Morgunblaðið - 29.02.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.02.2020, Blaðsíða 24
SVIÐSLJÓS Margrét Þóra Þórsdóttir Akureyri Stefnt er að því að taka á nýupp gjaldskyldu á bílastæð-um í miðbæ Akureyrar ánæsta ári. Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrar, segir að fram- undan sé vinna við að skoða allar hliðar málsins, vanda undirbúning- inn og kynna breytingarnar vel fyrir bæjarbúum. Minnisblað Bifreiðastæðasjóðs Akureyrar um gjaldtöku á bílastæð- um í miðbæ Ak- ureyrar var til umræðu á fund- um tveggja nefnda bæjarins nýverið, umhverf- is- og mannvirkj- aráði og skipu- lagsráði og voru viðbrögð við því að taka gjald- skyldu upp aftur jákvæð hjá nefnd- unum. Skipulagsstjóra var falið að vinna málið áfram og gera tillögu að áætlun um innleiðingu í samráði við umhverfis- og mannvirkjaráð. Bifreiðastæðasjóður Akureyrar hefur að sögn Guðmundar staðið undir almennum rekstrarkostnaði sjóðsins flest undanfarin ár með sektargreiðslum. Óhagræði og kostnaður af stöðumælum Gjaldskylda var á bílstæðum í miðbæ Akureyrar í eina tíð og muna margir eftir fjölda stöðumæla hér og hvar um bæinn. „Þeim var skipt út árið 2005 en það var af þeim töluvert óhagræði, kostnaður og fyrirhöfn. Notendur þurftu að hafa klink í vös- unum til að geta greitt fyrir stæðið og það var líka mjög mikið og dýrt viðhald á stöðumælunum,“ segir Guðmundur. Klukkustæðin svonefndu leystu stöðumæla af hólmi, notendur gátu nálgast „klukku“ sem ýmist var límd í framglugga bifreiða eða lá laus og sýndu á henni hvenær lagt var í stæðið. Leyfilegt er að leggja í stæði næst miðbænum í klukkustund en tvær þegar fjær dregur og í einstaka stæði í miðbænum er tíminn miðaður við fimmtán mínútur. „Það hafa orðið miklar tækni- framfarir hin síðari ár og nú er hæg- ur vandi fyrir flesta að greiða með appi í símunum sínum en vænt- anlega yrði einnig settur upp miða- söluturn á einhver bílastæði þar sem hægt er að greiða fyrir stæðin. Við ætlum okkar að skoða hvernig hag- kvæmast er að leysa málið, hvaða kostnað það hefur í för með sér og annað slíkt, þannig að farsælasta lausnin verði fyrir valinu,“ segir Guðmundur. 1.200 stæði í og við miðbæinn Alls eru um 1.200 bílastæði í og við miðbæ Akureyrar og þar af eru tæplega 500 svonefnd klukkustæði. Endurgjaldslaus tímabundið með því að sýna hvenær lagt var í stæðið. Í hin stæðin þarf ekki klukkur en þau eru til að mynda við Ráðhús Ak- ureyrarbæjar og við Menningar- húsið Hof, ögn lengra frá miðbænum fyrir þá sem vilja ganga aðeins lengra. Guðmundur segir að klukku- tímastæðin í námunda við miðbæinn hafi verið hugsuð fyrir þá sem þyrftu að sinna sínum erindum þar, stússi sem ekki tæki of langan tíma. Nokk- ur brögð hefðu verið að því að fólk legði í þessi stæði og væri svo á randi fram og til baka að endurstilla klukkuna í bílnum til að komast hjá sekt. „Þannig að sú hugsun að menn gætu gengið að góðu bílstæði við miðbæinn er alls ekki alltaf að virka,“ segir hann. Guðmundur segir að mestu skipti að það kerfi sem tekið verði upp sé einfalt og að þjónustan verði betri fyrir þá sem eigi erindi í miðbæinn þar sem miðstöð margs konar þjónustu sé. Gjaldskylda á Akur- eyri í stað bílaklukku Morgunblaðið/Margrét Þóra Akureyri Áform eru uppi um að taka upp gjaldskyldu á bílastæðum bæj- arins. Bílaklukkurnar munu því víkja fyrir nýju fyrirkomulagi á rukkun. Guðmundur