Morgunblaðið - 29.02.2020, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.02.2020, Blaðsíða 6
Sóttkví, sem fólk er kemur frá áhættusvæðum kórónuveirunnar er beðið að fara í, getur verið mjög íþyngjandi en hún er bráðnauðsyn- leg til að hindra útbreiðslu veir- unnar. Þannig má einstaklingur í sóttkví ekki fara út af heimili og á aðra staði nema brýna nauðsyn beri til, svo sem til að sækja heilbrigðis- þjónustu og þá aðeins að höfðu sam- ráði fyrirfram við heilsugæslu. Heimilt er að fara út á svalir eða í garð við heimilið. Ef aðrir eru þar líka þarf sá sem er í sóttkví að halda sig í a.m.k. 1-2 m fjarlægð. Ein- staklingur í sóttkví má fara í göngu- ferðir en þarf að halda sig í a.m.k. 1-2 m fjarlægð frá öðrum vegfar- endum. Heimilt er líka að fara í bíl- túr á einkabíl en ekki má eiga sam- skipti við aðra í návígi, t.d. við bílalúgur veitingastaða. Einstaklingur í sóttkví má ekki nota almenningssamgöngur eða leigubíla og ekki fara til vinnu eða skóla þar sem aðrir eru. Hann má ekki fara á mannamót, hvort sem þau varða starf hans, fjölskyldu eða félagslíf. Ekki má dvelja í sameigin- legum rýmum fjölbýlishúsa, svo sem stigagöngum, þvottahúsum eða sam- eiginlegum görðum / útivistar- svæðum. Einstaklingur í sóttkví má ekki taka á móti gestum á heimili sínu. Takmarka þarf til hins ýtrasta umgengni við annað fólk. Þess vegna getur einstaklingur þurft að fá að- stoð við aðföng á heimilið. Um nán- ari útfærslu þess og allar aðrar upp- lýsingar um hegðun í sóttkví má lesa á vef landlæknisembættisins. gudmundur@mbl.is Engar heimsóknir í sóttkví  Reglur settar um hegðun í sóttkví á íslenskum heimilum  Takmörkuð umgengni við aðra  Gönguferðir leyfðar AFP Veiran Ferðalöngum sem koma frá skilgreindum áhættusvæðum kór- ónuveirunnar er ráðlagt að fara í 14 daga sóttkví á heimilum sínum. 6 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. FEBRÚAR 2020 Golf Sími 552 2018 info@tasport.is Lumine Golf Club Verð frá kr. 219.800 5 nætur í Barcelona 28. mars – 2. apríl Verð kr. 119.800 ámann í tvíbýli Innifalið: Flug, skattar og gjöld. 20 kg innrituð taska og 10 kg handfarangur. Gisting á 4* hóteli meðmorgunmat. PGA Catalunya Resort Verð frá kr. 244.800 Real Club de Golf El Prat Verð frá kr. 269.800 Sjá allar okkar ferðir og meiri upplýsingar á tasport.is Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Fimm svæði eru skilgreind með mikla áhættu vegna kórónuveir- unnar. Sóttvarnalæknir ráðleggur gegn ónauðsynlegum ferðum þang- að. Fólk sem verið hefur á þessum svæðum er beðið að vera í sóttkví í 14 daga heima hjá sér frá dvöl á áhættusvæði. Með dvöl á áhættu- svæði er átt við að hafa gist þar. Áhættusvæðin eru fjögur héruð á Ítalíu, Lombardía, Venetó, Emilía Rómanja og Píemonte, Kína, Suður- Kórea og Íran. Gæta þarf ýtrasta hreinlætis Fimm önnur svæði eru skilgreind með litla smitáhættu. Þetta eru önn- ur svæði á Ítalíu en nefnd eru hér að framan, Japan, Singapúr, Hong Kong og Tenerife. Fólk sem er á þessum svæðum eða hefur verið á þessum svæðum á undanförnum dögum er beðið að gæta ýtrasta hreinlætis og huga að sýkinga- vörnum. Það innifelur meðal annars að þvo hendur oft og vel, hafa klút fyrir andlitinu við hnerra/hósta eða hnerra/hósta í olnbogabót og nota handspritt. Handþvottur, það að forðast að snerta augu, nef og munn og það að forðast að heilsa með handabandi eru lykilatriði til að forðast smit og fækka smitleiðum. Tilkynna þarf veikindi sem koma upp innan 14 daga frá heimsókn á ofangreind svæði í síma 1700 eða til heilsugæslunnar og fara yfir ferða- söguna. Ferðamenn fylgist með fréttum Þá segir í ráðleggingum sótt- varnalæknis að Íslendingar á ferða- lögum erlendis, sérstaklega þar sem kórónuveiran hefur verið staðfest, ættu að fylgjast vel með ferðatak- mörkunum og fjöldasamkomu- takmörkunum á þeim svæðum og aðlaga ferðaáætlanir eins og þurfa þykir. Gæta þarf vel að almennu