Morgunblaðið - 27.02.2020, Qupperneq 42
42 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2020
✝ Jakob Björns-son fæddist í
Fremri-Gufudal,
Barðastrandar-
sýslu, 30. apríl
1926. Hann lést á
hjúkrunarheimilinu
Eir, Reykjavík, 15.
febrúar 2020.
Foreldrar hans
voru Björn Guð-
mundur Björnsson,
f. 12. nóv. 1885 í
Fremri-Gufudal, Barðastrand-
arsýslu, d. 9. jan. 1957, bóndi í
Fremri-Gufudal og Sigríður
Ágústa Jónsdóttir, f. 10. ágúst
1887 í Djúpadal, Barðastrand-
arsýslu, d. 7. feb. 1933.
Bræður Jakobs voru Sigurður
Björnsson, bátasm. á Sigluf., f.
25. nóv. 1910, d. 3. des. 1965,
eiginkona Kristjana Sigurðar-
dóttir, f. 6. mars 1915, d. 26.
sept. 2007, áttu þau fimm börn.
Björn Björnsson, prestur á Hól-
um í Hjaltadal, f. 7. maí 1912, d.
9. okt. 1981. Eiginkona Emma
Á.S. Hansen, f. 15. feb. 1918, d.
2. júlí 2010, áttu þau fjögur
börn.
Jakob kvæntist Jónínu „Jónu“
Þorgeirsdóttur frá Hrófá í
Steingrímsfirði, húsfreyju, f. 24.
nóv. 1923, d. 19. mars 2002. For-
eldrar Jónu voru Þorgeir
Þorgeirsson, f. 27. des. 1894 á
fluttust þeir feðgar til Hnífs-
dals. Árið 1936 fluttu þeir feðg-
ar til Sigurðar bróður hans og
fjölskyldu á Sigufirði. Jakob
lauk stúdentsprófi frá MA 1947.
Jakob lauk prófi í verkfr. frá HÍ
1950 og prófi í raforkuverkfr.
frá DTH í Khöfn 1953. Sama ár
fékk hann starf sem verkfr. hjá
Rafmagnsv. Rvk. Veturinn
1956-1957 stundaði hann fram-
haldsnám við Tækniháskólann í
Aachen í V-Þýskal. Yfirmaður
orkudeildar raforkumálastj.
1958-61. Verkfr. hjá verk-
fræðistofu Sigurðar Thorodd-
sens 1961-62. Verkfræðileg ráð-
gjafarstörf frá 1962. Fékk
ferðastyrk frá SÞ til að kynna
sér sér áætlanagerð um raf-
orkukerfi 1966. Jakob var í
ýmsum stjórnum og nefndum,
kom að stofnun deildar á mast-
ersstigi í verkfræði við HÍ, síðar
prófessor þar. Orkumálastj. frá
1973 til 1996 þegar hann lét af
störfum fyrir aldurs sakir.
Jakobi voru orku- og virkj-
anamál alltaf mjög hugleikin og
liggja eftir hann fjölmargar
greinar um efnið auk margra
erinda sem hann flutti. Árið
2005 var hann heiðraður af
Landsvirkjun fyrir einstakt
framlag til íslenskra orkumála.
Hjónin nutu þess mikið að ferð-
ast hvort heldur innanlands eða
á fjarlæga staði.
Útför Jakobs fer fram frá Bú-
staðakirkju í dag, 27. febrúar
2020, klukkan 15.
Höllust. í Reyk-
hólasveit í Barða-
strandarsýslu, d.
27. nóv. 1984,
bóndi á Hrófá og
síðar búsettur í
Reykjavík, og Stef-
anía Guðrún Jóns-
dóttir, f. 4. júní
1899 á Hrófá, d. 21.
ágúst 1993, hús-
freyja á Hrófá og
síðar í Rvk.
