Morgunblaðið - 27.02.2020, Síða 24

Morgunblaðið - 27.02.2020, Síða 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2020 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Sú mikla uppbygging sem orðið hefur milli Laugavegar og Hverfisgötu á síðustu misserum hefur haft í för með sé að ný og skjólrík svæði hafa orðið til í miðborginni. Þegar horft er niður af Laugavegi, milli húsanna nr. 25 og 27, má sjá nýja göngugötu á svokölluðum Brynjureit. Hún hefur fengið nafnið Kasthúsastígur og dregur nafn sitt af tómthúsbýlum með þessu nafni, sem þarna stóðu á árum áður en eru löngu horfin. Tómthús voru þau hús kölluð sem ekkert jarðnæði fylgdi. Einnig er hægt að komast að göngugötunni frá Hverfisgötu, þ.e. í gegnum hús nr. 42. Bílaumferð er óheimil á reitnum. Í bókum Páls Líndal um sögustaði í Reykjavík kemur fram að Kasthús voru þyrping sex tómthúsbýla, sem tóku að rísa um miðja nítjándu öldina á svæðinu austan Klapparstígs, milli Laugavegar og Hverfisgötu. Páll nefnir til sögunnar nokkur býli sem töldust til Kasthúsa. „Þar sem nú er lóðin Laugavegur 25b var annar kasthúsabær, byggður um 1875 og stóð eitthvað fram á þessa öld. Þar bjó Kristján Hró- bjartsson sem var aðalvatnsberi þeirra sem bjuggu í Austurbænum þá. Hann hafði viðurnefnið Kristján með gleraugun sem kann að vísa til þess að slíkt þarfaþing hafi verið fá- títt í þá daga,“ ritar Páll Líndal um Reykjavík á nítjándu öld. Brynjureitur afmarkast af Lauga- vegi, Klapparstíg, Hverfisgötu og Vatnsstíg. Reiturinn er kenndur við verslunina Brynju, sem hefur verið starfrækt að Laugavegi 29 allt frá árinu 1930. Félagið Þingvangur hefur endurbyggt reitinn á undanförnum árum. Þar er að finna bæði íbúðar- og verslunarhús. Jöfur atvinnuhúsnæði hefur fyrir hönd Þingvangs auglýst til leigu verslunar- og þjónustuhúsnæði við Kasthúsastíg. Tekið er fram að stærðir séu breytilegar og hægt að innrétta að vild. „Umhverfið er í miðju fjölbreyttu miðborgarlífinu með mikla nálægð við ferðamenn. Möguleikarnir eru endalausir en rýmin henta vel ýmiss konar rekstri, s.s. gullsmiði, snyrtistofu, hár- greiðslustofu, kaffihúsi, heilsubúð, mörkuðum af ýmsu tagi, listamönn- um, einnig sem skrifstofur, s.s lög- fræðistofur, auglýsingastofur og arki- tektar svo fátt eitt sé nefnt,“ segir í auglýsingunni. Einnig er tekið fram að kostur gef- ist á að tengja saman rekstur og bú- setu í sama húsnæðinu. Á Brynjureit hefur Þingvangur byggt 77 íbúðir í nokkrum húsum. Þetta eru íbúðir á bilinu 35-80 fer- metrar. Samkvæmt yfirliti sem birt- ist í Morgunbaðinu sl. laugardag eru enn óseldar 20 íbúðir á reitnum. Á vefnum skipulagsfraedi.is kemur fram að það hafi verið einkennandi fyrir Brynjureit, eins og marga reiti í miðbænum, hvað húsin þar voru byggð á mismunandi tímum og af- mismunandi stærð. „Við gerð deili- skipulagsins voru öll húsin metin og vegin. Síðan var skoðað og skipulagt. Lagt var til að endurgera sum og fjarlæga önnur, byggja við og bæta.“ Af Laugavegi Inngangur að göngugötunni, milli húsanna númer 25 og 27. Morgunblaðið/sisi Kasthúsastígur Ný göngugata milli Laugavegar og Hverfisgötu. Þar er hægt að bjóða upp á margvíslega þjónustu. Kasthúsastígur er ný göngugata  Fær nafn af gömlum tómthúsbýlum  Ný og skjólrík svæði milli Laugavegar og Hverfisgötu Morgunblaðið/Eggert Brynjureitur Lögð var áhersla á að bjóða upp á litlar íbúðir í miðborginni. Sigurður Skúli Bergsson hefur verið skipaður í embætti toll- gæslustjóra við Tollgæslu Ís- lands. Sex um- sækjendur voru um embættið. 1. janúar síð- astliðinn samein- uðust embætti tollstjóra og ríkisskattstjóra undir nafninu Skatturinn. Sigurður Skúli er með embættis- próf í lögfræði frá Háskóla Íslands ásamt því að vera með B.Sc.-gráðu í rekstrarhagfræði frá Handels- højskole SYD í Danmörku. Hann var settur tollstjóri frá og með 1. október 2018 til og með 31. desember 2019. Frá árinu 2006 var hann aðstoðartollstjóri við embætti tollstjóra auk þess að veita rekstrar- og upplýsingatæknisviði embættis- ins forstöðu frá árinu 2012. Á árunum 2000-2006 gegndi hann starfi forstöðumanns tollgæslusviðs hjá Tollstjóranum í Reykjavík. Þar áður var hann með rekstur eigin lög- mannsstofu og gjaldheimtustjóri hjá Gjaldheimtu Suðurnesja í sex ár. Sigurður Skúli er kvæntur Þuríði Árnadóttur lögfræðingi og eiga þau tvo syni. sisi@mbl.is Tekur við embætti toll- gæslustjóra Sigurður Skúli Bergsson ALVÖRU VERKFÆRI VERKFÆRASALAN • SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • DALSBRAUT 1, AKUREYRI • S: 560 8888 • vfs.is 145 EITTRAFHLÖÐUKERFI YFIR VERKFÆRI vfs.is Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.