Morgunblaðið - 27.02.2020, Side 20

Morgunblaðið - 27.02.2020, Side 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2020 Í dag er merkisdagur í sögu Félags- stofnunar stúdenta. Þá verður tek- inn formlega í notkun Mýrargarður í Vatnsmýrinni, stærsti stúdenta- garður sem byggður hefur verið á Íslandi. Athöfn verður í dag klukkan 17, þegar Dagur B. Eggertsson borgar- stjóri leggur lokahönd á Mýrargarð, eins og segir í boðskorti. Á laugar- daginn verður svo opið hús klukkan 14-16, í tengslum við Háskóladaginn. Eru allir velkomnir. Mýrargarður stendur við Sæ- mundargötu 21 í Vísindagarðahverf- inu í Vatnsmýri. Þegar húsið hefur verið tekið í notkun að fullu munu búa þarna tæplega 300 manns, sem er mesti fjöldi í einu húsnúmeri á landinu. Í íbúðunum er allt til alls, svo sem húsgögn, eldhúsáhöld og leirtau. Leigjendurnir þurfa bara að koma með sængurföt og tannbursta. Mýrargarður er 14.700 fermetrar að stærð á fimm hæðum með 244 leigueiningum fyrir tæplega 300 íbúa sem fyrr segir. Yrki arkitektar teiknuðu Mýrargarð og Ístak byggði húsið. Framkvæmdir hófust í októ- ber 2017. Í húsinu er m.a. boðið upp á nýtt íbúðaform, þ.e. 10 herbergja íbúða- klasa með sameiginlegu rými. Að auki verður stór sameiginleg að- staða fyrir alla íbúa hússins mið- svæðis á lóðinni. Stúdentagarðurinn er einungis fyrir barnlausa ein- staklinga og pör og í fyrsta sinn verður boðið upp á að vinir geti deilt sameiginlegri aðstöðu. Tilgangurinn er að hvetja til aukins samneytis íbúa og vinna gegn félagslegri ein- angrun. Paraíbúðirnar eru rúmlega 40 fer- metrar og einstaklingsíbúðirnar um 30 fermetrar. sisi@mbl.is Eldhús og stofa Öll heimilistæki eru til staðar og sömuleiðis allt leirtau. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Borðstofan Íbúarnir deila sameiginlegu rými í Mýrargarði, þar á meðal borðstofu. Fjær má sjá sjónvarpskrókinn. Allt er til staðar í Mýrargarði Mýrargarður Húsið er fimm hæðir og byggt í kringum skjólsælan garð. Í honum miðjum er samkomusalurinn. sp ör eh f. Einstakt landslag Salzburgerlands í Austurríki er sérlega heillandi á þessum árstíma þar sem allt er í blóma og Alpafjöllin skarta sínu allra fegursta. Í ferðinni upplifum við ólýsanlega náttúrufegurð í Hallstatt við Hallstättersee, njótum lífsins í Portorož, skoðum hina víðfrægu Postojna dropasteinshella og yndislega bæinn Sirmione við Gardavatn. Verð: 224.400 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Fararstjóri: Hólmfríður Bjarnadóttir Sumar 13 Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík 31. júlí - 8. ágúst Alpafegurð Austurríkis Umferðaröryggi við Hringbraut er eitt stærsta hagsmunamál Vestur- bæinga. Þetta kemur fram í bókun sem gerð var á síðasta fundi íbúaráðs Vesturbæjar. Íbúaráðið leggur til að aðgerðir til þess að tryggja um- ferðaröryggi við Hringbraut verði settar í sérstakan forgang. „Þótt ákveðin verk hafi verið sett í gang með samstarfi Vegagerðar og Reykjavíkurborgar vantar heildar- sýn og skýrari aðgerðaáætlun,“ segir ráðið. Íbúaráðið vill að endur- bætur á gatnamótum Bræðra- borgarstígs og Hringbrautar verði settar fremst í forgangsröðunina. Það sé mikilvægasta hjóla- og gönguleið barna, ungmenna og íþróttaiðkenda á leið í íþróttatíma, skóla og frístund. Þá vill íbúðaráðið að gerð verði heildarhönnun fyrir Hringbraut með framtíðarsýn varð- andi þveranir. Loks að upplýsinga- gjöf um aðgerðaáætlanir og sam- starf Reykjavíkurborgar og Vega- gerðarinnar verði aukin. Í fyrravor var hámarkshraði á Hringbraut lækkaður úr 50 km í 40 km. Var sú ákvörðun tekin í kjölfar þess að ekið var á stúlku sem var að fara yfir götuna á gangbraut á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í janúar. Engu að síður var hraðakstur áfram vandamál á Hringbraut. Dag einn í júlí var lögreglan við hraða- mælingar á Hringbraut, nálægt Furumel. Hraði 475 ökutækja var mældur og var brotahlutfallið 26%, en meðalhraði hinna brotlegu var 54 km/klst. Nítján óku á 60 km hraða eða meira, fjórir á 70 km hraða eða meira en sá sem hraðast ók mældist á 80 km hraða. sisi@mbl.is Umferðaröryggi verði í forgangi  Vesturbæingar vilja aðgerðir við Hringbraut  Aukin upplýsingagjöf Morgunblaðið/Árni Sæberg Hringbraut Vesturbæingar hafa áhyggjur af umferðaröryggi þar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.