Dóttir Jakobs og Jónu er Sig-
rún Birna Jakobsdóttir, f. 14.
okt. 1959, gift Magnúsi Ósk-
arssyni, f. 6. apríl 1961, verkstj.
hjá Kubb ehf. Dætur þeirra eru
Eva Karen, f. 1998, og María
Helen, f. 1998, verslunarstjóri.
Sonur Sigrúnar úr fyrra sam-
bandi er Björn Arnar Kárason,
f. 1982, verkfr., giftur Hönnu
Láru Baldvinsdóttur kennara.
Börn þeirra eru Kamilla Nótt, f.
2004, Nadía Nótt, f. 2006, Balt-
asar Jakob, f. 2011, Margrét
Dís, f. 2012 og Alexía Lind, f.
2017. Sonur Magnúsar úr fyrra
sambandi er Baldur Örn, f.
1993. Sonur Jónu úr fyrra sam-
bandi er Stefán Þór Hermanns-
son, f. 5. nóv. 1944.
Fyrstu sjö árin ólst Jakob upp
í Fremri-Gufudal en þá lést
móðir hans og í framhaldinu brá
faðir hans búi, seldi jörðina og
Nú ertu farinn í þína hinstu
ferð; ferð sem enginn kemur til
baka frá
Þú naust þeirrar velgengni að
fá að ferðast víða. Fyrsta ferðin
var þegar þú sjö ára gamall
fluttir frá Gufudal og til Hnífs-
dals, og sást í fyrsta sinn hvað
væri handan fjallanna í dalnum
þínum. Síðar átti það fyrir þér að
liggja að heimsækja sex heims-
álfur af sjö, tala fjögur tungumál
og búa í þremur löndum, í námi
og vinnu.
Ungur drengur last þú ævi-
sögu Edisons (útgefna 1936),
þessi bók breytti lífi þínu. Edis-
on var þín fyrirmynd og raun-
greinar, eðlis-, efna- og stærð-
fræði, urðu þínar
uppáhaldsgreinar. Þegar til kom
að velja sér fag til háskólanáms
varð rafmagnsverkfræði ofan á.
Háskólanám í Danmörku og síð-
ar í Þýskalandi.
Teningnum var kastað í einni
ferð á leið til Danmerkur að þú
hittir mömmu um borð í Gull-
fossi, konuna sem átti eftir að
ganga með þér veginn í nærri 50
ár, eða þar til hún lést í mars
2002.
Heimkominn starfaðir þú sem
deildarstjóri og síðar forstjóri
Orkustofnunar, sem prófessor
og síðar stundakennari við HÍ,
sast í ótal nefndum og hélst ótal
fyrirlestra um allan heim.
Þegar starfsævin var úti skrif-
aðir þú ótal greinar í blöð, hélst
úti bloggsíðu. Já, þú hafðir fast-
ar skoðanir, rökfastur, jafnvel
svo að erfitt var að standa á móti
þér, ákveðinn og virðulegur, en
að sama skapi blíður og sá besti
kennari sem ég hef kynnst. Þess
síðasta fékk m.a. ég og börnin
mín að njóta.
En það var fleira sem þú
kenndir mér. Á ferðum erlendis
kynntir þú mér fornar listir og
menningu. Mér er minnisstætt
þegar þú bauðst mér á Shake-
speare-leikhús í Lundúnum, þar
sem við sáum Draum á Jóns-
messunótt og leikararnir töluðu
forna ensku, líka þeirri er töluð
var á dögum Shakespeares á
sextándu öld, auk þess að kynna
mér klassíska tónlist strax á
unglingsárum.
Þegar heilsan fór að gefa sig
og kló hins alræmda alzheimers-
sjúkdóms læsti sig í þig, fengum
við að hafa þig hér hjá okkur í
rúmt ár, og margar rökræðurnar
áttum við hér við eldhúsborðið.
Síðustu þrjú árin áttir þú heima
á Eir hjúkrunarheimili, þar sem
þú naust einstakrar umönnunar,
og vil ég þakka öllu því starfs-
fólki er annaðist þig.
