Morgunblaðið - 29.02.2020, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.02.2020, Blaðsíða 31
MESSUR 31á morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. FEBRÚAR 2020 AKUREYRARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Prestur er Hildur Eir Bolladóttir. Klass- íski kór Akureyrarkirkju syngur. Organisti er Eyþór Ingi Jónsson. Sunnudagaskóli í Safnaðarheimilinu kl. 11. Umsjón Sonja Kro og Sigríður Hulda Arnardóttir. Æðruleysismessa í Akureyrarkirkju kl. 20. Prestur er Hildur Eir Bolladóttir. Sigríður Hulda Arnardóttir og Eyþór Ingi Jónsson sjá um tónlistina og leiða söng. Molasopi í Safnaðarheimilinu að messu lokinni. AKURINN kristið samfélag | Samkoma kl. 14. Biblíufræðsla, söngur og bæn. ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Söngfuglar, kór eldri borgara, syngur nokkur lög. Stjórnandi þeirra er Kristín Jóhann- esdóttir sem er einnig organisti dagsins. Kór Árbæjarkirkju syngur einnig og sr. Petr- ína Mjöll Jóhannesdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Sunnudagaskólinn er á sama tíma í safnaðarheimilinu í umsjá Aldísar Elvu Sveinsdóttur og Birkis Bjarnasonar. Batamessa kl. 17 Hún er tileinkuð spora- fólki en allir eru velkomnir. Söngur, bæna- gjörð. Kaffihlaðborð eftir messu. ÁSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Ása Laufey Sæmundsdóttir héraðsprestur þjónar fyrir altari og prédikar. Jens Elí Gunn- arsson og Inga Steinunn Henningsdóttir annast samverustund sunnudagaskólans. Félagar úr Kór Áskirkju leiða sönginn. Org- elleikari er Bjartur Logi Guðnason. Nýr djákni Ássafnaðar, Jóhanna María Eyjólfs- dóttir, verður vígð djáknavígslu í Dómkirkj- unni á sama tíma. Ástjarnarkirkja | Æskulýðsdagurinn 1. mars kl. 17. Ísak Nói Ómarsson spilar for- spil, barnakór Ástjarnarkirkju syngur undir stjórn Helgu Loftsdóttur, Hallelúðar – hljóm- sveit æskulýðsstarfs Ástjarnarkirkju tekur lagið og börn úr fermingarstarfi Ástjarnar- kirkju lesa ritningarvers og bænir. Eftir messu býður Ástjarnarkirkja upp á veitingar. Organisti er Kári Allansson. Prestur er Nói, öðru nafni Arnór Bjarki Blomsterberg. BESSASTAÐAKIRKJA | Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11, Lærisveinar hans og börn úr Tónlistarskóla Garðabæjar flytja tónlist. Sigrún Ósk leiðir stundina ásamt sr. Hans Guðberg. Lærisveinar hans spila undir stjórn Ástvaldar organista. Æskulýðsmessa kl. 17. Hljómsveitin Hipsumhaps, Lærisvein- ar hans. Ræðumaður Kjartan Atli Kjart- ansson, fjölmiðlamaður og þjálfari. Ferm- ingarbörn taka virkan þátt. Margrét djákni og sr. Hans Guðberg leiða stundina. Safnað verður fyrir munaðarlausum börnum í Úg- anda í báðum stundunum. BRAUTARHOLTSKIRKJA Kjalarnesi | Æskulýðsdagurinn haldinn hátíðlegur kl. 11. Létt unglinga- og sunnudagaskólalög. Ferm- ingarbörn aðstoða við helgihaldið. Ruth sunnudagaskólaleiðtogi hefur umsjón með stundinni ásamt sóknarpresti, kór og org- anista. BREIÐHOLTSKIRKJA | Á æskulýðsdegi þjóðkirkjunnar verður fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Sönghópur 6-9 ára barna kemur fram undir stjórn Bjargar Pétursdóttur við undirleik Arnar Magnússonar organista. Fermingarbörn taka þátt ásamt Steinunni Þorbergsdóttur djákna, Steinunni Leifsdóttur og sr. Magnúsi Birni Björnssyni. Alþjóðlegi söfnuðurinn. Guðsþjónusta kl. 14. Prestur Toshiki Toma. Barnastarf í hönd- um Steinunnar Þorbergsdóttur djákna á sama tíma. BÚSTAÐAKIRKJA | Messa kl. 11. Daníel Ágúst Gautason djákni prédikar og sr. Eva Björk Valdimarsdóttir þjónar fyrir altari. Tón- listarnemar