Morgunblaðið - 29.02.2020, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 29.02.2020, Blaðsíða 44
44 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. FEBRÚAR 2020 Fáðu tilboð í verkið hjá okkur Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Kristinn Sigmundsson stígur á stokk í Salnum, Kópavogi, í dag kl. 14 og flytur hinn dáða ljóðaflokk Vetrarferðina eftir Franz Schubert. Anna Guðný Guðmundsdóttir situr við flygilinn og segir í tilkynningu frá Salnum að tónleikagestir megi eiga von á einstökum tónleikum. Kristinn hefur margoft flutt Vetrarferðina en það gerði hann fyrst fyrir 33 árum í Austurbæjar- bíói með Jónasi Ingimundarsyni. Síðast flutti Kristinn flokkinn í Eld- borgarsal Hörpu árið 2011 og lék Víkingur Heiðar Ólafsson þá með honum. Ljóðaflokkurinn Vetrarferðin er með því síðasta sem Schubert samdi á ferli sínum og er talinn vera eitt mesta stórvirki ljóðasöngsins. Eins og segir í tilkynningu „láta þessi lög engan ósnortinn“. Vetrarferðin aldrei tvisvar eins Í samtali líkir Kristinn því að flytja Vetrarferðina eins og hann hefur gert gegnum árin, aftur og aft- ur, við fjallgöngumenn sem klífa fjöll aftur og aftur. „Þetta er svo mikið stórvirki,“ segir hann. „Fyrir mér er þetta besti ljóðaflokkur sem hefur verið saminn og hann er aldrei tvisv- ar eins. Einhvern veginn eins og spegillinn af því hvernig manni líður og er breytilegur í hvert skipti sem ég syng hann.“ Kristinn telur að sem flestir eigi að heyra Vetrarferðina. „Þetta er einn af toppunum í bókmenntum og bæði er manni ljúft og skylt að flytja þetta sem oftast,“ segir hann en bætir við að hann syngi einnig af eigingjörnum hvötum. „Þetta gefur mér sjálfum svo mikið,“ segir hann. Spurður hvort tök hans á lögum og textum hafi breyst í tímanna rás með ólíkum píanóleikurum svarar Kristinn játandi. „Það eru engir tveir píanistar eins. Maður er alltaf eins og maður sé í nýjum fötum,“ segir hann og hlær. „Við Jónas Ingimundarson flutt- um þetta fyrst 1987 hér á landi og svo í útlöndum líka. Bæði á Spáni og í Þýskalandi. Svo hef ég sungið þetta í Bandaríkjunum með bandarískum píanista,“ segir Kristinn. Þá ber hann Önnu Guðnýju sem spilar með honum nú vel söguna. „Hún er al- gjörlega eins og hugur manns.“ bodvarpall@mbl.is Í nýjum fötum í hvert skipti  Kristinn Sigmundsson flytur Vetrarferðina í Salnum ásamt Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur píanóleikara  Kristinn flutti hana fyrst fyrir 33 árum Morgunblaðið/Kristinn Söngvarinn „Fyrir mér er þetta besti ljóðaflokkur sem hefur verið saminn og hann er aldrei tvisvar eins,“ segir Kristinn Sigmundsson um Vetrarferðina. Landslag væri lítils virði … er yfir- skrift sýningar á myndlistarverkum sem verður opnuð í Hallsteinssal í Safnahúsi Borgarfjarðar í dag, laugardag, klukkan 13. Sýningin er afrakstur samstarfs Listasafns Borgarness og Listasafns ASÍ með aðkomu Nýlistasafnsins. Á sýningunni eru landslagsmyndir úr safneign Listasafns ASÍ eftir Ás- grím Jónsson, Jón Þorleifsson og Jón Stefánsson, auk verks í eigu Ný- listasafnsins eftir hollenska lista- manninn og Íslandsvininn Douwe Jan Bakker (1943-1997). Það ber heitið „A Vocabulary Sculpture in the Ice- landic