Nú þegar komið er að leið-
arlokum langar okkur fjölskyld-
una að þakka þér samfylgdina
og við minnumst góðu stundanna
með söknuði.
Við vitum að þú ert kominn
aftur í faðm mömmu, foreldra
þinna og ættmenna og úti er tími
þjáningar.
Sorg meðal manna, gleði með-
al engla.
Sigrún Birna, Magnús
(Maggi), Eva Karen
og María Helen.
Til þess að vera í minningu
barns á morgun, þarftu að vera í
lífi þess í dag. Það var afi minn
sannarlega, í lífi mínu. Því er það
með sorg í hjarta yfir fráfalli
hans sem ég skrifa nú. Mikið
hefði ég viljað hafa minningarn-
ar enn fleiri. Þær eru þó ófáar
æskuminningarnar þar sem
hann og amma koma við sögu.
Sumar af mínum allra fyrstu.
Þar sem ég var um 3-4 ára, ligg
upp í rúmi og afi er að lesa fyrir
mig söguna um Scrooge og
þurfti að þýða úr dönsku yfir á
íslensku, þetta fékk hann að
gera alltaf á föstudagskvöldum,
þegar hann og amma komu í
heimsókn og þola síðan leiðrétt-
ingar frá mér þegar þýðingarnar
hans voru ekki orðrétt þær sömu
og hjá mömmu. Að fara til afa og
ömmu í Kúrlandi var ávísun á að
vera í góðu yfirlæti og fá mikla
athygli, best var að gista líka.
En þá svaf ég á milli þeirra í
hjónarúminu og breiddi vel úr
mér. Þá var hann tilbúinn að láta
eftir mér allskyns tilraunastarf-
semi líkt og ein áramótin þegar
ég fór fram á að binda litla
tuskudúkku við rakettuprik og
fá hann svo til að skjóta henni
upp.
Afi kynnti mér margvíslega
hluti og voru þá bækur aldrei
langt undan, s.s. Íslendingasög-
urnar, bækur um dýr, himin-
geiminn o.fl. Hann kenndi mér
umfram allt að vera ævarandi
forvitin og fróðleiksfús.
Með afa og ömmu ferðaðist ég
mikið um landið bæði dagsferðir,
þar sem ég fékk jafnvel að taka
vini mína með sem og lengri
ferðir auk ferðar til Kaupmanna-
hafnar sem var í minningunni
eins og sniðin fyrir 9 ára gutta,
tívolí, dýragarður auk ferðar á
McDonald‘s á opnunardegi hans
og afi borðaði hamborgara í
fyrsta skipti mér til samlætis.
Fyrir mér var afi eins og al-
fræðirit því ef hann vissi ekki
svarið, var það líklegast ekki til.
Það kom sér vel þegar ég þurfti
á aðstoð við námið að halda
hvort heldur sem um tungumál
eða raungreinar var ræða. Allt
frá einfaldri stærðfræði í 3. bekk
grunnskóla yfir í prófarkalestur
á mastersritgerðinni minni. Þær
skipta sennilega þúsundum
stundirnar sem ég varði við
skrifborðið hans að læra og hann
sat á móti og hjálpaði mér af ein-
stakri þolinmæði. Án hans hefði
ég aldrei lokið prófi í verkfræði.
Afi og amma sýndu alltaf ein-
lægan áhuga á því sem maður
var að gera hverju sinni og
hverja maður umgekkst.
Þegar amma dó 2002 höfðum
við fjölskyldan áhyggjur af hon-
um því hann hvorki sýndi né tal-
aði um að sér liði illa. Því var það
mikill léttir fyrir mig og fjöl-
skylduna þegar hann kynntist
Mínu sinni á dansleik fyrir eldri
borgara nokkrum mánuðum eft-
ir andlát ömmu. Það mátti sjá á
honum að hann var ánægður
með lífið, þó svo ekkert kæmi til
með að fylla í skarð ömmu. Afi
og Mína ferðuðust mikið innan-
lands og utan, áttu rúman ára-
tug saman áður en heilsu hennar
fór að hraka. Það var gott að sjá
hann hamingjusaman.
