Morgunblaðið - 29.02.2020, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 29.02.2020, Blaðsíða 40
40 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. FEBRÚAR 2020 Grill 66 deild karla Þór Ak. – Valur ..................................... 33:25 Fjölnir U – Víkingur ............................ 30:29 Grótta – KA U....................................... 33:32 Staðan: Þór Ak. 15 13 2 0 465:384 28 Haukar U 14 9 1 4 417:370 19 Grótta 15 9 1 5 441:419 19 Valur U 15 8 2 5 433:431 18 Þróttur 15 7 2 6 444:416 16 FH U 15 7 1 7 448:435 15 Víkingur 15 6 1 8 410:417 13 KA U 15 4 1 10 435:465 9 Fjölnir U 15 3 1 11 376:441 7 Stjarnan U 14 1 2 11 353:444 4 Grill 66 deild kvenna Grótta – HK U ...................................... 27:17 FH – Selfoss.......................................... 22:25 Víkingur – ÍBV U ................................. 23:24 Staðan: Fram U 18 18 0 0 607:402 36 FH 19 15 1 3 537:413 31 Selfoss 19 14 2 3 460:406 30 Grótta 19 12 1 6 490:447 25 ÍR 18 10 1 7 470:442 21 ÍBV U 19 9 1 9 466:466 19 Valur U 18 8 1 9 478:478 17 Fjölnir 18 6 2 10 433:484 14 Stjarnan U 18 6 1 11 428:479 13 HK U 19 4 2 13 464:555 10 Fylkir 18 3 0 15 359:451 6 Víkingur 19 0 0 19 417:586 0 Danmörk SönderjyskE – Lemvig ....................... 18:26  Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði 1 mark fyrir SönderjyskE, eins og Sveinn Jóhannsson. Frakkland B-deild: Cesson-Rennes – Séléstat................... 25:24  Geir Guðmundsson skoraði ekki fyrir Cesson-Rennes.  1. deild karla Snæfell – Höttur................................... 71:89 Vestri – Hamar ..................................... 90:79 Staðan: Höttur 20 18 2 1753:1479 36 Hamar 20 17 3 1951:1738 34 Breiðablik 20 16 4 1978:1678 32 Vestri 18 11 7 1588:1451 22 Álftanes 20 10 10 1702:1744 20 Selfoss 19 8 11 1476:1533 16 Skallagrimur 20 3 17 1616:1873 6 Sindri 17 2 15 1370:1578 4 Snæfell 20 2 18 1585:1945 4 Svíþjóð Borås – Wetterbygden Stars .......... 103:102  Elvar Már Friðriksson skoraði 19 stig, tók 2 fráköst og gaf 8 stoðsendingar á 28 mínútum hjá Borås. NBA-deildin Philadelphia – New York................. 115:106 Indiana – Portland ........................... 106:100 Oklahoma City – Sacramento ......... 112:108 Golden State – LA Lakers................. 86:116  UNGSTIRNI Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Frammistaða kanadíska knatt- spyrnumannsins Alphonso Davies fyrir Bayern München gegn Chelsea í Meistaradeild Evrópu á þriðjudag hefur vakið verðskuldaða athygli. Davies, sem lék í stöðu vinstri bak- varðar, var ekki bara öruggur í vörn- inni heldur gríðarlega sterkur í sókninni og átti hann stóran þátt í þriðja marki Bayern í 3:0-stórsigri. Davies óð upp vinstri kantinn og áttu leikmenn Chelsea ekki möguleika gegn Kanadamanninum, áður en hann sendi hnitmiðað á Robert Lew- andowski sem skoraði auðvelt mark. Davies var einn af bestu mönnum vallarins, þrátt fyrir að vera aðeins 19 ára gamall. Flúðu frá Líbíu til Gana Hver er Alphonso Davies? Frammistaða hans gegn Chelsea var mögnuð, en leið hans á toppinn er enn magnaðri. Davies fæddist í flóttamannabúðum í Gana 2. nóv- ember árið 2000. Foreldar hans höfðu flúið stríðsátök í heimalandi sínu Líbíu. Að sögn föður hans, De- beah, var lífið lítið skárra í Gana. „Við höfðum daglega áhyggjur af því að deyja úr hungri. Við vorum ekki aðeins á stríðssvæði, heldur líka í flóttamannabúðum. Það var ekki öruggt að við gætum fundið mat fyr- ir okkur