Morgunblaðið - 29.02.2020, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 29.02.2020, Blaðsíða 41
ÍÞRÓTTIR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. FEBRÚAR 2020 HANDBOLTI Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Ásdís Sigurðardóttir, leikmaður KA/ Þórs í handknattleik, viðurkennir að það hafi alltaf verið draumur hjá sér að vinna bikar með uppeldisfélagi sínu. Ásdís er fædd árið 1983 og er einn reynslumesti leikmaður KA/ Þórs sem mætir Haukum í undan- úrslitum bikarkeppninnar, Coca- Cola bikarsins, í Laugardalshöll á miðvikudaginn kemur. „Við reynum að fókusera á deild- arleikinn á laugardaginn gegn Haukunum til að byrja með. Hann er gríðarlega mikilvægur, sér- staklega ef við ætlum okkur í úr- slitakeppnina, sem er eitt af okkar markmiðum. Það er þess vegna mik- ið undir á laugardaginn en um leið og þeim leik er lokið förum við að einbeita okkur að leiknum í undan- úrslitum bikarkeppninnar á mið- vikudaginn kemur. Það verður auð- velt að gíra sig upp í þann leik enda eru þessir stóru leikir ástæðan fyrir því að maður er að hlaupa, lyfta og æfa allt árið.“ Góð blanda í liðinu Ásdís er uppalin á Akureyri hjá KA/Þór en liðið hefur aldrei orðið bikarmeistari og viðurkennir stór- skyttan, sem hefur einnig leikið með FH og Stjörnunni, að það sé kominn tími til þess að breyta því. „Það hefur alltaf verið draumur að vinna bikar með uppeldisfélagi sínu en það má að sjálfsögðu ekki gleyma því að við þurfum fyrst að vinna und- anúrslitaleikinn, áður en við förum að spá í úrslitaleikinn sjálfan. Að sama skapi gjóum við augunum líka að lokatakmarkinu sem er að taka þann stóra. Við erum með erlendan markmann en annars eru þetta allt KA/Þór-stelpur sem hafa komið upp í gegnum frábært barna- og ung- lingastarf félagsins. Blandan í liðinu er því mjög góð, það er að segja, við erum með unga og mjög efnilega leikmenn í bland við eldri og reynd- ari leikmenn. Þá er stemningin á Ak- ureyri geggjuð og þar snýst allt um handboltann þessa dagana. Um- gjörðin í kringum félagið er mjög flott og á bak við hana standa meðal annars fyrrverandi leikmenn úr lið- inu sem hafa lagt skóna á hilluna. Það er unnið frábært starf þarna á bak við tjöldin og allir sem standa í kringum félagið eiga stórt hrós skil- ið.“ Skemmtileg deild í vetur Ásdís hefur verið lengi í handbolt- anum en ákveðin umræða skapaðist á dögunum um styrkleika deild- arinnar og ójöfnuð innan hennar. Fram og Valur hafa haft mikla yfir- burði í deildinni í vetur og hafa kom- ið leikir inn á milli þar sem liðin hafa unnið leiki sína með meira en tutt- ugu marka mun. „Vissulega hafa Fram og Valur skarað aðeins fram úr í deildinni í vetur en við getum klárlega unnið bæði þessi lið á góðum degi. Það þarf allt að ganga upp auðvitað hjá okk- ur, bæði vörn og markvarsla, og stóru liðin þurfa kannski að hitta á slæman dag hjá sér á sama tíma. Við unnum Fram í fyrra sem dæmi þannig að það getur allt gerst í þessu og liðin í sjöunda til þriðja sætinu hafa öll verið að taka stig hvert af öðru í vetur þannig að deild- in hefur verið mjög skemmtileg í vetur að mínu mati.