Morgunblaðið - 27.02.2020, Síða 11

Morgunblaðið - 27.02.2020, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2020 Geðheilsuteymi HH suður var stofnað í fyrra. Teymið fær nú samastað til frambúðar, eftir undir- ritun leigusamnings Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við Regin. Framkvæmdasýsla ríkisins (FSR) hefur á síðustu mánuðum haft með höndum öflun húsnæðis fyrir starf- semi, að því er fram kemur á heimasíðu FSR. Undirritaður var samningur við Regin um leigu á 420 fermetra húsæði í Bæjarlind 1-3 í Kópavogi fyrir starfsemina. Reginn mun skila húsnæðinu tilbúnu til notkunar 1. júní næstkomandi. Jónas Guðmundsson frá Heilsu- gæslu höfuðborgarsvæðisins og Páll V. Bjarnason frá Regin undir- rituðu samninginn. Verkefnastjóri FSR, sem hefur umsjón með hús- næðisöfluninni, er Olga Guðrún Sigfúsdóttir. Geðheilsuteymi HH suður er þriðja geðheilsuteymið sem sett er á laggirnar. Teymið sinnir íbúum Kópavogs, Garðabæjar og Hafnar- fjarðar og hóf starfsemi í bráða- birgðahúsnæði í júní síðastliðnum. Tvö teymi voru þegar starfandi, Geðheilsuteymi HH austur sem staðsett er í Grafarvogi og sinnir íbúum Reykjavíkur austan Elliðaáa og Geðheilsuteymi HH vestur sem er á Skúlagötu en það teymi sinnir íbúum Reykjavíkur vestan Elliðaáa. Starfsemi geðheilsuteyma höfuð- borgarsvæðisins byggist á þings- ályktun um stefnu og aðgerðaáætl- un í geðheilbrigðismálum. Í hverju teymi eru 10-15 starfs- menn sem sinna greiningu og með- ferð geðraskana. sisi@mbl.is Geðheilsuteymi í Bæjarlind Ljósmynd/Framkvæmdasýslan Undirritun Jónas Guðmundsson, Olga G. Sigfúsdóttir og Páll V. Bjarnason.  Sinnir íbúum Kópavogs, Garðabæjar og Hafnarfjarðar Verktakar vinna núna hörðum höndum við að reisa ný hús á Ægis- garði, við Gömlu höfnina. Þar verð- ur sköpuð ný aðstaða fyrir hvala- skoðunarfyrirtækin, en eldri skúrar, sem settu sinn svip á svæðið, voru fjarlægðir. Húsin eru hönnuð af Yrki arki- tektum, í samstarfi við Verkís og Hnit. Áætluð verklok eru í maí næstkomandi. Faxaflóahafnir sömdu við E. Sigurðsson um smíði húsanna. Með húsunum skapast betri að- staða til að taka á móti ferðamönn- um og þjónusta þá í tengslum við hvalaskoðun og aðra ferðaþjónustu við höfnina. Morgunblaðið/Eggert Ægisgarður Smiðir að störfum við nýju hvalaskoðunarhúsin. Hvalaskoðunarhúsin rísa á Ægisgarði ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS ÞARFTU AÐ LÁTA GERA VIÐ? SMARTLAND Mörkin 6 - 108 Rvk. s:781-5100 Opið: Mán-fös: 11-18 lau: 11-15 VOR 2020 Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook túnikur Str. 40/42-56/58 Fleiri litir Verð 5.530,- 30% afsláttur fimmtudag-la ugardags Í Laxd GÆÐA sem e frá framl með áby samfélag Skipholti 29b • S. 551 4422 al færðu FATNAÐ ndist eiðendum rga svitund Fylgið okkur á facebook Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | VersluninBelladonna Netverslun á www.belladonna.is Flott föt fyrir flottar konur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.