Morgunblaðið - 29.02.2020, Page 36

Morgunblaðið - 29.02.2020, Page 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. FEBRÚAR 2020 Farinn er góður drengur. Ég kynntist Helga er ég kom inn í kennslustofu 2. bekkjar A í Menntaskóla Akur- eyrar. Ég mætti með þeim síðustu í bekknum. Ég leit yfir stofuna og sá í öftustu röð sat ljóshærður drengur. Mér leist vel á hann. Hann bauð af sér vinsemd og góðan þokka. Ég gekk að borðin og spurði. „Má ég sitja hér“. Svar kom hlýtt og brosandi. „Já, gjörðu svo vel.“ Ég þakkaði fyrir og kynnti mig. Hann svaraði glaðlega með sínu nafni. Eftir þetta var eins og við hefðum Helgi K. Hjálmsson ✝ Helgi K.Hjálmsson fæddist 24. ágúst 1929. Hann lést 15. febrúar 2020. Útför Helga fór fram 28. febrúar 2020. þekkst í þó nokkurn tíma. Slíkur maður var þessi drengur. Við sátum saman ásamt þriðja jafn- ingja út öll árin í skólanum. Við lás- um saman undir gagnfræðapróf. Þar var margt rætt og var Helgi afar fast- ur í sínum skoðun- um. Sem allar voru þjóðinni upp til uppörvunar. Aldrei heyrði ég hann hallmæla nokkrum manni. Hann virtist fullur af manngæðum. Hann fann viðverustað handa okkur hjónum með tvö börn er ég fékk að ljúka kennaraprófi eftir einn vetur. Þetta gat þessi snjalli drengur gert sem öðrum reynd- ist ómögulegt. Þar var ætíð gam- an að fara á skemmtanir með Helga og frú. Aldrei annað en gleði og gaman. Helgi, ég þakka þér innilega fyrir þær stundir er við áttum saman. Ég sakna þín en það er bara sjálfselska. Ég vona að ég hitti þig fljótalega. Ingibjörg, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Árni Einarsson og Jakobína Björnsdóttir. Fallinn er frá góður vinur minn, brautryðjandi og áhrifa- valdur, Helgi K. Hjálmsson, fyrr- verandi forstjóri Tollvöru- geymslunnar hf. (TVG). Ég átti þeim forréttindum að fagna að hefja mín fyrstu skref í flutning- um undir leiðsögn Helga árið 1990. Sá undirbúningur varð mér gott veganesti fyrir það sem seinna tók við bæði hér á landi sem erlendis. Tími okkar saman var mér afar dýrmætur og ég er óendanlega þakklátur Helga fyr- ir að hafa sett traust sitt á mig á sínum tíma. Að hefja starfsferil sinn sem óreyndur nýútskrifaður ungur maður og fá leiðsögn jafns trausts og víðsýns manns eins og Helga var himnasending fyrir mig. Ekkert er tilviljunum háð myndi einhver segja þegar leiðir manna liggja saman. Þrátt fyrir slitrótt samband var alltaf sterkur þráður á milli okkar Helga. Við Helgi vorum í tölvusambandi ekki alls fyrir löngu og það samtal lýsti Helga afar vel og sýndi vel hve mikið æðruleysi hans var þegar kallið nálgaðist við enda þessa lífskeiðs. Ég spurði hann frétta og streng- urinn á milli okkar í orðaskiptum varð lengri en venjulega og með- al annars sagði Helgi þegar ég spurði hann út í heilsuna og af- mælið: „Ég renndi mér yfir níutíu ára línuna þann 24. ágúst og fékk nánasta skyldfólk í heimsókn. Ég er á miklum lyfjum bæði vegna krabba og hjarta en annars hef ég það bara gott og á góða konu sem hugsar vel um mig.