Morgunblaðið - 27.02.2020, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.02.2020, Blaðsíða 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2020 SVIÐSLJÓS Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Gunnþór Ingvason, framkvæmda- stjóri Síldarvinnslunnar, viðraði í gær þá hugmynd að gera sjávar- útvegsfyrirtækjum að uppfylla sambærilega upplýsingaskyldu og fyrirtæki sem skráð eru í Kauphöll Íslands. Þetta kom fram í ræðu Gunn- þórs á fundi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi um gagnsæi í sjávar- útvegi sem var haldinn í Sjóminja- safninu, en Gunnþór var einn fjög- urra frummælenda. Húsfyllir var á fundinum og voru auk Gunnþórs þau Birna Einarsdóttir, banka- stjóri Íslandsbanka, Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, og Valmundur Valmundsson, formað- ur Sjómannasambands Íslands, frummælendur fundarins. Gagnsæi takmörkunum háð Fram kom í ræðu Gunnþórs að umræddri upplýsingaskyldu gæti fylgt til að mynda krafa um að sjávarútvegsfyrirtæki birtu árs- fjórðungsuppgjör og að birtur yrði listi yfir helstu eigendur eða hlut- hafa auk upplýsinga um tengda að- ila. Nefndi hann einnig upplýs- ingar um góða stjórnunarhætti og ófjárhagslegar upplýsingar. Út- skýrði hann að þessar hugmyndir væru ekki fullútfærðar og sagði að mikilvægt væri að fram færi um- ræða um hvaða þætti upplýsinga- skyldunnar sjávarútvegsfyrirtæki ættu að tileinka sér. Þrátt fyrir kröfu um aukið gagnsæi og aukna upplýsingagjöf verður að hafa í huga að þessir þættir verða ávallt takmörkunum háðir, sagði Gunnþór og vísaði til viðskiptahagsmuna fyrirtækja í al- þjóðlegri samkeppni og persónu- verndarsjónarmiða. Benti hann á í ræðu sinni að gríðarlegt magn af upplýsingum væri þegar aðgengi- legt og vísaði meðal annars til þess að upplýsingar um löndun, vigtun, viðskipti með kvóta, eigendur afla- heimilda og útgefin leyfi væri að finna á netinu. Dreift eignarhald Birna tók í svipaðan streng og Gunnþór en lagði til að fyrirtækin ættu í auknum mæli að vera skráð í Kauphöllina. Það gæti tryggt dreifðara eignarhald, sem myndi skila fleiri hagsmunaaðilum og þannig skapa hvata til upplýs- ingagjafar umfram það sem fylgir upplýsingaskyldunni. Áður hafði framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar lýst því að upp úr aldamótum hefðu sjávarútvegs- fyrirtæki í auknum mæli verið skráð í Kauphöllina og að þau hefðu verið allmörg áður en þeim fór að fækka. Sagði hann fækkun- ina hafa orðið þar sem fyrirtækin hefðu horft upp á lítil viðskipti með hlutabréfin og að hagstæðara hefði verið að fjármagna sig með öðrum hætti. Birna var þessu ekki alveg sam- mála og benti á að viðskipti með bréfin fóru að dvína fyrir hrun þegar mikill áhugi var á bönkum og öðrum fjármálafyrirtækjum, en nú væri tíðin önnur. Hún sagði einnig eitt af þeim vandamálum sem sjávarútvegurinn virtist glíma við vera að hann væri „feiminn við að segja frá því sem vel er gert innan greinarinnar vegna þess hve neikvæð viðbrögðin eru“. Upplýsi um hagnaðinn Þórður tók undir þau sjónarmið að kostur væri ef sjávarútvegs- fyrirtæki gengjust við upplýsinga- skyldu fyrirtækja sem skráð eru á markað. Hins vegar væri ástæða til þess að skylda útgerðarfyrir- tæki til þess að veita umfangsmeiri upplýsingar en skyldan gerir ráð fyrir. Taldi hann eðlilegt að leggja auknar kröfur á „fyrirtæki sem nýta náttúruauðlindir í þjóðar- eign“. „Í opinberum reikningum út- gerðarfyrirtækja