Morgunblaðið - 29.02.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.02.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. FEBRÚAR 2020 PON er umboðsaðili PON Pétur O. Nikulásson ehf. Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður Sími 580 0110 | pon.is Við bjóðum alla Jungheinrich eigendur velkomna! GÆÐI OG ÞJÓNUSTA Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Langtímalífslíkur sjúklinga með sykursýki, sem gangast undir kransæðahjáveituaðgerð hér á landi, eru almennt góðar en þó síðri en þeirra sem ekki glíma við sjúkdóminn. Þetta er meðal þess sem ný rannsókn íslenskra lækna leiðir í ljós en sagt er frá henni í vísindaritinu Interactive Cardio- vascular and Thoracic Surgery. Rannsóknin nær til allra sjúkl- inga sem gengust undir kransæða- hjáveituaðgerðir á Íslandi á árun- um 2001 til 2016, alls 2.060 manns. Þar af voru 17% með sykursýki. Sjúklingum var fylgt eftir í næst- um níu ár að meðaltali og bornar saman langtímalífshorfur og tíðni alvarlegra fylgikvilla hjá sjúkling- um með sykursýki og sjúklingum sem ekki voru með sjúkdóminn. Fyrsti höfundur greinarinnar er Tómas Andri Axelsson læknir og er rannsóknin hluti af doktorsverk- efni hans við læknadeild Háskóla Íslands en hann er nú við sér- fræðinám í Stokkhólmi. Tómas Guðbjartsson, prófessor og yfir- læknir, er leiðbeinandi hans og stjórnandi rannsóknarinnar. Tómas Guðbjartsson segir að rannsóknin skeri sig úr mörgum slíkum rannsóknum vegna þess hversu lengi sjúklingunum er fylgt eftir. Til þess hafi þurft mikla vinnu Tómasar Andra og sam- starfsmanna við að afla upplýsinga um afdrif sjúklinganna. Rannsóknin leiddi í ljós að dánartíðni eftir aðgerðina var al- mennt lág. 98% lifðu hana. Dán- artíðni sjúklinga með sykursýki var þó hærri innan við 30 daga frá aðgerð. Einnig voru langtímalífs- líkur sykursýkissjúklinga síðri enda þótt þær væru góðar fyrir báða hópa. Fram kemur í frétta- tilkynningu að niðurstöðurnar eru í takt við sambærilegar erlendar rannsóknir og árangur hérlendis sambærilegur því sem þekkist á stærri sjúkrahúsum í nágranna- löndum. Draga þarf úr ofþyngd Rannsóknin sýnir að sykursýki er mikilvægur áhættuþáttur fyrir kransæðahjáveituaðgerðir, ekki aðeins eftir aðgerð heldur einnig þegar til lengri tíma er litið. „Við erum ánægð með að hlutfall sjúk- linga með sykursýki er ekki hærra en raun ber vitni. Staðan er svipuð í nokkrum löndum en sums staðar, ekki síst í sumum ríkjum Banda- ríkjanna, er hlutfallið komið yfir 40%. Það viljum við ekki sjá á Ís- landi,“ segir Tómas Guðbjartsson. Hann segir að óveðursský séu á himni varðandi þróunina. Hér séu allt of mörg vandamál tengd offitu. „Við sjáum það á börnunum okkar í grunnskólum og á ungu fólki að ofþyngd er vaxandi vandamál. Efnaskiptavandamál eins og syk- ursýki eru fylgifiskur þess.“ Getur snúist við Þessi þróun mun leiða til þess að fleiri sjúklingar sem gangast munu undir kransæðahjáveitu í framtíð- inni verða með sykursýki. Spurður hvað hægt sé að gera nefnir Tómas fyrst að góður árangur hafi náðst í reykingavörnum og við að draga úr vandamálum vegna hækkaðs blóð- þrýstings og kólesteróls. „En ef við náum ekki betri tökum á ofþyngd- arvandamálum getur sá árangur jafnast út eða jafnvel snúist við.