Morgunblaðið - 29.02.2020, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 29.02.2020, Blaðsíða 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. FEBRÚAR 2020 ✝ Guðrún Jóns-dóttir fæddist á Núpi undir Vest- ur-Eyjafjöllum 5. apríl 1930. Hún andaðist á dval- arheimilinu Lundi 16. febrúar 2020. Foreldrar henn- ar voru Jón Einars- son, f. 30. apríl 1902, d. 22. maí 1979, og Auðbjörg Jónína Sigurðardóttir, f. 25. apríl 1910, d. 15. mars 1985. Guðrún ólst upp á Núpi, elst af 15 systkinum. Eru þau í ald- ursröð Kristín látin, Jónas lát- inn, sveinbarn látið, Sigurður látinn, Jóna Vigdís látin, Einar Ingi, Páll Ingi látinn, Sigríður Júlía, Guðlaug, Jóhanna, Ben- óný látinn, Rúna Björg, Guðjón látinn, Oddur Helgi. Þann 23. desember 1950 gift- ist Guðrún Sigurði Þorsteins- syni frá Götu í Ásahreppi. For- eldrar hans voru Þorsteinn þeirra: Haraldur Geir, Brynjar Freyr og Guðrún Margrét. Auð- björg á 6 barnabörn. 5) Hafdís Dóra, f. 4. febrúar 1963, synir hennar: Steinn Daði og Stefán Orri. 6) Sigurður Rúnar, f. 17. októ- ber 1968, kona hans er Margrét Ýrr, f. 26. febrúar 1973, börn þeirra Karen Eva, Rakel Ýr og Björgvin Geir. Rúnar á 1 barna- barn 7) Eiður Ingi, f. 13. janúar 1970, kona hans er Linda Rut Larsen, f. 1. desember 1971, börn þeirra eru Sævar Ingi, Eva Rún og Sigurður Ernir. 8) Sigríður Magnea, f. 20. jan- úar 1973. Bjó hún í foreldrahúsum þar til hún fór að vinna, fyrst við Hótelið á Hellu og svo hjá Slát- urfélaginu. Þar kynntist hún Sigga og hófu þau búskap, fyrst á Hellu á efri hæðinni hjá Þóru systur Sigga, eða til 1952, er þau hjónin hófu búskap í Vetleifs- holti. Útför Guðrúnar fer fram í Odda á Rangárvöllum í dag, 29. febrúar 2020, og hefst athöfnin klukkan 13. Tyrfingsson, f. 28. apríl 1891, d. 22. september 1973, og Guðrún Pálsdóttir, f. 28. júní 1891, d. 7. maí 1988. Börn Sigurðar og Guðrúnar eru: 1) Jón Björgvin, f. 22. júlí 1950, d. 14. apríl 2012, börn hans eru: Snjólaug Kristín, Eðvarð, Kristján Guðni, d. 2014, og Jóna Björk. Björgvin á 4 barnabörn. 2) Sigrún Steinunn, f. 4. ágúst 1955, gift Garðari Sigurðssyni, f. 24. september 1958, börn þeirra: Sólrún Helga, Karl Steinar, Sigurður og Agnar Bjarki. Sigrún á 4 barnabörn. 3) Hafsteinn Birgir, f. 12. október 1957, d. 26. desember 2011, sonur hans er Erlingur Örn. Hafsteinn á eitt barnabarn. 4) Auðbjörg Jónína, f. 28. mars 1960, gift Valsteini Stef- ánssyni, f. 15. ágúst 1957, börn Í dag kveðjum við einstaklega góða konu, hana Rúnu tengda- mömmu mína. Þakklæti er mér efst í huga fyrir að hafa fengið að koma í hennar fjölskyldu fyr- ir um 30 árum. Í Vetleifsholt var alltaf gott að koma, gestrisni var mikil og gaman var að spjalla við þau hjónin Rúnu og Sigga. Rúna hafði þann mikil- væga eiginleika að vera góður hlustandi og sýndi okkur og ekki síður barnabörnunum mik- inn áhuga. Ég sá þessa flottu konu aldrei skipta skapi, hún var alltaf glaðleg og stutt í glettnina. Það sem ég lærði helst af Rúnu var hreinskilni en hún sagði alltaf sína meiningu. Rúna var heimavinnandi húsmóðir í sveitinni þegar ég kynntist henni og hugsaði vel um sína og allt virtist leika í höndunum á henni. Það er ómetanlegt á þessari stundu að við skulum geta yljað okkur við óteljandi minningar um magnaða konu og um leið yljað okkur um fæturna í öllum ullarsokkunum sem amma Rúna prjónaði á