og Alphonso,“ sagði hann í viðtali við Sky Sports. Fimm ára til Kanada Sem betur fer fyrir Alphonso og fjölskyldu hans fengu þau hæli í Kanada þegar hann var fimm ára. Fyrsta árið í Kanada bjuggu þau í Windsor í Ontario og svo lá leiðin til Edmonton. Þar byrjaði Alphonso snemma að æfa fótbolta og vakti hann athygli fyrir mikla hæfileika. Þegar hann var 14 ára var Vancou- ver Whitecaps farið að fylgjast vel með honum og ári síðar samdi hann við félagið. Fyrst um sinn lék Davies í næstefstu deild með varaliði Van- couver og í júlí 2016 varð hann yngsti markaskorari næstefstu deildar Bandaríkjanna. Næstyngstur í deildinni Hann skoraði tvö mörk í ellefu leikjum með varaliðinu og var í kjöl- farið færður í aðalliðið. Hann lék fyrsta leik sinn í efstu deild í júní 2016, þegar hann var 16 ára og átta mánaða. Varð hann næstyngsti leik- maðurinn í sögu deildarinnar á eftir Freddy Adu, undrabarninu sem spil- aði 14 ára á sínum tíma en lítið varð úr. Davies fékk kanadískan ríkis- borgararétt 6. júní 2017 og sama dag varð hann yngsti leikmaðurinn í sögu kanadíska landsliðsins, en hann var 16 ára er hann lék í vináttuleik gegn Curaçao. Mánuði síðar varð hann yngsti markaskorari landsliðs- ins frá upphafi er hann skoraði í fyrsta leik Kanada í Gullbikarnum í Bandaríkjunum, álfukeppni Mið- og Norður-Ameríku. Hann sló í gegn í keppninni og varð markahæstur, valinn besti ungi leikmaðurinn og valinn í úrvalslið mótsins. Keyptur til Bayern München Davies hélt áfram að spila vel með Vancouver, þar sem hann skoraði tólf mörk í 81 leik. Var hann byrj- aður að vekja athygli sterkustu fé- laga Evrópu og að lokum var það Bayern München sem vann kapp- hlaupið. Sumarið 2018 staðfesti Van- couver að félagið hefði komist að samkomulagi við Bayern um að selja leikmanninn á 22 milljónir dollara og var hann á þeim tíma dýrasti leik- maðurinn í sögu bandarísku atvinnu- mannadeildarinnar. Davies kláraði tímabilið með Vancouver og gekk formlega í raðir Bayern í janúar á síðasta ári og gerði samning til 2023. Bakvörður vegna meiðsla Hann lék fyrsta deildarleik sinn með Bayern gegn Stuttgart 27. jan- úar á síðasta ári. Fyrsta markið kom 17. mars gegn Mainz og varð hann í leiðinni yngsti markaskorarinn hjá Bayern í 20 ár. Hann spilaði sem kantmaður hjá Vancouver og fyrst um sinn hjá Bayern, en vegna meiðslavandræða hjá þýska liðinu, var David Alaba færður úr vinstri bakverði í miðvörðinn og Davies fékk tækifæri til að leika sem bak- vörður. Þar hefur hann blómstrað og er hann þegar orðinn einn besti vinstri bakvörður heims. Hann hefur leikið 26 leiki með Bayern á leiktíð- inni og er algjör lykilmaður. Þá hef- ur hann þegar leikið 17 landsleiki og skorað í þeim fimm mörk. Saga Davies hefur vakið mikla at- hygli, enda fæddist hann í flótta- mannabúðum en er orðinn einn besti ungi leikmaður heims og hefur bætt hin ýmsu met í leiðinni. Hann er enn aðeins 19 ára gamall og á því bara eftir að verða betri. Höfðum dag- lega áhyggjur af því að deyja  Alphonso Davies sem hefur slegið í gegn með Bayern München 19 ára gamall fæddist í flóttamannabúðum AFP Kanadamaður Alphonso Davies sýndi í leik Bayern München og Chelsea í London að hann er líklegur til mikilla afreka á næstu árum. Ísland mætir Úkraínu í lokaumferð- inni í 2. deild B á heimsmeistaramóti kvenna í íshokkí í Skautahöllinni á Akureyri í dag klukkan 17. Ástralía er með 12 stig, Ísland 9, Nýja- Sjáland 9 og Tyrkland, Úkraína og Króatía eru með 