Morgunblaðið - 29.02.2020, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.02.2020, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. FEBRÚAR 2020 29. febrúar 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 127.0 127.6 127.3 Sterlingspund 163.58 164.38 163.98 Kanadadalur 95.23 95.79 95.51 Dönsk króna 18.589 18.697 18.643 Norsk króna 13.533 13.613 13.573 Sænsk króna 13.15 13.228 13.189 Svissn. franki 130.67 131.41 131.04 Japanskt jen 1.1525 1.1593 1.1559 SDR 173.83 174.87 174.35 Evra 138.91 139.69 139.3 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 170.7608 Hrávöruverð Gull 1646.6 ($/únsa) Ál 1670.5 ($/tonn) LME Hráolía 53.18 ($/fatið) Brent ● Vöxtur lands- framleiðslu var 4,7% að raungildi á fjórða ársfjórðungi ársins 2019 borið saman við sama tímabil árið 2018. Þetta kemur fram í tölum frá Hag- stofu Íslands. Þar segir einnig að vöxtur einkaneyslu hafi mælst 1% á tímabilinu, vöxtur samneyslu 3,8% en 3% samdráttur hafi mælst í fjár- munamyndun. Hagstofan segir að vöxtur landsfram- leiðslu skýrist af jákvæðum áhrifum ut- anríkisviðskipta en innflutningur dróst saman um 10,2% á tímabilinu á meðan útflutningur jókst um 0,5%. Hagstofan áætlar að lands- framleiðslan hafi aukist um 1,9% að raungildi á árinu 2019 í heild frá því sem var á fyrra ári. Það er mun meiri vöxtur en vænst hafði verið, eins og bent er á í Hagsjá Landsbankans. Þá segir í frétt Hagstofunnar að landsframleiðsla á mann hafi dregist saman um 0,3% að raungildi á síðasta ári að teknu tilliti til mannfjöldaaukn- ingar, sem nam 2,2% á árinu 2019, en 1,1% vöxtur var árið 2018. Landsframleiðsla jókst um 4,7% á lokafjórðungi Framleiðsla Vöxt- ur var meiri en vænst var. STUTT BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Í kröfubréfi dagsettu 17. desember 2019, sem sagt er frá í nýbirtum árs- reikningi fjarskiptafyrirtækisins Sýn- ar, er lýst þeirri skoðun að tilteknir þættir í starfsemi vefmiðilsins Frettabladid.is samrýmist ekki þeim skuldbindingum sem fram komi í kaupsamningi Sýnar hf. við 365 hf., frá árinu 2017. Þá er vísað til þess að umrædd ákvæði feli í sér rétt Sýnar hf. til að krefjast févítis/dagsekta að fjárhæð 5 milljónir króna á dag að viðbættum verðbótum. Segir um málið í ársreikn- ingnum að á þeim grundvelli sé svo gerð krafa um greiðslu á 1.140 millj- ónum króna auk verðbóta. Einnig seg- ir á sama stað að af hálfu Ingibjargar Pálmadóttur eiganda 365 hf., eigin- manns hennar Jóns Ásgeirs Jóhann- essonar, og 365 hf. hafi kröfunni verið mótmælt með bréfi 20. desember 2019, en Sýn hf. hafi falið lögmanni að undirbúa höfðun dómsmáls til heimtu þessarar kröfu og megi búast við að málið verði höfðað á næstu vikum. Málið er tvíþætt Einar Þór Sverrisson, stjórnarfor- maður 365 hf., segir að enn hafi ekki borist stefna frá Sýn. Krafa sem fjar- skiptafyrirtækið Sýn segist munu gera á 365 hf., Torg ehf, Ingibjörgu og Jón Ásgeir á grundvelli samkeppnisá- kvæða í kaupsamningi Sýnar hf. við 365 hf. (áður 365 miðlar hf.), sé fjar- stæðukennd og virðist tengjast að- komu nýs eiganda að Torgi, Helga Magnússyni. „Eins og ég skil þetta þá er þetta tvíþætt. Það lá fyrir þegar Sýn keypti eignir 365 að 365 tók á sig samkeppn- isbann um að fara ekki í samkeppni í sama rekstri og var seldur. Eftir að Helgi Magnússon eignast Torg út- gáfufélag Fréttablaðsins þá kaupir Torg sjónvarpsstöðina Hringbraut. Sýn vill meina að það hafi falið í sér brot á samkeppnisbanninu. Það liggur samt fyrir að hvorki Torg né Helgi Magnússon voru aðilar að þessu sam- keppnisbanni,“ segir Einar í samtali við Morgunblaðið. Hann bætir við að í samningi aðil- anna sé hvergi skuldbinding um að ef 365 selji Fréttablaðið sé sá sem taki við keflinu bundinn af einhverju sam- keppnisbanni. „Það er ekki stafkrókur um það, enda væri það væntanlega eitthvað sem ég tel að Samkeppniseft- irlitið hefði verulegar athugasemdir við og mun sennilega gera athuga- semdir við ef Sýn gerir alvöru úr þess- um boðaða málatilbúnaði.