Nú þegar leiðir skilur og
minningarnar verða ekki fleiri lít
ég yfir farinn veg, fyllist þakk-
læti fyrir samverustundirnar,
umhyggjusemina, þau gildi og
áhrif sem hann hefur haft á mig
og mun ég reyna eftir fremsta
megni að koma þeim áfram til
afkomenda hans.
Blessuð sé minning afa.
Björn Arnar Kárason.
Með Jakobi Björnssyni kveð-
ur eftirminnilegur maður sem
skildi eftir sig glögg spor í orku-
málum á seinni hluta síðustu ald-
ar. Hann lagði allt sitt í raf-
magnsverkfræðina, sem hann
hafði numið í háskólum heima og
erlendis, og fékk sem ráðgjafi og
síðar orkumálastjóri í nær ald-
arfjórðung tækifæri til að hafa
áhrif á þróun þess málaflokks
hérlendis. Ég kynntist Jakobi
fyrst að ráði á áttunda áratugn-
um í Samstarfsnefnd iðnaðar-
ráðuneytisins og Náttúruvernd-
arráðs um orkumál (SINO) sem
hóf störf 1973, sama árið og Jak-
ob kom að Orkustofnun, og ent-
ist nefndin sú í áratugi. Í henni
voru þrír fulltrúar frá hvorum
aðila og haldnir fundir reglulega
enda af nógu að taka, bæði um
stóriðjuhugmyndir stjórnvalda,
virkjanir og raforkuflutning. Ég
áttaði mig fljótt á að reiknistokk-
urinn réð mestu um þankagang
Jakobs. Umhverfi og náttúru-
vernd voru honum framandi eins
og mörgum í verkfræðingastétt
þess tíma. Hann var hins vegar
alltaf opinn fyrir umræðu, hafði
gott vald á skapi sínu og var
stutt í kankvíst bros. Gaf auga-
leið að teygjast vildi úr samræð-
um á SINO-fundum, sem þrátt
fyrir allt voru afar gagnlegir,
vörpuðu ljósi á ágreining og
leiddu stundum til málamiðlana.
Að því kom að sá sem þetta
skrifar færðist úr Náttúruvernd-
arráði óvænt yfir í iðnaðarráðu-
neytið og var þannig orðinn eins
konar yfirmaður orkumálastjór-
ans. Komu sér þá vel fyrri kynni,
líklega fyrir báða aðila. Orku-
stofnun var þá þegar orðin fjöl-
menn stofnun, enda jarðhitinn
stór og vaxandi þáttur til við-
bótar vatnsaflinu og óvíða sýslað
meira við jarðfræði af ýmsum
toga en þar innanhúss. Stjórn-
sýsla var ekki sterkasta hlið Jak-
obs og til að bæta það upp var í
góðu samkomulagi sett stjórn yf-
ir stofnunina honum til stuðn-
ings. Jakob var ósérhlífinn og
gerði engar kröfur um eigin kjör
þannig að fágætt má telja. Á
þessum árum varð mikil breyt-
ing á lagaumhverfi orkumál-
anna, m.a. með nýjum lögum um
Landsvirkjun 1982. Stór vinn-
ingur í náttúruvernd náðist líka í
höfn með friðlýsingu Þjórsár-
vera 1981. Margir áttu hlut að
því heillaspori.
Áratugina á eftir lágu leiðir
okkar Jakobs oft saman á fund-
um þar sem orkumál bar á
góma. Á því sviði dvaldi hugur
hans sem fyrr og birtist mönn-
um í ræðu og riti, því að oft
mundaði hann pennann, m.a.
undirrituðum til leiðbeiningar.
Síðast hittumst við eftir alda-
mótin í Hallormsstaðaskógi.