2 stig hvert. Ástr- alir mæta grönnum sínum Nýsjá- lendingum í hreinum úrslitaleik klukkan 13.30 en mestar líkur eru á að Ísland hljóti silfurverðlaunin á mótinu. Ástralir standa best að vígi með að tryggja sér sæti í 2. deild A en barátta þriggja neðstu liðanna um að halda sér í deildinni er tvísýn. Lokaumferðin á Akureyri í dag Ljósmynd/Þórir Tryggvason Ung Hilma Bergsdóttir er fimmtán ára gömul landsliðskona Íslands. Körfuknattleiksdeild Hauka sagði í gær upp samningi sínum við þjálf- ara kvennaliðs félagsins, Ólöfu Helgu Pálsdóttur, sem hefur stýrt Haukaliðinu frá sumrinu 2018. Bjarni Magnússon, aðstoðarþjálfari liðsins, stýrir því í næstu leikjum, fyrst gegn Skallagrími í mikil- vægum leik í Dominos-deildinni á sunnudaginn. Haukar eru í harðri baráttu við Skallagrím og Keflavík um tvö sæti í úrslitakeppninni um Íslandsmeistaratitilinn en töpuðu fyrir Skallagrími á dögunum í undanúrslitum bikarkeppninnar. Ólöfu Helgu sagt upp hjá Haukum Morgunblaðið/Eggert Uppsögn Ólöf Helga Pálsdóttir er hætt störfum hjá Haukum. Kylfingarnir Valdís Þóra Jóns- dóttir og Guðrún Brá Björgvins- dóttir komust í fyrrinótt báðar í gegnum niðurskurðinn á NSW Open golfmótinu á Evrópumótaröð- inni í Ástralíu. Valdís Þóra lék annan hringinn á 74 höggum, eftir að hafa leikið þann fyrsta á 72 höggum, og var þar með á tveimur höggum yfir pari samanlagt í 31.-40. sæti. Guðrún Brá lék hringinn á 72 höggum, eftir að hafa leikið þann fyrsta á 77 höggum, og var sam- anlagt á fimm höggum yfir pari í 53.-65. sæti en efstu 65 keppendur leika áfram tvo síðustu hringina um helgina. Þriðji hringurinn var leikinn í Nýja-Suður-Wales í Ástralíu í nótt en keppnin fer fram í borginni Dubbo, um 300 km norðvestur af Sydney. Báðar áfram í Ástralíu Guðrún Brá Björgvinsdóttir Valdís Þóra Jónsdóttir Heimsmeistaramótunum í hand- knattleik karla og kvenna hefur verið úthlutað til ársins 2027. Fram- kvæmdastjórn Alþjóða handknatt- leikssambandsins, IHF, kom saman í Kaíró í Egyptalandi í gær og tilkynnti eftir fund sinn hvar yrði leikið árin 2025 og 2027. Evrópubúar geta verið ánægðir með sinn hlut því öll stórmót íþróttar- innar hjá báðum kynjum verða í Evr- ópu næstu sjö árin hið minnsta. Norðurlöndin fá sinn skerf því Danir og Norðmenn munu halda heimsmeistaramót karla árið 2025 og Króatía verður þriðja gest- gjafaþjóðin. Það verður í fyrsta skipti sem þrjár þjóðir halda HM karla en það var gert í fyrsta skipti á Evr- ópumóti karla á þessu ári þegar mótið í janúar fór fram í Noregi, Svíþjóð og Austurríki, og verður í fyrsta skipti á HM kvenna 2023 þegar þrjár Norð- urlandaþjóðir halda mótið í samein- ingu. Mótshaldið næstu sjö árin verð- ur sem hér segir: HM karla: 2021: Egyptaland. 2023: Pólland og Svíþjóð. 2025: Danmörk, Króatía og Nor- egur. 2027: Þýskaland. HM kvenna: 2021: Spánn. 2023: Danmörk, Noregur og Sví- þjóð. 2025: Holland og Þýskaland. 2027: Ungverjaland. Evrópuþjóðir fengu ekki aðeins heimsmeistaramótin í elstu flokk- unum heldur einnig öll mót sem út- hlutað var í yngri aldursflokkum. Slóvenía, Norður-Makedónía, Pól- land, Þýskaland, Króatía, Georgía og Portúgal fengu þar öll gestgjafa- hlutverk. Þá eru Ólympíuleikarnir 2024 haldnir í París þannig að eftir ÓL í Tókýó í sumar þurfa Evrópuþjóðir ekki að fara á stórmót utan álfunnar fyrr en Ólympíuleikarnir 2028 verða haldnir í Los Angeles. vs@mbl.is Evrópa sér um HM í handbolta næstu árin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.