B. Guðmundsson 24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. FEBRÚAR 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Fyrsta til-felli kór-ónuveir- unnar COVID-19 hefur nú greinst hér á landi. Greint var frá þessu í gær og kom fram í tilkynningu frá landlækni að um væri að ræða karlmann á fimmtugsaldri, sem ekki væri alvarlega veikur og sýndi dæmigerð einkenni sjúkdómsins. Það á ekki að koma á óvart að veiran hafi borist hingað. Veirunnar hefur orðið vart á vinsælum ferðamannastöð- um þar sem Íslendingar eru tíðir gestir og því var í raun aðeins tímaspursmál hve- nær þetta myndi gerast. Kórónuveiran sem nú geisar átti upptök sín í Kína og hafa kínversk stjórnvöld gripið til víðtækra ráðstaf- ana til að hefta útbreiðslu hennar. Þó voru þau sein að taka við sér í upphafi og glataðist þar verðmætur tími. Þar hefur veiran senni- lega fengið forskot, sem heilbrigðisyfirvöld um allan heim reyna nú að vinna upp. Frá upphafi hafa heyrst grunsemdir um að út- breiðsla veirunnar væri meiri en gögn gæfu til kynna. Tilfellið sem greind- ist hér á landi ber því vitni. Maðurinn sem greindist var nýlega á ferð á Norður- Ítalíu, en hann var utan skil- greinds hættusvæðis fyrir veiruna. Í nýjasta tölublaði Der Spiegel, sem kom út í gær, er farsóttinni slegið upp á forsíðu með fyrirsögninni „Heimsveirukreppa“. Þar er greint frá tilfelli í Þýsklandi þar sem sá smitaði hafði ekki komið á neinn þann stað sem veirunnar hefur orðið vart. Þær raddir hafa jafnvel heyrst að það sé um seinan að hefta útbreiðsluna, kór- ónuveiran sé þegar orðin að heimsfaraldri og því eigi að leggja alla orku og peninga í að lækna þá sem hafa smit- ast og veikst. Tilfellum í Þýskalandi fer fjölgandi og Jens Spahn, heilbrigð- isráðherra landsins, sagði í lok vikunnar að það væri „spurning hvort aðferðir okkar hingað til í því skyni að hefta veiruna og rjúfa smitkeðjur gangi áfram upp“. Farsótt á borð við kór- ónuveiruna er erfið viðfangs. Ógerningur er að drepa einfaldlega á samfélaginu og senda alla heim til sín. Þó hefur verið gripið til ýmissa ráðstafana til þess að stemma stigu við útbreiðsl- unni, til dæmis með því að aflýsa mannamótum þar sem flest tilfelli hafa greinst. Ljóst er að til slíkra aðgerða mun verða gripið víðar um heim og þær gætu orðið víðtækar. Engin leið er að segja til um hversu langan tíma það mun taka faraldurinn að ganga yfir. Áhrif kórónuveirunnar á efnahag heimsins eru þegar farin að koma fram. Spurn- ingin er aðeins hversu víð- tæk þau verða. Í þeim efnum er hægt að segja fyrir um dómsdag eða skammvinna dýfu og allt þar á milli og ljóst að einhver mun á end- anum hafa rétt fyrir sér. Að sama skapi er hægt að færa rök fyrir því að hér sé á ferðinni uppnám úr öllu samhengi við tilefnið. Ekki sé það mikill munur á kór- ónuveirunni og hinni árvissu flensu að bregðast þurfi við eins og gert hafi verið. Það getur vel verið rétt, en hins vegar er hér nýtt afbrigði á ferð, sem ekki er til lækning við. Það geta allir haft rangt fyrir sér, en þar til í ljós kemur hvað sannara reynist er öruggara að sýna ýtrustu varkárni. Hér á landi er sennilega auðveldara að hefta út- breiðslu kórónuveirunnar en víðast hvar. Það helgast af því að íbúar eru fáir og auðvelt er að koma boðum á framfæri þannig að þau komist til skila til nánast allra. Stjórnvöld hér á landi hafa ítrekað að þau séu