okkur. Karen Eva frumburðurinn okk- ar var mikið í pössun í Vetleifs- holti áður en hún komst í leik- sóla og þar var ýmislegt brallað og leyft sem ekki leyfðist hjá okkur ungu foreldrunum. Í Vet- leifsholti lærði Karen t.d. ung að drekka kaffi með mjólk og sykri, brauð með mjög miklu smjöri og að spila með eigin reglum ömmu og afa. Um tíma bjuggum við fjölskyldan hjá Rúnu þegar hún var flutt á Hellu og eftirminnileg voru kvöldin þegar við prjónuðum saman og hún hló mikið þegar ég pirraði mig á að gera vitleys- ur og hvatti mig til dáða og að gefast ekki upp. Síðustu ár dvaldi Rúna á hjúkrunarheimilinu Lundi á Hellu þar sem fjölskyldan gat notið hennar alla daga. Dætur mínar báðar voru tíðir gestir hjá ömmu sinni og unnu m.a. á Lundi og hefur þetta verið ein- staklega dýrmætur tími. Yngsta barnabarnið Björgvin Geir og langömmustrákurinn Rúnar Atli fengu að kynnast ömmu sinni vel síðustu árin á Lundi og alltaf hlupu þeir inn til hennar þar sem þeim mætti geislandi fallegt bros og boðið var upp á djús og kex. Strákarnir fundu að best var að vera þar sem kærleikurinn umvafði þá. Stutt er í fæðingu nýrrar langömm- ustelpu sem Rúna beið eftir með mikilli eftirvæntingu og fylgdist hún mjög spennt með meðgöng- unni. Hún mun vafalaust hafa vakandi auga með litlu stúlk- unni og öllum afkomendum sín- um áfram. Við höfum nú útskýrt fyrir litlu strákunum að amma Rúna sé nú hjá afa Sigga sem hafi tek- ið glaður á móti henni. Rúnar Atli sá yngsti veltir fyrir sér hvað amma Rúna ætli eiginlega að vera lengi dáin. Honum þætti betra að fá hana aftur sem fyrst. Útskýring sem hann er sáttur með er að nú er amma alltaf að passa okkur uppi í skýjunum hjá guði. Að lokum þakka ég fyrir þessa góðu konu og blessuð sé minning Rúnu frá Vetleifsholti. Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir. Góður engill Guðs oss leiðir gegnum jarðneskt böl og stríð, léttir byrðar, angist eyðir, engill sá er vonin blíð. (Helgi Hálfdánarson.) Guðrún Jónsdóttir frá Vet- leifsholti lést á Dvalarheimilinu Lundi 16. febr. sl. tæplega ní- ræð að aldri. Rúna eins og hún var jafnan kölluð átti sín uppvaxtarár á Núpi, Vestur-Eyjafjöllum, þeirri fallegu sveit. Systkina- hópurinn var stór og hefur örugglega oft verið glatt á hjalla. Þá tóku börnin þátt í dag- legum störfum eftir þroska og aldri. Maður Rúnu var Sigurður Þorsteinsson. Þau bjuggu í Vet- leifsholti í tæp 50 ár. Þau byggðu þar allt upp og þar ólu þau upp börnin sín átta. Rúna var félagslynd. Hún var félagi í Féagi eldri borgara í Rangárvallasýslu og var í stjórn þess um árabil. Hún var stofn- félagi í Kvenfélagi Oddakirkju, en það var stofnað 1963. Hún var mjög virkur félagi. Við kvenfélagskonur þökkum henni vináttu og frábært samstarf á liðnum árum. Fjölskyldunni sendum við samúðarkveðjur. Blessuð von, í brjósti mínu bú þú meðan hér ég dvel, lát mig sjá í ljósi þínu ljómann dýrðar bak við hel. (Helgi Hálfdánarson.) Fyrir hönd Kvenf. Odda- kirkju, Guðríður Bjarnadóttir. Ótrúlega finnst mér skrítið að þú sért farin frá okkur, elsku amma. Ég finn fyrir miklum söknuði og tómleika en samt sem áður finn ég fyrir miklu þakklæti. Skemmtilegt finnst mér að þú og afi kennduð mér að spila í sveitinni, þó stundum hafi verið svindlað á blásaklausu barninu. Hvergi var hægt að fá betri pönnukökur en hjá ömmu, sú uppskrift mun