Morgunblaðið - 27.02.2020, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 27.02.2020, Qupperneq 30
30 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2020 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur ákveðið að setja Ásu Ólafsdóttur, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, og Söndru Baldvinsdóttur héraðsdóm- ara í embætti dómara við Landsrétt vegna leyfa tveggja skipaðra dóm- ara. Hefur Ása verið sett í embætti frá 25. febrúar til 30. júní 2020 og Sandra frá 2. mars til 30. júní 2020. Frá og með 2. mars verða því fjór- ir settir dómarar við Landsrétt, þau Ása Ólafsdóttir, Björg Thorarensen, Hjörtur O. Aðalsteinsson og Sandra Baldvinsdóttir. Frá þeim tíma verða 14 dómarar starfandi við Landsrétt. Kynjahlut- fallið verður þá orðið jafnt, sjö konur og sjö karlar. Samkvæmt upplýsingum Björns L. Bergssonar, skrifstofustjóra Landsréttar, eru 375 mál til af- greiðslu hjá réttinum þessa stund- ina. Áfrýjuð einkamál eru 205, kærð einkamál 14, áfrýjuð sakamál 145 og kærð sakamál 11. Málin eru á öllum stigum vinnslu, allt frá því að vera nýskráð til þess að vera í lokafrágangi fyrir dóms- uppkvaðningu, segir Björn. Á heimasíðu Landsréttar eru tald- ir upp skipaðir dómarar Landsréttar sem eru 14 nú um stundir en ráðn- ingarferli vegna fimmtánda dóm- arans stendur yfir. Af þessum 14 dómurum eru fjórir í leyfi, Arnfríður Einarsdóttir, Ás- mundur Helgason, Jón Finnbjörns- son og Ragnheiður Bragadóttir. Dómararnir fóru í leyfi eftir dóm undirréttar Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE). Starfandi dómarar eru Aðalsteinn E. Jónasson, Davíð Þór Björgvins- son, Eiríkur Jónsson, Hervör Þor- valdsdóttir, Jóhannes Sigurðsson, Kristbjörg Stephensen, Oddný Mjöll Arnardóttir, Ragnheiður Harðardóttir, Sigurður Tómas Magnússon og Þorgeir Ingi Njáls- son. Sem fyrr segir stendur yfir ráðn- ingarferli fimmtánda dómarans. Um er að ræða dómaraembætti sem losnaði þegar Ingveldur Einars- dóttir var skipuð dómari við Hæsta- rétt. Skipað verður í embættið eftir að dómnefnd um hæfni umsækjenda um dómaraembætti hefur lokið störfum. Umsækjendur um emb- ættið eru fjórir: Ásmundur Helga- son, dómari við Landsrétt, Ástráður Haraldsson héraðsdómari, Ragn- heiður Bragadóttir, dómari við Landsrétt, og Sandra Baldvins- dóttir héraðsdómari. Kynjahlutföll dómenda í Landsrétti jöfn  Nú eru 375 mál til afgreiðslu hjá réttinum  Eru á mismunadi stigum Morgunblaðið/Hanna Lyklasmíði & öryggiskerfi Skútuvogur 1E | 104 REYKJAVÍK | SÍMI 533 2900 |WWW.LYKLALAUSNIR.IS Verð3.290,- Ø 16 MM Verð3.490,- Ø 19 MM BASE er kjörið fyrir heimilið. Fullkomið jafnvægi notagildis og hönnunar. FEGURÐ OG GÆÐI MÆTAST Í BASE FRÁ D LINE BASE Vísindamenn, nýdoktorar og dokt- orsnemar við Menntavísindasvið Há- skóla Íslands kynna í dag niðurstöð- ur umfangsmikillar rannsóknar á heilsuhegðun ungra Íslendinga. Kynningin fer fram á ráðstefnu í húsakynnum Menntavísindasviðs í Stakkahlíð kl. 15. Markmiðið með rannsókninni og tengdum rannsóknum var að varpa ljósi á þær breytingar sem verða á holdafari, hreyfingu, svefni, þreki, andlegri líðan og almennum lifnaðar- háttum ungs fólks frá æsku fram á unglingsár og sambandi þessara þátta við ýmsa heilsufarsþætti og námsárangur. Þessir þættir voru skoðaðir yfir langt tímabil, þ.e. við 7, 9, 15 og 17 ára aldur hjá um fimm hundruð reykvískum ungmennum fæddum árið 1999. Þrír núverandi doktorsnemar og þrír brautskráðir doktorar kynna niðurstöður sínar í örfyrirlestrum á ráðstefnunni en Dagur B. Eggerts- son borgarstjóri flytur opnunarávarp. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Teymið Rannsóknahópurinn frá Háskóla Íslands sem vann rannsóknina. Rannsókn á heilsu- hegðun kynnt í dag Hólabrekkuskóli hlaut í gær minningarverðlaun Arthurs Morthens fyrir heildaráætlun um stuðning við nemendur með sérþarfir. Þetta er í fjórða sinn sem verðlaunin eru veitt og fór afhendingin fram á Öskudagsráðstefnu reyk- vískra grunnskólakennara. Minningarverðlaunin eru viðurkenning fyrir störf í þágu stefnu um skóla án aðgreiningar, en Arthur Morthens helgaði starfsævi sína börnum sem áttu á brattann að sækja í skólakerfinu. Í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að alls bárust níu tilnefningar til verðlaunanna og fór dómnefnd yfir röksemdafærslur með hverri og einni. Niðurstaðan var að veita Hólabrekkuskóla verðlaunin á grunni tilnefningar frá skólaráði skólans. Í tilnefning- unni segir: „Í Hólabrekkuskóla er áhersla lögð á kennsluaðferðir sem henta öllum nemendum hvort held- ur sem er í almennri kennslu eða í stoðþjónustu. Nem- endalýðræði, raddir nemenda og áhrif þeirra í skóla- starfinu er í hávegum haft. Snillismiðja skólans kemur til móts við ólíkar þarfir þar sem stafræn tækni auðgar menntun nemenda og veitir þeim fjölbreytt tækifæri til sköpunar og tjáningar. Áhersla er á samvinnu fagaðila og samskipti við foreldra þar sem Námshringurinn er notaður til að undirbúa nemenda- og foreldrasamtöl.“ Verðlaunin sem fulltrúar Hólabrekkuskóla tóku á móti voru málverk eftir listamanninn Tolla, bróður Arthurs heitins, sem ber nafnið Sögur úr djúpinu, ásamt verð- launaskjali. Hólmfríður Guðjónsdóttir, skólastjóri í Hólabrekkuskóla, tók við verðlaununum ásamt sam- starfsfólki sínu. Dómnefnd var skipuð Láru Guðrúnu Agnarsdóttur frá Kennarafélagi Reykjavíkur, Anni G. Haugen frá Barna- heillum, Sædísi Ósk Harðardóttur frá Félagi sérkennara á Íslandi og Sigríði Björk Einarsdóttur frá SAMFOK, ásamt tveimur fulltrúum frá skrifstofu skóla- og frí- stundasviðs. Verðlaun Hólmfríður Guðjónsdóttir skólastjóri ásamt samstarfsfólki sínu og verðlaunagripnum eftir Tolla. Hólabrekkuskóli hlaut verð- laun Arthurs Morthens  Verðlaun fyrir stuðning við nemendur með sérþarfir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.