Morgunblaðið - 29.02.2020, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.02.2020, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. FEBRÚAR 2020 Ránarvellir 15, 230 Keflavík Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is Í einkasölu raðhús á einni hæð, á góðum stað í Keflavík Myndir og lýsing á eignasala.is Verð kr. 42.500.000 110 m2 Jóhannes Ellertsson Löggiltur fasteignasali – s. 864 9677 Júlíus M Steinþórsson Löggiltur fasteignasali – s. 899 0555 Ídag, 29. febrúar, erhlaupársdagur sam-kvæmt almanakinu.Þá er ágætt tilefni til að rifja upp minnisvísuna góðu: Ap., jún., sept., nóv., þrjátíu hver, / einn til hinir kjósa sér. / Febrúar tvenna fjórtán ber, / frekar einn þá hlaupár er. Orðið hlaupársdagur er fornt. Jónas Hallgrímsson notaði raunar orðið hlaup- dagur í þýðingu sinni á stjörnufræðiriti eftir Ursin (1842): „aukadagurinn heitir hlaupdagur og árið hlaup- ár“. Heitið hlaupár í tímatali okkar tengist því að hlaupa yfir vikudag. Viðbótardagur í hlaupári veld- ur því nefnilega að allar dagsetningar sem á eftir koma lenda óhjá- kvæmilega einum vikudegi seinna en ella hefði verið. Það var laugar- dagur þegar við fögnuðum degi íslenskrar tungu 16. nóvember 2019 en hlaupárið 2020 veldur því að nú lendir 16. nóvember á mánudegi en ekki á sunnudegi eins og annars hefði mátt vænta. Við munum með öðrum orð- um hlaupa yfir sunnudag- inn. Orðið hlaupár er þekkt í ýmsu samhengi allar götur frá tíma elstu ritheimilda enda var mjög snemma ritað á norrænu um rímfræði eða tímatals- fræði. Það kemur einnig fyrir í mörgum samsetningum í fornritunum, svo sem hlaupársdagur, hlaupársmessa, hlaupársnótt, hlaupárstungl og hlaupársöld. Íslenska orðið hlaupár á sér beina hliðstæðu í færeysku leypár, í norskum mállýskum og eldri norsku laupår, sömuleiðis í ensku leap year. Enska sagnorðið leap (í fornensku hléapan) er af sömu rót og hlaupa. Á dönsku er talað um skudår sem merkir eiginlega „ár með inn- skoti“. Þar er fyrirmyndin latneska heitið annus intercalarius, þ.e. ár með viðbættum degi sem skotið hefur verið inn (sbr. latneska sagn- orðið intercalare „bæta einhverju við, skjóta einhverju inn“). Samsvar- andi heiti eru í norsku bókmáli skuddår, nýnorsku skotår og sænsku skottår. Í Rímfræði Þorsteins Sæmundssonar (1972) segir að hlaupársdegi sé bætt við febrúar sem var um skeið síðasti mánuður ársins að tímatali Rómverja. Deginum skyldi skotið inn eftir vorhátíðina 23. febrúar. Hlaupársdagurinn varð því 24. febrúar. Það hafði í för með sér í kirkju- legu tímatali að messur, sem ella voru dagana 24.-28. febrúar, féllu á 25.-29. febrúar þegar hlaupár var. Þorsteinn Sæmundsson segir að á Íslandi hafi Matthíasmessa, 24. febrúar, þó yfirleitt verið látin haldast þann dag en í staðinn hafi 25. febrúar verið gerður að hlaupársdegi hér- lendis. Á vef Almanaks Háskólans er m.a. vísað í fróðlegan pistil eftir Þorstein um sögu hlaupáranna. Þar kemur fram að það var ekki fyrr en 1968 að farið var að skrá 29. febrúar sem hlaupársdag í almanakinu en áratugina á undan var 25. febrúar merktur sem hlaupársdagur. Árið 1956 var hlaupár. Þá skrifaði Velvakandi Morgunblaðsins, á þeirra tíma hlaupársdegi, 25. febrúar, að þar með hafi bæst við einn dagur „og ætti það að bæta ofurlítið úr því tímaleysi er þjakar menn á þessum síðustu og hraðfleygu tímum“. Hlaupár Tungutak Ari Páll Kristinsson aripk@hi.is Verkfall Eflingar hjá Reykjavíkurborg hefur vakiðspurningar um stöðu arftaka þeirra flokka, semeinu sinni voru kallaðir „verkalýðsflokkar“, enþá er átt við Alþýðuflokk og Alþýðubandalag. Arftakar þeirra urðu Samfylking og Vinstri grænir. Í borgarstjórn Reykjavíkur er vinstri sinnaður meiri- hluti, sem