“ Alltaf flykkst í sterkustu liðin „Það hefur alltaf verið stór hluti af kvennahandboltanum að stelpur flykkjast í sterkustu liðin. Þetta er eitthvað sem hver og einn leikmaður verður að eiga við sjálfan sig. Þegar allt kemur til alls snýst þetta oft á tíðum um það hvort leikmaður sé tilbúinn að sitja á bekknum hjá einu af stóru liðunum og vinna titla eða vera lykilmaður í liði sem er kannski ekki alltaf að berjast í og við topp- inn. Auðvitað er gaman að vinna titla og allt það og ég skil þess vegna að það kitli marga að fara í stóru liðin. Það skiptir hins vegar gríðarlega miklu máli líka að fá spiltíma og verða þannig betri leikmaður en að endingu er þetta ákvörðun sem hver og einn verður að taka fyrir sjálfan sig,“ sagði Ásdís í samtali við Morg- unblaðið. Geggjuð stemning á Akureyri  Ásdís Sigurðardóttir segir það draum að vinna bikar með uppeldisfélaginu  KA/Þór einbeitir sér að Haukum í dag og aftur í bikarnum á miðvikudag Ljósmynd/Þórir Tryggvason Einbeitt Ásdís Sigurðardóttir í dauðafæri í leik gegn Haukum fyrr í vetur. Liðin mætast tvisvar á næstu dögum, á Íslandsmótinu í Hafnarfirði í dag og svo aftur í undanúrslitum bikarkeppninnar í Laugardalshöll á miðvikudag. Knattspyrnumaðurinn Hólmbert Aron Friðjónsson fór meiddur af velli á 22. mínútu hjá Aalesund er liðið mætti Molde í æfingaleik í gær. Hólmbert var borinn af velli og er óttast að framherjinn sé með slitið krossband. „Ég snéri illa upp á hnéð á mér og ég vona bara það besta,“ sagði Hólmbert við Morg- unblaðið. Lars Bohinen, þjálfari Aalesund, hefur miklar áhyggjur af meiðslum Hólmberts en hann sagði við Sunnmorsposten eftir leikinn að Hólmbert yrði líklega ekki með á komandi tímabili. Hólmbert með slitið krossband? Ljósmynd/aafk.no/Srdan Mudrinic Meiðsli Hólmbert Aron er líklega alvarlega meiddur. Ari Leifsson, sem hefur verið í stóru hlutverki í vörn Fylkismanna síðustu ár, er á leið til norska knatt- spyrnuliðsins Strömsgodset frá Drammen. Fylkir hefur samþykkt tilboð Norðmannanna og hann á í viðræðum við félagið um kaup og kjör. Ari er 21 árs, lék sinn fyrsta A-landsleik í janúar og hefur leikið 14 leiki með 21-árs landsliðinu. Fylkir hefur hins vegar fengið til sín Djair Parfitt-Williams, 23 ára framherja frá Bermúda, sem kem- ur frá Rudar í Slóveníu en var í fjögur ár í röðum West Ham. Ari á förum en annar kominn Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Fylkir Ari Leifsson er væntanlega á förum til Strömsgodset. HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin: Kórinn: HK – ÍBV .................................. L16 TM-höllin: Stjarnan – Afturelding........ L16 Ásvellir: Haukar – KA/Þór ............... L16.30 Origo-höllin: Valur – Fram.................... L17 1. deild kvenna, Grill 66-deildin: TM-höllin: Stjarnan U – Fjölnir ........... L18 Origo-höllin: Valur U – Fylkir............... L19 1. deild karla, Grill 66-deildin: Ásvellir: Haukar U – Stjarnan U.......... L14 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin: Origo-höllin: Valur – Grindavík ........ S18.30 MG-höllin: Stjarnan – Þór Ak........... S19.15 Blue-höllin: Keflavík – Haukar......... S19.15 Njarðtaksgryfjan: Njarðvík – KR.... S20.15 Úrvalsdeild kvenna, Dominos-deildin: Ásvellir: Haukar – Skallagrímur...... S17.30 1. deild karla: Vallaskóli: Selfoss – Höttur .............. S19.15 1. deild kvenna: Hveragerði: Hamar – Grindavík b........ L16 Sauðárkrókur: Tindastóll – Keflavík b. L16 Hertz-hellirinn: ÍR – Njarðvík.............. L16 KNATTSPYRNA Deildabikar karla, Lengjubikarinn: Vivaldi-völlur: Grótta – Grindavík ........ L11 Skessan: Víkingur Ó. – Fjölnir.............. L12 Origo-völlur: Valur – ÍBV...................... L14 Boginn: KA – Keflavík ........................... L15 Fjarðabyggðarhöll: Leiknir F. – KR .... S13 Boginn: Þór – Þróttur R......................... S15 Boginn: Magni – Fram ........................... S17 Deildabikar kvenna, Lengjubikarinn: Boginn: Þór/KA – Selfoss ...................... L17 ÍSHOKKÍ Heimsmeistaramót kvenna, 2. deild B: Akureyri: Tyrkland – Króatía ............... L10 Akureyri: Ástralía – Nýja-Sjáland .. L13.30 Akureyri: Ísland – Úkraína ................... L17 BORÐTENNIS Íslandsmótið í borðtennis fer fram í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði um helgina. Undanúrslit hefjast kl. 11 á morgun og úrslitaleikir í einliðaleikjum karla og kvenna kl. 14.20. Enski boltinn á Símanum Sport Brighton – Crystal Palace ................ L12.30 Bournemouth – Chelsea........... (mbl.is) L15 Watford – Liverpool .......................... L17.30 Everton – Manchester United............... S14 UM HELGINA! Lengjubikar karla A-deild, riðill 1: Breiðablik – ÍA......................................... 7:1 Gísli Eyjólfsson 37., Alexander Helgi Sig- urðarson 40., Thomas Mikkelsen 44., 85., Davíð Ingvarsson 71., Viktor Karl Einars- son 84., 90. – Tryggvi Hrafn Haraldsson 59. Leiknir R. – Afturelding......................... 2:1 Bjarki Aðalsteinsson 15., Shkelzen Veseli 87. – Jason Daði Svanþórsson 81. A-deild, riðill 2: Víkingur R. – Fylkir................................ 2:0 Óttar Magnús Karlsson 21., 28. (víti) Lengjubikar kvenna Stjarnan – Valur ...................................... 1:0 Helga Guðrún Kristinsdóttir 64. England Norwich – Leicester................................. 1:0 Evrópudeild UEFA 32ja liða úrslit, seinni leikur: Salzburg – Eintracht Frankfurt ............. 2:2  Frankfurt áfram, 6:3 samanlagt. Danmörk AGF – Hobro ............................................ 0:0  Jón Dagur Þorsteinsson lék síðustu 7 mínúturnar með AGF. Pólland Jagiellonia – Lech Poznan ..................... 1:1  Böðvar Böðvarsson var ekki í leik- mannahópi Jagiellonia. Frakkland B-deild: Caen – Grenoble ...................................... 2:0  Kristófer Ingi Kristinsson kom inn á sem varamaður á 67. mínútu hjá Grenoble. Holland B-deild: Eindhoven – Excelsior ............................ 3:1  Elías Már Ómarsson lék allan leikinn með Excelsior. Belgía B-deild: Lommel – Roeselare................................ 0:0  Kolbeinn Þórðarson lék fyrstu 75 mín- úturnar með Lommel. Union St. Gilloise – Westerlo ................. 3:1  Aron Sigurðarson lék allan leikinn með Union St. Gillouise og skoraði annað mark- ið.  Skíðamaðurinn Hilmar Snær Örv- arsson frá skíðadeild Víkings varð í gær fyrstur Íslendinga til þess að vinna sigur á Evrópumótaröð IPC í alpagreinum. Hilmar hafði sigur í svigkeppni og að henni lokinni var ljóst að ekki yrði keppt í stórsvigi í dag vegna aðstæðna. Þar af leiðandi er Hilmar sigur- vegari heildarstigakeppninnar á Evr- ópumótaröðinni með gull í svigi og silfur í stórsvigi. Hilmar, sem hefur síðustu ár klifrað hratt upp met- orðastigann í alpagreinum, er nú á meðal allra fremstu fatlaðra alpa- greinamanna í heiminum. Hilmar skíðaði fyrri ferðina á 47,30 sek- úndum og seinni ferðina á 51,47 sek- úndum. Austurríkismaðurinn Thom- as Grochar, sem var helsti keppi- nautur Hilmars, var með forystu eftir fyrri ferðina en féll í seinni ferðinni. Hilmar Snær fyrsti íslenski sigurvegarinn AFP Sigur Hilmar Snær Örvarsson fagnaði sigri á Evrópumótaröðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.