Morgunblaðið - 29.02.2020, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 29.02.2020, Blaðsíða 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. FEBRÚAR 2020 Hann elsku afi er farinn og það er erf- itt að sætta sig við. Við erum enn í áfalli yfir ótíma- bæru fráfalli hans. Elsku afi, það sem er efst í huga er þakklæti, þakklæti fyrir allar samverustundirnar gegnum árin. Sérstaklega í Þúfuselinu og í Kiðjabergi, staðir sem þú byggð- ir til þess að geta notið með öllum fjölskylduskaranum og vinum sem þú varst svo duglegur að sinna. Það var sjaldan lognmolla í kringum þig, alltaf í einhverjum framkvæmdum, sama hvort það var að elda matinn, þrífa húsið, rækta blómin eða að smíða, það var ekkert sem stoppaði þig og aldrei neitt kvart eða kvein – það var gengið í öll þau verk sem þurfti að ganga í, jafnvel þótt það væru verk fyrir tvo til þrjá menn og þú værir einn. Þegar ég hugsa um þig þá er fjölskyldumaður það sem kemur fyrst í hugann, stór og mikill töff- ari og þú lést í þér heyra ef þú varst ekki sáttur, þá líka fékkstu alla þá áheyrn sem þarfnaðist. Þú varst þó aldrei feiminn við að sýna tilfinningar, sem er einskon- ar einkenni fyrir þessa stóru og frábæru fjölskyldu – það er harka alla leið, en aldrei feimni við að leyfa nokkrum tárum að renna við hin ýmsu tilefni, jafnt í gleði sem í sorg. Þú ert ein helsta ástæða fyrir því að fjölskyldan er svona samrýnd og skemmtir sér svona vel saman. Fæðingarárið mitt 1981 byrj- aði áramótahefðin í Þúfuselinu þar sem allir komu saman og skemmtu sér vel, þessi hefð hefur haldist öll ár síðan – sami matur, allt fólkið og þú við endann á borðinu svo stoltur með allan hópinn þinn og elskaðir þú Ástþór Runólfsson ✝ Ástþór Run-ólfsson fæddist 16. október 1936. Hann lést 2. febr- úar 2020. Útför Ástþórs fór fram 28. febr- úar 2020. hversu vel hópurinn stækkaði. Þið amma voruð mín stoð og stytta á unglingsárum og var því mjög viðeig- andi að þegar kom að því að hefja bú- skap skyldi það vera í kjallaranum hjá ykkur í Þúfusel- inu. Þið tókuð Magga inn í fjölskylduna opnum örmum og var hann oft fenginn í verkin með þér. Alltaf gaman að rifja upp að þegar ég varð ólétt að nöfnu ykkar ömmu, áður en við deildum fréttunum varst þú bú- inn að tilkynna óléttuna nokkrum innan fjölskyldunnar því ber- dreyminn varstu víst. Okkur þótti mjög vænt um að þú skyldir finna þér tíma til að heimsækja okkur fjölskylduna og að börnin mín hafi fengið að njóta þeirra forréttinda að þekkja þig. Alltaf varstu mikill sjarmör og er yndislega Ingunn gott dæmi um það, að kynnast svona flottri konu á gamalsaldri, þið sýnduð svo gott fordæmi hvernig á að lifa lífinu, ferðast um allan heim, skoða nýja staði, kynnast nýju fólki og skemmta ykkur svona vel saman. Elsku afi – þín verður svo sannarlega sárt saknað. Elva Guðrún Guðjónsdóttir. Undurfagra ævintýr ágústnóttin hljóð. Um þig syngur æskan hýr öll sín bestu ljóð. (Oddgeir Kristjánsson/ Árni úr Eyjum) Elsku afi, þótt fjarlægðin hafi verið mikil undanfarin ár þá hef- ur alltaf verið svo gott að spjalla við þig í síma. Það var líka ynd- islegt að fá ykkur Ingunni í heim- sókn til okkar í Þýskalandi og ómetanlegar stundir sem við átt- um saman. Sérstaklega þegar þú sast í ruggustólnum hennar ömmu með nýfæddan son okkar og nafna þinn í fanginu og þið spjölluðuð