Morgunblaðið - 29.02.2020, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.02.2020, Blaðsíða 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. FEBRÚAR 2020 Ákvörðun heil- brigðisráðherra um að flytja legháls- krabbameinsleitina til heilsugæslunnar og brjóstakrabbameins- leitina til Landspítala háskólasjúkrahúss (LSH) um næstu ára- mót hefur vakið furðu margra og almenn- ingur auk fagfólks spyr hvað liggi hér að baki. Leitarstöð Krabbameinsfélagins (LKÍ) hefur á undanförnum árum átt við erfiðleika að stríða sökum minnkandi mætingar, mönnunar- og stjórnunarvandamála. Ljóst er að þessar staðreyndir samtvinnast ákvörðun ráðherra og verður því hér leitast við að varpa nánara ljósi á þessa þætti. Minnkandi mæting Áður hefur komið fram að rekja megi minnkandi mætingu til breyttra þjóðfélagshátta, aðallega í kjölfar bankahrunsins 2008. Þar kom einnig fram að flutningur leitar til heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu myndi vart auka mætinguna en lagt var til að kannað yrði hvort niðurfelling skoðunargjalda myndi bæta hana (Mbl. 30.4. 2018; 14). Leitarstöðin hefur gert slíka könnun, hjá yngri konum við fyrstu komu, með já- kvæðum áhrifum á mætingu. Mönnunarvandamál tengjast læknamönnun röntgendeildar fé- lagsins og endurspeglar alþjóðlegt vandamál, sem byggir á því að margir röntgenlæknar hafa lítinn áhuga á þessu undirsviði sér- greinar sinnar. KÍ hefur gert ítrekaðar tilraunir til að koma á samstarfi við röntgendeild LSH en þær tilraunir hafa ætíð mistek- ist, eða allt þar til ráðuneytið setti LSH þau skilyrði á árinu 2015 að leysa þetta vandamál. LSH virðist þó í reynd hafa sett þau skilyrði að í stað samvinnu við KÍ myndi spítalinn taka yfir fram- kvæmd sérskoðana á Brjósta- móttöku LKÍ. Í bakspeglinum hefði mátt sjá fyrir þessa þróun mála ef rýnt hefði verið í gögn varðandi eldri samningaumleitanir KÍ við Borgarspítalann í Fossvogi og síðar við LSH á árinu 2006. Fyrri stjórnir KÍ gerðu sér grein fyrir því að stóru spítalarnir vilja frekar yfirtöku en samvinnu og leit- uðu því samstarfs við Röntgen Domus og stóð það samstarf allt fram til 2015 er félag- ið neyddist til að af- sala Brjóstamóttöku LKÍ til LSH en það afsal leiddi fljótlega til lengri biðtíma kvenna sem þurftu á sérskoðun brjósta að halda. Nú stefnir í að öll brjóstakrabbameinsleitin muni, með fulltingi ráðherra, flytja um næstu áramót frá LKÍ til LSH þvert á vilja stjórnar KÍ. Spurn- ingin er þó hvort LSH hafi áhuga á að yfirtaka boðun og eftirlit í brjóstahópleitinni eða hvort sá pakki verði áfram hjá Stjórnstöð LKÍ, en sú stöð mun væntanlega einnig yfirgefa KÍ um næstu ára- mót ef spár sérfróðra reynast réttar. Stjórnunarvandamál Eftir mikla uppbyggingu á LKÍ fram til bankahrunsins 2008 hófst umfangsmikill hagræðingarferill innan KÍ, sem síðar orsakaði ágreining milli þáverandi sviðs- stjóra leitarsviðs og stjórnar varð- andi leitaráherslur og leiddi til starfsloka sviðsstjóra, að lokinni ársskýrslugerð vorið 2013, hálfu ári fyrir lögboðin starfslok. Sá sviðstjóri sem þá tók við stöðunni hélt áfram hagræðing- arferli