Morgunblaðið - 29.02.2020, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.02.2020, Blaðsíða 25
25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. FEBRÚAR 2020 Hríð Regnslár koma sér líka vel fyrir ferðamenn í snjókomu á Íslandi. Eggert Umræða um upprunaábyrgðir raforku hefur hreyft við fólki, meðal annars for- stjóra Landsvirkj- unar, eftir að fréttaskýring- arþátturinn Kveik- ur setti málið á dagskrá. Afstaða Samtaka iðnaðar- ins í því máli hefur verið skýr um árabil og byggist á því að standa vörð um jákvæða ímynd Íslands sem lands endur- nýjanlegrar orku og að efla ímyndina enn frekar í þágu heild- arinnar. Í grein forstjóra Lands- virkjunar fyrir viku var nokkrum spurningum beint til samtakanna og hefur þeim verið svarað á vef- svæði SI. Einnig var spurt hverra hagsmuna Samtök iðnaðarins gæti. Því er auðsvarað. Samtök iðnaðarins gæta heildarhagsmuna og beita sér fyrir um- bótum í íslensku sam- félagi svo auka megi verðmætasköpun í landinu enda trúum við því að þannig aukist raunveruleg lífsgæði landsmanna. Við höfum gefið út fjölmargar skýrslur á undan- förnum árum, sem unnar hafa verið í góðri samvinnu stjórn- ar SI, félagsmanna, starfsmanna og sérfræðinga þar sem ekki er eingöngu einblínt á vandamál heldur eru lagðar til fjölmargar leiðir til aukinnar sam- keppnishæfni landsins. Þannig stuðlum við að uppbyggilegri um- ræðu í íslensku samfélagi. Í vikunni voru boðaðir nýir tímar í starfs- og tækninámi með samstarfi menntamálaráðuneyt- isins, Samtaka iðnaðarins og Sam- bands íslenskra sveitarfélaga. Það er von okkar að iðnnemum fjölgi þannig að færnimisræmi á vinnu- markaði minnki. Það eru heildar- hagsmunir. Samtökin standa að ári nýsköp- unar á þessu ári enda eru iðnaður og nýsköpun samofin. Það er trú okkar að nýsköpun verði drif- kraftur vaxtar, skapi eftirsótt störf og nýjar lausnir á sam- félagslega mikilvægum viðfangs- efnum. Þar liggja hagsmunir okk- ar allra. Innviðir landsins hafa verið vanræktir síðasta áratuginn en nú horfir það til betri vegar. Ríkis- stjórnin kynnti í gær átak til að bæta öryggi innviða landsins og fögnum við þeim umbótum. Þó er ljóst að fjárfesta þarf meira í inn- viðum landsins svo þeir þjóni sínu hlutverki og til að örva hagvöxt. Þar liggja hagsmunir heildarinnar og við beitum okkur í þágu þeirra. Öll þurfum við þak yfir höfuðið. Samtök iðnaðarins beita sér fyrir umbótum í þágu byggingariðn- aðarins þannig að uppbygging verði hagkvæmari og skilvirkari. Þannig verða byggðar ódýrari íbúðir. Það eru hagsmunir heildar- innar. Iðnfyrirtæki nota nálægt 90% raforkunnar á Íslandi og því látum við okkur raforkumál varða. Sam- tökin leggja áherslu á samkeppn- ishæft raforkuverð en við skiptum okkur að öðru leyti ekki af verð- inu. Nýting orkunnar hefur bætt lífskjör landsmanna og mun svo áfram verða. Ráðherra mála- flokksins benti nýverið á að raf- orkumarkaður á Íslandi væri óþroskaður. Undir það má taka og höfum við lagt til ýmsar leiðir til að þroska markaðinn. Hagsmunir heildarinnar felast í slíkum um- bótum sem og aukinni nýtingu. Umhverfis- og loftslagsmál verða sífellt mikilvægari enda eru almenningur og fyrirtæki meðvit- aðri um nauðsyn þess að ganga vel um náttúruna. Landsvirkjun og Samtök iðnaðarins ásamt fleiri fyrirtækjum og samtökum stofn- uðu til samstarfs við stjórnvöld um loftslagsmálin með stofnun Grænvangs enda hafa fyrirtæki landsins metnað og vilja til að ná settum