saman. Afi minn, það er svo sárt að kveðja en nú hefur þú nóg að snúast að passa okkur öll, afkom- endur þína á Íslandi og um allan heim. Ásdís Rut og fjölskylda í Þýskalandi. Látinn er góður vinur okkar og félagi, Ástþór Runólfsson, en hann lést 2. febrúar síðastliðinn. Hann hafði verið í AKÓGES síðan 1964 eða í 55 ár. Hann var félagi í víðustu merkingu þess orðs, félagi félaganna allra, dríf- andi, glaðlyndur og söngvinn. Alltaf til staðar fyrir félagið og átti oft frumkvæðið að því að skipuleggja eitthvað skemmti- legt. Hvort um var að ræða fundi, skemmtanir eða ferðalög. Þessa naut hann. Söng með kórnum okkar frá byrjun og leiddist ekki að kórinn væri kallaður „Drengjakór AKÓGES“. Hann verður okkur ævinlega minnis- stæður, þar sem hann reis úr sæti sínu og byrjaði að syngja Eyjalögin. Þá var okkar maður á réttum stað og naut sín vel. Í ekki stærra félagi en okkar, eru einstaklingar eins og hann afar mikilvægir. Ástþór var framkvæmdamaður í eðli sínu, starfaði nær alla sína tíð sem byggingarmeistari. Byggði hús af öllum stærðum og gerðum. Í þessu samhengi gleymum við ekki hans þætti í öllum fram- kvæmdum okkar í gegnum árin. Þar var hann þessi drífandi mið- punktur. Við félagar hans í AKÓGES þökkum honum gefandi og skemmtilega samfylgd í áratugi. Hans góðu sambýliskonu Ing- unni og aðstandendum öllum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guðjón Guðlaugsson. Ekki hvarflaði það að okkur hjónunum þegar Ástþór kom við hjá okkur til að kveðja þegar þau Ingunn voru að fara aftur til Gran Canaria eftir að hafa verið hér um áramótin með fjölskyld- um sínum að það yrði okkar síð- asta kveðja. Nú seinni árin átti Ástþór vin- konu, Ingunni Óskarsdóttur, og hafa þau dvalið á Gran Canaria undanfarna vetur. Við kynntumst Ástþóri þegar hann fór að vera með Guðrúnu eiginkonu sinni en hún lést árið 2007 og voru hún og Lilja nánar vinkonur alla tíð. Ást- þór og Guðrún byrjuðu sinn bú- skap í Vestmannaeyjum og byggðu þar einbýlishús en fluttu svo til Reykjavíkur árið 1964 að Gnoðarvogi 60 þar sem þau bjuggu í mörg ár en við Lilja átt- um heima við Skeiðarvog svo það var stutt á milli okkar. Seinna byggðu þau stórt og myndarlegt hús við Þúfusel enda stór fjöl- skylda og gestkvæmt á heimili þeirra. Það er af svo mörgu að taka sem hægt væri að minnast á en óhætt er að segja að Ástþór hafi verið aðalmaðurinn í flestum þeim ferðalögum sem við höfum farið í, bæði innanlands og utan. Við vorum fern hjón sem ferðuð- umst mikið saman erlendis. Þessi hópur kallaði sig „Krossfara“ og var farið aðallega til heitari landa eins og til Dóminíska lýðveldisins, Tyrklands, Krítar, Króatíu, Fen- eyja, Majorka og Tenerife svo eitthvað sé nefnt. Einnig fórum við Lilja með Ástþóri og Guðrúnu á bíl um stóran hluta Evrópu og óhætt er að segja að Ástþór hafi verið driffjöðrin í þessum ferðum. Við Ástþór vorum saman í spilaklúbb í mörg ár með góðum félögum. Þessi klúbbur renndi fyrir lax og silung og fjölskyld- urnar fóru saman að Apavatni, Hraunflöt og í Vaglaskóg svo eitt- hvað sé nefnt. Ótaldar og ekki sístar eru ferðir okkar í sumarhús fjölskyldunnar að Kiðjabergi í Grímsnesi en þar var gleðin alltaf við völd og mikið sungið. Ástþór var félagi í Akóges í Reykjavík í 56 ár og var hann þar heiðursfélagi. Hann hefur gegnt öllum trúnaðarstörfum