stjórnar, sem leiddi til um- deildra breytinga á aldursmörkum boðunaraldurs, millibili boðana, að eldri konum og konum með ein- kenni frá fæðingarvegi var vísað til lækna utan stöðvar, ljós- mæðraskoðunar í stað læknisskoð- unar og aðskilnaðar legháls- og brjóstakrabbameinsleitar (Lækna- blaðið 2014;2:112-113). Hið síðast- nefnda skapaði síðan grundvöll fyrir yfirtöku LSH á brjósta- krabbameinsleitinni eins og áður er lýst. Þegar nýr sviðsstjóri leitarsviðs var síðar tímabundið settur for- stjóri félagsins komu upp brestir í samstarfið við stjórn þar sem áform sviðsstjórans voru sögð þau að hann vildi færa leitarstarfið al- farið frá KÍ, sem augljóslega gekk þvert á hagsmuni stjórnar og fé- lagsins. Samstarfinu lauk síðar með starfslokum sviðsstjórans í árslok 2017. Sviðsstjórinn fyrrverandi hefur þó áfram möguleika til að vinna að framgangi skoðana sinna varðandi breytt skipulag leitar þar sem hann situr nú í fagráði landlæknis um skimanir og í verkefnastjórn ráðuneytisins fyrir hönd heilsu- gæslunnar, þar sem m.a. er fjallað um framtíðarstaðsetningu Stjórn- stöðvar LKÍ sem annast alla boð- un til krabbameinsleitar, hefur umsjón með eftirliti kvenna með afbrigðilegar leitarniðurstöður, annast ársskýrslugerð og aðra úr- vinnslu úr gagnabanka leitarinnar. Áður hefur verið bent á mik- ilvægi þess að ekki sé raskað við starfsemi Stjórnstöðvar LKÍ, óháð hverjir annist framkvæmd leit- arinnar (Mbl. 30.4. 2018; 14) en nú bendir allt til þess að verk- efnastjórn ráðuneytisins muni ráð- leggja ráðherra að flytja Stjórn- stöð LKÍ til Þróunarseturs heilsugæslunnar og hefur KÍ þar með gegn eigin vilja verið svipt öllum sínum leitarverkefnum. Sorglegur endir á nær 60 ára starfi Leitarstöðvar í þágu ís- lenskra kvenna. Lokaorð Tölur Krabbameinsskrár og árs- skýrslur LKÍ fram til 2013, sem af einhverjum ástæðum er síðasta aðgengilega ársskýrsla leitarinnar, auk fjölda fræðigreina, staðfesta að leitin hefur sannað gildi sitt. Þar sem árangur fyrirhugaðra breytinga er mjög vafasamur er nauðsynlegt að ráðherra rökstyðji frekar ákvörðun sína um að leggja niður Leitarstöðina í Skógarhlíð, sem í augum flestra kvenna hefur verið skjól fyrir konur sem hafa þurft og þurfa á þjónustu hennar að halda. Í minningu Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins Eftir Kristján Sigurðsson » Árangur fyrirhug- aðra breytinga er mjög vafasamur og ráð- herra ber því að rök- styðja frekar ákvörðun sína um að leggja niður Leitarstöðina í Skógar- hlíð. Kristján Sigurðsson Höfundur er prófessor emeritus, yfirlæknir og sviðsstjóri leitarsviðs KÍ 1982-2012. kiddos@simnet.is Ég þýddi og end- ursagði nokkur viðtöl eftir Cyril Connolly, sem var nokkurs kon- ar Nordal þeirra Breta, fyrir Lesbók Morgunblaðsins árið 1960. Sama ár hélt ég til London vegna forn- verslunar sem við rák- um nokkrir kunn- ingjar. Mælti mér mót við Connolly á hinu heimsþekkta kaffihúsi Cafe Royal þar sem þeir sátu forðum fé- lagarnir Oscar Wilde, T.S. Eliot, Somerset Maugham og bölsýnis- skáldið Wyndham Lewis og ótal aðrir, þ. á m. Esra Pound. Ég hitti Connolly