lifa, þótt erfitt sé að toppa þínar. Ég tala nú ekki um brúnu sósuna með lambakjötinu, ég hugsa reglu- lega um hana og mun einn dag- inn ná að gera hana eins og þú. Gaman var að heyra allar sögurnar úr Vetleifsholti af bú- skaparárum ykkar afa, það hef- ur ekki alltaf verið dans á rós- um. Þú varst harðdugleg og hreinskilin húsmóðir, það er eitthvað sem ég stefni á að verða. Ég dáist að því hversu hreinskilin þú varst, þú sagðir alltaf þína skoðun óháð því hvernig það kom út fyrir aðra og þú stóðst á þínu. Maður pass- aði sig að þú heyrðir frekar góðu sögurnar svo þú myndir ekkert segja og að sjálfsögðu passaði sig að koma alls ekki í rifnum gallabuxum til þín, þá fékk maður að heyra það. Ég er svo þakklát fyrir það að Rúnar Atli fékk að kynnast þér svona vel. Honum fannst svo gott að koma til þín eftir leik- skóla og drekka djús og borða nammi í friði, því mamman átti stundum erfitt að stoppa hann af þegar langamman var nærri. Á hverjum einasta degi vildi hana fara til þín á Lund. Leið- inlegt að þú rétt misstir af nýja hlutverkinu hans sem stóri bróðir, ég er viss um að þú hefð- ir verið stolt. Núna eftir að þú ert farin þá spyr hann reglulega hvort við gætum heimsótt ömmu Rúnu, hann skilur ekki hvað hún ætlar að vera lengi dáin. Við tölum um þig daglega og erfitt er að út- skýra þetta allt fyrir litlu barni. Eitthvað held ég að þú myndir hlæja að vangaveltum hans um dauðann. Ég mun gera mitt besta að halda í minningu þína og passa að hann gleymi þér aldrei. Við eigum eftir að sakna þín. Hvíldu í friði. Karen Eva Sigurðardóttir. Fyrrverandi kær nágranni, Rúna í Vetleifsholti, hefur kvatt þetta jarðlíf, komin vel á níræð- isaldur. Minningarnar frá æsku- árunum í Vetleifsholtshverfi streyma fram og hlýja og þakk- læti fylla hugann. Samfélagið í hverfinu var gott, einkenndist af náungakærleik, hjálpsemi og dugnaði. Tvenn ung hjón byrj- uðu búskap með árs millibili í Vetleifsholtshverfi, foreldrar mínir, Steinunn Guðný Sveins- dóttir og Sigurður Jónsson í Kastalabrekku árið 1951 og ári síðar komu Guðrún Jónsdóttir (Rúna) og Sigurður Þorsteins- son í Vetleifsholt. Fyrir voru þá Ólafur og Þórður Ólafssynir, Svanhvít Guðmundsdóttir og Sigríður Gísladóttir í Lindarbæ og 4 árum síðar fluttu þangað Jón Þorsteinsson og Sigurlaug Björnsdóttir í Rifshalakot. Átta börn fæddust og ólust upp á hvorum bæ, Vetleifsholti og Kastalabrekku, aldursdreif- ingin að mestu sú sama á 20 ára tímabili. Það var ekki langt að fara á milli bæja og í minning- unni var alltaf sól og bjartviðri sem endurspeglar eflaust skemmtilegu leikina, ævintýrin og saklausan vinskap æskunnar. Að koma inn í Vetleifsholt var eins og að koma heim, værum við á kaffitíma fengum við mjólk og meðlæti, Rúna var eins og mamma númer tvö, alltaf hlý, glettin og góð. Fyrir ungu hjónin sem hvor um sig voru að reisa bú á nánast húslausum jörðum um miðja síðustu öld, var hjálpsemi og vinátta mikils virði, vinátta sem entist lífið sjálft. Þegar reist var hús á annarri jörðinni lagði hinn bóndinn verk sín til hliðar til að hjálpa til. Rúna var alltaf tilbúin til að aðstoða á Kastalabrekku þegar hjálpar var þörf. Man ég hennar hlýju nærveru þegar yngri systkini mín fæddust en þá voru heimafæðingar algeng- ar. Rúna tók þátt í þeirri fé- lagstarfssemi sem sveitin bauð upp á, saumaklúbb, ungmenna- félagi, kvenfélagi