Morgunblaðið - 29.02.2020, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 29.02.2020, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. FEBRÚAR 2020 Ábest skipaða Íslandsmótikvenna fyrr og síðar semhófst í Garðabæ á fimmtu-daginn bar helst til tíðinda að Jóhanna Björg Jóhannsdóttir vann Guðlaugu Þorsteinsdóttur með tilþrifum í fyrstu umferð, en Guð- laug, sem er margfaldur Íslands- og Norðurlandameistari kvenna, er næststigahæsti keppandinn í flokkn- um á eftir Lenku Ptacnikovu, sem gerði jafntefli eftir harða baráttu í skák sinni við Tinnu Kristínu Finn- bogadóttur. Sjö af átta þátttak- endum tefldu á opna mótinu í Prag í síðasta mánuði. Önnur úrslit í 1. um- ferð urðu á þann veg að Lisseth Ace- vedo vann Hrund Hauksdóttur en Sigríður Björg og Sigurlaug gerðu jafntefli. Töfluröðin er þessi: 1. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir 2. Tinna Kristín Finnbogadóttir 3. Sigríður Björg Helgadóttir 4. Lis- seth Acevedo 5. Hrund Hauksdóttir 6. Sigurlaug Friðþjófsdóttir 7. Lenka Ptacnikova 8. Guðlaug Þor- steinsdóttir. Skák Jóhönnu og Guðlaugar á fimmtudaginn gekk þannig fyrir sig: Landsliðsflokkur kvenna 2020; 1. umferð: Jóhanna Björg Jóhannsdóttir – Guðlaug Þorsteinsdóttir Ítalskur leikur 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4 Bc5 4. c3 Rf6 5. d3 d6 6. Bb3 0-0 7. Rbd2 a5 8. 0-0 Ba7 9. He1 Re7 10. Rf1 Rg6 11. Rg3 c6 12. h3 h6 13. d4 Dc7 14. Dc2 a5 15. a4 Hb8 16. Be3 Bd7 17. Had1 Db7 18. Bc1 Hfe8 Í hefðbundnum ítölskum leik, kannski að leiknum 7. ... a5 undan- skildum, hefur Jóhanna byggt vel upp stöðu sína og stendur greinilega betur að vígi. Hér varð Guðlaug að leika 18. ... c5 og halda þannig í horfinu þótt ekki sé leikurinn fagur. 19. Rf5! Dc7 Eða 19. ... Bxf5 20. exf5 og síðan 21. dxe5. - Sjá stöðumynd - 20. Rxd6! Dxd6 21. dxe5 De7 22. exf6 gxf6 23. Bxh6 Kh7 24. Be3 Bxe3 25. Hxe3 Hg8 26. e5! f5 Hvítur hefur teflt af miklum krafti og nú kemur lokahnykkurinn. 27. Bxf7! Hg7 Vitaskuld ekki 27. ... Dxf7 28. Rg5+ og drottningin fellur. 28. e6 - og svartur gafst upp. Dagur og Guðmundur efstir á Skákhátíð MótX Dagur Ragnarsson og Guð- mundur Kjartansson unnu skákir sínar í sjöundu umferð Skákhátíð- ar MótX sem fram fór á mánu- dagskvöld. Þeir hlutu báðir sex vinninga af sjö mögulegum. Dagur vann Ingvar Þ. Jóhannesson í loka- umferðinni og Guðmundur vann Halldór Grétar Einarsson. Dagur var úrskurðaður sigurvegari móts- ins vegna betri stigatölu. Komst hann upp í 2.400 Elo-stig og þarf einungis einn áfanga að alþjóð- legum meistaratitli til að vera sæmdur þeim titli. Hjörvar Steinn Grétarsson varð einn í 3. sæti með 5 vinninga. Þá bætti Guðmundur stigatölu sína umtalsvert. Í B-flokki urðu í efstu sætum Guðni Stefán Pétursson, Pétur Pálmi Harðarson og Jóhanna Björg Jóhannsdóttir. Þau hlutu öll 5½ vinning af sjö mögulegum en Guðni Stefán var með bestu stiga- töluna og er því sigurvegari flokks- ins. Í mótslok afhenti Viggó Hilmarsson verðlaun fyrir hönd MótX og bætti vel í miðað við það sem áður hafði verið boðað. Stuðn- ingur fyrirtækisins við þetta mót í Stúkunni er mikils metinn af vel- unnurum skáklistarinnar í Kópa- vogi. Sterkasta Íslands- mót kvenna hafið í Garðabæ Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Morgunblaðið/Orri Freyr Oddsson Íslandsmeistarar Piltarnir í Lindaskóla hlutu 31 vinning af 32 á Íslands- móti grunnskóla í 1.