Morgunblaðið - 27.02.2020, Qupperneq 32
32 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2020
27. febrúar 2020
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 128.39 129.01 128.7
Sterlingspund 166.64 167.46 167.05
Kanadadalur 96.47 97.03 96.75
Dönsk króna 18.618 18.726 18.672
Norsk króna 13.702 13.782 13.742
Sænsk króna 13.169 13.247 13.208
Svissn. franki 131.2 131.94 131.57
Japanskt jen 1.1626 1.1694 1.166
SDR 175.29 176.33 175.81
Evra 139.11 139.89 139.5
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 169.4858
Hrávöruverð
Gull 1655.9 ($/únsa)
Ál 1671.5 ($/tonn) LME
Hráolía 56.46 ($/fatið) Brent
● Tap fjarskipta-
og fjölmiðlafyrir-
tækisins Sýnar
nam 2,1 milljarði
króna á síðasta
ársfjórðungi 2019,
samanborið við
193 milljóna króna
hagnað á sama
tímabili árið áður.
Eins og segir í til-
kynningu félagsins
var viðskiptavild
færð niður um 2,5 milljarða á fjórð-
ungnum, sem skýrir tapið. Afkoma
fjórðungsins að frádreginni niðurfærslu
viðskiptavildar hefði verið hagnaður að
fjárhæð 351 milljón króna.
Tap félagsins á árinu 2019 nam 1,7
milljörðum króna. Það er umtalsvert
verri niðurstaða en árið 2018 þegar fé-
lagið hagnaðist um 473 milljónir króna.
Eignir félagsins í lok árs 2019 námu 32
milljörðum króna og jukust um 18%, úr
27 milljörðum árið 2018. Eigið fé Sýnar
nam 8,8 milljörðum króna í lok síðasta
árs, og dróst saman um 18% milli ára,
en það var 10,7 milljarðar í lok ársins á
undan. Eiginfjárhlutafall félagsins er
27,5%.
Í tilkynningunni segir að markmið
stjórnenda sé að ná aukinni framlegð
og betra sjóðstreymi úr rekstri félags-
ins á árinu 2020. Þá segir að fjárfest-
ingar ársins verði í kringum einn
milljarð.
Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar
og einn stærsti hluthafinn í gegnum
fjárfestingarfélag sitt Ursus, segir í til-
kynningunni að ekki ætti að vera margt
í uppgjörinu sem komi á óvart, enda sé
sjóðstreymi og EBITDA ársins í takt við
horfur. „Árið markast af því að verið var
að framkvæma miklar breytingar á
rekstrinum og færa niður viðskiptavild.
Jákvæð breyting er verulega bætt sjóð-
streymi en frjálst fjárflæði eykst um yfir
milljarð króna.“
Sýn tapaði 2,1 milljarði
á lokafjórðungi 2019
Uppgjör Sýn
stefnir á betri
niðurstöðu.
STUTT
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Skarphéðinn Steinarsson ferðamála-
stjóri segir það tilfinningu margra í
ferðaþjónustu að spár um fjölda er-
lendra ferðamanna á Íslandi í ár séu
heldur háar. Fjöldinn hafi þannig
verið ríflega áætlaður.
Samkvæmt farþegaspá Isavia
fyrir 2020 verða um 2,6 milljónir
brottfara frá Keflavíkurflugvelli í ár.
Það yrðu um 25 þúsund færri brott-
farir en í fyrra sem samsvarar um 1%
fækkun milli ára.
Skal tekið fram að innlendir ferða-
menn eru hér meðtaldir.
Að sögn Skarphéðins telja margir
að samdrátturinn í komum erlendra
ferðamanna verði meiri. Þá kunni
kórónuveiran að hafa neikvæð áhrif
með því að draga úr ferðalögum.
Haft var eftir Skarphéðni í
Morgunblaðinu 11. febrúar að það
væri áhyggjuefni að árstíðasveiflan í
ferðaþjónustu væri að aukast á ný.
Hann segir aðspurður að atburðir
febrúarmánaðar – þ.e. útbreiðsla
veirunnar – hafi aukið óvissu um
þróun ferðaþjónustunnar í ár.
„Það mun að öðru jöfnu draga úr
ferðalögum,“ segir hann.
Alls komu 2,32 milljónir erlendra
ferðamanna til landsins um Kefla-
víkurflugvöll 2018. Til samanburðar
voru þeir um 1,99 milljónir í fyrra.
Bendir til færri ferðamanna
Guðjón Helgason, upplýsinga-
fulltrúi Isavia, segir enga ákvörðun
hafa verið tekna um að uppfæra
farþegaspá fyrir árið 2020.
Isavia hafi að jafnaði gefið út eina
slíka spá árlega. Spáin sé endurskoð-
uð ef ytri aðstæður þykja gefa tilefni
til þess. Það hafi meðal annars verið
gert eftir fall WOW air. Isavia hafi
fylgst vel með þróun mála.
Guðjón segir aðspurður að áður-
nefnd farþegaspá Isavia – þ.e. um 25
þúsund færri brottfarir í ár en í fyrra
– bendi að óbreyttu til fækkunar er-
lendra ferðamanna milli ára.