Landscape“ – Þrívíddar- orðasafn í íslensku landslagi, er frá árunum 1976 til 7 og samanstendur af 72 ljósmyndum af ákveðnum þátt- um úr landslagi og jarðfræði Íslands. Bakker kynntist fyrst íslenskum myndlistarmönnum (SÚM-urum) í Amsterdam um 1970. Hann tók miklu ástfóstri við Ísland og íslenska menn- ingu og kom margar ferðir hingað til lands bæði til að sýna og til að vinna hér verk. Honum var umhugað um með hvaða hætti íslenskt landslag endurspeglaði eitthvað sem kalla mætti persónueinkenni íslensku þjóð- arinnar. Landslagsmálverkin á sýningunni, olíumálverk og ein vatnslitamynd eru hluti af stofngjöf Ragnars í Smára til Listasafns ASÍ. Ólík landslagsverk sýnd í Borgarnesi Listasfn ASÍ Úr Borgarfirði Þetta málverk eftir Ásgrím Jónsson af fjallinu Strúti er á sýningunni en það var í stofngjöf Ragnars í Smára að Listasafni ASÍ. Þóra Sigurbjörnsdóttir, safnafræð- ingur Hönnunarsafns Íslands, og Grétar Þorsteinsson sem starfaði sem húsgagnasmiður hjá Nývirki með hönnuðinum Sveini Kjarval (1919-1981) sjá í dag, sunnudag, klukkan 13 um leiðsögn um sýn- inguna í Hönnunarsafninu Sveinn Kjarval - Það skal vanda sem lengi á að standa. Á sýningunni er sjón- um beint að mikilvægu brautryðj- andastarfi Sveins hér á landi á sviði húsgagna- og innanhússhönnunar um tveggja áratuga skeið (1950- 1970). Allir eru velkomnir. Fjallað um hönnun Sveins Kjarval Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut á fimmtudagskvöldið norrænu tón- listarverðlaunin Nordic Music Prize fyrir tónlist sína við sjón- varpsþættina Chernobyl sem kom út á hljómplötu í fyrra. Verðlaunin voru afhent með viðhöfn á tónlist- arhátíðinni by:Larm í Ósló. Alls voru tólf norrænar hljómplötur til- nefndar til verðlaunanna, en auk Hildar voru íslensku tónlistarkon- urnar Cell 7 (Ragna Kjartansdóttir) og Countess Malaise (Dýrfinna Be- nita Garðarsdóttir) tilnefndar. Verðlaunin hafa verið veitt ár- lega frá 2011 í tengslum við by:Larm-hátíðina og er þetta í ann- að sinn sem íslenskur listamaður hlýtur hnossið. Jónsi (í Sigur Rós) hlaut verðlaunin fyrstur allra árið 2011 fyrir sólóplötu sína sem kom út það ár. Hildur hreppti norræn tónlistarverðlaun Ljósmynd/Arnar Eggert Thoroddsen Sigurvegari Hildur Guðnadóttir bak- sviðs í Osló ásamt löndum sínum sem kalla sig Countess Malaise og Cell 7. Tónleikar með yfirskriftina Russi- an Souvenir: Alexander Pushkin verða haldnir í Kaldalóni Hörpu í dag, laugardag, klukkan 15. Flytj- endur á tónleikunum eru Sergei Telenkov bassa-baritónn, Alex- andra Chernyshova sópran, Katie Buckley hörpuleikari og Kjartan Valdemarsson píanóleikari. Tónleikarnir eru þeir 27. í röð verkefna í tónlistarmenningarbrú milli Íslands og Rússlands sem til var stofnað af Alexöndru Cherny- shovu fyrir fjórum árum. Í forgrunni á tónleikunum er hið dáða rússneska ljóðskáld Alexand- er Púshkin sem var uppi á 18. öld. Á dagskrá eru til að mynda frum- flutningur sjö rómansa við ljóð Púshkins eftir tónskáldið Antoninu Rostovskuju, en þær voru skrifaðar sérstaklega fyrir Alexöndru. Tónleikar með ljóðum eftir Púshkin Morgunblaðið/RAX Söngkonan Alexandra Chernyshova mun frumflytja sjö rómönsur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.