“ Vefurinn áþekkur The Times Einar bendir á til viðbótar að hitt sem Sýn geri athugasemdir við sé starfræksla á vefnum Frettabladid.is, en það sé alveg skýrt í samningi aðila að Fréttablaðið mátti halda úti vefsíðu sem styðji við útgáfu Fréttablaðsins. Þar var sérstaklega tilgreint að sá vef- ur mætti vera sambærilegur við vef breska dagblaðsins The Times. „Fréttablaðið.is er bara mjög áþekkur vef The Times, og því er ekkert brot þar á ferðinni. Stóra málið var að vef- ur Fréttablaðsins yrði ekki alhliða af- þreyingarvefur, og eins og segja má að vefurinn Vísir.is er. Við það hefur verið staðið, enda stóð aldrei neitt annað til.“ Krafa Sýnar virðist tengj- ast kaupum á Hringbraut Morgunblaðið/Hari Deila Sýn hf. hefur falið lögmanni að undirbúa höfðun dómsmáls til heimtu 1,1 milljarðs króna. Samruni » Sýn gerir kröfu um greiðslu rúmlega eins millj- arðs króna. » Sýn keypti allar eignir og rekstur 365 miðla, að und- anskildum eignum er varða útgáfu Fréttablaðsins og tímaritsins Glamour haustið 2017. » Sýn var rekið með 1,7 millj- arða króna tapi á síðasta ári. » Helgi Magnússon fjárfestir keypti Fréttablaðið og sjón- varpsstöðina Hringbraut 2019.  Samkvæmt samningi mátti Fréttablaðið.is vera eins og vefur The Times Vínheildsalan Vínnes hyggst end- urtaka leikinn frá því í fyrra þegar fyrirtækið bauð landsmönnum upp á belgíska Stella Artois-bjórinn á tilboði. Eins og fjallað var um í Morg- unblaðinu á sínum tíma lækkaði Vínnes verð á bjórnum í Vínbúð- unum um tæplega 40% eftir að heildsalan Costco gerði svokallað verðboð í bjórinn, í tilraun til að komast inn á markaðinn. Tilboð Vínness í fyrra hljóðaði upp á 219 krónur fyrir hverja 330 ml flösku af Stella Artois, en hún hafði kostað 359 krónur áður. Núna í mars mun flaskan kosta 249 krón- ur út úr Vínbúðinni. Segir Birkir Ívar Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Vínness, að afslátt- urinn nemi 31% og sú tala sé valin í tilefni af 31 árs afmæli sölu bjórs á Íslandi, en bjórdagurinn svokallaði er 1. mars nk. „Það verður gaman að sjá viðtökurnar. Þær voru mjög góðar í fyrra,“ segir Birkir, en fluttir voru inn tugir gáma af bjórn- um til að anna eftirspurn. Tilboðið stóð í þrjá mánuði, frá mars til loka maí. „Við þurftum að hafa okkur öll við í pöntununum, en eftirspurnin var slík að birgðastaða okkar var ekki orðin eðlileg fyrr en um miðj- an júlí. Við erum enn betur birg núna og eigum von á frekari birgð- um í mars. Það er bara vonandi að boðað verkfall starfsmanna Toll- stjóra hafi ekki áhrif.“ Birkir segir að salan í fyrra, og umfjöllunin, hafi orðið til þess að styrkja vörumerkið Stella Artois í huga neytenda. Þó svo að minni framlegð hafi verið á hverjum seld- um bjór, hafi áhrifin verið mjög já- kvæð til lengri tíma. tobj@mbl.is Bjór Birkir segir að vörumerkið hafi styrkst til lengri tíma. Bjóða aftur afslátt af Stellu  31% afsláttur í mars í tilefni af 31 árs afmæli bjórsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.