Morgunblaðið - 29.02.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.02.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. FEBRÚAR 2020 Nikki Haley, fyrrverandi rík-isstjóri Suður-Karólínuríkis og fyrrverandi sendiherra Banda- ríkjanna við SÞ, ritaði í vikunni grein í The Wall Street Journal þar sem hún færði ágæt rök fyrir því að nú mætti ekki tvístíga með kapítalismann. Hún benti á að mik- ilvæg rökræða ætti sér nú stað í Bandaríkjunum um þrenns konar viðhorf til heimsins. Í fyrsta lagi væri viðhorfið að kapítalisminn væri „besta og sanngjarnasta kerfi sem heimurinn hefði nokkru sinni séð“. Í öðru lagi væri uppi það við- horf að „sósíalisminn væri svarið við fjölda vandamála, allt frá lofts- lagsbreytingum til ójöfnuðar“. Loks væri viðhorf þeirra sem boði útvatnaðan kapítalisma, sem væri „hægfara leiðin til sósíalisma“.    Haley fyllir fyrsta flokkinn,segist hafa alist upp sem dóttir innflytjenda frá Indlandi. Móðir hennar hafi sett upp lítið fyrirtæki og sýnt börnum sínum hvernig eigi að lifa ameríska drauminn.    Þá minnir Haley á ástandið þarsem sósíalisminn hafi verið reyndur og afleiðingin sé hungur og hörmungar. Hún furðar sig á að sósíalismi sé að skjóta upp koll- inum í Bandaríkjunum en nefnir í því sambandi að heil kynslóð full- orðins fólks í Bandaríkjunum sé of ung til að muna þjáningar sósíal- ismans.    En hún varar einnig við útvatn-aða kapítalismanum sem meira að segja forkólfar viðskipta- lífsins tali fyrir. Þeir viti betur en séu undir þrýstingi pólitísks rétt- trúnaðar. Hætt er við að sá þrýst- ingur og sama eftirgjöf finnist einnig utan Bandaríkjanna. Nikki Haley Ekki tíminn til að tvístíga STAKSTEINAR Á fundi stjórnar Faxaflóahafna sf. í gær var lagt fram bréf Gísla Gísla- sonar hafnarstjóra þar sem hann segir starfi sínu lausu. „Undirritaður hefur gegnt starfi hafnarstjóra í á fimmtánda ár og tímans gangur sá að skynsamlegt sé að huga að starfslokum. Því segi ég undirritaður upp störfum með umsömdum uppsagnarfresti sem er sex mánuðir. Samkvæmt því verða starfslok í lok ágústmánaðar,“ segir Gísli í bréfinu. Hafnarstjórnin bókaði að vegna fyrirhugaðra starfsloka hafnar- stjóra væri formanni falið að leggja fram tillögu að auglýsingar- og ráðningarferli á næsta fundi stjórn- ar. „Ég verð 65 ára gamall á árinu og því góður tími til að taka loka- sprettinn á vinnumarkaðnum,“ seg- ir Gísli aðspurður. Hann sé búinn að vera í þessu daglega ati í 35 ár og því kominn tími til að hægja aðeins á. Gísli fæddist í Hafnarfirði 9. júlí árið 1955. Lauk lögfræði- prófi árið 1981 og er héraðs- dómslögmaður frá árinu 1982. Starfaði sem lögmaður á árunum 1981-1985, en tók þá við starfi bæj- arritara á Akranesi. Var ráðinn bæjarstjóri á Akranesi árið 1987 og gegndi því starfi til loka árs 2005. Hefur starfað síðan sem hafnar- stjóri Faxaflóahafna sf. Hann hefur búið á Akranesi frá árinu 1982. Gísli hefur starfað mikið að íþróttamálum. Hefur m.a. verið for- maður Knattspyrnufélags ÍA og er nú varafomaður Knattspyrnu- sambands Íslands. sisi@mbl.is Hafnarstjóri hefur sagt starfinu lausu Gísli Gíslason Atvinna Kristján Þór Júlíusson, sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur undirritað reglugerð um grá- sleppuveiðar árið 2020. Reglugerðin heimilar veiðar í 25 daga á hvert veiðileyfi en dagafjöldinn verður endurskoðaður í ljósi ráðgjafar Hafrannsóknastofnunar sem vænta má fyrir 1. apríl. Þá mega veiðar hefjast fyrr en verið hefur eða 10. mars. Fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu að meðafli spendýra og fugla hafi um nokkurt skeið verið vandamál við veiðar á grásleppu og sé meðal annars helsta ástæða þess að veiðarnar misstu vottun MSC ár- ið 2018. Þar komi einkum til um- talsverður meðafli sjófugla auk landsels og útsels, sem eru á válista Náttúrufræðistofnunar um teg- undir sem eiga undir högg að sækja. Reglugerðin um grá- sleppuveiðar miði að því að draga úr þessum meðafla og að ná sam- þykktum stjórnunarmarkmiðum fyrir landsel við Ísland. Ákveðið hafi verið að stórauka eftirlit Fiski- stofu með veiðunum sem og að fara að tillögum starfshóps, sem skip- aður var á síðasta ári. Í samræmi við þær tillögur kemur fram í reglu- gerðinni að í stað fjögurra daga áð- ur skulu net nú ekki vera lengur í sjó en þrjá daga áður en þeirra er vitjað. Þá er 14 veiðisvæðum lokað. Grásleppuveiðar leyfðar í 25 daga  Ný reglugerð á að stuðla að því að draga úr meðafla sela og fugla Grásleppa Nýar reglur um veiðar. Sótthreinsi- þrif Kleppsmýrarvegur 8 | 104 Reykjavík | 581 4000 | solarehf.is | solarehf@solarehf.is Hafðu samband og við gerum fyrir þig þarfagreiningu og tilboð í þjónustu án allra skuldbindinga. Fyrirbyggjandi aðgerðir gegn inflúensusmiti Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.