Morgunblaðið - 29.02.2020, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 29.02.2020, Blaðsíða 48
Tónlistarhópurinn Cauda Collective kemur á morgun, sunnudag, kl. 16 fram á tónleikum í röðinni Sígildir sunnudagar í Hörpu. Tónleikarnir bera yfirskriftina „Ástarjátning“ og tengjast verkin öll ástinni á einn eða annað hátt. Þau eru eftir tón- skáldin Björk Níelsdóttur, Halldór Smárason, György Ligeti, Leoš Janácek og Ernest Chausson. Öll verkin fjalla um ást á einn eða annan hátt LAUGARDAGUR 29. FEBRÚAR 60. DAGUR ÁRSINS 2020 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.196 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Ásdís Sigurðardóttir, handknatt- leikskona úr KA/Þór á Akureyri, á langan feril að baki og segir að það hafi alltaf verið draumur sinn að vinna bikar með uppeldisfélaginu. KA/Þór leikur í undanúrslitum bik- arkeppninnar á miðvikudaginn. „Þessir stóru leikir eru ástæðan fyr- ir því að maður er að hlaupa, lyfta og æfa allt árið,“ segir Ásdís. »41 Þess vegna er maður að hlaupa, lyfta og æfa Valdir kaflar úr hinu rómaða bók- menntaverki Stílæfingar eftir Ray- mond Queneau verða fluttir í þýð- ingu Rutar Ingólfsdóttur í Hljóðbergi Hannesarholts á morgun, sunnudag, klukkan 16. Flytjendur eru leik- ararnir Arnar Jónsson, Brynhildur Guðjónsdóttir, Ragnheiður Stein- dórsdóttir og Þór Tulinius. Sveinn Einarsson er leikstjóri og milli kafla leika Anna Guðný Guðmundsdóttir, Einar Jóhann- esson og Sig- urður I. Snorrason- létta skemmti- tónlist sem samin var við verk- ið. Leikarar flytja kafla úr rómuðum Stílæfingum ÍÞRÓTTIR MENNING „Listamenn sjá keppnina sem frábært tækifæri til að koma sér á framfæri erlendis og lögunum í spil- un til dæmis á Spotify og YouTube, sem getur skilað þeim talsverðum tekjum og tækifæri til landvinninga. En stóra málið er að taka þátt í þessum landsleik sem söngvakeppn- in er. Hér hjá RÚV var fyrir nokkr- um árum ákveðið að efla keppnina og fá fólkið í landinu með. Núna á keppnisdegi erum við með loka- æfingu síðdegis sem er fjölskyldu- skemmtun og svo úrslitakeppnin sjálf í kvöld. Báðir þessir viðburðir eru mjög vinsælir og heilu fjölskyld- urnar koma í höllina, sem er gam- an,“ segir Rúnar Freyr. Stemning á Norðurlöndum Úrslitakeppni Eurovison verður í Rotterdam í Hollandi 16. maí í vor en forkeppni hennar verður dagana 10. og 12. maí og lokakvöldið er 14. maí næstkomandi. „Nei, það er ekkert nýtt að söngvakeppnin sé að einhverju marki notuð til að koma skilaboðum á framfæri. Einhverju sinni rétt fyr- ir 1970 sást sýrlenskum fána bregða fyrir í sal og sjónvarpi. Þá hafa í keppnina oft komið lög með ramm- pólitískum textum sem er ekkert um að segja. Listamenn hafa frelsi. En fyrst og síðast er söngvakeppnin þó skemmtun – og óvíða er stemn- ingin fyrir þessum viðburði meiri en á Norðurlöndunum og svo hafa löndin í Austur-Evrópu komið sterk inn á seinni árum; svo sem Albanía, Litháen og Pólland. Þá eru Ástralar mikið Eurovision-fólk sem hefur mikinn áhuga á Íslandi – sem ég held að sé gagnkvæmt,“ segir Rún- ar Freyr að síðustu. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Söngvakeppnin hefur alltaf skipt Íslendinga miklu máli, kannski mun meira en aðrar þjóðir. Hér samein- ast þjóðin, bæði um lokakeppnina hér heima og úrslitakeppnina, og þá mælist uppsafnað áhorf á sjón- varpið um 70%. Meira verður það varla,“ segir Rúnar Freyr Gíslason, verkefnisstjóri Eurovision hjá Ríkisútvarpinu, RÚV. Þaulæfð atriði Söngvakeppnin 2020 er á RÚV í kvöld og hefst bein útsending frá Laugardalshöll kl. 19.45. Þar ræðst hvaða flytjendur og lag fara fyrir Íslands hönd í Eurovision í Hol- landi. Lögin eru Meet me halfway með Ísold og Helgu, Daði og Gagna- magnið flytja lagið Think about things, Nína syngur lagið Echo, Iva Marín kemur með lagið Oculis Vid- ere og framlag rokkhljómsveit- arinnar Dimmu er Almyrkvi. Tveir síðastnefndu flytjendurnir syngja á íslensku en hinir þrír á ensku. Undirbúningur RÚV að Euro- vision hefst snemma sumars ár hvert. Línur eru lagðar, salarkynni bókuð, tónlistarfólk ráðið til starfa og fleira. Æfingar á sviði og fyrir linsum myndavéla hefjast svo í jan- úar og þar er allt lagt undir. Hver tónn og hvert skref á sviðinu er þaulæft og hver myndrammi sem birtist á sjónvarpsskjám lands- manna úthugsaður af færu fólki sem vinnur undir stjórn Salóme Þorkelsdóttur, sem stýrir útsend- ingu. Hátt undir höfði „Hér hjá RÚV var ákveðið fyrir nokkrum árum að gera keppninni hærra undir höfði og það virkar vel. Auk laganna fimm sem keppa til úr- slita fáum við á sviðið í kvöld Hat- ara, sigurvegara keppninnar í fyrra, og Keiino, norsku sveitina sem hlaut flest símaatkvæði áhorfenda í Eurovision-söngvakeppninni í fyrra. Þetta er frábært sjónvarpsefni og áhugi íslensks tónlistarfólks á að taka þátt í keppninni hefur líka auk- ist mikið í seinni tíð,“ segir Rúnar Freyr, sem nú stýrir Eurovison á Íslandi í fimmta sinn. Landsleikur í kvöld  Söngvakeppnin sameinar þjóðina  Fimm lög og þrjú á íslensku  Þaulæfð útsending  Tækifæri tónlistarmanna Morgunblaðið/Eggert Eurovision Söngvakeppnin skiptir þjóðina máli, segir Rúnar Freyr Gísla- son sem er í aðalhlutverki við undirbúning sjónvarpsviðburðar ársins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.