hrein- læti, sérstaklega handþvotti með sápu og vatni. Handspritt má nota ef ekki er hægt að þvo hendur. Þó skyldi alltaf þvo hendur með sápu og vatni ef þær eru sýnilega óhrein- ar. Forðast villt dýr Forðast á náið samneyti við ein- staklinga sem eru með almenn kvef- einkenni/hósta. Fólk er beðið að snerta ekki munn, nef eða augu með óþvegnum höndum. Nota skal papp- ír fyrir vit við hnerra og hósta og þvo hendur reglulega. Henda skal pappír eftir notkun. Loks er ráðlagt að forðast sam- neyti við villt dýr eða dýr á almenn- um mörkuðum. Forðast ber áhættusvæði veirunnar  Varað við ferðum á fimm aðaláhættusvæði kórónuveirunnar  Önnur fimm svæði með minni áhættu en þörf á aðgæslu  Mikilvægt að fylgja leiðbeiningum og fylgjast með tilkynningum Ekki snerta munn, nef eða augu með óþvegnum höndum. Nota pappír fyrir vit við hnerra og hósta og þvo hendur reglulega. Henda skal pappír eftir notkun. Ráðleggingar til ferðamanna Ef þeir fá einkenni frá öndunarfærum, sérstaklega með hita, skulu þeir hafa samband við Læknavaktina í síma 1700 eða sína heilsugæslu símleiðis en ekki mæta óboðaðir á sjúklingamóttökur. Fylgjast vel með ferðatakmörkunum og takmörkunum á fjöldasamkomum. Gæta vel að almennu hreinlæti, sérstaklega handþvotti með sápu og vatni. Handspritt má nota ef ekki er hægt að þvo hendur. Þó skyldi alltaf þvo hendur með sápu og vatni ef þær eru sýnilega óhreinar. Forðast náið samneyti við einstaklinga sem eru með almenn kvefeinkenni/hósta. Svæði með mikla smitáhættu Kína Eftirfarandi héruð á Ítalíu: Lombardía, Venetó, Emilía-Rómanja og Píemonte Suður-Kórea Íran Ráðlagt er gegn ónauðsynlegum ferðum á ofangreind svæði. Þeir sem hafa dvalið á þessum svæðum eru beðnir um að vera í sóttkví í 14 daga frá dvöl. Svæði með litla smitáhættu Önnur svæði á Ítalíu Japan Singapúr Hong Kong Tenerife Þeir sem eru á eða hafa verið á þessum svæðum á undanförn- um dögum eru beðnir um að gæta ýtrasta hreinlætis og huga að sýkingavörnum. Mælt er með að ferðamenn sleppi ónauðsynlegum ferðalögum til áhættu- svæða þar sem kórónuveirufaraldur er í gangi og smit er talið útbreitt. Einstaklingar, með búsetu á Íslandi, sem hafa verið á áhættusvæðum og snúa heim eru hvattir til að halda sig heima í 14 daga. Sóttvarnalæknir hvetur einstaklinga á ferðalögum erlendis, sérstaklega þar sem kórónuveirusmit hefur verið staðfest að: Forðast samneyti við villt dýr eða dýr á almennum mörkuðum. Heimild: Embætti landlæknis Íslensk stjórnvöld telja enn að ekki séu við lýði þær aðstæður sem kalli á lokun landsins vegna kórónuveir- unnar. Núverandi áhættumat bend- ir ekki til þess að upptaka tíma- bundins landamæraeftirlits myndi bera árangur við að hefta út- breiðslu veirunnar. Snúið er að banna fólki að koma hingað til lands vegna alþjóðlegra skuldbund- inga en heimildir til að loka landinu með vísan til almannaheilbrigðis eru þó taldar ótvíræðar. Í þeim efn- um koma til skoðunar t.d. ákvæði laga um sóttvarnir, um loftferðir og ákvæði laga um útlendinga. Ef landinu er lokað komast Ís- lendingar sem staddir eru erlendis ekki heim (án sérstaks heimflutn- ings) og aðföng og útflutningur raskast. Möguleikinn á þessu úr- ræði er í stöðugri endurskoðun í samræmi við áhættumat á hverjum tíma. Innanlands hafa lögregluyfirvöld miklar valdheimildir komi til hættuástands og gildir einu um hvers konar hættu er að ræða. Lög- reglustjóri getur gefið fyrirmæli sem öllum er skylt að hlíta, m.a. um að banna dvöl eða umferð á ákveðnum svæðum og að vísa fólki á brott eða fjarlægja fólk. Þótt ferðamenn fengju inngöngu í land- ið á Keflavíkurflugvelli væri hægt að loka fyrir umferð til nærliggj- andi byggðarlaga. Ótvíræðar heimildir til að loka landinu  Ekki talin þörf á því að svo stöddu Morgunblaðið/Sverrir Landamæri Lögreglan hefur víð- tækar heimildir til að stöðva fólk. Kórónuveirusmit á Íslandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.