báðir þeir flokkar, Samfylking og VG, eiga aðild að, en sú staðreynd sýnist engu hafa breytt í samskiptum borgarinnar við Eflingu. Hvað veldur? Eru tengslin á milli verkalýðshreyfingarinnar og arf- taka fyrrnefndra flokka alveg horfin? Sennilega. Svo virðist sem völdin í Samfylkingu og VG séu komin í hendur háskólaborgara og að það sé liðin tíð að fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar hafi þar einhver áhrif sem máli skipta. Nú má vel vera að þetta hafi ekki gerzt vegna þess að það hafi verið ásetningur háskólaborgaranna að losa sig við verkalýðshreyfinguna heldur hafi forysta verkalýðs- hreyfingarinnar einfaldlega komizt að þeirri niðurstöðu að staða hennar væri sterkari með því að draga úr beinum tengslum við tvo stjórnmálaflokka. En hver sem skýringin er, þá kann sá veruleiki að hvorki Sam- fylking né Vinstri grænir geti lengur talizt „verkalýðsflokkar“ að skýra þá hörðu afstöðu sem meiri- hluti borgarstjórnar virðist hafa tekið í vinnudeilu Eflingar. Þessi breytta staða getur haft mikil áhrif á þróun stjórnmálanna hér. Í fyrsta lagi þrengir hún mjög þann grunn sem Samfylking og VG standa á, sem ætti að vera umhugsunarefni fyrir þá báða. Í öðru lagi kann þetta að vera skýring á því að ekki sjást merki um óróa í baklandi VG, þótt ýmislegt hafi komið upp í landstjórninni sem ætla mætti, miðað við forsendur áður fyrr, að yrði erfitt fyrir VG. Nýjasta dæmið um það er stuðningur VG við nýja einkavæðingu Íslandsbanka án þess að enn hafi sést nokk- ur merki um lagabreytingar til þess að koma í veg fyrir að leikurinn verði endurtekinn frá hinni fyrri einkavæðingu ríkisbankanna. Í þriðja lagi opnar þessi staða tækifæri fyrir aðra til þess að höfða til þeirra kjósendahópa sem eru nátengdir verkalýðshreyfingunni. Þar má fyrst nefna Flokk fólksins en að mörgu leyti má segja að Inga Sæland sé eina röddin á Alþingi, sem tekur upp hanzkann fyrir þá kjósendur á Alþingi. En svo má líka nefna þann flokk sem áður fyrr var orð- inn annar stærsti flokkurinn á ASÍ-þingum, ef svo má að orði komast, og þar er átt við Sjálfstæðisflokkinn. Þótt mörgum kunni að koma það á óvart í dag var Sjálf- stæðisflokkurinn orðinn mjög öflugur innan verkalýðs- hreyfingarinnar fyrir 60 árum eða svo og í þingflokki Sjálf- stæðisflokksins þá og síðar voru einstaklingar sem gegndu eða höfðu gegnt lykilstöðum innan verkalýðshreyfingar- innar. Þar má nefna Pétur Sigurðsson (sem kallaður var Pétur sjómaður á þeim árum), Sverri Hermannsson og nokkru síðar Guðmund H. Garðarsson, en tveir þeir síðar- nefndu voru forystumenn í hreyfingum verzlunarmanna. Sjálfstæðisflokkurinn þarf á því að halda um þessar mundir að endurnýja sig, eins og að var vikið hér fyrir viku, og ein aðferð hans til þess væri sú að leggja meiri áherzlu á að ná til umræddra kjósendahópa. Það getur hann m.a. gert með því að leggja stóraukna áherzlu á neytendamál og hagsmuni neytenda, sem að hluta til eru sömu kjósendahópar og tengjast verkalýðsfélögunum vegna félagsaðildar að þeim. Það er í raun stórmerkilegt að þessi rofnu tengsl við verkalýðinn eins og hann var einu sinni kallaður, en kannski er nútímalegra að tala um almenna launþega, hafi að því er virðist lítið komi til umræðu, hvort sem er í Sam- fylkingu eða VG, alla vega opin- berlega. Getur verið að forystu- sveitum þessara flokka sé alveg sama? Og svo má líka spyrja: Hvert er erindi þessara flokka við kjós- endur í dag? Vissulega má segja að Vinstri grænir berjist fyrir umhverfismálum og að Sam- fylkingin berjist fyrir því að koma Íslandi inn í Evrópu- sambandið. En eru þetta ekki raunverulega einu stóru baráttumál þessara flokka um þessar mundir? Það er hægt að færa