Morgunblaðið - 29.02.2020, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 29.02.2020, Blaðsíða 38
38 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. FEBRÚAR 2020 PFAFF • Grensásvegi 13 • Sími: 414 0400 • www.pfaff.is SkÍNaNdI LjÓSaÚRvAl 80 ára Valdimar er fæddur í Norðurgarði í Mýrdal og ólst þar upp en býr í Kópavogi. Hann er blikksmíðameistari frá Iðnskólanum í Reykjavík. Hann stofn- aði fyrirtækið Ísloft ehf. ásamt tveimur öðrum og vann þar þangað til í fyrravor og er enn hluthafi í fyrir- tækinu. Maki: Auður Pedersen, f. 1942, húsmóðir. Börn: Gunnar, f. 1962, Anna María, f. 1964, Sigrún, f. 1968, Guðrún, f. 1970, Jón, f. 1971 og Valdimar, f. 1972. Barna- börnin eru 16 og langafabörnin 3. Foreldrar: Jón Guðmundsson, f. 1899, d. 1983, og Guðrún Erlendsdóttir, f. 1900, d. 1980, bændur í Norðurgarði. Valdimar Karl Jónsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú þarft að veita sköpunargáfunni útrás í dag. Haltu fast í taumana á krökk- unum, það borgar sig til lengri tíma litið. 20. apríl - 20. maí  Naut Það væri upplagt að fara út að borða í hádeginu ásamt félögunum og ræða mál- in. Sláðu ekki af kröfunum þegar kemur að frágangi. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Peningar vaxa ekki á trjánum – þeir vaxa í garði hugmyndaflugsins. Þér verður fótaskortur á tungunni í dag, en þú hlærð bara að því. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Systkini er uppspretta óvæntra tíð- inda í dag. Reyndu að taka þátt í sprelli á vinnustað, það lífgar upp á sálartetrið. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þótt þér sé annt um það sem þú átt, er sumt af því bara hlutir, sem þú getur vel leyft öðrum að nota þegar svo ber undir. Ekki hugsa þig um tvisvar þegar þér býðst að fara í ferðalag. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Heimilið og fjölskyldan verða í brennidepli hjá þér á næstu fjórum til sex vikum. Hafðu gætur á eyðslunni. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú gætir verið dálítið yfirþyrmandi í dag vegna þess að þú vilt sannfæra aðra um að þú hafir rétt fyrir þér. Láttu ekkert komast upp á milli þín og vinar þíns. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Gerðu enga samninga hvorki stóra né smáa án þess að kynna þér vand- lega innihald þeirra og smáa letrið. Þér skjátlast um vissa persónu. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Feimni er eitthvað sem þú þekkir. Ef einhver býðst til að gefa þér gjöf skaltu þiggja hana. Þú neyðist til að borga viðgerð úr eigin vasa. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er svo margt að gerast í kringum þig að þér finnst erfitt að einbeita þér að þeim hlutum sem skipta raunveru- lega máli. Sýndu ákveðni og þá getur ekk- ert staðið í vegi fyrir þér. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það er til lítils að sitja með hendur í skauti og halda að hlutirnir komi af sjálfu sér. Fylgdu innsæinu til enda. Þú stillir einhverjum upp við vegg. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það er aldrei að vita, hvenær lukkan ber að dyrum eða hjá hverjum. Eina mann- eskjan sem þú getur breytt ert þú sjálf/ur. Unnur hefur setið í stjórn Félags íslenskra gullsmiða frá árinu 2008 til dagsins í dag ásamt því að sitja í sveinsprófsnefnd frá árinu 2012. Hún var í sýningarnefnd Félags ís- hreina og klæðilega og að skart- gripirnir gangi við flest tækifæri og þægilegt sé að bera þá.“ Unnur hannaði bleiku slaufuna árið 2016 ásamt Lovísu Halldórsdóttur. U nnur Eir Björnsdóttir er fædd 29. febrúar 1980 í Reykjavík. „Þegar ég fæddist á hlaupársdegi kom skáfrænka mín til mömmu minnar og spurði hvernig henni hefði dottið það í hug að eignast barn á hlaup- ársdag. Mamma svaraði fljótt: „Góða besta, leiktu það eftir mér.“ Hún gerði það svo átta árum síðar og þá fékk ég frænku í afmælisgjöf, hana Eddu, en Edda og ég erum bræðradætur.“ Æskuslóðirnar voru Árbærinn og lék hún sér mikið öðrum krökkum í Brekkubænum. „Við fjölskyldan fór- um líka oft í sumarbústað í Skorra- dal og eins til frænku minnar sem bjó á Ormsstöðum í Dalasýslu. Ég var líka rosa mikið hjá ömmu í Hvassó eins og þegar mikið var að gera í fjölskyldufyrirtækinu hjá hinni ömmunni minni, til dæmis þeg- ar jólatarnirnar voru.“ Unnur gekk í Árbæjarskóla og var stúdent frá Verslunarskólanum 2000. Hún hóf síðan nám við Tækni- skólann í Reykjavík þar sem hún lauk sveinsprófi í gull- og silfursmíði árið 2007 og meistaraskólann kláraði hún 2008. Hún er skartgripahönn- uður frá listaháskólanum Centra Sa- int Martins í London og var þar í námi 2006-2007. Unnur hefur unnið í fjölskyldufyr- irtækinu MEBA frá blautu barns- beini. „Afi og amma stofnuðu það fyrirtæki og mamma og pabbi byrj- uðu ung að vinna þar. Þau urðu helmingseigendur 1976 og sáu svo alfarið um reksturinn fljótlega eftir að var Kringlan opnuð,“ en MEBA hefur verið með verslun þar frá byrjun. Unnur opnaði síðan MEBA í Smáralind árið 2001 ásamt for- eldrum sínum. „Þá sá ég alveg um verslunina þar en eftir að ég lauk gullsmíðanáminu hef ég meira verið á verkstæðinu, en maður er allt í öllu í litlu fjölskyldufyrirtæki. Ég sé líka um vefverslun MEBA sem er nú í hraðri þróun á ört stækkandi mark- aði með hraðri tækniþróun.“ Unnur er með eigin skartgripa- línu sem hún hannar undir vöru- merkinu EIR. „Ég er í þessu stíl- lenskra gullsmiða 2008-2014. Áhugamál Unnar eru að hitta vini og sinna fjölskyldu. „Ég er eins og er styrktaraðili í Hreyfingu en þar mun áhuginn fljótt vakna aftur. Ég Unnur Eir Björnsdóttir gullsmiður – 40 ára Fjölskyldan Unnur, Kristinn og börn stödd í Aigua Blava í Katalóníu á Spáni síðastliðið haust. Hannar klæðilega skartgripi Gullsmiðurinn Unnur að vinna að bleiku slaufunni 2016.Afmælisbarnið Unnur. 60 ára Karólína er Akureyringur, fædd þar og ólst upp á Brekkunni og býr á Brekkunni. Hún er þroskaþjálfi að mennt frá Þroska- þjálfaskóla Íslands og er sviðsstjóri búsetusviðs Akureyr- arbæjar. Maki: Gísli Sigurður Gíslason, f. 1962, kennari og vinnur í vettvangsteymi Akureyrarbæjar. Börn: Gunnar, f. 1983, d. 1987, Már, f. 1990, og Gunnar Breki, f. 2003. Foreldrar: Gunnar B. Jóhannsson, f. 1935, fyrrverandi sjómaður, búsettur á Akureyri, og Fríður Jóhannesdóttir, f. 1935, d. 2004, húsmóðir á Akureyri. Karólína Gunnarsdóttir Til hamingju með daginn Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.