Morgunblaðið - 29.02.2020, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 29.02.2020, Blaðsíða 45
MENNING 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. FEBRÚAR 2020 Draghálsi 14 -16 · Sími 4 12 12 00 · www.isleifur.is Þú finnur gæðin! Skoðaðu úrvalið í netverslun isleifur.is Vigfús Sigurgeirsson var einn merk- asti landslagsljósmyndari íslenskur á tuttugustu öldinni og jafnframt frumherji á mörgum öðrum sviðum ljósmyndunar hér á landi, svo sem í heimildaljósmyndun og því að sýna ljósmyndir sem sjálfstæð listaverk. Á dögunum voru 120 ár liðin frá fæðingu Vigfús- ar, hinn 6. janúar árið 1900 á Stóru- völlum í Bárðar- dal. Og um þess- ar mundir er öld síðan hann hóf nám í faginu hjá hinum snjalla ljósmyndara Hallgrími Ein- arssyni á Akureyri. Það er því við hæfi að birta hér nokkrar athyglis- verðar myndir sem sýna hlið á Vig- fúsi sem lítt hefur verið talað um eða haldið fram, en það er portrett- ljósmyndun. Vigfús starfaði frá 1923 til 1936 sem ljósmyndari á Akureyri og á þeim tíma tók hann að mynda ís- lenskt landslag af kappi. Slíkar myndir mátti sjá í bók hans Myndir frá Íslandi, frá 1930, sem var fyrsta ljósmyndabók Íslendings. Vigfús opnaði ljósmyndastofu í Reykjavík árið 1936 en það ár kynnti hann sér jafnframt kvik- myndagerð í Þýskalandi og gerði merkar heimildakvikmyndir eftir það. Árið 1939 voru ljósmyndir eftir hann og Ólaf Magnússon, hinn ís- lenska ljósmyndarann sem hafði tekið að sýna ljósmyndaverk erlend- is sem listaverk, sýndar á heimssýn- ingunni í New York. Árið 1944 varð Vigfús sérlegur ljósmyndari forseta- embættisins og í rúma þrjá áratugi myndaði hann fyrir embættið og aðrar opinberar stofnanir og skap- aði á þeim tíma afar merkar heim- ildir, til að mynda þegar hann fylgdi forsetum á ferðum um landið. Í umfjöllun um verk Vigfúsar hef- ur sjónum einkum verið beint að þremur þáttum í ljósmyndunum: landslagsmyndunum, sem eru iðu- lega öguð og persónuleg verk; heim- ildaskráningunni af forsetum í lífi og starfi; og ljósmyndum sem eru vitnisburður um mannlífið í landinu og ýmiskonar atvinnuhætti. Allt er það listavel af hendi leyst. Rétt eins og þær myndir sem hér birtast og fáir þekkja líklega í dag; vel mótuð umhverfisportrett, af nokkrum körl- um sem voru í sannkölluðum lyk- ilhlutverkum í íslensku menningar- lífi á síðustu öld. Vigfús Sigurgeirsson lést árið 1984. efi@mbl.is Nóbelsskáldið Halldór Kiljan Laxness lítur í bók í stofunni heima á Gljúfrasteini. Ljóðskáldið Jón Helgason við störf í handritasafninu í Konunglega bókasafninu í Kaupmannahöfn. Ljósmynd/Vigfús Sigurgeirsson Tónlistarmenn Vigfús beitti listrænum tökum við að sýna þennan hóp tón- listarmanna en hann var afar fjölhæfur og tæknilega fær ljósmyndari. Stytta Ásmundur Sveinsson við verk sitt Guðríði Þorbjarnardóttur. Ljósmyndarinn og merkir listamenn Vigfús Sigurgeirsson Sýningin Huldu- land með ljós- myndum eftir hjónin Sigrúnu Kristjánsdóttur og Pálma Bjarnason verð- ur opnuð í Gall- erý Grásteini, Skólavörðustíg 4, klukkan 14 í dag. Sigrún og Pálmi hafa unnið saman að ljós- myndun síðan árið 2004. Á þeim tíma hafa þau gefið út tvær ljós- myndabækur með félögum sínum og þrjár bækur tvö saman. Síðast Þingvellir – í og úr sjónmáli. Enn fremur hafa þau haldið nokkrar ljósmyndasýningar. Hér kveður við annan tón en áð- ur. Viðfangsefni Sigrúnar er „Lífs- ins tré“ og efniviðurinn er manns- líkaminn og náttúran. Myndir Pálma eru jarðbundnari, svart- hvítar, og kafa inn í heim ísanna. Sigrún og Pálmi sýna ljósmyndir Mynd eftir Sigrúnu Kristjánsdóttur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.