Morgunblaðið - 27.02.2020, Page 69
MENNING 69
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2020
við og er ánægður með hvað hlut-
föllin séu „afgerandi rétt“ í mynd-
inni. Daníel bendir svo á aðra ljós-
mynd á andstæðum vegg og hvernig
grænu, gráu og svörtu litirnir spili
þar saman, í ákveðnum „hlutfalla-
leik“.
„Það má spyrja hvort þetta séu
ekki allt abstrakt verk og jú, það má
segja það, en ég vil frekar nálgast
það upphafna sem birtist í þeim, stað
og stund, ljós og vinkil, og uppgötva
eitthvað. Kannski sögu sem þarf
ekki að vera með neinum glæsibrag.
Sjáðu þessa mynd hér, „Tungu
Bakkusar“,“ segir hann og bendir á
neðsta hluta bleikrar plastrenni-
brautar sem stendur á grasflöt og
vissulega má túlka sem tungu kölska
sem rúllast hafi fram úr skolti hans.
„Það er enginn glæsiboðskapur í
þessu,“ segir Daníel og brosir.
Hæfilega merkingarbært
Flestir tengja ljósmyndun við
skráningu á einhvers konar sögum
eða atburðum en Daníel segist kjósa
að sínar myndir séu bara „hæfilega
merkingarbærar“.
„Ef við hugsum um samfellda at-
burðarás þá eru þessar myndir hér
inni eins og lítil brot í henni. Þau
segja ekkert lítil ein og sér en
stækkuð svona upp ná þau vonandi
að komast í þetta upphafna ástand
sem ég talaði um og sækist eftir.
Allir þessir rammar hér eru bara
eitt skot: ég er á stað, sé áhugaverð-
an ramma, geng að honum og tek
mynd.“
Það hljómar vissulega einfalt, eins
og lýsing á störfum flestra lista-
manna getur verið. Daníel útskrif-
aðist úr Myndlista- og handíðaskóla
Íslands árið 1987 og vakti þá strax
athygli fyrir verk þar sem íslensk
menning var oftar en ekki til um-
fjöllunar. Daníel var í byrjun þekkt-
astur fyrir skúlptúra en í seinni tíð
hefur hann einkum sýnt ljósmynda-
verk. Samhliða myndlistinni hefur
hann getið sér orð sem hagur hús-
gagnasmiður og eru stólar hans vin-
sælir og eftirsóttir.
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Ljósmyndun er þjófnaður! Við för-
um eitthvert og stelum,“ segir
myndlistarmaðurinn Daníel Magn-
ússon glaðbeittur þar sem hann
stendur innan um verkin sín á sýn-
ingunni sem hann kallar Transit og
stendur nú yfir í Hverfisgalleríi á
Hverfisgötu 4. Hann á við að við ljós-
myndarar laumumst burtu af vett-
vangi með stolin augnablik, með
frosna ramma, rétt eins og þá sem
hann hefur stækkað upp og sýnir.
Þetta eru litljósmyndir, teknar á
síðastliðnum áratug; formfastar og
agaðar, nærmyndir af manngerðum
heimi, hlutum og byggingum. Daníel
hefur sagt um þessi verk að hver
vinkill fyrir sig sé valinn til að hann
fjalli á eins knappan hátt og hægt er
um fyrirmyndina „sem afmarkast af
formatinu og því sem vinkillinn
spannar“.
Skugginn segir sitt
Með því að kalla sýninguna Tran-
sit staðsetur Daníel verkin í ákveðnu
millibilsástandi, hann segir ljós-
myndirnar ekki beint fjalla um at-
burð eða frásögn, en þær vísi hins-
vegar allar til ákveðins framhalds.
Daníel er mikill áhugamaður um
stærðfræði og það kemur ekki á
óvart að hann segist sækjast eftir að
finna í þeim myndum sem hann tek-
ur og velur að sýna visst upphafið
form, „echelon form“ upp á ensku,
form sem er meðal annars þekkt í
stærðfræði sem hann segir skapa
eins konar „höfugt ástand“.
