Morgunblaðið - 27.02.2020, Síða 27

Morgunblaðið - 27.02.2020, Síða 27
ganga upp á þakið og verður gönguleið á þakinu lögð með gras- steini. Í húsinu verður aðstaða fyrir upplýsingagjöf, sýningarhald, verslun, kaffihús, skrifstofu- og starfsmannaaðstöðu, geymslu og tæknirými. Vatnajökulsþjóðgarður hefur sótt um og fengið jákvæð svör við mörgum öðrum verkefnum sem eru komin af stað eða eru í bígerð. Þau eru flest fjármögnuð úr sérstökum innviðasjóði. Við Dettifoss er fram undan að byggja hús þar sem verða fjórtán þurrsalerni ásamt geymslu, tækni- rými og dagskjóli fyrir landverði. Gunnlaugur segir að aðstaðan sé hönnuð að finnskri fyrirmynd og hafi reynst sérlega vel við að- stæður í Finnlandi. Um er að ræða stærstu einingu af þessum toga, sem reist hefur verið. Fastefni verða skilin frá og blautefni leidd í púkk eða viðtaka í jörðu. Fastefnin verða síðan notuð til uppgræðslu að lokinni meðferð og niðurbroti og verður það gert í samráði við Landgræðsluna. Efnið flutt með þyrlu Miklar framkvæmdir hafa verið við Dettifoss síðustu ár við gerð göngustíga og fleira til að auka ör- yggi, bæta aðgengi og vernda nátt- úruna. Þremur áföngum af fimm er nú lokið í grennd við Dettifoss og segir Gunnlaugur áformað að hefja framkvæmdir við fjórða áfanga í sumar fáist fjármagn til þess, en efnið þarf m.a. að flytja með þyrlu á staðinn. Hönnun næsta áfanga hafi verið mjög vel undirbúin þar sem svæðið var fjölgeislamælt og þrívíddarlíkan gert af því. Fyrir norðan er einnig unnið að gerð um 3.500 fermetra bifreiða- stæðis við Gljúfrárstofu við Ás- byrgi. Núverandi bifreiðastæði anna ekki þeim gestafjölda sem sækir staðinn auk þess sem komið er að endurnýjun slitlags. Þá er verið að undirbúa fram- kvæmdir við hjóla- og göngustíg sem áætlað er að nái frá Gljúfrár- stofu að tjaldsvæði við Ásbyrgi. Mál málanna á suðursvæði Gunnlaugur segir að „mál mál- anna“ á suðursvæði þjóðgarðsins séu miklar fráveituframkvæmdir í Skaftafelli. Verkið feli í sér upp- setningu á fullkomnu hreinsivirki en markmiðið sé að hreinsa seyr- una þannig að hún verði nothæf til uppgræðslu. Í samvinnu við Land- græðsluna verði síðan fundið álit- legt svæði til uppgræðslu í grennd við Skaftafell þar sem seyrunni verði plægt niður í jarðveginn. Að hluta til verði eldri mannvirki nýtt, en öðrum bætt við. Viðtaki verði nær Skaftafelli heldur en áður, en útgangspunktur í verkefninu sé mikil hreinsun á því sem til fellur. Á árinu 2019 komu tæplega 800 þúsund ferðamenn í Skaftafell. Loks nefnir Gunnlaugur að breyting á aðal- og deiliskipulagi við Jökulsárlón sé á lokametrunum. Hann segist gera sér vonir um að í ár hefjist undirbúningur vegna uppbyggingar grunninnviða á nýju svæði sem verði framtíðarþjónustu- svæði við Jökulsárlón. Það verði aðeins austan við núverandi þjón- ustusvæði, en á síðasta ári komu ríflega 800 þúsund ferðamenn á svæðið. FRÉTTIR 27Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2020 Gunnlaugur Róbertsson hóf störf hjá Vatna- jökulsþjóðgarði í byrjun ársins, en hann hafði áður starfað í rúm fjögur ár sem skipulagsstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Hann segist vera hálfur Hornfirðingur, hafa gengið þar í gagn- fræðaskóla í einn vetur og stundað síðan