogi greiða einnig atkvæði um
samúðarverkfall. Ótímabundin vinnustöðvun
myndi í báðum tilfellum hefjast mánud. 9. mars.
BSRB:
Verkfall 17.532 félagsmanna hjá 14 aðildarfélögum BSRB um allt land.
Sjúkraliðafélag Ísl. á Landspítala og Heilbrigðisst. Norðurlands frá kl. 8-16.
Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningsmanna í verkfalli frá kl. 10-15.
Starfsmenn í grunnskólum í Reykjavík og Seltjarnarnesi og starfsmenn í
frístundaheimilum á höfuðborgarsvæðinu (fyrir utan Garðabæ).
Starfsmenn á leikskólum í Kópavogi og Mosfellsbæ í verkfalli í hálfan dag.
Félagsmenn hjá Skattinum (áður Ríkisskattstjóra og Tollstjóra), Sýslu-
mannaemb., Þjónustu- og nýsköpunarsv. Reykjavíkurb. og Akranesbæ.
Ótímabundið allsherjarverkfall allra aðildarfélaga BSRB frá þri. 14. mars.
Heimild BSRB og Efling
Ef þær vinnustöðvanir verða að veru-
leika sem nú eru í undirbúningi með-
al aðildarfélaga BSRB og félags-
manna Eflingar, til viðbótar við
yfirstandandi verkfall Eflingar hjá
borginni, yrðu það viðtækustu verk-
föll hér á landi í 38 ár. Er þá talinn sá
fjöldi launþega sem mögulega mun
taka þátt í verkföllunum, þótt algeng-
ara sé að telja fjölda tapaðra vinnu-
daga þegar áhrif verkfalla eru metin.
Árið 1982 tóku um 41 þúsund laun-
þegar þátt í verkföllum á vinnumark-
aðinum og hafa ekki svo margir farið
í verkföll á sama árstíma síðan þá.
Núna gætu mögulegar verkfalls-
aðgerðir náð til tæplega 20 þúsund
launþega en aðeins ellefu dagar eru
til stefnu þar til þær aðgerðir eiga að
hefjast.
Ótímabundið verkfall félagsmanna
Eflingar hjá Reykjavíkurborg hefur
staðið yfir í tíu daga en það nær til um
1.850 félagsmanna á 129 starfs-
stöðvum borgarinnar.
Atkvæðagreiðsla stendur nú yfir
til hádegis á laugardaginn um verk-
föll um 270 félagsmanna Eflingar
sem vinna hjá Kópavogsbæ, Sel-
tjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hvera-
gerðisbæ og Sveitarfélaginu Ölfusi
sem starfa við umönnun, gatnavið-
hald og fleira. Verði það samþykkt
hefst ótímabundin vinnustöðvun
þeirra á hádegi mánudaginn 9. mars.
Kosning er einnig hafin á vegum
Eflingar meðal rúmlega 240 félags-
manna félagsins um boðun samúðar-
verkfalls í 21 einkareknum skóla í
Reykjavík, Garðabæ og Kópavogi.
Þeirri atkvæðagreiðslu lýkur á
laugardaginn og verði hún samþykkt
hefst ótímabundin samúðarvinnu-
stöðvun þessara starfsmanna 9.
mars. Þeir starfa hjá einkareknum
skólum sem eiga aðild að Samtökum
sjálfstæðra skóla og eru með gildandi
kjarasamning frá því sl. vor þegar
Lífskjarasamningarnir voru undirrit-
aðir.
Víðfeðmustu verkföllin gætu hafist
eftir ellefu daga en alls hafa 16
aðildarfélög BSRB boðað til sam-
stilltra verkfallsaðgerða sem gang-
settar verða 9. mars. Aðgerðirnar eru
tvískiptar. Annars vegar mun þorri
félagsmanna hjá ríkinu, sveitarfélög-
um og borginni leggja niður störf á
ákveðnum dögum í mars og apríl-
byrjun. Minni hópar starfsmanna
verða í ótímabundnu verkfalli frá og
með 9. mars. Hafi samningar ekki
náðst skellur á ótímabundið alls-
herjarverkfall BSRB-félaganna 15.
apríl. Það nær til rúmlega 17.500
launþega hjá ríkinu, Reykjavíkur-
borg og öðrum sveitarfélögum. Ekki
leggja þó allir niður störf, þar sem
stéttarfélögin eru með undanþágul-
ista. Þannig munu t.d. slökkviliðs- og
sjúkraflutningamenn sinna grunn-
þjónustu. omfr@mbl.is
Gætu orðið víðtækustu verkföll í 38 ár
Eflingarverkfallið og aðgerðir í undirbúningi ná til allt að 20 þúsund manns Tímabundnar vinnu-
stöðvanir fram að allsherjarverkfalli 15. apríl Grunnþjónusta slökkviliðs og sjúkraflutninga óröskuð
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2020
tunnur, því þegar sorpið liggur
lengi fer að koma fýla frá því,“
segir Eiður Smári, sem kveðst hafa
orð sér fróðara fólks fyrir því að
þjónusta þessi sé ekki verkfallsbrot.
