Morgunblaðið - 29.02.2020, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.02.2020, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. FEBRÚAR 2020 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Búbblur og pallíettur er þema árlegs kvennakvölds hestamannafélagsins Fáks í Reykjavík sem haldið verður í félagsheimili félagsins í kvöld. Kvennakvöldið er eftirsótt skemmt- un og munu 240 konur skemmta sér saman í pallíettukjólum og með kampavín. Og Páll Óskar lofar að trylla lýðinn á dansgólfinu. Alltaf góð stemning Ragnhildur Matthíasdóttir, einn skipuleggjenda, segir að aðsókn að kvennakvöldinu hafi verið slík að þótt bætt hafi verið við borðum eins og salurinn þolir hafi einhverjar orð- ið frá að hverfa. Hún kveðst ekki ótt- ast þrengslin því þröngt megi sáttir sitja. Ragnhildur segir að góð stemn- ing sé ávallt á kvennakvöldunum. Hópar komi saman í heimahúsum síðdegis til að undirbúa sig fyrir kvöldið og sumar hittist í hádeginu. Hittingurinn er meðal annars not- aður til skrýðast pallíettum eða við- eigandi fatnaði, eftir smekk hverrar og einnar. Hópurinn sem Ragnhild- ur tilheyrir undirbýr kvöldið í kvöld. Hún viðurkennir að þetta sé mikið verk en skemmtilegt. Þær missi þó ekki af útreiðartúrum þess vegna, nema þennan eina dag. Þótt Fákskonur haldi kvenna- kvöldið koma einnig konur úr öðrum hestamannafélögum. Þær verða ekki alveg karlmannslausar því eig- inmennirnir fá að koma síðar um kvöldið. „Við leyfum þeim að koma á miðnætti,“ segir Ragnhildur. Koma sterkar inn í sportið Konur eru að sækja sig í hesta- mennskunni. „Þær eru að koma sterkt inn í sportið, ekki síst úti í Evrópu þar sem þær eru meira áberandi en strákarnir. Við höfum ekki enn náð því hér heima en við eigum mikið af öflugum konum í keppnum hér,“ segir Ragnhildur Matthíasdóttir. Búbblur og pallíettur á kvennakvöldi hjá Fáki Morgunblaðið/Árni Sæberg Riðið út Auglýsing um kvennakvöldið fór ekki fram hjá konunum sem eru að viðra hestana í Víðidal.  Konurnar leyfa eiginmönnunum að koma um miðnættið Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is VOR 2020 30% afsláttur Opið 11-15 í dag Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook túnikur Str. 40/42-56/58 í dag Skipholti 29b • S. 551 4422 Fylgið okkur á facebook Fisléttir VOR- JAKKAR í fallegum litum Elías Pétursson, sem undanfarin sex ár hefur verið sveitarstjóri Langanesbyggðar, hefur verið ráð- inn bæjarstjóri Fjallabyggðar. Tek- ur hann við nýja starfinu 9. mars næstkomandi. Sveitarstjórn Langanesbyggðar tilkynnti í gær að fallist hefði verið á ósk Elíasar um að hann láti af störfum fyrir sveitarfélagið, þar sem hann væri að hefja störf á nýj- um vettvangi. Í kjölfarið tilkynnti Fjallabyggð, að hann hefði verið ráðinn bæjarstjóri þar. Gunnar Birgisson lét af störfum bæjar- stjóra Fjallabyggðar 1. desember sl. af persónulegum og heilsufars- legum ástæðum. Áður en Elías tók við starfi sveitarstjóra Langanesbyggð- ar var hann sjálf- stætt starfandi ráðgjafi, meðal annars hjá Mos- fellsbæ. Hann fæddist á Þórs- höfn 1965. Á vef Langanesbyggðar segir Elías: „Undanfarin að verða sex ár hafa verið á stundum krefjandi en ákaf- lega lærdómsrík, þroskandi og ánægjuleg, fyrir það allt þakka ég.“ Frá Langanesbyggð til Fjallabyggðar Elías Pétursson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.