Morgunblaðið - 27.02.2020, Síða 56

Morgunblaðið - 27.02.2020, Síða 56
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2020 Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is K100 fagnar því að plötusnúðurinn Dóra Júlía sé nú genginn til liðs við útvarpsstöðina, en hún mun stýra Tónlistanum, með vinsælustu tónlist landsins, á stöðinni á sunnudögum.Tónlistinn Topp40 er unninn af félagi hljómplötufram- leiðenda og tekur hann mið af spil- un á helstu útvarpsstöðvum lands- ins og streymi á Spotify, og er því eini opinberi vinsældalisti landsins og spilunarlisti þjóðarinnar. „Ég er mjög „peppuð“ fyrir þessu. Mér finnst þetta passa mjög vel við mig og það sem ég er að gera og ég hlakka bara mjög mikið til að keyra þetta í gang,“ segir Dóra Júlía í samtali við K100. Tekur upp þætti frá Balí Segir hún að mikið sé á döfinni hjá henni á næstunni, en hún er fullbókuð langt fram á sumar og ætlar að flytja til Balí í apríl, þar sem hún mun stunda jógakenn- aranám. „Ég tek þættina upp þaðan þannig að ég verð fersk og ótrú- lega „zen-uð“ frá Balí að segja ykkur frá tónlistinni,“ segir hún. Sigurður Þorri Gunnarsson, dag- skrár- og tónlistarstjóri K100, seg- ir frábært að fá Dóru Júlíu til liðs við útvarpsstöðina og segir við hæfi að fá einn vinsælasta plötu- snúð landsins til að kynna vinsæl- ustu lögin á K100. „Hún er mikið hæfileikabúnt og öflugur liðsmaður. Það verður gaman að vinna með henni að því að stækka K100 enn frekar, en stöðin hefur verið á mikilli sigl- ingu og fagnaði núna í febrúar hæstu hlustunartölum frá upphafi. Dóra, sem er öflug og á miklu flugi, er því frábær viðbót við stöð sem er á miklu flugi þessa dag- ana.“ Plötusnúðurinn Dóra Júlía tekur við Tónlistanum Ljósmynd/Elsa Katrín Ólafsdóttir Plötusnúður Dóra Júlía segist vera mjög „peppuð“ fyrir nýja starfinu á K100 og hlakkar mikið til að stýra Tónlistanum næsta sunnudag. Dóra Júlía, einn vinsæl- asti plötusnúður lands- ins, gengur til liðs við K100 í vikunni. Hún mun stýra eina opinbera vin- sældalista landsins, Tónlistanum Topp40, alla sunnudaga frá 16.00–18.00. Ómar Valdimarsson lögfræðingur segir óhjákvæmilegt að allir muni fá kórónuveiruna en segist kjósa það að fá hana heldur á Íslandi. Hann reynir nú eftir bestu getu að koma sér og fjölskyldu sinni frá Tenerife til Íslands. Ómar ræddi stemninguna á Tenerife í morgunþætti Ís- land vaknar í gærmorgun. Sagði hann fjölskylduna vel haldna, en þau voru á leið í flug til Gran Canaria þegar náðist í Ómar. Flug þeirra til Íslands féll niður á sunnudag vegna sand- stormsins sem hefur plagað Kanaríeyjar síðustu daga. „Ég kannaði allar flugvélar sem voru á leiðinni frá Tenerife síðustu tvo daga og það var ekki hægt að fá þrjú sæti þó að lífið lægi við til nánast allra borga sem boðið er upp á flug til,“ sagði Ómar. „Einu flugferðirnar sem hægt var að fara með til Íslands voru tengdar við Moskvu og ég var ekki alveg að nenna tuttugu tíma flugi til Ís- lands í staðinn fyrir fimm.“ Sagði hann að auðvelt væri að sjá á fólki á eyjunni að því væri ekki sama. „Á endanum er þetta þannig að við munum öll fá þessa helvítis kórónuveiru. Þetta verður kvef fyrir okkur flest. Þetta drepur ein- hverja örfáa af þeim sem fá þetta. Ég held að þetta sé bara eitthvað sem við þurfum að sætta okkur við. Ég mun á endanum fá þetta rétt eins og þið en ég kýs að vera heldur á Íslandi þegar ég fæ þetta.“ Ómar Valdimarsson AFP Sóttkví Hótel Ómars var í 1-2 km fjarlægð frá hótelinu H10 Costa Adeje Palace þar sem smit fannst. Kýs að fá kórónu- veiruna á Íslandi Bláu húsin v/Faxafen Sími 553 7355 • www.selena.is • Selena undirfataverslun • Næg bílastæði Undirföt * Náttkjólar Sundföt * Strandfatnaður Nýjar sumarvörur frá

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.