Morgunblaðið - 29.02.2020, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.02.2020, Blaðsíða 14
14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. FEBRÚAR 2020 KARLAKÓRINN HEIMIR heldur tónleika í Langholtskirkju föstudaginn 13. mars kl. 20:00 Fjölbreytt efnisskrá, meðal annars verða fluttir valdir kaflar úr dagskrá kórsins tileinkuð Stefáni Íslandi Einsöngur: Þorgeir J. Andrésson og Birgir Björnsson Lesarar: Agnar H. Gunnarsson og Björn Björnsson Stjórnandi: Stefán R. Gíslason Undirleikari: Thomas R. Higgerson Forsala aðgöngumiða á tix.is Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Afmæli á hlaupársdag ernáðargjöf,“ segir MagnúsLeifur Sveinsson í Hafn-arfirði sem er fertugur í dag, á sínum 10. afmælisdegi. „Jól- in, páskanir og allt slíkt fáum við árlega með miklu tilstandi. Í mínu tilviki er afmælisdagurinn hins veg- ar fágætur og aðeins fjórða hvert ár. Ég hef því oft notað þennan dag til að gera eitthvað mjög veglegt. Planið núna er að velta í nýrri sundskýlu upp úr mjöllinni og búa til engla. Góð pitsa á Dominons væri svo toppurinn á deginum.“ 217 eiga afmæli í dag Hlaupársdagur er í dag, 29. febrúar. Í sjálfu sér er dagurinn í frábrugðinn öðrum dögum í alman- akinu, nema hvað hann kemur að- eins fjórða hvert ár og er leiðrétt- ing á misræmi, eins og segir frá hér að neðan. Alls eru 217 Íslendingar núlifandi fæddir á þessum degi, og rétt eins og gengur mismargir milli ára. Hinn 29. febrúar 1980 fæddust alls 19 börn á landinu sem er met. Hlaupársfólk fætt 1972 er 11 manns, 10 eru fæddir á hlaup- ársdag 1976, 9 árið 1984 og 16 árið 1988. Börn fædd á hlaupárinu árið 2016 sem eiga sinn fyrsta formlega afmælisdag nú eru fimm talsins. Magnús Leifur er sonur þeirra Sólveigar Skúladóttur og Sveins Magnússonar. Heitir í höfuðið afa sínum og alnafna, Magnúsi L. Sveinssyni sem lengi var borgar- fulltrúi og formaður Verslunar- mannafélags Reykjavíkur. „Þegar ég var yngri var, þegar ekki var hlaupár, haldið upp á af- mælið mitt 28. febrúar. Rök móður minnar voru þau af fyrst ég væri fæddur í febrúarmánuði væri rétt að gera mér dagamun í þeim mán- uði. Bæri daginn upp á helgi var svo stundum gerð úr þessu tveggja daga hátíð,“ segir Magnús, sem er tónlistarmaður og upptökustjóri. Starfrækir hljóðver og vinnur þar með ýmsum listamönnum. Rætur hlaupársdagsins er hægt að rekja til ársins 46. f. Kr. en þá var komið á endurbættu tímatali í Rómaveldi. Dagurinn er í raun og veru leiðrétting. Hlaupár eru alltaf þegar fjórir ganga upp í ártalinu, að undanskildum aldamótaárum þegar talan 4 gengur ekki upp í öldinni. Hvert ár er í raun 365,2422 dagar og það eru tölurnar fyrir aft- an kommuna sem samanlagt mynda á fjórum árum einn sólarhring. Að hlaupársdagur sé í febrúar kemur einnig úr Rómaveldi, frá þeim Júl- íusi Sesar og Ágústusi keisara. Dagar eða hlaupársvika? „Núgildandi reglur um hlaupár fjórða hvert ár, eða þar um bil, mið- ast við það að leiðrétta misgengi almanaksárs og árstíðaárs jafn- óðum og þetta misgengi nemur heilum degi. En við gætum líka haft þá aðferð að bíða þar til skekkjan er orðin að sjö dögum og skjóta þá inn heilli viku í einu, nokkurs konar hlaupársviku. Það er einmitt sú aðferð sem fróðum mönnum hugkvæmdist hér á Ís- landi í lok landnámsaldar,“ segir í grein eftir Þorstein Sæmundsson stjarnfræðing á vef almanaks Há- skóla Íslands. Leiðrétting á almanaksárinu Morgunblaðið/Eggert Afmælisbarn Hinn fertugi Magnús L. Sveinsson hér með lukkudýrið og saman brosa þau mót veröldinni. 