Yngvi Harðarson, hagfræðingur
og framkvæmdastjóri Analytica, seg-
ir útbreiðslu kórónuveirunnar hafa
aukið óvissu í ferðaþjónustu og komi
á slæmum tíma fyrir þjóðarbúið. Það
hafi aftur aukið líkur á veikingu krón-
unnar á næstunni. „Þetta rýrir ytri
skilyrði þjóðarbúsins þótt sumt hafi
að vísu batnað; olíuverð hefur t.d.
lækkað. Þótt Ísland sé ekki líklegasti
staðurinn til að sækja sér smit þurfa
erlendir ferðamenn að fara í gegnum
flugstöðvar á leið sinni til landsins en
þær gætu margir kosið að forðast.
Mitt mat er að veiran sé heldur nei-
kvæð tíðindi,“ segir Yngvi um horf-
urnar. Það sé vel hugsanlegt að nýleg
spá Seðlabankans um 0,8% hagvöxt í
ár sé fokin út í hafsauga.
„Óvissan kemur á óheppilegum
tímapunkti fyrir okkur enda hefur
ferðaþjónustan gengið í gegnum
mikla erfiðleika,“ segir Yngvi.
Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræð-
ingur Íslandsbanka, segir það gæti
haft umtalsverð efnahagsleg áhrif ef
bakslag yrði í ferðaþjónustu vegna
kórónuveirunnar. Hins vegar sé
ótímabært að endurmeta hagspár út
frá þeim möguleika.
Vegur salt milli tveggja kosta
„Við erum enn að vega salt á þess-
ari hnífsegg þar sem hlutirnir gætu
annars vegar farið að braggast á
komandi vikum fyrir háannatímann í
ferðaþjónustunni. Hin sviðsmyndin
er að þetta hafi veigamikil áhrif á
ferðaþjónustu á heimsvísu. Í fyrsta
lagi eru ágætar líkur á að það verði
ekki og í öðru lagi er enn mjög óljóst
hversu þung áhrif það mögulega
verða,“ segir Jón Bjarki.
Hann minnir á að ferðaþjónustan
sé orðin langstærsta útflutnings-
grein þjóðarinnar. Hún skapi álíka
miklar gjaldeyristekjur og áliðnaður
og sjávarútvegur samanlagt.
„Þannig að ef það kemur högg á
ferðaþjónustuna sem er sambærilegt
að stærð við verulegan aflabrest,
þ.e.a.s. fækkun erlendra ferðamanna
upp á tugi prósenta, annað árið í röð,
yrði það þungt efnahagslegt högg. Þá
myndu líkur á veikingu krónunnar
aukast jafnt og þétt með hverjum
mánuði sem líður við þær aðstæður,“
segir Jón Bjarki.
Vísbending um neyslu
Íslandsbanki vakti í vikunni at-
hygli á því að Væntingavísitala Gall-
up hefur ekki verið lægri í rúm sex
ár, eða frá því í nóvember 2013.
Jón Bjarki segir vísitöluna veita
vísbendingu um að neytendur muni
heldur halda að sér höndum við
einkaneyslu næsta kastið.
Það gæti eitt og sér haft efnahags-
leg áhrif en í hagspám var gert ráð
fyrir að einkaneyslan yrði leiðandi
um hagvöxt í ár og á næsta ári.
Árið 2018 birtust spár um áfram-
haldandi fjölgun ferðamanna. Sam-
kvæmt þeim áttu 2,5 milljónir er-
lendra ferðamanna að koma til
landsins í ár. Við uppbyggingu inn-
viða í ferðaþjónustu, ekki síst gisti-
staða, var tekið mið af slíkum spám.
Þetta misræmi gæti þrýst niður
verði á gistingu og þjónustu með því
að framboð verði umfram eftirspurn.
Með hliðsjón af auknum launakostn-
aði gæti varnarbarátta ferðaþjónust-
unnar því birst í minni spurn eftir
vinnuafli. En atvinnuleysi hefur
aukist hratt að undanförnu.
Fjöldi erlendra ferðamanna
í ár er mögulega ofmetinn
Ferðamálastjóri telur spár heldur háar Sérfræðingar telja óvissu þrýsta á gengið
Gengisvísitala krónunnar og Væntingavísitala Gallup frá janúar 2015
225
200
175
150
125
140
120
100
80
60
75,3
185,2
206,8
81,8
144,3
146,3
2015 2016 2017 2018 2019 2020
Vísitala meðalgengis* Væntingavísitala**
**Sé Væntingavísitala Gallup 100 merkir það að jafn margir
svarendur eru jákvæðir og neikvæðir. Ef hún er hærri eru
fl eiri jákvæðir og ef hún er lægri eru fl eiri neikvæðir.
*Hærri gengisvísitala þýðir lægri krónu,
en lægri gengisvísitala hærri krónu
Vísitala meðalgengis
Væntingavísitala
Morgunblaðið/Hari
Leifsstöð Ferðaþjónustan heyr nú varnarbaráttu eftir mikil uppgangsár.
AFGREIÐSLUTÍMI
Mán.–fös. 10–18 | Lau. 11–16
www.betrabak.is
HÄSTENS VERSLUN
Faxafeni 5, Reykjavík
588 8477
VERTUVAKANDI
ÍFYRSTASKIPTI
ÁÆVINNI
Þegar þú vaknar í rúmi frá Hästens munt þú skilja virði þess að ná
fullkomnum nætursvefni. Rúmin eru framleidd með einstöku samspili
handverks og hráefna þar sem hvergi eru gerðar málamiðlanir í gæðum
náttúrulegra efna eða tíma við óþreytandi handverkið.
Þú sérð það ekki en þú munt finna fyrir því. Allan sólarhringinn.
Heimsæktu Hästens í Faxafeni eða pantaðu vörulistann á hastens.com.