markmiðum og vinna með stjórnvöldum. Þarna fara hags- munir iðnaðar og orkufyrirtækja sannarlega saman og er ég sann- færð um að það samstarf muni skila árangri í þágu heildarinnar. Lítil skref sem við stígum á hverjum degi leiða smám saman til stórra stökka framfara og auk- inna lífsgæða. Þannig verður Ís- land áfram í fremstu röð. Eftir Guðrúnu Hafsteinsdóttur » Samtök iðnaðarins gæta heildarhags- muna og beita sér fyrir umbótum í íslensku samfélagi svo auka megi verðmætasköpun í landinu. Höfundur er formaður Samtaka iðnaðarins. Samtök iðnaðarins gæta heildarhagsmuna Guðrún Hafsteinsdóttir Einföldum kerfið til að einfalda lífið fyrir íbúa Reykjavíkur og þá sem starfa í kerf- inu. Það er markmið meirihluta borgar- stjórnar Reykjavíkur. Á síðasta ári réðumst við í töluverðar skipu- lagsbreytingar til að ná þessum mark- miðum og nú höldum við áfram í að ein- falda, skýra og skerpa. Eitt skrefið í þessa átt, sem samþykkt var í borgarráði á fimmtudag, var að sameina á ein- um stað eftirlitsaðila Reykjavík- urborgar; Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar, umboðsmann borgarbúa og persónuverndar- fulltrúa. Markmiðið með þessari samein- ingu er að einfalda og um leið styrkja starfsemi og skipu- lag þeirra aðila sem sinna eftirliti með starfsemi og stjórn- sýslu Reykjavíkur- borgar. Jafnframt breikkar faglegur grunnur starfsemi eftirlitsaðilanna með samvinnu fleiri sér- fræðinga og á fleiri sviðum. Með sameiningu eftirlitsaðila getur farið fram öflugara starf en hjá smáum og dreifðum ein- ingum. Sameiningin býður upp á betri yfirsýn yfir stöðu mála sem snúa að málefnum Reykjavíkur- borgar og auknum möguleikum fyrir fyrirbyggjandi eftirlit sem getur leiðbeint stjórnendum og starfsmönnum. Frá og með 1. júní mun starf þessara eftirlitsaðila heyra undir Innri endurskoðun, enda er slíkt í góðu samræmi við þann staðal sem starfsreglur innri endurskoð- unar byggjast á. Verkefnum eft- irlitsaðila á að sinna með óháðum hætti, og heyra beint undir æðsta stjórnunarstig. Innri endurskoð- andi heyrir nú þegar beint undir borgarráð og nýtur faglegs sjálf- stæðis gagnvart öllum stjórn- málamönnum og stjórnsýslu borg- arinnar. Í þessum breytingum er mik- ilvægt að enn verður tekið á móti ábendingum og athugasemdum frá borgarbúum. Eftir að breyt- ingarnar eru gengnar í gegn þurfa borgarbúar hins vegar ekki að velkjast í vafa um hvaða eftir- litsaðili með Reykjavíkurborg henti best til að taka á móti slík- um ábendingum. Það er mikilvægt að starfsemi umboðsmanns borgarbúa verði áfram sýnileg í sameinaðri starf- semi og aðgengileg borgarbúum. Því verður óskað eftir samstarfi við umboðsmann Alþingis við mótun á verklagi til að tryggja stuðning og aðstoð við ein- staklinga sem leita til innri end- urskoðanda vegna athugasemda. Með sameiningu eftirlitsaðila erum við að greiða úr flækjustigi, sem getur hægt á þjónustu, og sköpum tækifæri til hagræð- ingar. Þá hagræðingu er hægt að nýta til að efla enn frekar starf- semi eftirlitsaðila Reykjavíkur- borgar. Með núverandi fyrir- komulagi er hætta á að margir aðilar séu að sinna sama verkefni eða að einhverju sé ekki sinnt vegna óvissu um hver eigi að sinna því. Við viljum einfaldara og skil- virkara eftirlitskerfi í þágu borg- arbúa, með því að styrkja innra eftirlit Reykjavíkurborgar. Eftir Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur » Við viljum einfaldara og skilvirkara eftir- litskerfi í þágu borgar- búa, með því að styrkja innra eftirlit borgar- innar. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Höfundur er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar. Öflugra eftirlit með Reykjavíkurborg Við upphaf kirkju- stríðs í Innan- sveitarkroniku Hall- dórs Laxness kemur vígreifur Ólafur bóndi á Hrísbrú með orf sitt reitt um öxl til prestsins á Mos- felli eldsnemma morguns. Knýr fast dyra og vekur heim- ilisfólkið: „Hér skal verða barist. Blóð skal mæta blóði,“ sagði Ólafur bóndi allæst- ur. Eftir nokkra bolla af kaffi, „nærbuxnaskólpi“ og samræður var loft úr mönnum lekið og gengu þeir til daglegra verka sinna. Það er víst að sameiginleg kaffidrykkja og samtal sjávar- útvegs og þjóðar eina morg- unstund mun ekki leysa öll mál, en einhvers staðar verður að byrja. Því samtalið – sambandið – verður að bæta. Til þess að grafast fyrir um hvað gera má betur í sjávarútvegi og auka skilning á því sem þar er að gerast hafa Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi ákveðið að halda fjóra fundi um málefni sjávar- útvegs og ræða þau með upp- byggilegum hætti. Efni fundanna er; gagnsæi, umhverfismál, sam- félagslegur ábati og nýsköpun. Fyrsti fundur var síðastliðinn mið- vikudagsmorgun í Messanum á Granda. Húsfyllir var og rúm- lega það. Frummæl- endur voru fjórir; Þórður Snær Júl- íusson, ritstjóri Kjarnans, Birna Einarsdóttir, banka- stjóri Íslandsbanka, Valmundur Val- mundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, og Gunnþór Ingvason, fram- kvæmdastjóri Síld- arvinnslunnar í Neskaupstað. Umræðuefnið var gagnsæi. Án þess að gera sérstaka grein fyrir áherslum hvers og eins má halda því fram að margt sé hægt að gera betur til þess að auka gagnsæi í sjávarútvegi og komu margar gagnlegar ábendingar fram á fundinum. Sumum þykir gagnsæið nú þegar vera ágætt og í samræmi við lög og reglur en aðrir halda því fram að vegna sér- stöðu sjávarútvegs eigi að gilda um hann sérstakar reglur sem kveða á um aukið gagnsæi. Þá var augljóst að traust milli útgerða og sjómanna verður að aukast. Nú að þessum fundi loknum munu samtökin fara vandlega í gegnum það sem fram kom og nýta sér umræður og tillögur til þess að auka gagnsæi í sjávar- útvegi og reyna að auka traust milli manna. Það gerist ekki í einu vetfangi en ég vil leyfa mér að halda því fram að sú vegferð sé hafin. Sjávarútvegur er grundvall- arstoð efnahagslegrar hagsældar á Íslandi og mikilvæg undirstaða í menningu okkar. Skiljanlegt er að margir hafi skoðanir á svo mikil- vægri atvinnugrein og verðmætri náttúruauðlind. Þótt ekki sé víst að nokkru sinni takist að sætta öll sjónarmið er mikilvægt að koma í veg fyrir að tortryggni og illindi verði ráðandi í sambandinu milli sjávarútvegs og þjóðarinnar. Ég tel að opið og hreinskiptið samtal um sjávarútveginn sé leiðin fram á við. Gjarnan yfir kaffibolla. Næst ætlum við að tala saman um sjávarútveg og umhverfismál. Fundurinn verður haldinn á mið- vikudag 4. mars klukkan 9.00 á sama stað; Messanum á Granda. Hér skal verða samtal Eftir Heiðrúnu Lind Marteins- dóttur » Þótt ekki sé víst að nokkru sinni takist að sætta öll sjónarmið er mikilvægt að koma í veg fyrir að tortryggni og illindi verði ráðandi í sam- bandinu milli sjávar- útvegs og þjóðarinnar. Höfundur er framkvæmdastjóri Sam- taka fyrirtækja í sjávarútvegi. Heiðrún Lind Marteinsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.