“ Dánartíðni eftir aðgerðir lág  Rannsókn íslenskra lækna sýnir að þótt árangur kransæðahjáveituaðgerða sé almennt góður hér á landi eru lífslíkur sjúklinga með sykursýki síðri  Mikilvægt talið að sporna við aukinni sykursýki Landspítali Tómas Guðbjartsson skurðlæknir í opinni hjartaaðgerð. Morgunblaðið/RAX Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@mbl.is Gert verður ráð fyrir því í fjármála- áætlun ríkisins sem kynnt verður eftir nokkrar vikur að 900 milljörð- um króna verði á næsta áratug varið til framkvæmda hins opinbera og innviðafyrirtækja til að tryggja ör- yggi og jöfn tækifæri fólks um allt land. Þar af verði framkvæmdum flýtt fyrir 27 milljarða króna, bæði hvað varðar framkvæmdir í flutn- ings- og dreifikerfi raforku og í of- anflóðavörnum. Er þetta samkvæmt tillögum átakshóps sex ráðuneyta, sem skip- aður var í kjölfar fárviðrisins sem gekk yfir í desember sl. Fram- kvæmdirnar, sem flýtt verður, snúa að nauðsynlegum úrbótum á innvið- um sem í ljós kom að virkuðu ekki sem skyldi. Tillögur átakshópsins voru kynnt- ar í gær. Katrín Jakobsdóttir for- sætisráðherra segist ánægð með út- komuna og það sé stór áfangi að sýna fram á að ólík ráðuneyti geti unnið hratt og vel saman þegar þörf sé á. „Það sem ég er ánægð með er hvað við getum áorkað miklu þegar við vinnum saman. Við erum ekki með stjórnskipan sem gerir ráð fyrir því, þannig að þetta er ný nálgun og ég er mjög stolt af henni,“ segir Katrín. „En um leið finnst mér það mjög gott við þessa vinnu að hún snýst ekki bara um að slumpa á hvað við teljum að þurfi að gera, heldur er búið að leggja línurnar um heild- stætt yfirlit um allt það sem er verið að gera. Það er verið að verja mjög miklum fjármunum í innviðaupp- byggingu á hverju ári. Það er ekki eins og allt sé hérna í henglum, það er margt mjög vel gert en það er bú- ið að greina veikleikana og gera til- lögur til úrbóta.“ Uppbygging snjóflóðavarna og raflínur í jörð mikilvægast Skýrsla átakshópsins er yfirgrips- mikil en þar er farið yfir 540 aðgerðir sem gert er ráð fyrir að komi til framkvæmda á næstu tíu árum, þar af 192 nýjar aðgerðir og 40 aðgerðir sem lagt er til að verði flýtt í fram- kvæmdaáætlun Landsnets og dreifi- veitna. En hvaða er mikilvægast að mati Katrínar? „Annars vegar eru það þessir stóru póstar, að flýta uppbyggingu snjóflóða- og ofanflóðavarna til 2030 en á óbreyttum hraða væri þeim lok- ið í kringum 2050. Það er auðvitað risamál. Síðan er það flýting jarð- strengjaframkvæmda, það er að segja að koma raflínum í jörð, til 2025. Sem er annað risastórt mál og mun skipta miklu máli fyrir orkuör- yggi.“ Morgunblaðið/Eggert Framkvæmdir Benedikt Árnason skrifstofustjóri og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynntu tillögurnar. Framkvæmdum flýtt og innviðir styrktir  900 milljörðum króna varið til uppbyggingar næsta áratug Guðrún Hálf- dánardóttir, blaðamaður mbl.is, og Orri Páll Ormarsson og Stefán Einar Stefánsson, blaðamenn Morgunblaðs- ins, eru á meðal þeirra sem til- nefnd eru til Blaðamannaverðlauna Blaða- mannafélags Íslands árið 2019. Blaðamannaverðlaunin eru veitt í fjórum flokkum: Besta umfjöllun ársins, Rannsóknarblaðamennska ársins, Viðtal ársins og Blaða- mannaverðlaun ársins. Þrjár um- fjallanir eru tilnefndar í hverjum flokki. Guðrún Hálfdánardóttir er til- nefnd til Blaðamannaverðlauna ársins fyrir greinaflokkinn Skóli fyrir alla sem birtist á mbl.is á síð- asta ári. Orri Páll Ormarsson er til- nefndur í flokknum Viðtal ársins, fyrir viðtal við Sævar Þór Jónsson lögmann sem birtist í Sunnudags- blaði Morgunblaðsins. Stefán Einar Stefánsson er tilnefndur til verð- launa fyrir rannsóknarblaða- mennsku ársins, fyrir bókina Wow, ris og fall flugfélags, ásamt fréttum og fréttaskýringum um sama mál í ViðskiptaMogganum. Meðal annarra tilnefndra eru blaða- og fréttamenn og dagskrár- gerðarmenn á RÚV, Stundinni, Kjarnanum, Fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, Fréttablaðinu og Kveik á RÚV. Guðrún, Orri og Stefán tilnefnd Orri Páll Ormarsson Guðrún Hálfdánardóttir Stefán Einar Stefánsson  Tilefningar BÍ voru kynntar í gær

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.