29. febrúar. Upp er runn- inn 10. afmælisdagur Magnúsar L. Sveins- sonar sem verður 40 ára í dag. Hlaupársdagur er í dag og er einskonar fín- stilling á tímatali og sól- argangi veraldarinnar. Elstur Íslendinga fæddur á hlaupársdegi varð Árni Guðmundsson á Þing- eyri, sem náði 102 ára aldri. Hann var sagður hafa fæðst 29. febrúar 1876 á Hvaleyri við Hafnarfjörð. Í prestsþjónustubókinni er skráð dagsetningin 28. febrúar en ekki er vitað hvort það var gert af tillitssemi við fjölskyld- una. Kunnugir telja slíkt þó ekki ólíklegt. Árni lést 23. júní 1978. Næsthæstum aldri hlaupársbarna á Íslandi náði Einar B. Pálsson verk- fræðingur sem var fæddur 1912 og lést 2011, 99 ára að aldri. Hinn 29. febrúar 1916 fæddust tveir á Íslandi, fólk sem lifði til 1977 og 1985. Á þessum sama degi 1920 fæddust 8 og sá síðasti dó 2011. Hlaupársmenn urðu gamlir DAGSETNING AF TILLITSSEMI Leikfélag Menntaskólans á Akureyri frumsýnir í næstu viku söngleikinn Inn í skóginn eftir Stephen Sond- heim. Þetta er í 71. sinn sem félagið færir leikverk á svið en þetta er það stærsta og umfangsmesta frá upp- hafi. Leikstjóri verksins er Vala Fan- nell og Einar Aðalsteinsson þýddi handrit. Alls koma um 90 manns að uppfærslunni. Metnaðurinn hjá leikfélaginu er mikill og hefur hópurinn sem kemur að sýningunni nú aldrei verið stærri eða um það bil 90 manns. Inn í skóginn fjallar um þekktar persónur úr Grimms-ævintýrum, meðal annars Rauðhettu og Úlfinn, Jóa og baunagrasið, Öskubusku, Garðabrúðu og fleiri þekktar persón- ur. Í ævintýrum eins og þessum lifa allir hamingjusamir til æviloka. Sýn- ingin Inn í skóginn sýnir hins vegar aðra hlið á ævintýrunum. „Hægt væri að segja að með sýningunni sé nokk- urs konar ádeila lögð fram gegn þeirri hugmynd að allir lifi alltaf ham- ingjusamir til æviloka. Inn í skóginn sýnir dimmari og drungalegri hlið ævintýranna og getur hluti sýning- arinnar vakið óhug á meðal barna á ungum aldri,“ segir í tilkynningu. Sýningar Leikfélags Mennta- skólans á Akureyri undanfarin ár hafa verið fjölsóttar og síðustu ár hafa á annað þúsund manns mætt ár hvert. Í ár verður sýningin sett upp í Menningarhúsinu Hofi og er frum- sýning þar föstudaginn 6. mars kl. 20. Einungis örfáar sýningar verða í boði. Leikfélag Menntaskólans á Akureyri í Hofi Önnur hlið á ævintýrum Leikarar Ágústa Forberg og Oddur Hrafnkell Daníelsson í hlutverkum sínum. Kvikmyndahátíð framhaldsskólanna, eða KHF, verður haldin í sjötta sinn helgina nú um helgina 29. febrúar og 1. mars kl. 13-17 báða dagana. Að- gangur er ókeypis. Öll umsjón er í höndum nemenda Fjölbrautaskólans við Ármúla. Eitt af aðalmarkmiðum hátíðarinnar er að gera nemendum í framhaldsskólum landsins kleift að koma verkum sínum á framfæri og kynnast öðrum með sömu áhugamál. Færðar eru út kvíar í ár með því að bjóða framhaldsskólanemendum í Færeyjum og Grænlandi að taka þátt hátíðinni. Tilgangurinn með þessu er að ná tengslum við þær þjóðir sem eru næstar okkur og stuðla að því að ungt fólk í þessum samfélögum á Norður-Atlantshafi nái að kynnast. Bíó Paradís um helgina Kvikmyndahá- tíð framhalds- skólanema Gróska, félag myndlistarmanna í Garðabæ, efnir til afmælisveislu með hnallþórum á morgun, sunnudaginn 1. mars. Þá verða liðin 10 ár frá form- legum stofndegi félagsins. Veislan verður á Garðatorgi 1 milli kl. 15 og 17 í Gróskusalnum Garðatorgi 1. Gróskufélagar verða með lifandi list- sköpun á viðburðinum. Grasrótarstarf Grósku hófst árið 2008 og fyrsta sumarsýningin og fyrsta jónsmessugleðin fóru fram ár- ið 2009. Gróska er virkt myndlistar- félag sem hefur fest sig vel í sessi í menningarlífi Garðabæjar með ár- vissum sýningum á föstum tímum. Garðabær 1. mars Gróska og list Ljósmynd/Nanna Guðrún Garðabær Listin og lífið sjálft.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.