á kaffihúsinu. Þar sat hann í góðum félagsskap með franska leikskáldinu Jean Ge- net, sem heimsfrægur varð fyrir leikrit sitt „Vinnukon- urnar“ sem Bríet Héð- insdóttir setti upp við miklar vinsældir. Með honum var Ted Hug- hes, lárviðarskáld Breta sem hafði verið giftur hinni frægu og umdeildu skáldkonu Sylviu Plath. En þarna var líka sá skelfir bresku leikhús- anna, umræddur Ken- neth Tynan. Hann ætl- aði að hafa viðtal við Jean Genet fyrir Playboy. Eftir góða tvo tíma á kaffistaðn- um buðu þeirra Genet og Tyman okkur að koma með þeim á Hotel Savoy, aðalsnobbhótel Breta, og þiggja smá sjúss. Rölti þessi litli menningarsinnaði hópur þangað. Við gengum inn í anddyri þessa rándýra hótels og að lyftunni. Út úr henni kom þá hin íðilfagra Marlyn Monroe og risa- vaxinn þeldökkur maður, greinilega lífvörður hennar hágöfgi. – Kenneth sem þekkti Monroe var fljótur að átta sig og spurði leikkonuna hvort þau vildu ekki þiggja smá veitingar í okkar félagsskap. Þau voru alveg sátt við það og sátum við þessi ágæti selskapur næstu tvo tímana. Þá kvöddu þau skötuhjúin og við Connolly og Ted Hughes skildum sáttir og ánægðir. Marilyn Monroe og Kenneth Tynan Eftir Braga Kristjónsson »Kenneth var fljótur að átta sig og spurði Monroe hvort þau vildu ekki þiggja smá veit- ingar í okkar fé- lagsskap. Bragi Kristjónsson Höfundur var bókakaupmaður í Reykjavík. Engir mannkostir felast í geðþótta- ákvörðunum þar sem tilfinningar ráða á stað þess að fara að lögum. Nú snýst réttlætið um ein- staklingsbundin góð- verk. T.d. að flytja nokkra samkyn- hneigða Afríkumenn til landsins og klappa sjálfum sér á bakið, ekki að beita sér af alefli fyrir samkynhneigða í Afríku. Til þess hefur Evrópa þó alla burði. Í háskólanum okkar mun vera kennt að skilyrði um þróunaraðstoð séu óréttmæt. Það samrýmist víst ekki rétttrúnaði daganna. Landamæravarsla eða sjálfstýring valds Að veita dvalarleyfi hvað sem reglum líður er það nýjasta hjá vinstra fólki. Hvenær á að fara að lögum og alþjóðasamningum? Er það valkvætt? – Já, segja Viðreisn og aðrir vinstrimenn. Nú er mottóið að heimila börnum land- vist, einkum afmælisbörnum. Jafn- vel þeim börnum sem þegar hafa fengið hæli í Evrópu! Þó dregur enginn í efa þátt glæpahringa í barnasmyglinu til Evrópu, ekki nokkur maður. Samt er ýtt undir það. Mbl.is og aðrir öfga- vinstrifjölmiðar látast ekkert vita. Stöð 2, RÚV, Egill og Kolbrún ekki heldur. Hvað er að Íslend- ingum? Hvers vegna er tímabundið landamæraeftirlit ekki hafið? Ólöglegur innflutningur fólks er löngu kominn úr böndunum. Svo- kölluðum hælisleitendum, umsækj- endum um alþjóðlega vernd, á Ís- landi fjölgar með degi hverjum. Og fiskisagan flýgur um kjánana á Íslandi. Ásóknin hingað er marg- föld á við ásóknina í að flytjast til Dan- merkur. Danir hafa ekki fjármuni í að taka við öllum sem þangað vilja. En þá hafa Íslendingar! Löglegur innflutn- ingur er líka yfir við- ráðanlegum mörkum meðan atvinnuástand fer versnandi. Þegar svo er komið má Ís- land sem aðildarríki að EES grípa til tímabundinna ráð- stafana. Er ríkisvaldið á Íslandi á