Morgunblaðið - 29.02.2020, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.02.2020, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. FEBRÚAR 2020 ÖRYGGI ÖLLUM STUNDUM ÖRYGGISHNAPPUR SECURITAS Hringdu í síma 580 7000 eða farðu á heimavorn.is SAMSTARFSAÐILI ÖRYGGISHNAPPUR SECURITAS 09:41 100% BROTINN SKJÁR? Við gerum við allar tegundir síma, spjaldtölva, og Apple tölva Bolholti 4, 105 • Reykjavík • S 534 1400 • www.smartfix.is s n j a l l t æ k j a þ j ó n u s t a Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hækkaði í gær áhættumat sitt vegna kórónuveirunnar upp í hæsta stig. Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri stofnunarinnar, sagði sérstakt áhyggjuefni að tilfell- um veirunnar væri enn að fjölga og hennar yrði nú vart í sífellt fleiri löndum. Tedros taldi þó enn möguleika á að halda aftur af frekari útbreiðslu lungnabólgufaraldursins en til þess þyrfti samstillt átak til að greina til- felli snemma, einangra og huga að sjúklingum. Auk Íslands voru tilkynnt fyrstu tilfelli veirunnar í Hvíta-Rússlandi, Danmörku, Litáen, Mexíkó og á Nýja-Sjálandi í gær. Hennar hefur nú orðið vart í meira en fimmtíu ríkj- um og í öllum heimsálfum nema Suð- urskautslandinu. Sunnan Sahara í fyrsta sinn Þá bættist Nígería í hóp þeirra ríkja þar sem veirunnar hefur orðið vart, og varð landið þar með fyrsta Afríkuríkið sunnan Sahara-eyði- merkurinnar þar sem faraldurinn kemur upp. Um var að ræða Ítala búsettan í höfuðborginni Lagos, sem virðist hafa smitast á Norður-Ítalíu. Meira en 83.000 manns hafa nú smitast af kórónuveirunni og rúm- lega 2.800 látist af hennar völdum. Langflest tilfellin hafa komið upp í Kína, þar sem faraldursins varð fyrst vart, en tilfellum þar hefur fækkað að undanförnu, á sama tíma og tilfellum utan Kína hefur fjölgað hratt. Svissnesk stjórnvöld ákváðu í gær að fresta öllum viðburðum þar sem von væri á fleiri en þúsund manns fram til 15. mars. Verðbréfamarkaðir héldu áfram að vera í frjálsu falli í gær og bendir ýmislegt til að undanfarin vika verði sú versta á mörkuðunum frá alþjóð- legu fjármálakreppunni 2008. Olíu- verð féll um 4% í gær og hefur ekki verið lægra í rúmt ár. Þá vara sérfræðingar við því að áhrif veirunnar á Kína og lægra framleiðslustig þar í kjölfar farald- ursins muni geta haft mikil og nei- kvæð áhrif á efnahag annarra ríkja á næstu vikum. Áhættumat WHO komið á hæsta stig  Hraði útbreiðslunnar áhyggjuefni  Markaðir falla enn AFP Faraldur Starfsmaður í franskri verksmiðju pakkar niður grímum, sem mikil eftirspurn er eftir vegna faraldursins. Stjórnvöld í Kreml sögðu að Vladim- ír Pútín Rússlandsforseti og Recep Tayyip Erdogan myndu mögulega funda í Moskvu í næstu viku vegna ástandsins í Sýrlandi, en leiðtog- arnir ræddust við í síma í gærmorg- un eftir að 33 tyrkneskir hermenn féllu í árás sýrlenska stjórnarhers- ins á bækistöðvar uppreisnarmanna í Idlib-héraði. Mannfallið hefur leitt til mikillar spennu í samskiptum Rússlands og Tyrklands, en Tyrkir hafa stutt við bakið á uppreisnarmönnum á meðan Rússar hafa veitt stjórnarhernum aðstoð, einkum í formi loftárása. Tyrkir hafa sakað stjórnarherinn um að hafa með aðgerðum sínum rofið vopnahlé frá árinu 2018 sem bæði Rússar og Tyrkir stóðu að, en sýrlensk stjórnvöld segja að upp- reisnarmenn hafi ítrekað brotið gegn ákvæðum þess undanfarna mánuði. Bandalagsríki Tyrkja í Atlants- hafsbandalaginu hafa flest sent frá sér yfirlýsingar um stuðning sinn við Tyrki. Erdogan ræddi einnig við Donald Trump Bandaríkjaforseta símleiðis í gær og voru forsetarnir sammála um að hvetja Rússa og Sýrlendinga til þess að láta af að- gerðum sínum í Idlib-héraði áður en fleiri óbreyttir borgarar létu lífið eða væru neyddir frá heimilum sínum. Tyrkir svöruðu árásinni með því að gera eldflaugaárás á sýrlenska bækistöð og féllu 20 hermenn stjórn- arhersins þar. Sagði Erdogan við Trump að Tyrkir hefðu þar með svarað með fullnægjandi hætti árás Sýrlendinga. Opnuðu landamærin Tyrknesk stjórnvöld sögðu hins vegar einnig í kjölfar árásarinnar á fimmtudagskvöldið að þau ætluðu ekki lengur að koma í veg fyrir að flóttamenn frá Sýrlandi gætu ferðast til ríkja Evrópusambands- ins, en samkomulag hefur verið í gildi frá 2016 á milli Tyrklands og sambandsins um að Tyrkir hindri flæði flóttamanna til ESB. Tilkynntu stjórnvöld í Grikklandi og Búlgaríu að þau myndu auka ör- yggisgæslu við landamæri sín að Tyrklandi í gær til að koma í veg fyr- ir að ólöglegir flóttamenn streymdu þar inn frá Tyrklandi. Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusam- bandsins, sagði í gær að hann hefði sóst eftir heiti tyrkneskra stjórn- valda um að þau myndu standa við sinn enda samkomulagsins frá 2016. Sérfræðingar í málefnum Tyrk- lands sögðu yfirlýsingu stjórnvalda um landamærin hugsaða til að beita ríki ESB og Atlantshafsbandalags- ins þrýstingi vegna ástandsins í Sýr- landi. Atlantshafsbandalagsríkin samþykktu hins vegar á neyðarfundi sínum í gær einungis að viðhalda þeim viðbúnaði sem þegar væri fyrir hendi í Tyrklandi en veittu engin heit um frekari aðstoð. sgs@mbl.is Óvissuástand í kjölfar árás- ar á Tyrki  Pútín og Erdogan funda mögulega vegna Sýrlands í næstu viku AFP Sýrlandsstríðið Þessi flóttamaður hélt í gær í átt að landamærum Tyrklands og Grikklands. Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.