„Og ég vil að myndirnar virki
frekar á kviðinn en höfuðið. Það er
bassahljómur í þeim – formin eru
mörg svo gróf og stór að þau minna
á bassa,“ segir Daníel og veit vel eft-
ir hverju hann er að slægjast í sínum
myndheimi. „Þessa mynd þarna tók
ég á leiðinni norður í jarðarför,“ seg-
ir hann og bendir á eina sem sýnir
húshorn, hellulögn og gras, og einn
mjög hvassan dökkan skugga.
„Skugginn segir sitt …“ bætir hann
„Ég var byrjaður að taka ljós-
myndir löngu áður en ég fór í Mynd-
listaskólann,“ segir hann. „Ég átti
orðið gríðarlegt safn af filmum en
þegar ég fór að skoða þær krítískt
þegar ég var í skólanum fannst mér
það allt vera vonlaust,“ segir hann
og hlær. „En svo fór ég að þroska
rödd og að leita að einhverju
ákveðnu og upp úr 1995-96 var ég
smám saman farinn að skilja hvað ég
vildi. Það var þetta hæfilega merk-
ingarbæra og upphafna,“ segir hann
og bætir við að mest myndi hann enn
á filmumyndavélar. Horfir svo
kringum sig á verkin í salnum og
segir að á bak við smekkinn sem ráði
þessu vali séu endalausar tilraunir, í
leitinni að merkingu. „Auðvitað er
alltaf einhver abstrakt hugsun líka,
en sú maskína er ekki aðalaflið.
Svo er eitt enn sem ég hafði að
leiðarljósi við að velja saman þessar
myndir en það er þögn og kyrrð.
Fígúratífir vinklar segja alltaf eitt-
hvað upphátt en þessa skerma ég af
þannig að þeir þegi.“
„Ljósmyndun er þjófnaður“
Daníel Magnússon sýnir ljósmyndaverk í Hverfisgalleríi „Ég vil að myndirnar virki frekar á
kviðinn en höfuðið,“ segir hann Kýs að fjalla á eins knappan hátt um fyrirmyndir og hann getur
Morgunblaðið/Einar Falur
Ljósmyndarinn Daníel Magnússon í sýningarsalnum. Hann leitar eftir myndum sem búa yfir þögn og kyrrð.
Sigurður Magnússon myndlistar-
maður opnar sýninguna Inngrip í
Galleríi Gróttu í dag kl. 17.
Sýningarsalurinn er á 2. hæð Eiðis-
torgs í bókasafni bæjarins.
Sigurður lauk MA-prófi í list-
málun frá Central Saint Martins
College of Art and Design í London
árið 1996 og hafði áður stundað
myndlistarnám í Goldsmiths Col-
lege í sömu borg, á árunum 1993-
1994 og lauk námi í málun frá
Myndlista- og handíðaskóla Íslands
árið 1991. Hann hefur haldið sýn-
ingar bæði hér á landi og erlendis
og eru verk hans í eigu safna, fyrir-
tækja og einstaklinga.
Í tilkynningu er vitnað í sýn-
ingarskrá Sigurðar í Ásmundarsal
árið 1998 og segir þar m.a. að fyrir
tveim öldum hafi fegurðarskynið í
íslensku bændasamfélagi verið
bundið við lífsbjargir og engum
hafi dottið í hug að fara á fjöll til að
komast á tindinn og njóta útsýnis.
Við þéttbýlismyndun hafi fólk farið
að sakna náttúrunnar, sveitarinnar
og sjá hana í upphöfnu ljósi. „Sjálfs-
tjáning blómstrar og menn fara að
mála og yrkja um heilög fjöll,
ganga jafnvel enn lengra og fara að
túlka óræð áhrif náttúrunnar með
formum og litum. Akkúrat það sem
Sigurður Magnússon gerir.“
Á sýningu Eitt af málverkum Sigurðar Magnússonar á sýningunni Inngrip.
Inngrip í Galleríi Gróttu
Smiðshöfða 9, 110 Rvk. logoflex@logoflex.is 577 7701 www.logoflex.is
Skiltagerð
Ljósaskilti, álskilti, umferðarmerki
LogoFlex sérhæfir sig í framleiðslu skilta, prentunum og
smíði úr plasti ásamt efnissölu á plexigleri og álprófílum