Sem einyrkja í rekstri sé sér þetta
heimilt.
Kemur ekki til greina
„Við höfum fengið fyrirspurnir
um svona verkefni, en verkfallsbrot
koma ekki til greina af okkar
hálfu,“ segir Freyr Eyjólfsson, sam-
skiptastjóri Terra. Fyrirtækið sinn-
ir sorphirðu við heimili víða á höfuð-
borgarsvæðinu, en ekki þó í
Reykjavík. Það verkefni er í hönd-
um borgarstarfsmanna sem eru í
Eflingu og þar með verkfalli.
dallana í móttökustöðina í Gufunesi,
tæmdi þar og skilaði aftur á sama
stað. Tunnur fyrir pappír og plast í
sama húsi voru látnar óhreyfðar. Í
einhverjum blokkum í borginni hef-
ur aðgengi að sorprennum og
-geymslum verið lokað. Þá hafa ver-
ið settir upp miðar þar sem mælst
er til þess að fólk fari sjálft með úr-
ganginn á gámastöðvar.
Verkefni Eiðs í gærmorgun sýnir
í hnotskurn hvernig hagkerfið
snýst, það er að þörf eftir þjónustu
skapar viðskipti og tækifæri.
„Svona ruslatunnudæmi eru að
detta inn núna og væntanlega verð-
ur mikið að gera í þessu ef verk-
fallið dregst á langinn. Nú er orðið
alveg bráðnauðsynlegt að tæma
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Tunnurnar voru alveg sneisa-
fullar,“ segir Eiður Smári Björns-
son sendibílstjóri. Menn í þeirri
þjónustu hafa síðustu daga í nokkr-
um mæli verið beðnir um að fara í
Sorpu með rusl frá heimilum, sem
ekki hefur verið tæmt síðan verkfall
Eflingarfólks hjá Reykjavíkurborg
hófst á mánudag í síðustu viku.
Morgunblaðið hitti Eið Smára í
Grafarholti í gærmorgun hvar hann
var við fjölbýlishús með tveimur
stigagöngum. Samtals 17 sorptunn-
ur í byggingunni tóku ekki meira og
íbúar gripu því til sinna ráða og
hringdu í bílstjórann, sem fór með
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Þjónusta Bílstjórinn Eiður Smári Björnsson galvaskur með tunnur við fjölbýlishús í Grafarholti í gærmorgun.
Sendibílstjóri í rusli
Eiður Smári tæmir tunnur Íbúar í fjölbýlishúsum
grípa til sinna ráða þegar tunnur fyllast Hagkerfið snýst
Café
AUSTURSTRÆTI • SKÓLAVÖRÐUSTÍG • LAUGAVEGI
AKUREYRI • VESTMANNAEYJUM
Komdu í kaffi
Talið er að um 10 þúsund Reykvík-
ingar hafi ritað nöfn sín undir ósk
um að fram fari íbúakosning um
breytingu á deiliskipulagi fyrir þró-
unarreit við Stekkjarbakka þar sem
til stendur að úthluta lóð undir
mikla gróðurhvelfingu. Halldór Páll
Gíslason, formaður Hollvinasamtaka
Elliðaárdalsins, viðurkennir að
mikla þátttöku þurfi þá tvo daga
sem eftir eru til þess að krafan nái
fram að ganga, en um 20 þúsund
undirskriftir þarf til þess.
Frestur til að skrifa undir rennur
út á miðnætti annað kvöld, föstudag.
Síðdegis í gær höfðu um 8.500 Reyk-
víkingar skráð nöfn sín á undir-
skriftavef Þjóðskrár, skra.is. Auk
þess höfðu samtökin safnað nokkuð
á annað þúsund undirskriftum á
lista. Halldór segir að á þeim listum
sé nokkuð af fólki úr öðrum sveitar-
félögum sem þurfi að vinsa frá. Hall-
dór segir greinilegt að krafa um
þátttöku 20% kosningabærra íbúa sé
hár þröskuldur. Nær væri að miða
við hlutfall af þeim sem kusu í síð-
ustu kosningum. »10
Mikla þátttöku þarf til að fá íbúakosningu