Morgunblaðið - 29.02.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.02.2020, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. FEBRÚAR 2020 Superior herbergi HVATAFERÐIR OG FUNDIR Superior herbergi Það fer vel um stóra og smáa hópa á fundum eða í hvataferð hjá okkur. Við sérsníðum móttökurnar að þörfum hópsins. Hótel Örk er steinsnar frá borginni í sannkallaðri náttúruparadís. Pantanir í síma 483 4700 booking@hotelork.is hotelork.is Kórónuveirusmit á Íslandi Ragnhildur Þrastardóttir Sigurður Bogi Sævarsson Hættustigi var lýst yfir á Íslandi í gær eftir að íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri var greindur með já- kvætt sýni fyrir kórónuveirunni. Maðurinn, sem nú er í einangrun á Landspítalanum, er ekki alvarlega veikur en sýnir dæmigerð einkenni veirunnar sem eru hósti, hiti og bein- verkir. Þetta er fyrsta tilfelli kórón- uveirunnar sem greinist á Íslandi, en það var laust eftir klukkan 13 sem niðurstaðan lá fyrir á veiru- og sýklafræðideild Landspítalans. Strax þá voru þær viðbúnaðaráætl- anir sem fyrir liggja virkjaðar og síð- degis var staða mála kynnt á blað- mannafundi. Rekja smitleiðirnar Æ fleiri greinast nú með kórón- uveiruna, sérstaklega í Evrópu, og því þótti aðeins tímaspursmál hve- nær hennar yrði vart hér á landi. Maðurinn sem greindist var með hópi Íslendinga, þar með talið eig- inkonu sinni og dóttur í skíðaferð í bænum Andalo á Norður-Ítalíu dag- ana 15.-22. febrúar. Andalo er utan skilgreinds hættusvæðis fyrir veir- una. Unnið er að því að greina sýni úr eiginkonu mannsins og dóttur og verið er að kanna hvaða Íslendingar voru í þessari sömu ferð. Þannig á að rekja smitleiðir. Aðrir þeir sem verið hafa í tengslum við manninn að und- anförnum verða sömuleiðis teknir í rannsókn. Ekki ferðatakmarkanir Þórólfur Guðnason sóttvarna- læknir sagði á blaðamannafundinum í gær að maðurinn sem greindist væri sem betur fer ekki alvarlega veikur, en veikindi hans gerðu vart við sig „nokkrum dögum“ eftir að hann kom heim frá Norður-Ítalíu. Alma D. Möller landlæknir sagði við sama tilefni að fjölskylda mannsins hefði öll tekið þessum tíðindum af miklu æðruleysi og gefið afar grein- argóðar upplýsingar til heilbrigðis- yfirvalda sem gagnast muni vel í starfi þeirra á næstunni. Flug til Íslands frá Veróna í Ve- netóhéraði á Ítalíu, þar sem maður- inn sem nú hefur verið greindur með krónuveiruna dvaldist, verður hvorki takmarkað né stöðvað. Fólk sem þaðan kemur til Íslands er ekki skyldað í sóttkví þó að mælst sé til þess, að sögn Þórólfs. Hann bætir við að ferðatakmarkanir hafi ekki skilað tilætluðum árangri í barátt- unni við veiruna hingað til. Almennt talað sé hvorki gerlegt né fyrirhugað að setja ferðum til og frá landinu takmörk. „Ég bendi á að Ítalía hefur verið það land í Evrópu sem beitt hefur hvað hörðustu aðgerðum gegn ferða- mönnum. Ferðir þeirra hafa verið takmarkaðar víðsvegar um landið. Þrátt fyrir það er Ítalía í verstu stöðu í Evrópu,“ segir Þórólfur sem bætir við að vissulega sé ástæða fyr- ir Íslendinga til að hafa áhyggjur af veirunni rétt eins og öðrum faröldr- um. Þórólfur segir að nú þegar beiti yfirvöld hörðum aðgerðum til þess að varna frekari útbreiðslu veirunn- ar. Mögulega þurfi þó að herða þær, sem og aðrar aðgerðir. Þar nefnir Þórólfur helst samkomubann. Flestir veikjast vægt „Ég held þó að það sé gott að hafa í huga að það eru þrátt fyrir allt 80% sem fá veiruna mjög vægt og það eru þá 5 til 10% sem fá hana alvarlega. Þá fer það bara eftir því hversu mikil útbreiðslan er hversu margir lenda í því,“ segir Þórólfur – og bætir við að óhjákvæmilega falli til aukinn kostn- aður í heilbrigðiskerfinu vegna veir- unnar og þess sem af henni leiðir. Sóttvarnalæknir segir ráðherra rík- isstjórnarinnar hafa verið mjög já- kvæða fyrir að bregðast við þeim óvænta lið og gera það sem í þeirra valdi stendur til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar. Samtalið sé vandað „Hættustig almannavarna þýðir að í landinu er ástand sem kallar á öflug viðbrögð. Slíkt snýr helst að aukinni samhæfingu