“ Helgi var alla tíð mjög trúaður maður og gaf kirkjunnar starfi og málefnum eldri borgara mikið af sínum frítíma og sýndi trú sína og staðfestu alltaf í verki. Hann sinnti alltaf öllum í kringum sig einstaklega vel með náungakær- leika að leiðarljósi. Án nokkurs vafa á hann öruggt sæti í hásæti sálnanna hjá æðri máttarvöldum og mun sinna sínu leiðbeinanda- hlutverki þaðan. Guð blessi minningu þessa góða manns og vinar og megi Guð varðveita sálu hans og hugga konu hans Ingibjörgu, börn þeirra Björn, Sigríði og Helga Steinar, maka og barnabörn í sorg þeirra en minningin um góð- an mann lifir um ókomin ár. Gylfi Sigfússon. Kveðja frá Rótarý- klúbbnum Görðum Horfinn er af lífsins sviði Helgi K. Hjálmsson. Helgi var einn af stofnfélögum í Rótarýklúbbnum Görðum í Garðabæ árið 1965. Öll árin sem klúbburinn hefur starf- að hefur Helgi verið virkur félagi og gegnt trúnaðarstörfum, m.a. sem forseti klúbbsins og Paul Harris-félagi. Helgi var mjög atorkusamur maður. Fyrir utan að gegna ábyrgðarhlutverkum í atvinnulífi lét hann gott af sér leiða í ýmsu félagsstarfi, ekki síst fyrir sveitarfélagið Garðabæ. Hann var um árabil formaður Landssambands eldri borgara og í stjórn Félags eldri borgara í Garðabæ. Hann var frumkvöðull og hvatamaður að stofnun Bygg- ingarfélags eldri borgara í Garðabæ. Þá var hann ötull í starfi í þágu Garðasóknar. Margs er að minnast, en fyrir hönd okkar Rótarýfélaga ber fyrst og fremst að þakka störf hans og þá vináttu sem hann sýndi félögum sínum í hvívetna. Helgi verður okkur ávallt minn- isstæður fyrir dugnað, fé- lagslyndi og heiðarleika. Blessuð sé minning Helga K. Hjálmssonar. Fjölskyldu hans er vottuð dýpsta samúð. F.h. Rótarýklúbbsins Görðum, Bjarni Þór Þórólfsson forseti. Við fráfall Helga K. Hjálms- sonar hefur þjóðkirkjan og leik- mannahreyfingin í heild sinni misst mikilvægan bandamann kirkju og trúmála. Það er margs að minnast hjá okkur sem störf- uðu með honum innan leik- mannahreyfingarinnar. Engum duldist að þar fór maður sem var brennandi í andanum, einlægur trúmaður og sannur í því sem hann tók sér fyrir hendur og gerði það vel. Um langt árabil kom Helgi mikið að kirkjumálum og málefnum aldraðra. Hann var einlægur kirkjunnar maður, ötull talsmaður hennar og vildi henni og veg hennar hið besta. Hann var formaður sókn- arnefndar Garðakirkju, sat í hér- aðsnefnd Kjalarnesprófasts- dæmis og á kirkjuþingi þar sem leikmannahreyfingin átti góðan mann innanborðs. Hann lét mjög að sér kveða á vettvangi leik- manna innan kirkjunnar. Kirkjan átti þar meðal annars góðan og öflugan liðsmann í skipulags- og fjármálum þar sem Helgi var. Hann var fyrsti for- maður leikmannaráðs þjóðkirkj- unnar. Duldist engum sem honum kynntust í starfi Leikmanna- hreyfingarinnar að þar átti kirkj- an sterkan og góðan bandamann þar sem Helgi var í forsæti um árabil. Hann talaði máli leikmannsins innan þjóðkirkjunnar og vísaði veginn til eflingar leikmanna. Helgi var tillögugóður maður í öllum málum og glöggur, hafði góða yfirsýn yfir mál, fylginn sér og fastur fyrir ef með þurfti. Hann hafði sterkar skoðanir, en hlustaði á sjónarmið annarra og virti í hvívetna. Það fór ekki fram hjá neinum sem kynntust Helga K. Hjálms- syni í lifanda lífi að þar fór heill maður og sannur í því sem hon- um var treyst fyrir hvort heldur innan kirkjunnar eða í hinu ver- aldlega vafstri. Helgi K. Hjálmsson er kvadd- ur með virðingu og þökk. Guð blessi minningu hans. Samúðarkveðjur til eftirlifandi eiginkonu og fjölskyldu. F.h. Leikmannastefnu og leik- mannaráðs, Magnhildur Sigurbjörnsdóttir. Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, GÍSLI KRISTJÁNSSON skipstjóri, Móabúð, Grundarfirði, lést föstudaginn 28. febrúar á Dvalarheimilinu Jaðri Ólafsvík. Lilja Finnbogadóttir Kristín Gísladóttir Ómar Antonsson Sturlaugur Laxdal Gíslason Helga Þórný Albertsdóttir Guðrún Gísladóttir Unnar Leifsson Hafdís Gísladóttir Einar Sveinn Ólafsson Katrín Gísladóttir Jóhann Rúnar Kristinsson börn, barnabörn og barnabarnabörn Þegar Berglind, dóttir Dóra vinar míns, hringdi í mig um hádegisbilið mánudaginn 17. febrúar sl. spurði ég hana strax: „Er þetta símtalið?“ Hún játti því og var sem sé að til- kynna mér þá sorgarfregn að æskuvinur minn, Halldór Snorri Gunnarsson eins og hann hét fullu nafni, væri látinn eftir stutta en erfiða baráttu við krabbamein. Ég ætla ekki að fara yfir æviferil Dóra en lang- ar að minnast á nokkur atriði sem tengjast vináttu okkar. Ekki er hægt að skrifa um Dóra án þess að geta um eig- inkonu hans, Herdísi Jónsdótt- ur, sem lést árið 2011. Dóri og Dísa voru sérlega samrýnd hjón og þegar Dísa lést má segja að þá hafi lífslöngun Dóra minnkað til muna. Hann náði sér aldrei á strik eftir andlát hennar og markaði það líf hans það sem eftir var. Við Dóri vorum jafnaldrar og hófust kynni okkar í Vogaskóla fyrir 60 árum. Snemma á skóla- göngunni myndaðist með okkur góður vinskapur sem hélst allt til enda. Dóri var margbrotinn persónuleiki. Hann hafði mikla kímnigáfu, var stundum kald- hæðinn en ávallt heiðarlegur. Hann var félagslyndur en Halldór Snorri Gunnarsson ✝ Halldór SnorriGunnarsson fæddist 21. nóv- ember 1953. Hann lést 17. febrúar 2020. Útför hans fór fram 28. febrúar 2020. stundum dulur. Gat verið skapmik- ill en samt yfirveg- aður. Minnimáttar- kenndin háði honum ekkert sér- lega mikið. Hann var mikill vinur vina sinna. Talandi um kímnigáfuna þá langar mig að nefna tvö dæmi: Eitt sinn vorum við í golfi við þriðja vin okkar, sem var ný- byrjaður í sambandi við konu sem ekki var golfari. Þar sem nýja kona vinarins var ekki með golfbakteríuna neyddist hann stundum til að sinna áhugamáli hennar sem var að fara í berjamó. Í umrætt sinn sló þessi vinur okkar langt út fyrir brautina, týndi kúlunni og leitaði lengi. Þá spyr Dóri: „Er hann nú hættur í golfinu og kominn í berjamó?