sjálfstýringu? Er afstaðan sú að þetta reddist? Danir og Svíar hófu landamæravörslu síðla árs 2015 við langtum betri aðstæður en eru nú á Íslandi. Þeir nefndu ástandið með réttu neyðarástand. Hvernig stendur á að Íslendingar vita allt betur en aðrar þjóðir? Beinn og óbeinn kostnaður vegna hælisleitenda Viðurkenndur kostnaður vegna hælisleitenda slagaði í fjóra millj- arða í fyrra. Nágrannaþjóðir okkar vita að kostnaðurinn er til framtíðar og eykst og eykst. Þetta eru engin eins skiptis út- gjöld. Álagið eykst á „innviðina“ nafntoguðu. Heilbrigðiskerfið og félagsþjónustan þarf að geta staðið undir auknu álagi. Um fimmtungur notenda sprunginnar bráðaþjónustu eru útlendingar; en auðvitað alls ekki allir ólög- legir innflytjendur. Frétt af bráðamóttökunni Kær mágur minn á besta aldri lést frá stórri fjölskyldu fyrir skömmu. Hann var veikur fyrir, en banameinið var plássleysi á bráðamóttöku. Nú stendur upp á svilkonu mína að greiða skuld- irnar og framfleyta fjölskyldunni. Kennarar og foreldrar í Vest- urbænum munu ekki láta sig málið varða. Logi mætir ekki Spurningar til ráðherra inn- flytjendamála Eftir Einar S. Hálfdánarson Einar S. Hálfdánarson Fyrir rúmum 20 ár- um var Póstur og sími ohf-aður. Í eitt ár var til fyrirtækið Póstur og sími ohf. en um áramótin var fyrir- tækinu skipt upp og til varð Síminn og Ís- landspóstur. Eins og gefur að skilja var strax farið í að einka- væða Símann að fullu og selja hann. Talað var um símapeningana en hvað af þeim varð veit enginn, þeir hurfu í einhvern vasa í einkavæðingaræði áranna eftir aldamót. Íslandspóstur fór ekki sömu leið og fjárfestar þessara ára knúðu ekki á pólitíkina að einkavæða póst- inn með sölu í huga. Líklega ekki nægilega girnilegir gróðamögu- leikar í augsýn þar. Síðan þá hefur samfélagsþjónusta póstsins verið spurningarmerki og pólitíkin og fyrirtækið hafa rekið þá stefnu að fyrirtækið sjálft fjármagn- aði samfélagsþjónustuna. Ríkið sem ber ábyrgð á þessari þjónustu var stikkfrí og lagði ekki eina krónu inn í rekstur. Í reynd var staðan þannig að hagnaður á ákveðnum svæðum fjármagnaði pakkann. Sem sagt, notendur póstþjónustu á ákveðnum svæðum fjármögnuðu þá þjón- ustu með hærri gjöld- um og meiri kostnaði. Þetta þótti pólitíkinni gott mál og þægileg staða að láta neytendur borga brúsann og sleppa frá ábyrgðinni. Nú hafa ný póstlög tekið gildi og ef til vill verður gerður þjónustusamningur við Íslandspóst eins og lögin gera ráð fyrir. Miðað við umræður og gerðir stjórnar ohf-sins virðist eiga að halda uppteknum hætti, ekkert fjármagn til alþjónustunnar frá rík- inu og neytendur á þéttbýlum svæð- um landsins látnir greiða fyrir hana með hærri gjöldum. Vonandi er þetta rangt lesið hjá mér en ég er hræddur um að svona verði þetta eins og verið hefur. Ohf-ið mun halda þeirri stefnu að það gangi fyr- ir en þjónustan skert og fólki fækk- að til að eiga fyrir þessari fjár- mögnun alþjónustunnar. Samfélagsþátturinn er orðinn auka- atriði. Er póstþjónusta samfélagsþjónusta? Eftir Jón Inga Cæsarsson Jón Ingi Cæsarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.