Hann var þar staddur í sum-
arblíðu og hélt með okkur áleiðis
í skógargöngu. Nú er langri veg-
ferð hans lokið, en málin sem á
okkur brunnu frá mismunandi
sjónarhóli eru orðin nærgöngulli
en nokkru sinni fyrr.
Hjörleifur Guttormsson.
Jakob Björnsson
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
ANNA GUÐRÚN ÁRNADÓTTIR,
áður Vallarbraut 5,
Seltjarnarnesi,
lést á hjúkrunarheimilinu Grund
þriðjudaginn 18. febrúar.
Útförin fer fram frá Seltjarnarneskirkju mánudaginn 2. mars
klukkan 11.
Árni G. Sigurðsson Ingibjörg H. Elíasdóttir
Anton Sigurðsson Hjördís Vilhjálmsdóttir
ömmubörn, langömmubörn
og langalangömmubarn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÁGÚST STEFÁNSSON,
Norðurbakka 11c, Hafnarfirði,
lést á hjartadeild Landspítalans við
Hringbraut mánudaginn 24. febrúar.
Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn
3. mars klukkan 15.
Sérstakar þakkir til starfsfólksins á hjartadeildinni fyrir einstaka
umönnun.
Anna M. Þórðardóttir
Þórður Ágústsson Friðný Heimisdóttir
Helga Ágústsdóttir Birgir Loftsson
Ívar Þór Ágústsson Bylgja Hrönn Björnsdóttir
barnabörn og barnabarnabarn
Systir mín, mágkona og móðursystir,
GUÐLAUG GUNNARSDÓTTIR,
Lalla,
lést 14. febrúar.
Útför hennar fer fram frá Digraneskirkju
mánudaginn 2. mars klukkan 13.
Þóra Gunnarsdóttir Sigurjón Ari Sigurjónsson
og fjölskylda
Ástkær eiginkona mín og móðir okkar,
ERLA KRISTÍN SVAVARSDÓTTIR,
er látin.
Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Sigríkur Smári Ragnarsson
Sveinn Ívar Sigríksson
Andri Sævar Sigríksson
Einar Sindri Sigríksson
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
ÁSVALDUR ANDRÉSSON
bifreiðasmiður,
Fannborg 8,
sem lést á Landspítalanum í Fossvogi
fimmtudaginn 13. febrúar, verður jarðsunginn frá
Kópavogskirkju föstudaginn 28. febrúar klukkan 15.
Erna María Jóhannsdóttir
Hanna S. Ásvaldsdóttir Gunnlaugur Helgason
Regína Ásvaldsdóttir Birgir Pálsson
Ragnhildur Ásvaldsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
ARDÍS GUÐRÚN KRISTJÁNSDÓTTIR
frá Heimabæ, Hvallátrum,
lést á Hrafnistu Hafnarfirði laugardaginn
22. febrúar.
Útförin fer fram frá Garðakirkju föstudaginn 6. mars klukkan 13.
Valtýr Eyjólfsson
Eyjólfur V. Valtýsson Ludene Valtýsson
Sigurður H. Valtýsson Siv E. Sæmundsdóttir
Bylgja Valtýsdóttir Jóhann Sigurþórsson
barnabörn og barnabarnabarn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR
frá Vetleifsholti,
lést í faðmi fjölskyldu á Dvalarheimilinu
Lundi á Hellu sunnudaginn 16. febrúar.
Hún verður jarðsungin frá Oddakirkju laugardaginn 29. febrúar
klukkan 13. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á MS-félagið, reikningsnr. 0101-26-
777120, kt. 520279-0169.
Sigríður Magnea Sigurðard.
Eiður Ingi Sigurðarson Linda Rut Larsen
Sigurður Rúnar Sigurðarson Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir
Hafdís Dóra Sigurðardóttir
Auðbjörg Jónína Sigurðard. Valsteinn Stefánsson
Sigrún Steinunn Sigurðard. Garðar Sigurðsson
barnabörn og barnabarnabörn