“ Nú nýverið var Dóri í matarboði hjá okkur Stínu ásamt öðrum æskuvinum okkar. Lyfjagjöf Dóra hafði valdið beinþynningu sem gerði hann svolítið hokinn. Einn úr vinahópnum spurði Dóra hvað væri hægt að gera við þessu og ekki stóð á svarinu frá Dóra: „Meira kynlíf,“ sagði Dóri að bragði. Dóri var mikill félagsmála- maður. Tók virkan þátt í starfi fyrir Knattspyrnufélagið Vík- ing og var sæmdur æðstu heið- ursorðu sem það félag veitir. Hvað golfið varðar þá má segja að hann hafi einnig verið þar á kafi. Hann stofnaði sína eigin mótaröð sem hann kallaði V.V.D. eða Vinir Vors og Dóra. Undir því nafni skipulagði hann mót, bæði innanlands og erlend- is. Hann sá um allar verðlauna- afhendingar og sinnti þessu áhugamáli sínu alveg til dauða- dags. Við Stína stóðum árum saman fyrir tveggja daga golf- móti í Úthlíð. Um var að ræða boðsmót með öllu tilheyrandi þar sem mikil vinna var lögð í allan undirbúning og utanum- hald. Dóri sá ávallt um alla mótstjórn, annaðist allt skipu- lag og var einstaklega skemmti- legur við verðlaunaafhendingar. Við mótshaldarar kunnum hon- um bestu þakkir fyrir. Án hans hefði þetta aldrei verið eins skemmtilegt og vel heppnað. Við Stína sendum innilegar samúðarkveðjur til barna Dóra, tengdabarna, barnabarna og annarra ættingja. Minningin um góðan dreng mun lifa. Rúnar Jón Árnason. Kveðja frá Getrauna- klúbbnum ABBA Nú er aftur stórt skarð höggvið í vinahópinn ABBA sem nokkrir vinnufélagar á vinnustaðnum Skýrr stofnuðu árið 1986. Halldór Snorri var lykilmaður í hópnum enda ákaf- lega hugmyndríkur, orðheppinn og góður félagi. Hópurinn hefur gegnum tíðina farið í fjölmarg- ar golfferðir og hefur Halldór sjaldan látið sig vanta þar. Var hann enda titlaður yfirmaður Evrópuferða ABBA og átti ein- att drýgsta þátt í skipulagningu ferðanna. Síðasta ferð hópsins var til Póllands í september 2019 en í þá ferð fór Halldór Snorri eftir að hafa gengið í gegnum erfiðar lyfjameðferðir sem gengu mjög nærri honum. Þrátt fyrir það var Halldór Snorri hrókur alls fagnaðar í ferðinni og styrktist ótrúlega hratt með degi hverjum. Hann var ekki maður sem lagði árar í bát þó á móti blési. Við vottum fjölskyldu Dóra okkar dýpstu samúð. Garðar, Guðfinnur, Gunn- laugur, Halldór, Hendri- cus, Pétur og Þorlákur. Dóri var mikill og góður fé- lagi í vinnunni okkar á 4. hæð í BSRB-húsinu þar sem hann starfaði sem sérfræðingur á kjarasviði, fyrst hjá Starfsmannafélagi Reykjavík- urborgar og síðar Sameyki eft- ir sameiningu við SFR. Hann var alltaf til í að hjálpa sam- starfsfólki við útreikninga og túlkun kjarasamninga og standa með félagsmönnum í réttindamálum þeirra. Rök- hugsun og greind Dóra varð öllum ljós þegar kom að talna- vinnu enda varð hann fljótt sjálflærður snillingur í Excel- forritinu. Þó Dóri hafi oft á tíð- um verið ómissandi í verkefna- vinnunni gat hann ekki stillt sig um að taka tíma í að segja langar og ítarlegar skemmti- sögur. Þannig gátum við sam- starfsfólkið lent í bullandi vandræðum þegar tíminn var naumur en Dóri var fljótur að vinna hann upp með því að reikna eða túlka hluti sem vöfð- ust fyrir öðrum. Dóri tók að sér sjálfskipað hlutverk félagsmálastjóra í vinnunni og hafði einstakt lag á að gera hvern dag skemmti- legan. Hann skipulagði fjöldann allan af uppákomum, spurn- ingakeppnum og getraunaleikj- um í kringum íþróttamót og Eurovision. Auk þess var hann mikill hrekkjalómur og grínisti og fannst fátt skemmtilegra en að smygla USB-móttakara í tölv- urnar