ákveðin efnisleg rök fyrir því að sumir þeirra hópa sem nú eru í verkfalli á vegum Eflingar eigi rétt á því sem kallað er „leiðrétting“. Þau eru eftirfar- andi: Einu sinni voru leikskólar kallaðir barnaheimili og verkefni þeirra var fyrst og fremst barnagæzla í þess orðs fyllstu merkingu. Nú vitum við betur en áður vegna marg- víslegra rannsókna síðustu áratugi, að það sem gerist í barnæsku mótar líf okkar allra. Í vetur eða vor mun Ásmundur Einar Daðason barna- málaráðherra leggja fram frumvarp sem unnið hefur ver- ið að frá því að hann tók við ráðherraembætti, sem snýst um snemmbæra íhlutun í málefni barna. Leikskólakennarar og grunnskólakennarar á fyrstu stigum grunnskóla, eru lykilaðilar í því að sjá og greina vandamál sem við er að etja á heimilum barna og getur haft neikvæð áhrif á allt þeirra líf. Í því felst að þeirra hlutverk er orðið mikilvægara en háskólakennara. Hvernig stendur á því að kjörnir fulltrúar í borgar- stjórn Reykjavíkur virðast ekki hafa áttað sig á þessu grundvallaratriði, sem réttlætir „leiðréttingu“ á launum bæði faglærðs og ófaglærðs fólks á leikskólum? Kannski verður verkfall Eflingar einmitt nú til þess að opna augu þjóðarinnar fyrir því vanmati á mikilvægi sumra starfshópa í samfélaginu, sem er til staðar. Verkfall Eflingar og „verkalýðsflokkarnir“ Það eru til efnisleg rök fyrir „leiðréttingu“ á launum starfsfólks á leikskólum. Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Engum hefur tekist betur aðmæla fyrir frjálsum alþjóða- viðskiptum en franska rithöfund- inum Frédéric Bastiat. Ein kunn- asta háðsádeila hans á tollverndar- menn er „Bænarskrá kertasteypar- anna“, sem birtist árið 1846. Framleiðendur kerta, vax, tólgs, eldspýtna, götuljósa og annars ljós- metis senda bænarskrá til franska fulltrúaþingsins. „Við þurfum að sætta okkur við óþolandi samkeppni erlends aðila, sem nýtur slíks for- skots í ljósframleiðslu, að vara hans flæðir inn á innlendan markað á hlægilega lágu verði. Um leið og hann kemur á vettvang, hættir vara okkar að seljast, neytendur flykkj- ast til hans, og einn geiri fransks at- vinnulífs sér fram á fullkomna stöðnun með margvíslegum afleið- ingum. Þessi aðili er enginn annar en sólin.“ Höfundar bænarskrárinnar benda á, að löggjafinn geti skapað þörf fyrir tilbúið ljós með því að tak- marka aðganginn að náttúrlegu ljósi, til dæmis með því að skylda fólk til að loka dyrum og byrgja glugga á daginn. Við það geti fram- leiðsla á tólg til dæmis aukist, svo að kvikfjárrækt verði umfangsmeiri, en það leiði aftur til víðáttumeiri bit- haga og örvi framleiðslu á kjöti, ull og tilbúnum áburði. Takmörkun á náttúrlegri ljósframleiðslu sé at- vinnulífinu í hag. Bastiat tekur annað dæmi til sam- anburðar. Ef glóaldin (appelsína) frá Lissabon er helmingi ódýrara en glóaldin frá París, þá er það vegna þess, að náttúrlegur og um leið ókeypis hiti frá sólinni veitir fram- leiðendum í Lissabon náttúrlegt for- skot. Þeir þurfa aðeins að leggja á sig helminginn af fyrirhöfn fram- leiðendanna í París. Þetta nota toll- verndarmenn sem röksemd fyrir að takmarka innflutning glóaldina frá Portúgal. En ef framleiðsluvara er bönnuð fyrir að vera að hálfu leyti ókeypis, á þá ekki að banna vöru, sem er að öllu leyti ókeypis? Bastiat sýnir með þessum dæm- um, að alþjóðleg verkaskipting veit- ir okkur aðgang að alls konar gæð- um, sem við ráðum ekki sjálf yfir. Fiskur er veiddur ódýrar á Íslandi og vín ræktað ódýrar í Síle en víða annars staðar, og aðrir jarðarbúar njóta þess síðan í frjálsum alþjóða- viðskiptum. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Bænarskrá kertasteyparanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.