fyrir fé- lagið og sá hann um flestar sum- arferðir sem félagið fór í inn á há- lendi landsins þar sem gist var í tjöldum. Einnig sá hann oft um styttri ferðir en þá var lagt upp frá heimili hans við Gnoðarvog og veitingar veittar þar áður en lagt var af stað til fjalla. Minnisstæð er ferð í Arnafell hið mikla en hún er ein af mörgum. Hann sem byggingarmeistari var að sjálfsögðu driffjöðrin í byggingarsögu Akóges og nú síð- ustu ár var hann leiðandi í að heldri félagar sem hættir voru að vinna spiluðu „púll“ í félagsstöðu okkar í Akóges tvisvar í viku. Akóges á Ástþóri mikið að þakka fyrir allt hans starf og allan þann tíma sem hann hefur eytt fyrir fé- lagið og er mikill sjónarsviptir að honum. Hann var mikill fjölskyldu- maður og hélt vel utan um sitt fólk. Við sem vorum honum sam- ferða í gegnum lífið eigum honum margt að þakka og söknuðurinn er mikill. Við Lilja biðjum góðan Guð að blessa minningu hans og vottum Ingunni, Hildi, Guðmundi, Hlín, Huldu, Runólfi, Silju og fjöl- skyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Þó í okkar feðra fold falli allt sem lifir enginn getur mokað mold minningarnar yfir. (BJ) Lilja og Klemenz. Ég þakka Ástþóri fyrir yndis- lega samveru. Hann var einstak- ur. „Einstakur“ er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af rödd hjarta síns og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og skarð þeirra verður aldrei fyllt. „Einstakur“ er orðið sem best lýsir þér. (Teri Fernandez) Ég sendi afkomendum Ást- þórs, ættingjum og vinum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Ingunn Jóna Óskarsdóttir. Árið 1993 tók ungur maður að venja komur sínar á heimili okk- ar. Hann bauð af sér óvenju góð- an þokka og var okkur hjónum tíðrætt um að hann gæti nú alveg verið sonur okkar, svo vel féll hann inn í fjölskyldumyndina. Þessi ungi maður var sonur Ást- þórs Runólfssonar og Guðrúnar Guðmundsdóttur. Ekki leið lang- ur tími þar til leiðir okkar for- eldra unglinganna lágu saman og myndaðist strax góður vinskap- ur. Ástþór og Guðrún reyndust dóttur okkar sem bestu foreldrar og vöktu yfir velferð hennar í fjarveru okkar foreldranna. Úr ást unglinganna okkar varð hjónaband og þrír yndisleg- ir synir fylgdu í kjölfarið. Ástþór, þessi hávaxni, mynd- arlegi og brosmildi maður var alltaf með opinn faðminn og ávallt tilbúinn að rétta hjálpar- hönd. Hann var útsjónarsamur og vandvirkur smiður og var gott að eiga hann að í ýmsum þeim framkvæmdum sem við þurftum að ráðast í. Það varð Ástþóri og fjölskyld- unni mjög þungbært þegar Guð- rún féll frá árið 2007. Þau voru mjög samhent hjón og sinntu sinni stóru fjölskyldu af mikilli alúð, enda var mikill gestagang- ur á heimilinu. Ástþór var duglegur að rækta vini sína og venslafólk og mikil félagsvera, þótti gaman að vera á mannamótum, fæddur Vest- mannaeyingur og hafði sterkar taugar til eyjarinnar. Oft kom hann við hjá okkur í Bláskógun- um og þáði kaffisopa og áttum við einatt góðar stundir við eld- húsborðið þar sem heimsmálin voru rædd. Það fylgdi honum gleði og oft talaði hann um barnalán sitt og var svo innilega stoltur af afkomendum sínum, enda hafði hann ærna ástæðu til þess. Síðustu sex árin naut hann þess að deila gleði sinni og um- hyggju með Ingunni, sem reynd- ist honum einstaklega vel og var gott að sjá hversu