-3. bekk. F.v. Birkir Hallmundarson, Sigurður Páll Guðnýjarson, Engilbert Viðar Eyþórsson og Arnar Freyr Orrason. Ólafur Oddsson ljósmyndarivar fæddur á hlaupársdag1880 á Sámstöðum í Fljótshlíð og hefði því orðið 140 ára í dag. Móðir hans var Ingibjörg Ketilsdóttir, seinni kona Odds Eyjólfssonar bónda þar, og var Ólafur yngsta barn hans af 21. Einn albróðir Ólafs komst til full- orðinsára, Sæmundur í Garðs- auka. Hálfsystkini Ólafs er upp komust voru Eyjólfur, Benedikt, Guðrún, Sigríður og Oddur. Er þau hjón létu af búskap vor- ið 1890 og hálfbróðir Ólafs, Odd- ur, og kona hans Helga Magn- úsdóttir tóku við jörðinni urðu þeir bræður áfram hjá þeim í sjö ár til ársins 1897 er Ólafur fluttist með Sæmundi að Gerði í Hvol- hreppi, en þar byrjaði Sæmundur þá búskap með Ingibjörgu móður þeirra bræðra. Árið 1899 fluttist Ólafur til Reykjavíkur að læra ljós- myndaiðn hjá Árna Thor- steinsson. Hinn 17. júní 1905 giftist Ólaf- ur Valgerði Haraldsdóttur Briem, bróðurdóttur Valdimars vígslu- biskups og sálmaskálds. Settust þau að á Fáskrúðsfirði. Þar stundaði Ólafur ljósmyndagerð. Árið 1907 hélt Ólafur til Kaup- mannahafnar til frekari mennt- unar í iðn sinni. Frá árinu 1913 voru þau Valgerður búsett í Reykjavík. Þau eignuðust 9 börn og komust 7 þeirra til fullorðins- ára. Ólafur var snemma mjög bók- hneigður. Um Ólaf látinn sagði Morgunblaðið: Ólafur var maður tryggur í lund með afbrigðum, vinafastur og vinavandur. – Hann var maður léttur í lund og hafði jafnan gamanyrði á vörum í hvert sinn sem hann mætti kunningja. Minnugur var hann mjög og hafði jafnan frá mörgu að segja. Þá sagði: Hann gaf sig mjög að ýms- um félagsmálum og nutu þau fé- lög áhuga hans og fórnvísi. Hann starfaði um langt skeið mikið í Verslunarmannafélagi Reykjavík- ur. En hvergi kom áhugi Ólafs betur fram en í stjórnmála- félögum þeim er hann fylgdi að málum. Í Landsmálafélaginu Verði var hann sífellt með áhuga- sömustu félagsmönnum. Á meðal þekktustu ljósmynda Ólafs eru myndir af ungskáld- unum Halldóri Kiljan Laxness og Davíð Stefánssyni. Ljós- myndadeild Þjóðminjasafnsins er með ljósmyndaplötur hans í sinni vörslu og nokkrar af elstu myndavélum hans eru í Skóga- safni. Í hópi afkomenda þeirra Val- gerðar voru Ólafur Oddsson menntaskólakennari og Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðs- ins. Merkir Íslendingar Ólafur Oddsson Það er segin saga að þegar harðnar á dalnum fer menningin á kreik. Skemmst er að minnast Hrunsins, þegar menn sneru við blaði, nauðugir, viljugir, og fóru úr botnlausri yfirvinnu og hruna- dansi fjármálalottósins og yfir í saklausa félagsstarfsemi, prjóna- klúbba og fjallgöngur. Þannig fylltust Lionsklúbbar, sem verið höfðu við dauðamörk, á svipstundu og hafa blómstrað síðan. Nú eru slíkir tímar að renna upp aftur. Þensla hefur minnkað verulega og kranavísitalan er á niðurleið. Enn er þó velmegun í landi og vonandi deilist réttlátlega úr þeim birgðum sem safnast hafa í kornhlöður á góðu árunum. Ein „kreppubreyting“ er strax komin fram og er greinileg: Blöðin eru að fyllast af aðsendu efni. Nú hafa menn tíma til að koma hugsunum sínum og áhugamálum á blað og í blað. M.a.s. ríkisforstjórar gefa sér tíma til að skattyrðast og bændur hafa enn áhuga á höfundi Njálu. Gott að skipta út Mammoni fyrir menn- ingu, annað veifið. Sunnlendingur Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Mammon eða menning ICQC 2020-2022 Stærðir eru breytilegar og hægt að innrétta að vild. Umhverfið er í miðju fjölbreyttu miðborgarlífinu með mikla nálægð við ferðamenn. Möguleikarnir eru endalausir en rýmin henta vel ýmiskonar rekstri s.s. gullsmiði, snyrtistofu, hárgreiðslustofu, kaffihús, heilsubúð, mörkuðum af ýmsu tagi, listamönnum, einnig sem skrifstofur s.s lögfræðistofur, auglýsingastofur og arkitektar svo fátt eitt sé nefnt. Einnig gefst kostur á að tengja saman rekstur og búsetu í sama húsnæðinu. Brynjureitur afmarkast af Laugavegi 27 a og b og Hverfisgötu 40-44 og á milli þeirra liggur ný og skemmtileg göngugata sem getur skapað sér sérstöðu í hringiðu miðbæjarins og hefur fengið nafnið Kasthúsastígur. Við Laugaveg 27 a og b eru stærði í boði á bilinu 31 m² til 239 m² en við Hverfisgötu frá 60 m² til 255 m². Nánari upplýsingar veitir Helgi Már Karlsson löggiltur fasteigna- sali í s. 897 7086 hmk@jofur.is eða Ólafur Jóhannsson löggiltur fasteignasali í s. 824 6703 olafur@jofur.is. Nýtt og spennandi verslunar- og þjónustuhúsnæði á Brynjureit TIL LEIGU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.