Morgunblaðið - 29.02.2020, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 29.02.2020, Blaðsíða 43
TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Pistilritari hefur reynst, tja,missannspár í úttektum sín-um á undankeppnunum sem hafa birst í tveimur laugardags- blöðum (þann 8. og 15. febrúar, nánar tiltekið). Svo ekki sé nú meira sagt. Stundum hef ég hitt á rétt, stundum alls ekki, eins og ég mun reifa frekar hér á eftir. Ég hef hlaupið sigurhring og teygað bikar niðurlægingarinnar í botn. Nú ætla ég að taka aðeins til í mínum ranni, pæla þetta áfram og upp á nýtt og spá svo um það, hver fari út til Hol- lands fyrir okkar hönd í vor. Það er ekkert víst að sú spá klikki. Ég var hissa, á fyrra undan- kvöldinu, að Kid Isak skyldi ekki hafa farið áfram. Fannst lagið bæði móðins og ferskt. Sagði það líklegt til árangurs en sú spá gekk ekki eftir. Ég hefði viljað sjá Elísabetu Ormslev í úrslitum sannarlega, frá- bær söngkona, en lagið var bara ekki gott, því miður. Sjáum til að ári. Einnig vil ég hvetja Brynju Mary til að halda áfram, þó að hún hafi þurft að lúta í gras í einu stykki söngvakeppni. Það er enginn heimsendir. Ísold og Helga og svo Dimma fóru áfram eftir fyrsta kvöldið, og það kom mér ekki á óvart. Dimma er þungarokkssveit íslenskrar alþýðu og í raun forms- atriði að hún myndi komast áfram. Birgir Steinn, Ragnar Már og pabbi Birgis, Stefán Hilmarsson, gerðu þá vel í að setja niður „sígilt“ Evr- óvisjónlag í formi „Klukkan tifar“. Lagið er haganlega samið, „tikkar“ Stiginn hinsti dans … Gagnamagnið Daði Freyr og hljómsveit flytja. í öll box og saman með útgeislun þeirra stalla var ekki að spyrja að leikslokum. Hvað seinna kvöldið varðar var ég með reffilega spádóma og enginn þeirra gekk upp. Ef þeim er snúið á rönguna, þá ganga þeir allir upp hins vegar! Ég gerðist meira að segja svo gírugur að ég réðst á meistara Daða og lýsti lagi hans sem soðgrýlu fyrri afreka. Örlaga- nornirnar komu óðar með refsi- vöndinn og okkar maður flaug inn í úrslit. Ég stend við þá skoðun mína að besta lag keppninnar sé „Felli- bylur“ en hann hlaut ekki náð fyrir eyrum Íslendinga, þó hann hafi bul- ið hátt. Nú, mitt ótrúlega innsæi í hlutina, eftir hartnær tuttugu ára reynslu við poppskrif, leiddi mig að »Hvað seinna kvöld-ið varðar var ég með reffilega spádóma og enginn þeirra gekk upp. Ef þeirri grein er snúið á rönguna, þá gengur allt upp hins vegar. Í kvöld verður spurt að leikslokum í Söngva- keppninni. Förum að- eins yfir stöðuna af því tilefni, endurmetum lögin og spáum aðeins í spilin. þeirri niðurstöðu að „Oculis Vid- ere“ væri holt lag, glæsilegar um- búðir utan um ekki neitt. Aftur fékk ég að finna fyrir því og Íva Marín landaði sæti í úrslitum með glans. Og, þegar ég sá hana syngja og nam atriðið allt, skildi ég þetta betur. Eins með Daða, sem býr yfir þeim einstæða hæfileika að geta stillt sjarmann á ellefu og það með vinstri. Ég stend þó við það, að mér fannst „Ekkó“ engan veginn burðugt en Nína stóð sig hins vegar með sóma og sann og það dró hana yfir línuna. Og leiðinlegt að reynsluboltinn Matti hafi ekki farið áfram, mér finnst lagið gott, og Birgir Steinn og Ragnar Már hafa sannað sig sem nokkurs konar völ- unda þegar kemur að dægur- lagagerð. OK! Hverjir fara áfram? Ég skal segja ykkur það. Daði mun taka þetta, og það örugglega. Ef það verður einvígi verður það á milli hans og Ívu. Og, hún gæti reyndar tekið þetta, það kæmi mér ekki á óvart, en ef þið spyrjið mig (munið, 20 ára reynsla!) segi ég … Daði! Góða skemmtun í kvöld, góðir hálsar. Munið eftir bugðunum, sódavatninu og múnderingunni … Almyrkvi Þungarokkssveitin Dimma er höfundur og flytjandi lagsins. Oculis videre Tónlistarkonan Íva Marín flytur eigið lag og texta. Klukkan tifar Ísold og Helga flytja lagið. Ekkó Söngkonan Nína er flytjandi lagsins. MENNING 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. FEBRÚAR 2020 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is WHAT YOU CAN’T SEE CAN HURT YOU ELISABETH MOSS FEBRUARY 28 T H E INV I S I B LE MAN SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI Julia Louis-Dreyfus Will Ferrell ADifferent Kind of Disaster Movie. ★★★★★ Rás 2 ★★★★★ FBL m.a. ÓSKARSVERÐLAUN3 BESTA KVIKMYNDATAKAN BESTA MYNDIN m.a. ÓSKARSVERÐLAUN4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.