samtaka þau voru í að njóta lífsins saman, hvort sem það var hér heima eða á Kanarí, sem þau gerðu að sínu öðru heimili nokkra mánuði á ári. Að leiðarlokum þökkum við allar ánægjulegar stundir sem við fengum að njóta með þeim manni sem gaf okkur yndislegan tengdason og þrjá drengi sem sjá nú á eftir föður sínum og afa, sem þeir mátu svo mikils. Við hjónin sendum allri fjölskyldunni ein- lægar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Ástþórs Run- ólfssonar. Jón Dalbú Hróbjartsson og Inga Þóra Geirlaugsdóttir Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Ég kynntist Helgu Jónu vinkonu minni þegar ég lék Mömmu Göggu í leikverkinu Þór- bergur fyrir örfáum árum í leik- stjórn Eddu Bjargar Eyjólfsdótt- ur. Stuttu fyrir frumsýningu fór ég að finna fyrir kvíða. Það var ekki þessi venjulegi fiðringur sem gjarnan fer um leikara þegar dregur nær frumsýningardegi. Þarna rann heldur upp fyrir mér að við hópurinn vorum í þann veg- inn að fara að leika fyrir fólk sem raunverulega átti minningar um þær persónur sem við vorum að sviðsetja. Hvað myndi fólkið segja? Yrði mín túlkun á þessari stórbrotnu konu Mömmu Göggu á einhvern hátt meiðandi fyrir fólk- ið sem mundi hana svo vel og þótti vænt um hana? Þannig hugsanir leituðu á mig og mikið var ég glöð og þakklát henni Lillu Heggu, hve fallega hún tók mér. Með okkur tókst vinskapur sem mér þótti alveg innilega vænt um. Ég heimsótti Helgu Jónu og alltaf Helga Jóna Ásbjarnardóttir ✝ Helga Jóna Ás-bjarnardóttir (Lilla Hegga) fædd- ist 26. júlí 1943. Hún lést 18. febr- úar 2020. Útför Helgu Jónu fór fram 28. febrúar 2020. var jafn skemmtilegt að hittast. „Skildu þrælahaldarann eft- ir heima næst þegar þú kemur!“ sagði hún við mig í eitt skiptið og var þá auðvitað að tala um bílinn. Ég hlýddi Lillu Heggu, hún var sú tegund af mann- eskju sem maður hlýðir. Svo skáluðum við vinkonurnar í Þorláksdropum. Eitt fallegasta jólaskrautið sem ég á gaf hún mér og þess vegna mun ég alltaf hugsa sérstaklega hlýlega til hennar á jólunum. Ég skrifaði henni einmitt á Þorláks- messu síðast og var á leiðinni að heimsækja hana sem allra fyrst. Ég mun sakna Helgu Jónu. Mér þótti verulega vænt um hana. Fjölskyldu hennar votta ég mína dýpstu samúð. María Heba Þorkelsdóttir. Lilla Hegga, æskuvinkona móður minnar, er látin. Þær bjuggu í sama stigangi á Hring- braut 45, gegnt hvor annarri, Helga árinu yngri en mamma. Á fjórðu hæð til hægri í sama húsi, bjuggu þau Þórbergur Þórð- arson rithöfundur og kona hans Margrét Jónsdóttir. Lilla Hegga var frænka Margrétar og var því heilmikill samgangur heimilanna í millum. Lilla Hegga varð Þór- bergi að yrkisefni í Sálminum um blómið en þar komu þær vinkon- urnar oft við sögu, Lilla Hegga og Bidda systir. Vinátta þeirra var alla tíð náin og var Lilla Hegga tíður gestur á heimilinu ásamt Grétari heitnum og börnum þeirra. Árið 1982 gáfu þær stall- systurnar út bókina Bréfin hans Þórbergs, sem var safn sendibréfa sem Þórbergur hafði sent þeim vinkonunum við hin ýmsu tilefni frá því þær voru ungar og fram á fullorðinsárin. Eftir að móðir mín lést, langt fyrir aldur fram, var Bidduvina- félagið stofnað af Lillu Heggu og Auju móðursystur minni og voru haldin bjóð í kringum afmælið hennar ár hvert. Þar voru rifjaðar upp skemmtilegar sögur af Hring- brautinni, Hauki