Morgunblaðið - 27.02.2020, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2020
Hallur Már
hallurmar@mbl.is
Fjallgöngumaðurinn John Snorri
Sigurjónsson hafði gert ráð fyrir því
að standa á toppi K2 í Pakistan um
þetta leyti en eins og fram hefur
komið þurfti hann frá að hverfa þeg-
ar leiðangurinn var skammt á veg
kominn.
Verkefnið var ærið, en K2 er al-
mennt talið eitt hættulegasta fjall
heims og hefur í ofanálag aldrei ver-
ið klifið að vetri til. Grunur leikur á
að ekki hafi allir leiðangursmenn
verið í honum af heilum hug.
Hópurinn samanstóð af átta klifr-
urum. Þeir John Snorri, yfirlýstur
leiðangursstjóri, og Tomaz Rotar,
slóvenskur skurðlæknir og þraut-
reyndur fjallamaður, komu frá Evr-
ópu. Þrír klifurmenn voru nepalskir
Sherpar, þeir Passang Namke,
Tamting og Phur Galjen.
Allir með mikla reynslu
Þeir eru atvinnuleiðangursmenn
sem fá borgað fyrir að ganga með
hópnum og það sama er að segja um
Pakistanann Serbaz. Þá eru eftir
Kínverjinn Gao Li og Sherpinn
Mingma G, sem er mjög þekktur
fjallamaður. Allir hafa mikla reynslu
af því að klífa fjöll sem eru yfir átta
þúsund metra há og eru þau hæstu í
heimi. „Þetta var sterkasti hópur
sem ég gat hugsað mér að taka með
á fjallið,“ segir John Snorri. Hann
hefur lítið tjáð sig um hvað gerðist á
fjallinu fyrir mánuði, en leiðang-
urinn hafði eðlilega vakið mikla at-
hygli bæði hérlendis og í háfjalla-
mennskugeiranum. Sá sem verður
fyrstur til að klífa K2 að vetrarlagi
skráir nafn sitt í sögubækurnar.
Dularfull meiðsli
Í bréfi sem Tomaz hefur skrifað
og sent fjölmiðlum sem fjalla um há-
fjallamennsku setur hann spurn-
ingarmerki við hvernig leiðangurs-
mennirnir fyrir utan hann og John
Snorra hafi nálgast verkefnið. Það
sem helst bendi til þess að ekki hafi
hugur fylgt máli sé að dvalarleyfi
Sherpanna í Pakistan voru of stutt,
dularfull meiðsli eins Sherpans og
matarbirgðir sem ljóst var að dygðu
ekki. Þetta þurfi að útskýra, þar
sem kostnaðurinn af hálfu hans og
Johns Snorra sé í kringum 12 millj-
ónir króna. John Snorri segir það
vel þekkt að fjallgöngumenn séu
sviknir í leiðöngrum sínum og hið
sama kemur fram í bréfi Tomazar.
„Því miður er þetta þekkt hjá
Sherpunum og það er stór ástæða
fyrir því að þeir eiga í vandræðum
með að kaupa tryggingar í leið-
angra. Þeir fara með fólk upp í búð-
ir þrjú og segja svo að ekki sé hægt
að fara hærra af ýmiss konar
ástæðum,“ segir John Snorri.
John Snorri hefur þó ekki lagt ár-
ar í bát og hyggst reyna við fjallið að
ári en leggja þá fyrr af stað og vera
einn ásamt 3-4 pakistönskum
burðarmönnum. Mingma hefur
einnig tilkynnt svipaðar áætlanir.
Það er því ljóst að kapphlaupinu um
hver verður fyrstur til að ganga á
topp K2 að vetri til er hvergi nærri
lokið.
Á mbl.is í dag er farið yfir leið-
angurinn og hvernig hann stöðvaðist
áður en fjallið fór raunverulega að
reyna á leiðangursmennina.
Stöðvuðust í startholunum á K2
Leiðangur Johns Snorra á K2 í Pakistan gekk ekki upp Telja sig svikna af leiðsögumönnum
Lengri útgáfa af greininni
verður birt á mbl.is.
mbl.is
Ljósmyndir/Aðsendar
Hópurinn Leiðangursmenn sem ætluðu sér að vera komnir núna á toppinn á K2. John Snorri er annar frá vinstri og félagi hans, Tomaz Rotar, er fjórði frá hægri.
Leiðangur K2 er talið eitt hættulegasta fjall heims, ekki síst að vetrarlagi.
Klifur John Snorri kominn upp að búðum 1 í ferðinni upp K2.
AÐALFUNDUR
GEÐHJÁLPAR 2O2O
Aðalfundur Landssamtakanna Geðhjálpar verður haldinn
að Borgartúni 30, annarri hæð til hægri,
laugardaginn 21. mars. kl. 14.
Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf, m.a. kosning nýrra fulltrúa
í stjórn samtakanna, umfjöllun um ársskýrslu og ársreikning samtakanna.
Félagsmenn eru hvattir til að mæta.
Virðingarfyllst, stjórn Geðhjálpar.