hjá samstarfsfólki og taka síðan yfir stjórnina á tölvumúsunum. Öll hans hrekkjabrögð og fimmaurabrandarar fyrirgáfust á staðnum því Dóra var fyrst og fremst annt um að gleðja þá sem í kringum hann voru. Til að mynda hélt hann uppi reglu um svokallaðan „bíla-ís“ og bar hann ófáa lítrana af ís og sæta- brauði upp á 4. hæðina. Það varð ekki hjá því komist að lifa sig inn í líf Dóra þar sem Víkingur, Southamton og tippleikir skipuðu stóran sess. Þegar kom að Dóra sjálfum og íþróttum var ljóst að hann hafði einstakt lag á að beita kylfum og spaða á íþróttavöll- unum. Hann virtist óþreytandi við að elta golfkúlur um allar jarðir en í badmintoni gat hann leikið sér að því að senda and- stæðinga sína hlaupandi horna á milli en standa sjálfur róleg- ur og brosandi í miðju vall- arins. Mannkostir Dóra voru af ýmsu tagi og eftir hann liggja bæði skopteikningar og mál- verk. Þá naut Dóri þess að tala um og miðla tónlist þar sem ábreiðum var m.a. gert hátt undir höfði. Þó Dóri hefði vítt áhugasvið og væri margt til lista lagt var ljóst að Dísa heitin stóð hjarta hans alltaf næst. Dóri talaði alltaf af mikilli ást og umhyggju um börnin sín og Dísu sína og hafði gaman af að sýna myndir af þeim hjón- um frá liðinni tíð. Söknuðinn frá andláti Dísu bar hann með sér fram að eigin andláti og þegar talið barst að alvarleika sjúkdómsins var hann fljótur að slá á létta strengi og segja að það væru þá að minnsta kosti helmings líkur á að hann hitti Dísu aftur. Við vitum síð- an öll að það urðu fagnaðar- fundir hjá þeim Dísu og Dóra daginn sem hann lést. Við sem unnum með Dóra verðum alltaf þakklát fyrir þann tíma sem við áttum með honum og allt það góða sem hann gaf vinnustaðnum með vinnuframlagi sínu og glað- værð. Það er óhætt að fullyrða að það þótti öllum afar vænt um Dóra. Við vottum börnum hans og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. F.h. starfsfólks Sameykis á 4. hæðinni í BSRB-húsinu, Guðmundur Freyr og Jakobína. Þá hefur Dóri Gunn vinur minn kvatt okkur. Þrátt fyrir veikindi undanfarin misseri kom andlát hans flatt upp á okkur. Hann var ekki að ræða veikindi sín mikið að fyrra bragði. Halldór var gegnharður Víkingur sem hefur reynst fé- laginu ákaflega vel í gegnum tíðina. Hann stýrði lengi vel getraunastarfinu og hefur und- anfarin ár ávallt verið reiðubú- inn til aðstoðar hafi þess verið óskað. Gullmerki Víkings hlaut hann fyrir störf sín á 110 ára afmæli félagsins í apríl 2018. Halldór var harðasti South- ampton-maður sem ég þekkti. Raunar sá eini! Ég náði að draga hann með mér á Anfield haustið 2017 á leik liða okkar. Hann vissi að það yrði erfiður róður en naut þess að sjá sitt lið í góðum félagsskap. Minn- ingarnar ylja. Nú þögn er yfir þinni önd og þrotinn lífsins kraftur í samvistum á sæluströnd við sjáumst bráðum aftur. (Ingvar N. Pálsson, fv. fm. Vík- ings.) Fyrir hönd Knattspyrnu- félagsins Víkings sendi ég börnum, tengdabörnum og barnabörnum Halldórs innileg- ustu samúðarkveðjur. Minning um góðan dreng lifir. Haraldur V. Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.