og slysavarna- félagi. Þegar hún og móðir mín fóru saman á fundi og klúbba fannst manni að svona ætti lífið að vera og manni datt ekki í hug að framtíðin yrði með öðru móti hjá manni sjálfum. Það var stutt á milli bæja og oft gengu vin- konurnar yfir á næsta bæ fyrir kaffibolla og stutt spjall. Áður en sjónvarpið kom á heimilin settust nágrannarnir stundum niður og tóku spil en það varð mikil breyting eftir að sjónvarp- ið hóf innreið sína, fyrst svart- hvítt. Fyrsta sjónvarpið í hverf- inu kom hjá gamla fólkinu í Lindarbæ og gleymast ekki fyrstu barnatímarnir sem við krakkarnir í Kastalabrekku og Vetleifsholti fengum að sjá hjá þeim, spariklædd á sunnudög- um. Ég skrifa þessar línur fyrir hönd móður minnar og okkur systkinanna. Söknuður, virðing og þakklæti er okkur efst í huga, þakklæti fyrir trygga vin- áttu, samhug og hjálpsemi í gegnum árin. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Sigurveig Þóra Sigurðardóttir. Guðrún Jónsdóttir Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA MARGRÉT JAFETSDÓTTIR kennari, Dalbraut 16, Reykjavík, lést á Landspítalanum þriðjudaginn 18. febrúar. Útförin fer fram frá Laugarneskirkju miðvikudaginn 4. mars klukkan 15. Blóm og kransar afþökkuð en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Píeta-samtökin og UNICEF. Ari Hálfdanarson Guðbjörg Sesselja Jónsdóttir Finnbogi Rútur Hálfdanarson Guðrún Edda Guðmundsdóttir Guðmundur Hálfdanarson Þórunn Sigurðardóttir Jóna Hálfdánardóttir Einar Már Guðmundsson Guðrún Hálfdánardóttir Sigurður Árni Sigurðsson Halldóra Hálfdánardóttir Hilmar Þór Karlsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA GUÐJÓNSDÓTTIR frá Ökrum, Höfðagrund 14b, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness miðvikudaginn 26. febrúar. Útför hennar verður gerð frá Akraneskirkju fimmtudaginn 5. mars klukkan 13. Ingiríður B. Kristjánsdóttir Ólafur Ólafsson Smári H. Kristjánsson Nikolína Th. Snorradóttir Guðjón Kristjánsson Ingibjörg Sigurðardóttir Guðrún H. Kristjánsdóttir Vicente Carrasco barnabörn og barnabarnabörn Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, ELÍSABETAR GUÐNÝJAR HERMANNSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilisins Sóltúns fyrir umönnun á undanförnum árum. Sigríður Indriðadóttir Margeir Pétursson Einar Páll Indriðason Halla Halldórsdóttir og barnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, FRIÐBJÖRG KRISTJANA RAGNARSDÓTTIR, Skipalóni 20, lést á Landspítalanum föstudaginn 21. febrúar. Útförin fer fram frá Garðakirkju föstudaginn 6. mars klukkan 15. Jóhann Þór Jóhannsson Rúna Baldvinsdóttir Ragnar Steinþór Jóhannsson Friðjón Viðar Jóhannsson Edda Sigurbjörg Jóhannsd. Rúnar Páll Brynjúlfsson barnabörn og barnabarnabörn Okkar ástkæri eiginmaður, fjölskyldufaðir og bróðir, BJARNI JÓN MATTHÍASSON, Sandlæk í Gnúpverjahreppi, áður Kirkjubæjarklaustri, andaðist á Landspítalanum Hringbraut miðvikudaginn 26. febrúar. Útförin fer fram í Skálholtskirkju laugardaginn 14. mars klukkan 12. Elín Erlingsdóttir Ester Elín Bjarnadóttir Björgvin Rúnarsson Guðrún Heiða Bjarnadóttir Andri Jónasson Helgi Haukur Hauksson Helga Margrét Friðriksdóttir barnabörn og systur hins látna Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Lára Árnadóttir, umsjón útfara Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.