frá FÍH taka þátt í messunni í fjölbreyttri tónlist undir stjórn Jónasar Þóris. Fermingarbörn flytja ritningarlestra og bæn- ir. Þetta er útvarpsmessa og allir velkomnir. DIGRANESKIRKJA | Vegna æskulýðsdags fellur niður messa kl. 11. Sameiginlega æskulýðsmessa í Hjallakirkju kl. 17. DÓMKIRKJA Krists konungs, Landa- koti | Messa á sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30 á íslensku, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku. Virka daga kl. 18, og má. mi. og fö. kl. 8, lau. kl. 18 er vigilmessa. DÓMKIRKJAN | Presta- og djáknavígsla kl. 11. Biskup Íslands, Agnes M. Sigurð- ardóttir, vígir og séra Elínborg Sturludóttir þjónar. Dómkórinn og organisti er Kári Þor- mar. FELLA- og Hólakirkja | Æskulýðsguðs- þjónusta í tilefni af æskulýðsdegi þjóðkirkj- unnar kl. 20. Sr. Pétur Ragnhildarson leiðir stundina auk leiðtoga og ungmenna úr æskulýðstarfinu. Dúettinn Haf er með tón- listaratriði. Veitingar eftir stundina. Bjóðum sérstaklega fermingabörnum og fjölskyldum þeirra. Ekki verður guðsþjónusta kl. 11 þennan sunnudag. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Guðsþjónusta kl. 14. Hjörtur Magni Jóhannsson safn- aðarprestur leiðir stundina. Hljómsveitin Mantra og Sönghópurinn við Tjörnina leiða tónlistina ásamt Gunnari Gunnarssyni. Fermingarbörn og fjölskyldur þeirra eru hvött til að mæta. GARÐAKIRKJA | Messa kl. 14. Sr. Hans Guðberg Alfreðsson prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar í kór Vídalínskirkju syngja og organisti er Jóhann Baldvinsson. GLERÁRKIRKJA | Æskulýðsdagur Þjóð- kirkjunnar. Kvöldstund í Glerárkirkju kl. 20. Umsjón með stundinni: sr. Stefanía G. Steinsdóttir og Sunna Kristrún djákni. Um tónlistina sér Valmar Väljaots tónlistar- maður. GRAFARVOGSKIRKJA | Messa kl. 11. Séra Sighvatur Karlsson héraðsprestur pré- dikar og þjónar. Organisti er Hákon Leifsson og Kór Grafarvogskirkju leiðir söng. Sunnu- dagaskóli kl. 11 á neðri hæð kirkjunnar. Umsjón hefur Hólmfríður Frostadóttir. GRAFARVOGUR – kirkjuselið í Spöng | Selmessa kl. 13. Sr. Sigurður Grétar Helga- son prédikar og þjónar. Organisti er Hilmar Örn Agnarsson og Vox Populi leiðir söng. GRENSÁSKIRKJA | Söngstund kl. 11. Sungnir verða uppáhaldssálmar safnaðarins undir stjórn sr. Maríu, Alberts og fleiri kór- félaga. Stuttar hugleiðingar á milli sálma- syrpna. Heitt á könnunni á eftir. Þriðjudagur 3. mars: Kyrrðarstund kl. 12. Fjöl- skyldukirkjan kl. 17.15-18.30, leikir, helgi- stund og létt máltíð. Fimmtudagur 5. mars: Núvitund á kristnum grunni í kapellunni kl. 18.15-18.45. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Æskulýðs- dagurinn. Fjölskyldumessa kl. 11. Már Gunnarsson syngur með unglingakór Hafn- arfjarðarkirkju og hljómsveit. Krakkar út TTT starfinu taka þátt í stundinni og einnig sunnudagaskólinn. Vöfflusala fermingar- barna í safnaðarheimilinu eftir stundina til styrktar munaðarlausum börnum í Úganda. HALLGRÍMSKIRKJA | Fyrirlestur kl. 10 í Suðursal í tilefni af Æskulýðsdegi þjóðkirkj- unnar. Karítas Hrundar Pálsdóttir les úr bók sinni Árstíðir. Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Umsjón: Kristný Rós Gústafsdóttir, verk- efnastjóri og djákni, sr. Irma Sjöfn Ósk- arsdóttir, sr. Sigurður Árni Þórðarson, Kar- ítas Hrundar Pálsdóttir og Rósa Árnadóttir. Fermingarbörn og messuþjónar aðstoða. Fé- lagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Hörður Áskelsson. HÁTEIGSKIRKJA | Messa í Eurovision-stíl kl. 11. Gréta Salóme Stefánsdóttir leikur og syngur. Eurovision-lög verða sungin og leikin í messunni. Fermingarbörn lesa ritning- arlestra og bænir. Jón Hafsteinn Guðmunds- son leikur á trompet. Organisti er Guðný Einarsdóttir. Prestur er Helga Soffía Kon- ráðsdóttir. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Fjölskyldu- messa kl. 17, og er sunnudagaskóli kirkn- anna tveggja, Digranes- og Hjallakirkju, hluti af þeirri samveru. Eftir stundina er kvöld- matur á vægu verði í safnaðarheimilinu. HREPPHÓLAKIRKJA | Kirkjuskóli laug- ardaginn 29. feb. kl. 11. Biblíusaga, söngur og gleði. HRUNAKIRKJA | Hversdagsmessa 5. mars kl. 20. Söngur, ritningarorð, hugvekja og bæn. HVERAGERÐISKIRKJA | Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11 í umsjón sr. Ninnu Sifjar og Signýjar Óskar. Kór kirkjunnar syngur. Ávext- ir, djús og kaffi í safnaðarheimili að lokinni guðsþjónustu. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Sam- koma kl. 11. Service. Translation into Engl- ish. Samkoma á ensku kl. 14. English speaking service. Samkoma á spænsku kl. 16. Reuniónes en español. Samkoma Fíló+ ÍSLENSKA Kristskirkjan | Almenn sam- koma kl. 13. Börnin byrja inni á sal með for- eldrum/forsjáraðilum, en á meðan sam- koman varir verður sérstök fræðsla fyrir þau. Ólafur H. Knútsson prédikar. Kaffi að samverustund lokinni. KÁLFATJARNARKIRKJA | Messa á Æsku- lýðsdag þjóðkirkjunnar, 1. mars, kl. 14. Ungmennakórinn Vox Felix syngur undir stjórn Arnórs Vilbergssonar og ferming- arbörn lesa ritningarvers og bænir. Sr. Arnór Bjarki Blomsterberg, prestur Kálfatjarn- arkirkju, leiðir helgihaldið. Eftir messu býður sóknarnefnd upp á messukaffi og með því. KEFLAVÍKURKIRKJA | Messa kl. 11. Regnbogaraddir Keflavíkurkirkju syngja Arn- órs organista og Freydísar Kneifar. Súpa og brauð í boði. Kl. 16 Kaffihúsamessa í Kirkjulundi. Vox Felix ásamt fermingar- börnum sem einnig lesa texta og flytja bæn- ir. Boðið verður upp á kaffi, kakó og kleinur á 500 kr. Ágóði af framlögum af súpu og kaffihúsi rennur í verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar til styrktar byggingu steinhúsa fyr- ir munaðarlaus börn í Úganda. Sr. Fritz og sr. Erla leiða messurnar. KOTSTRANDARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar fyr- ir altari. Kirkjukór Hveragerðis- og Kotstrandarsókna syngur og leiðir safn- aðarsöng. KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt djákna Kópavogskirkju. Æskulýðs- leiðtogar annast tónlistarflutning. Til guðs- þjónustunnar eru boðin sérstaklega ferming- arbörn vorsins 2021 ásamt foreldrum og forráðafólki þeirra og á eftir guðsþjónustuna verður stuttur fundur um starfið fram und- an. LANGHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11. Prest- ur er Aldís Rut Gísladóttir, organisti er Magnús Ragnarsson. Kór Langholtskirkju syngur. Sara Gríms tekur vel á móti börn- unum í sunnudagaskólann. Léttur hádegis- verður að lokinni athöfn. LAUGARNESKIRKJA | Æskulýðsmessa kl. 11. Ungt tónlistarfólk annast tónlistarflutn- ing. Sr. Hjalti Jón Sverrisson þjónar fyrir alt- ari og prédikar. Kaffi og samvera á eftir. Betri stofan, Hátúni 12. Helgistund kl. 13 með sr. Hjalta Jóni og Elísabetu Þórðar- dóttur organista. 3.3. Kyrrðarbæn kl. 20. Kirkjan opnuð kl. 19.30. Kristin íhugun. 4.3. Fræðslukvöld kl. 20. Dr. Jón Ásgeir Sigurvinsson fjallar um spekirit Gamla testamentisins. 