Morgunblaðið - 29.02.2020, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 29.02.2020, Blaðsíða 42
42 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. FEBRÚAR 2020 Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700 Opið 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga www.alno.is Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Önnur hljómplata tónlistarkonunnar GDRN, sem er listamannsnafn Guð- rúnar Ýrar Eyfjörð, kom út í liðinni viku og er samnefnd listakonunni, GDRN. Guðrún heldur upp á útgáf- una með tónleikum 3. apríl í Há- skólabíói og mun hún koma fram þar með hljómsveit og góðum gest- um. Miðasala er hafin á tix.is. Guðrún sló í gegn með fyrstu plötu sinni, Hvað ef, sem kom út árið 2018 og upp- skar vel á Ís- lensku tónlistar- verðlaununum 2019, hlaut þar fern verðlaun og m.a. sem söngkona ársins og fyrir bestu poppplötuna. Velheppnuðum frumburðinum er nú fylgt eftir með ekki síðri plötu, að mati blaðamanns, þar sem margir færir tónlistarmenn leggja Guðrúnu lið, þeirra á meðal söngkonurnar Sigríður Thorlacius og Matthildur. Meiri pælingar Guðrún er enn í námi í Tónlistar- skóla FÍH, nemur þar djasssöng og píanóleik, og hvort tveggja skilar sér á plötunni nýju. Guðrún er spurð að því hvernig platan sé ólík þeirri fyrri og segir hún hana ólíka að því leyti að meira sé um lifandi hljóð- færaleik en á fyrstu plötunni. „Í rauninni er allt annar hljóðheimur, hin var rafrænni og meira R&B- skotin en þessi er djassaðri með ,„live“ hljóðfærum og textagerðin er önnur,“ segir hún. – Þú segir að textagerðin sé öðru- vísi, hvernig þá? „Mér finnst þetta vera mynd- rænni textar, meiri pælingar á bak- við þá en á hinni var meira verið að tala um tilfinningar hreint út,“ svar- ar Guðrún sem semur flestalla laga- texta. „Ég vann þessa plötu með Magnúsi Jóhanni Ragnarssyni og Arnari Inga Ingasyni og þeir sjá meira um hljóðheiminn og að pródú- sera þetta með mér á meðan ég er í allri textagerðinni.“ Aðdáandi Sigríðar – Líkt og á fyrstu plötunni færðu ýmsa gesti í heimsókn, hverjir urðu fyrir valinu að þessu sinni og hvers vegna? „Matthildur er í einu laginu, mig langaði að vinna með henni af því mér finnst hún frábær söngkona. Okkur langaði að prófa hvort hún myndi ekki passa í þetta lag sem hún syngur í sem hún svo sannar- lega gerði. Þar er algjör djass- og R&B-fílingur sem er rosa gaman að fá. Svo er ég mikill aðdáandi Sigríð- ar Thorlacius og að fá hana á plöt- una var bara eins og að fá Beyoncé,“ segir Guðrún kímin. „Síðan fengum við Steina úr Mo- ses Hightower til að vera með í einu lagi sem okkur fannst passa svo vel við hann, þar eru dálítil Moses-áhrif. Við vorum svo að semja lokalagið á plötunni og þá labbar Birnir inn í stúdíóið og finnst lagið flott, segist vera með hugmynd og spyr hvort hann megi syngja hana inn fyrir okkur,“ segir Guðrún og úr varð að Birnir syngur í lokalaginu, „Áður en dagur rís“. Platan var tekin upp í 101nder- land hljóðverinu við Hlemm þar sem útvarpsstöðin 101 er einnig til húsa og því mikill gestagangur en í hús- inu má finna þrjú hljóðver. „Fólk er að kíkja inn til hinna og því er mikið ,,featuring“ í gangi,“ útskýrir Guð- rún. Í brunagaddi úti á Granda – Þú nefndir Beyoncé sem er skemmtileg tilviljun því þegar ég sá plötuumslagið varð mér strax hugs- að til hennar. Guðrún hlær, tekur undir þessar vangaveltur en segir Beyoncé- áhrifin þó ekki hafa verið markmið í sjálfu sér við hönnun umslagsins. Margir hafi þó nefnt Beyoncé og líka Jennifer Lopez í tengslum við það. „Þessi mynd var tekin úti á Granda í roki og fjögurra stiga frosti,“ segir Guðrún og hlær en eins og sjá má er hún langt frá því að vera kuldaleg á myndinni. Umslagið gæti verið af plötu frá áttunda áratugnum og segir Guðrún það hafa verið hugmyndina. „Í hljóðheimi plötunnar er dálítill seventís fílingur, Motown-sánd sem við erum að vinna með, fönkí bassa- línur sem eru svolítið seventís og við fengum Sigga Odds til að gera þetta letur á kóverinu. Hann hannaði þetta þannig að þetta væri nútíma- legt en líka svolítið seventís. Pæl- ingin var að hafa þetta svolítið tíma- laust en líka seventís,“ útskýrir Guðrún. Mömmubuxur og Buffaló-skór – Þetta tímabil í tónlistarsögunni virðist heilla þig og mér finnst sífellt fleiri sækja í það? ,,Já, er þetta ekki bara eins og tískan, fer í hringi?“ spyr Guðrún á móti og blaðamaður segir það vissu- lega svo. Nú megi sjá unglings- stúlkur í svokölluðum mömmu- buxum og Guðrún bætir um betur og nefnir að Buffaló-skór séu komn- ir aftur í tísku. Á minn sann! eins og maðurinn með þverslaufuna myndi segja. Öllu verður tjaldað til á útgáfu- tónleikunum og verður vel skipuð hljómsveit Guðrúnu til fulltingis. „Ég hef á tilfinningunni að fólk vilji frekar hlusta en dansa,“ segir Guð- rún og því hafi hún kosið þennan tónleikastað þar sem gestir verði sitjandi. Tónlistin verði þó bæði ró- leg og dansvæn í bland. Allt annar hljóðheimur  Nýútkomin hljómplata tónlistarkonunnar GDRN er djassaðri en sú fyrsta og textar myndrænni  Að fá Sigríði Thorlacius til liðs við sig líkt og að fá sjálfa Beyoncé í stúdíó, segir Guðrún Ýr Ljósmynd/Axel Sigurðarson Á Granda Tónlistarkonan vinsæla Guðrún Ýr, þekkt sem GDRN, hefur nú sent frá sér aðra sólóplötu og er hún öllu djassaðri en sú fyrsta. Fold uppboðshús við Rauðarárstíg heldur listmuna- uppboð á mánu- daginn kemur kl. 18. Boðið verður upp úrval verka eftir íslenska listamenn, alls 99 verk. Til að mynda verða boðin upp tvö olíumálverk eftir Georg Guðna og er annað stórt og metið á á tíundu milljón króna. Þá verður boðið upp úrval verka eftir Jóhannes S. Kjar- val, til að mynda málverk af „Systr- unum frá Stapa“ sem Kjarval mál- aði um 1948. Þá verður boðið upp afar fallegt olíuverk eftir Kristínu Jónsdóttur sem heitir „Í Nauthóls- vík“. Hluti uppboðsins er helgaður skúlptúrum, meðal annars eftir Ás- mund Sveinsson og Einar Jónsson. Eitt verk eftir Karl Dunganon verð- ur líka boðið upp. Verkin verða sýnd í Fold um helgina. Bjóða upp 99 ólík myndlistarverk Verk eftir Dung- anon á uppboðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.