og að fleiri en áður eru virkjaðir til verka. Mörg fyrirtæki og stofnanir hafa nú sér- stakt hlutverk í viðbúnaði,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra. Á blaða- mannafundinum í gær brýndi hann fólk til þess að vanda tal sitt um kór- ónuveiruna. „Það er mjög mikilvægt að við öll saman sem þjóð stöndum saman í þessu og tölum skynsamlega, sinn- um leiðbeiningum og tökum öll ábyrgð á okkar eigin gerðum og fjöl- skyldu. Vinnum saman að því sem ein heild að takast á við þetta verk- efni,“ sagði Víðir og ítrekaði að fara yrði að öllu með gát í umræðunni nú þegar hætta steðjaði að vegna veir- unnar. Þessi orð lét hann falla eftir að hafa orðið var við að í fjölmiðlum væru sýndar myndir af veirunni „illa útlítandi“ sem jafnvel vektu ótta og ýmiskonar hræðslu meðal barna og ungmenna. Hættustig kallar á öflug viðbrögð  Íslendingur nýkominn frá Ítalíu með kórónuveiruna  Í einangrun en ekki alvarlega veikur  Kerfið bregst við  Samkomubann möguleg ráðstöfun til varnar  Fólk tali skynsamlega og taki ábyrgð Vinnustaður íslenska karlmannsins sem var færður í einangrun á Land- spítalanum í gær eftir að sýni úr hon- um reyndist jákvætt fyrir kórón- uveirunni var settur í sóttkví í gær. Guðrún Sigmundsdóttir, yfirlæknir á sóttvarnasviði hjá landlækni, stað- festi þetta í samtali við mbl.is í gær- kvöldi. Ákvörðun um þetta var tekin síðdegis í gær. Þá er fjölskylda mannsins sömuleiðis í sóttkví en í gærkvöldi kom í ljós að eiginkona hans er ekki sýkt af veirunni. Guðrún gat ekki gefið upp hversu margir hefðu verið settir í sóttkví vegna tengsla sinna við manninn, en það ætti eftir að koma í ljós. Fréttir af útbreiðslu kórónuveir- unnar eru þegar farnar að hafa ýmis áhrif. Í gærkvöldi var tilkynnt að leikjaframleiðandinn CCP hefði ákveðið að aflýsa hátíðinni EVE Fan- fest, sem fara átti fram í Hörpu í Reykjavík 2.-4. apríl nk., vegna kór- ónuveirunnar. Þetta hefði verið í 15. sinn sem EVE Fanfest færi fram. Hátíðin nýtur mikilla vinsælda um heim allan og var búist við um þúsund spilurum alls staðar að úr heiminum hingað til lands. Skipuleggjendur há- tíðarinnar segja ákvörðunina erfiða en hún sé nauðsynleg í ljósi aðstæðna. Í fréttatilkynningu segir að hjá ýms- um alþjóðlegum fyrirtækjum séu nú í gildi takmarkanir á lengri ferðalögum starfsmanna. „Eftir ítarlega grein- ingu á áhrifum þessara ráðstafana á skráða þátttakendur á Fanfest, sem og þeirri staðreynd að margir spilar- ar EVE sem sæki hátíðina komi um langan veg og frá öllum heimshorn- um, hafi verið ljóst að óhjákvæmilegt væri að hætta við hátíðina í ár. Ákvörðunin hafi verið tekin að vand- lega íhuguðu máli.“ Mikil eftirspurn hefur verið eftir spritti að undanförnu og hefur t.d. orðið tíföldun á sölu spritts á síðasta mánuði hjá fyrirtækinu Rekstrarvör- um. Í síðustu viku seldist jafn mikið spritt í almennri sölu og venjulega selst á þremur mánuðum. Morgunblaðið/Eggert Viðbúnaður Eitt tilfelli kórónuveir- unnar hefur greinst á Íslandi. Fjölskylda og vinnu- staður eru í sóttkví  Eiginkona manns- ins er ekki smituð Nokkrir Íslendingar sem hafa verið í sóttkví vegna kórónuveir- unnar á H10 Costa Adeje Pal- ace-hótelinu á Tenerife eru væntanlegir til Íslands á morg- un, sunnudag. Koma með al- mennu farþegaflugi og fara svo í sóttkví á heimilum sínum. Fólk þetta hefur verið á eigin vegum á hótelinu. Sjö aðrir Ís- lendingar sem hafa verið á hót- elinu á vegum Vita hafa ekki fengið leyfi til heimfarar. „Fólkið sem kemur heim á sunnudag er ekki veikt og sýnir engin einkenni slíks,“ segir Kjartan Hreinn Njálsson, tals- maður landlæknis. Aðrir farþegar í fluginu heim frá Tenerife þurfa ekki í sóttkví við heimkomuna. Kjartan Hreinn ítrekar að sáralitlar líkur séu á að fólk sem sýnir væg ein- kenni veirunnar smiti aðra svo lengi sem fylgt er fyrirmælum um hreinlæti og haldið fyrir vit ef hóstað er. Beint í sóttkví HEIM FRÁ TENERIFE Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Tíðindi F.v. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Alma Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.