5.3. Kyrrðarstund í Áskirkju kl. 12. Hádegis- verður og opið hús á eftir. LINDAKIRKJA í Kópavogi | Barnakór Lindakirkju kemur í heimsókn í sunnudaga- skólann kl. 11 undir stjórn Áslaugar Helgu Hálfdánardóttur og Hjördísar Önnu Matthías- dóttur. Guðsþjónusta kl. 20, ung- lingagospelkór Lindakirkju syngur undir stjórn Áslaugar Helgu Hálfdánardóttur. Ósk- ar Einarsson leikur undir á píanó. Sr. Dís Gylfadóttir þjónar. NESKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Í messunni verður opnuð sýning Mes- síönu Tómasdóttur: Heimurinn er ljóð sem mannkynið yrkir. Sr. Ása Björk Ólafsdóttir, prestur í Dublin, predikar. Sr. Skúli S. Ólafs- son þjónar fyrir altari. Kór Neskirkju syngur. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Katrín H. Ágústsdóttir, Gunnar T. Gunnarsson og Ari Agnarsson sjá um fjörið í sunnudagaskól- anum með leik og söng. Hressing á kirkju- torgi. Messíana Kristinsdóttir syngur við undirleik Guðrúnar Birgisdóttur. SALT kristið samfélag | Sameiginlegar samkomur Salts og SÍK kl. 17 alla sunnu- daga í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58- 60. Barnastarf. Túlkað á ensku. Sandgerðiskirkja | Æskulýðsmessa kl. 14. Skólakór Sandgerðis syngur, kirkjukór- inn syngur, ræðumaður er Júlíus Viggó Ólafsson, börn og unglingar taka þátt. Vöfflukaffi eftir messu til styrktar stein- húsum í Úganda á vegum Hjálparstarfs kirkj- unnar. 500 kr. vafflan og kaffi/djús. SAUÐÁRKRÓKSKIRKJA | Ungdómsmessa kl. 20. Á æskulýðsdaginn ætla krakkar úr Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra að sjá um tónlist og talað orð. SELJAKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11, Barnakór Seljakirkju syngur Disney-lög, allir mega mæta í búningi. Kvöldguðsþjónusta kl. 20, sr. Bryndís Malla Elídóttir þjónar. Kristín Birna, Steinar Matthías og Helgi Hannesar flytja vinsæl lög úr Disney- kvikmyndum. Kvöldhressing í lokin. SELTJARNARNESKIRKJA | Fræðslumorg- unn kl. 10. Guð, Mammon og Kalvín. Vil- hjálmur Bjarnason lektor talar. Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar. Friðrik Vignir Stefánsson er organisti. Janusz Nosek syngur einsöng við undirleik Guðbjargar Sigurjónsdóttur. Sveinn Bjarki og leiðtogar sjá um sunnu- dagaskólann. Félagar úr Kammerkór Sel- tjarnarneskirkju leiða almennan safn- aðarsöng. Kaffiveitingar og samfélag í safnaðarheimilinu eftir athöfn. SEYÐISFJARÐARKIRKJA | Hjartamessa kl. 11. Febrúar er árveknimánuður hjarta- og æðasjúkdóma. Elfa Rúnarsdóttir hjúkrunar- fræðingur segir frá einkennum, áhættuþátt- um og góðum ráðum sem stuðla að bættri heilsu. Kór Seyðisfjarðarkirkju leiðir almennan safn- aðarsöng. Organisti er Rusa Petriashvili. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir þjónar ásamt fermingarbörnum. Eftir messu er bollukaffi í safnaðarheimili. Fólk er hvatt til að mæta í rauðu. SÓLHEIMAKIRKJA | Messa með altaris- göngu kl. 14. Prestar eru Birgir Thomsen og Kristján Valur Ingólfsson. Organisti er Ester Ólafsdóttir. Kirkjuvörður er Gunnar Óðinn Einarsson. Kertavörður er Arna María Andr- ésdóttir. Lokabæn les María K. Jacobsen. ÚTSKÁLAKIRKJA | Æskulýðsmessa kl. 11. Barnagospelkór Útskálakirkju syngur, kirkjukórinn syngur. Organisti er Keith Reed. Ræðumaður Júlíus Viggó Ólafsson. Börn og ungmenni taka þátt. Tekið við frjálsum fram- lögum í söfnun Hjálparstarfs kirkjunnar fyrir steinhúsum í Úganda. VALLANESKIRKJA | Messa kl. 20. Kór Vallaness og Þingmúla syngur og leiðir al- mennan söng. Organisti Torvald Gjerde. Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir þjónar. VÍDALÍNSKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 þar sem barna- og unglingakórarnir undir stjórn Jóhönnu Guðrúnar Jónsdóttur og Davíðs Sigurgeirssonar syngja og Magn- ús Stephensen flytur forspil. Brúðuleikhús og Biblíusaga. Að lokinni guðsþjónustu verð- ur messukaffi í safnaðarheimilinu og vöfflu- sala til styrktar hjálparstarfi kirkjunnar í söfnun fyrir húsum handa munaðarlausum börnum í Úganda. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Fjöl- skylduhátíð kl. 11 á æskulýðsdaginn. Barnakórinn syngur undir stjórn Helgu Þór- dísar organista og Birgitta Ólafsdóttir syngur einsöng. Töframaðurinn Einar Einstaki kem- ur í heimsókn. Margrét Lilja og Pétur leiða stundina. Kaffi, djús og snúðar í safn- aðarsal á eftir. ORÐ DAGSINS: Kan- verska konan (Matt. 15) Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Skútustaðakirkja. BIBLE TALKS IN ENGLISH WILL BE HELD IN MENNINGARHÚS Grófinni Tryggvagötu 15, 101 REYKJAVIK Sat. March 7: 4–5 p.m. Tue. March 10: 6–7 p.m. Thurs. March 12: 6–7 p.m. Sat. March 14: 4–5 p.m. We present no new doctrine, but uphold all that Jesus lived and taught. Everybody is welcome! Vibeke Schaffalitzky & Karen Lund með hálsklútinn (og verður ekki saknað). Biskuparnir láta sér fátt um finnast. Í landinu sem krefur skattgreiðendur um hæstu skatta í heimi telst þetta eins og hvert annað hundsbit. Það kemst ekki á vinsældakvarðann. Spurningar til ráðherra sem fer með innflytjendamál að gefnu til- efni: 1. Hvenær telur ráðherrann að efni séu til að grípa til landa- mæravörslu, þ.m.t. að krefja flug- félög um að sinna henni á brott- fararstað líkt og ýmsar þjóðir gera? 2. Hvað er áætlað heildarkostn- aður íslenska ríkisins af svköll- uðum hælisleitendum á ári verði árin 2020-2025 miðað við samsvar- andi þróun og verið hefur í fjölda þeirra? 3. Hefur ráðherrann haft sam- ráð við heilbrigðisráðherra um hver sé geta bráðaþjónustunnar til að taka við auknum fjölda út- lendinga þessi sömu ár? 4. Reikna verður með að öllum útlendingum verði tryggð lág- marks ellilaun þótt þeir hafi ekki greitt í lífeyrissjóð nema skamm- an eða engan tíma. Hver er áætl- aður framtíðarkostnaður næstu 30 ára vegna þessa? 5. Eru nú þegar farin að mynd- ast innflytjendahverfi í Reykjavík þar sem félagslegum vandamálum fer fjölgandi? 6. Eru einhver dagheimili, skól- ar eða félagsmiðstöðvar í Reykja- vík þar sem íslenska er ekki notuð sem talmál? Þessar eru einungis nokkrar af spurningum sem óhjákvæmilega vakna vegna þess að málaflokk- urinn virðist vera í fóstri hjá þeim sem síst skyldi. M.a.s. flokksnefna iðjuleysingja á þingi virðist hafa meiri völd í málinu en ábyrg yf- irvöld. – Ráðherra, reddast þetta samt? »Hvenær telur ráð- herrann rétt að grípa til landamæra- vörslu og að krefjast þess m.a. að flugfélög sinni henni? Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Því miður virðist stjórn fyrir- tækisins hafa misst sjónar á þjón- ustuhlutverkinu og keyra í þess stað harða hagnaðarstefnu. Þar þarf pólitíkin að grípa inn í ef ekki á illa að fara. Póstþjónustan er hluti af inn- viðum allra þjóða. Hér á landi hafa þessir innviðir veikst og þar með talin þjónusta við landsmenn hvað varðar póstþjónustu. Það er horft til gróðamöguleika á þéttbýlum svæð- um í ákveðnum þjónustuþáttum en annað látið mæta afgangi, þar með talin þjónustan við hinar dreifðu byggðir. Þung er ábyrgð stjórnar Íslandspósts sem mótar þessa stefnu. Viljum við hafa þetta svona? » Því miður virðist stjórn fyrirtækisins hafa misst sjónar á þjónustuhlutverkinu og keyra í þess stað harða hagnaðarstefnu. Höfundur er formaður Póstmannafélags Íslands. jonc@simnet.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.