ætti að koma fram hvernig útflutningi er háttað, hversu stór hluti afla er fluttur úr landi óunninn og hversu stóran hluta fyrirtæki selja sölufélögum sem þau eiga sjálf,“ sagði Þórður, sem einnig telur fyrirtækin eiga að „skilmerkilega gera grein fyrir allri starfsemi samstæðunnar þannig að ekki sé nokkur vafi um það hver raunveruleg fram- kvæmdastjórn hverrar einingar sé og þar af leiðandi skattskylda við- komandi samstæðu. Það ætti líka að vera gerð grein fyrir hvar í virðiskeðjunni hagnaðurinn er tek- inn út, hvort sem það er á Íslandi eða í öðrum löndum. Hvert er skattspor hvers fyrirtækis í hverju landi fyrir sig“. Fram kom í ræðu Valmundar að viðvarandi vantraust ríkti milli út- gerða og sjómanna sem hefði með- al annars stuðlað að því að síðasta verkfall sjómanna hefði verið lengra en ella. Væri eina leiðin til þess að breyta þeirri stöðu að fara í verulegar umbætur á umgjörð sjávarútvegsins. Nefndi Valmundur meðal annars sjálfvirknivæðingu vigtunar og að öll vigtun væri framkvæmd af að- ilum á vegum hins opinbera. Jafn- framt þyrfti að miðla betur upplýs- ingum um verðmyndun „vegna þess að vinir okkar, Færeyingar og Norðmenn, greiða mun hærra verð fyrir uppsjávarfiskinn heldur en gert er á Íslandi þó að þeir séu að veiða úr sömu torfunni. Auk þess virðist íslensk vinnsla geta greitt erlendum skipum sem selja þeim afla [...] hærra verð og í sum- um tilvikum miklu hærra“. Opna á aukna upplýsingaskyldu  Rætt hvort skyldur fyrirtækja á markaði eigi að ná til útgerða  Skráning í Kauphöllina gæti stuðlað að dreifðu eignarhaldi  Leggur til ítarlegri kröfur til þeirra sem fara með auðlindir Morgunblaðið/Eggert Samræður Á fundinum leiddu einstaklingar með ólík sjónarmið saman hesta sína. Þó að ýmislegt væri grundvöllur til ágreinings virtust frummælendur vera sammála um að ýmsir kostir gætu fylgt aukinni upplýsingagjöf. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, og Eliza Reid forsetafrú halda í opinbera heimsókn til Póllands mánudaginn 2. mars. Með í för verður Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ásamt sendi- nefnd sem í eru fulltrúar ráðuneyta, fræðasamfélags, Íslandsstofu og emb- ættis forseta. Heimsóknin hefst formlega með móttökuathöfn við forsetahöllina í Varsjá að morgni þriðjudagsins 3. mars og í kjölfarið munu forsetarnir og sendinefndir þeirra eiga fund. Þá undirrita menntamálaráðherrar beggja landa minnisblað um aukið samstarf á sviði menntunar. Að því loknu munu forsetarnir ræða við fulltrúa fjölmiðla. Forsetahjónin á leið til Póllands Fundurinn sem haldinn var í gær var fyrsti fundurinn í fundaröð Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sem ætlað er að nálgast sjávar- útvegsmál á breiðum grunni. Næsti fundur í röðinni verður haldinn 4. mars og er þá til um- ræðu hvernig sjávarútvegur get- ur gert betur í umhverfismálum. Þann 11. mars verður rætt um hvernig sjávarútvegur skilar mestum ábata til samfélagsins og að lokum verður fjallað um ný- sköpun í sjávarútvegi þann 18. mars. Fundaröð SAMTAL UM SJÁVARÚTVEG ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is ESTRO Model 3042 L 164 cm Leður ct. 15 Verð 365.000,- L 198 cm Leður ct. 15 Verð 385.000,- CASA býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur (meðVisa / Euro) í allt að 6 mánuði. TAUBLEIUBÚÐIN ÞÍN Kíktu á netverslun okkar bambus.is Nýbýlavegi 8 – Portið, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.