nám í framhaldsskóla þar. Hann hafi stundað sjó- mennsku frá Hornafirði og lært þar smíðar. Kona Gunnlaugs er Hornfirðingurinn Laufey Sveinsdóttir og eiga þau tvö börn. Hún er menntaður gjörgæsluhjúkrunarfræðingur, en starfar nú sem kennari við grunnskólann á Höfn. Þau fluttu 2005 til Kaupmannahafnar þar sex starfsstöðvum innan þjóðgarðsins og á aðalskrifstofunni í Garðabæ þar sem eru fjórir starfsmenn. Á sumrin bætast við um 80 land- verðir í tímabundin störf innan þjóðgarðsins og er eftirsótt að sinna þeim störfum. „Hjá Vatnajökulsþjóðgarði er nóg af verk- efnum og þeim hefur stöðugt fjölgað eftir því sem ég kynnist starfseminni betur. Það er gam- an að koma inn í þetta umhverfi, en áður vann ég einkum við ráðgjöf eða skipulagsmál sveit- arfélaga,“ segir Gunnlaugur. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um Vatna- jökulsþjóðgarð síðasta haust kom fram að í ljósi umfangs uppbyggingar innviða hjá Vatnajökulsþjóðgarði væri mikilvægt að ráða sem fyrst sérstakan verkefnisstjóra til þjóð- garðsins sem eingöngu sinnti þessum verk- efnum. Gunnlaugur segist una hag sínum vel á skrif- stofu Vatnajökulsþjóðgarðs í Gömlubúð á Höfn, þar sem eru fjórir starfsmenn, en hjá þjóðgarð- inum í heild starfa um 35 fastir starfsmenn á sem Gunnlaugur lauk verk- fræðiprófi frá danska tækniháskólanum (DTU) ár- ið 2011. „Það er ekki á hverjum degi sem auglýst er eftir verkfræðingi á Höfn og þegar ég sá slíka auglýs- ingu 2015 var valið ekki erfitt,“ segir Gunnlaugur, sem var ráðinn sem skipu- lagsfulltrúi. Kona hans hef- ur haldið tengslum við hjúkrunarstörfin og m.a. starfað um tíma á sumrin á sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn. UNIR HAG SÍNUM VEL Í GÖMLUBÚÐ Á HÖFN Í HORNAFIRÐI Morgunblaðið/Ómar Óskarsson Jökulsárlón Mikill fjöldi ferðamanna heimsækir lónið árlega og nýtur einstakrar náttúrufegurðar. Gunnlaugur Róbertsson Valið var ekki erfitt Endurnýjanleg orka í sjálfbærum heimi Meðvitund ummikilvægi loftslags-, umhverfis- og samfélagsmála eykst ár frá ári og kröfur til fyrirtækja aukast sömuleiðis. Hvernig náum við jafnvægi milli hagsmuna loftslags, umhverfis, samfélags og fjárhagslegra þátta? Hvert er mikilvægi endurnýjanlegrar orku á tímum loftslagsbreytinga? Hverjar eru áskoranirnar í viðskiptaumhverfinu? Hver er ábyrgð Landsvirkjunar? Bein útsending verður frá fundinum á YouTube rás Landsvirkjunar. ÁRSFUNDUR 2020 Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra Ávarp fjármálaráðherra Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður Ávarp stjórnarformanns Hörður Arnarson forstjóri Hlutverk okkar á tímum loftslagsbreytinga Jóna Bjarnadóttir forstöðumaður umhverfis og auðlinda Kolefnishlutleysi 2025 Stefanía Guðrún Halldórsdóttir framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Áskoranir í viðskiptaumhverfinu Rafnar Lárusson framkvæmdastjóri fjármálasviðs Afkoma Landsvirkjunar 2019 Selma Svavarsdóttir forstöðumaður á starfsmannasviði Jafnréttið er að hraða þróun vinnustaðarins Kristín Linda Árnadóttir aðstoðarforstjóri Leiðin framundan Fundarstjóri Jóhanna Harpa Árnadóttir Hilton Nordica 5. mars nk. kl. 10.00 Verið öll velkomin Skráning á landsvirkjun.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.