sem skítti á fiðl- una, Mömmu Göggu og Sobbegga afa. Lilla Hegga hafði frábæra frásagnargáfu og góðan húmor og voru þessar kvöldstundir ógleym- anlegar og eignaðist maður dýr- mætar sögur frá gamalli tíð í minningabankann. Ég leit í heimsókn til Lillu Heggu ekki alls fyrir löngu á Breiðvanginn, hafði þá ekki hitt hana í nokkur ár. Áttum við góðan fund enda margt að spjalla og teygðist vel á heimsókninni. Á leg- steini móður minnar er vitnað í Þórberg: „Hún fer beint á Bláu eyjuna, þangað fara þeir sem eitt- hvað hafa unnið fyrir friðinn í jarð- heimi.“ Sé fyrir mér að þær Lilla Hegga og Bidda systir sitji nú með Sobegga afa á Bláu eyjunni og fari yfir eilífðarmálin og önnur til. Ásgeir Nikulás. Elsku Helga mín er dáin. And- lát hennar bar að með skjótum hætti og síðustu daga hafa rifjast upp svo margar minningar um hana. Ég var barn þegar ástir tók- ust með Helgu og Grétari föður- bróður mínum. Þau tóku saman þegar þau voru bæði í hjónabandi svo umtal skapaðist enda áttu þau heima í litlum bæ úti á landi. Þau létu það ekki á sig fá, giftust og bjuggu sér síðar heimili í Hafn- arfirði. Það var mikill samgangur milli þeirra hjóna og foreldra minna og við krakkarnir oft með. Eftir að ég stofnaði fjölskyldu naut ég samvistanna betur og fékk að kynnast mannkostum Helgu. Það var aldrei lognmolla í kringum hana og ég geng út frá því að rólegi frændi minn hafi lað- ast að hressilegum eiginleikum Helgu. Hún var skemmtileg, hress og hafði þá náðargáfu að segja sögur þannig að fólk kút- veltist um af hlátri. Svo gat hún gert grín að sjálfri sér sem er auð- vitað alltaf fyndnast. Helga varð þjóðsagnapersóna sem Lilla Hegga í sögum Þórbergs Þórðar- sonar og mikið sem það var dásamlegt að heyra hennar eigin upplifun af þeirra samverustund- um. Ég minnist þeirra hjóna í sumarbústaðnum sem þau byggðu og þar sem þeim leið svo vel. Þar voru málin rædd, bæði í alvöru og gamni, og þar var líka sungið, hlegið og dansað. Mér þótti alltaf varið í að umgangast Helgu. Hún var góð vinkona móð- ur minnar og ég vissi að þær áttu trúnaðarsamtöl sem þær mátu báðar mikils. Eftir að mamma dó átti ég nánari samtöl við Helgu og þessi samtöl geymi ég í hjartanu enda alltaf djúpur skilningur hjá Helgu á mannlegum málefnum og trúin á eitthvað æðra sem biði okkar. Síðasta samtal mitt við Helgu var á afmælisdegi mömmu í janúar. Þá fann ég að ró var komin yfir Helgu. Hún hafði átt erfitt eft- ir að Grétar dó enda hafði hún annast hann ósérhlífin í fleiri ár, en hún var þakklát fyrir lífið og það sem hún átti. Hún sagði mér enn og aftur hversu vel Ási hafði reynst Grétari í hans veikindum og ekki síður henni og hvað það var gott fyrir hana að hafa hann á heimilinu. Helga var sérlega stolt af börnunum sínum og barna- börnum og það leyndi sér ekki í samtölum okkar. Hún fór iðulega yfir hvað hver og einn var að gera og allt var hún svo ánægð með. Með Helgu er gengin á braut mikil manneskja. Hún hafði sterkar skoðanir og mikla mann- gæsku. Hún var einnig með mikið skap sem gat haft áhrif a samferða- menn hennar en fyrir mig stend- ur upp úr góð manneskja sem mátti ekki vamm sitt vita og stóð alltaf með mér og mínum. Megi guð blessa Helgu og afkomendur hennar og hjálpa þeim að takast á við missinn. Sóley Ragnarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.