Morgunblaðið - 27.02.2020, Síða 52

Morgunblaðið - 27.02.2020, Síða 52
áratugi. Mér sýnist mjög áhuga- verð þróun vera í gangi sem er sú að þeim fjölgar sem telja sig upp- lifa víðerni á vinsælum ferða- mannastað eins og í Landmanna- laugum, þrátt fyrir töluverða fjölgun ferðamanna og fjölgun mannvirkja,“ segir Anna Dóra og er auðvitað klædd í útivistarskrúð- ann, eldrauða flíspeysu og með snjallúr sem gefur henni mynd af eigin dugnaði. Anna Dóra gengur auðvitað mikið. Á veturna eru úti- vistarsvæði borgarinnar í uppá- haldi hjá henni, og ekki síður þau svæði sem eru í jaðrinum á þétt- býlinu. „Ég fer mikið í Heiðmörk og Bláfjöll á gönguskíði en hlaupa- og göngutúra tek ég gjarnan um El- liðaárdal, Fossvogsdalinn og Kópa- vogsdalinn. Svo nýti ég mér líka göngustígana sem liggja meðfram ströndinni. Við erum ótrúlega rík að vera umlukin svona náttúru- perlum,“ segir hún. Og það eru einmitt þessar perlur allar sem eru hennar helsta við- fangsefni í rannsóknum. „Þar sem við erum að nýta nátt- úruna og perlur hennar sem auð- lind fyrir ferðaþjónustuna þá er mikilvægt fyrir okkur að skilja samband fólks við náttúruna og hvað það er sem gefur því gildi. Ef við þekkjum þetta ekki er hætta á að við göngum á náttúruna og drögum úr verðmætum hennar með slæmri umgengni.“ Til þess að hafa dýpri skilning á skynjun annarra er afar gott að hafa kynnst svæðunum sjálfur sem verið er að kanna viðhorf til. Há- lendið hefur verið í miklu uppá- haldi hjá Önnu Dóru yfir sumarið „Ferðafélagið skiptir mjög miklu máli fyrir íslenskt samfélag. Sífellt fleiri rannsóknir sýna fram á mikil- vægi útivistar og hreyfingar fyrir heilsu fólks. FÍ er með alls konar prógrömm til að stuðla að slíku, bæði fyrir þá sem hafa ekki stund- að útivist áður og eins til að hjálpa fólki sem hefur ekki verið aktíft lengi en vill koma sér aftur af stað. Svo er félagið líka tilvalið fyrir þá sem hafa hreyft sig lengi og vilja bara halda því áfram. Þarna verða til hópar og ferðafélagar sem eiga það sameiginlegt að vilja njóta þess að upplifa náttúruna í gegnum úti- vist og samveru,“ segir segir Anna Dóra. Það er ekki út í bláinn að hún vísi í rannsóknir máli sínu til stuðnings því Anna Dóra starfar sem prófessor í ferðamálafræði við Háskóla Íslands og hefur rann- sóknir að lifibrauði ef svo má segja. Erlendum ferðamönnum hefur fjölgað gríðarlega undanfarin ár eins og hver einasti íbúi þessa lands hefur orðið áþreifanlega var við. Þeir stika ekki bara upp og niður Laugaveginn í Reykjavík og þræða þjóðvegina því markmið mjög margra er að upplifa íslensk víðerni, að vera algerlega einir og út af fyrir sig með himin að þaki og engin merki um aðra í sjónlínu. Rannsóknir á ferðaþjónustu, þessari ört vaxandi atvinnugrein, hafa líklega aldrei verið jafnáríð- andi og nú, ekki síst þær rann- sóknir sem snúa að samspili ferða- þjónustu við lífríki, víðerni og nýtingu okkar verðmætu auðlinda. Í rannsóknum sínum undanfarin ár hefur Anna Dóra beint sjónum að þessu öllu en hún hefur haft nátt- úrutengda ferðamennsku í há- skerpu í sínum verkum. Hún hefur horft sérstaklega til skipulags á hálendinu, þolmarka landsvæða auk orkuframleiðslu og virkjana og hvernig þetta síðasttalda fer saman við áhuga ferðamanna og upplifun þeirra. Rannsakað viðhorf ferða- manna í meira en 20 ár „Ég hef rannsakað viðhorf ferða- manna til víðerna í meira en tvo og þá hefur hún ferðast mest um Fjallabak. „Það er nú bæði vegna þess hversu stórbrotið það er og magnað en líka tiltölulega nálægt borginni og því hægt að skreppa þangað í styttri ferðir. Kerling- arfjöll eru líka meiriháttar göngu- svæði og ekki svo langt að fara heldur. Kverkfjöll eru einn magn- aðasti staður landsins og Lóns- öræfi líklegast fallegasti bletturinn. Sum svæði hef ég verið að spara. En nú eru að koma upp þær að- stæður að ég geti farið að ferðast þangað. Næsta sumar ætla ég t.d. að fara um Víknaslóðir og svo lang- ar mig að kynnast Hornströndum enn betur.“ Verið í Ferðafélaginu frá blautu barnsbeini Anna Dóra er öllum hnútum kunnug innan Ferðafélagsins enda hefur hún ferðast með því frá blautu barnsbeini. Þegar leitað var til hennar um að vinna í þágu fé- lagsins fannst henni það meira en sjálfsagt. „Það er bæði gaman og lær- dómsríkt að starfa fyrir Ferða- félagið. Þarna er fólk með mikla þekkingu og reynslu. Maður lærir líka margt og mikið. Svo er þetta líka svo skemmtilegur félagsskapur og maður kemur alltaf glaðari af stjórnarfundum.“ Anna Dóra segist afar stolt af því hvernig félagið hafi staðið fyrir uppbyggingu á ýmsum nátt- úruskoðunarstöðum, byggt gisti- stöðu og merkt gönguleiðir, stikað stíga og brúað ár og læki. „Þannig hefur þetta ágæta félag opnað landsmönnum möguleika á að ferðast um sitt eigið land og gefið þeim færi á að kynnast því miklu nánar. Við eigum stórkost- legt land og það er mjög mikils virði fyrir Íslendinga að eiga félag eins og FÍ sem hreinlega greiðir okkur aðgang að náttúrunni.“ Landmannalaugar helsta rannsóknarefnið Líklega hafa fáir rannsakað nátt- úruperluna Landmannalaugar af jafnmikilli áfergju og Anna Dóra. Landmannalaugar marka upphaf eða lok margra frábærra göngu- leiða um friðlandið að Fjallabaki, meðal annars um Laugaveginn, eina vinsælustu gönguleið okkar Íslendinga. Anna Dóra á orðið viðamikið gagnasafn um viðhorf ferðamanna í Landmannalaugum sem nær yfir Náttúran er bara skemmti- legasti leik- völlurinn Anna Dóra Sæþórsdóttir, stjórnarmaður í Ferðafélagi Íslands og prófessor við Há- skóla Íslands, hefur rannsakað áhrif útivist- ar og segir að allir ættu að njóta þess sem landið okkar hefur upp á að bjóða. Dásamlegt Það er fátt betra en að labba Hornstrandir í góðu veðri. Elskar útivist Anna Dóra Sæþórsdóttir hefur verið í Ferða- félagi Íslands síðan hún var lítil. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2020 Njóttu þess að hvílast í hreinum rúmfötum GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA Við þvoum og pressum rúmfötin - þú finnur muninn!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.