í stakk búin til þess að takast á við þessa veiru og segja að hér sé nægur búnaður til að veita þeim, sem kunna að veikjast hastarlega, að- hlynningu. En það er ekki aðeins yfir- valda að bregðast við. Al- menningur getur lagt sitt af mörkum til að hefta út- breiðslu með einföldum hlutum á borð við handþvott og að forðast návígi. Það er besta leiðin til þess að rjúfa smitleiðir og stöðva út- breiðsluna. Fyrsta tilfellið greinist á Íslandi} Útbreiðsla kórónuveirunnar N ú standa yfir réttarhöld í London þar sem grundvallarmannrétt- indi sakbornings eru brotin í öll- um meginatriðum. Heims- pressan fylgist álengdar með, lögspekingar og varðmenn mannréttinda eru mættir á svæðið en innlend og erlend stjórnvöld sem og kjörnir fulltrúar þegja þunnu hljóði. Um er að ræða réttarhöld yfir Julian Ass- ange, forsprakka Wikileaks. Réttarsalurinn er við hliðina á hinu rammgirta Belmarsh- öryggisfangelsi þar sem Asssange hefur verið vistaður frá því í apríl 2019 en frá 2012 dvaldi hann í nokkurs konar stofufangelsi vegna fram- salskröfu Bandaríkjastjórnar. Fangelsið geymir þá sem taldir eru hafa framið svívirðilegustu glæpina, morð, nauðganir og hryðjuverk. Jú og núna, fyrir að hafa ljóstrað upp um meinta stríðsglæpi bandarískra stjórnvalda. Rétt er að rifja upp sakarefnið. Fjölmiðillinn WikiLeaks birti trúnaðargögn er láku frá bandaríska hernum um þeirra aðgerðir í stríðinu í Afganistan og Írak. Sýndu gögnin hvernig bandarískir her- menn stráfelldu óbreytta borgara í þyrluárás, fullorðna sem börn, sem ekki voru þátttakendur í stríðinu og skulu njóta verndar samkvæmt alþjóðalögum. Þetta voru engin slysaskot heldur markvissar aðgerðir til útrýmingar á al- mennum borgurum. Wikileaks, þá stýrt af Julian Assange, fékk gögnin og birti. Í eðlilegu árferði ætti alþjóða- samfélagið að rísa upp og þakka hugrekki þeirra sem láku gögnum og þeirra sem þau birtu en öðru nær. Bandarísk stjórnvöld krefjast 175 ára fangelsisrefsingar yfir Assange. Í vikunni hófust réttarhöldin þar sem skýr mannréttindabrot eru framin. Julian Assange er geymdur í glerbúri í réttarsalnum. Hann heyrir illa það sem fram fer og fær hann ekki að vera í samskiptum við verjanda sinn. Hann nýt- ur ekki þess grundvallarréttar að fá að verjast þeim ásökunum sem á hann eru bornar. Á fyrsta degi réttarhalda mátti hann þola það í tvígang að vera afklæddur að fullu og á honum leitað. Ellefu sinnum var hann settur í handjárn og í fimm skipti var hann lokaður inni í mis- munandi klefum. Þegar hann óskaði eftir að fá að yfirfara framlögð gögn málsins svo hann gæti varist var því hafnað. Hann getur því ekki undirbúið sig fyrir réttarhöldin eða brugðist við því sem fram fer. Honum er gert að sitja í gler- búri frammi fyrir fullum sal af fólki eins og dýri. Jafnvel saksóknari telur málsmeðferð ekki eðlilega en ekki er brugðist við. Þetta er líklega einhver sú ofboðslegasta aðför að rétti sakborninga, fjölmiðlum og blaðamönnum sem við höfum orðið vitni að í nútímanum. Þetta gerist fyrir allra augum og svo virðist sem við séum bara alveg sofandi fyrir þessu máli. Við stöndum nú frammi fyrir því að enginn blaðamað- ur verði óhultur í störfum sínum og þá er lýðræðið í hættu. Helga Vala Helgadóttir Pistill Mannréttindabrot fyrir allra augum Höfundur er þingman Samfylkingarinnar. helgavala@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.