Morgunblaðið - 29.02.2020, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.02.2020, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. FEBRÚAR 2020 Óskar Bergsson fasteignasali s. 893 2499 Hildur Harðardóttir lögfr. og lgfs. s. 897 1339 Sveinbjörn Sveinbjörnsson lögmaður s. 892 2804 Vilhjálmur Einarsson fasteignasali s. 864 1190 H a m r a b o r g 1 2 • 2 0 0 K ó p a v o g u r • 4 1 6 0 5 0 0 Árangur í sölu fasteigna www.eignaborg.is Í dag er Háskóladag- urinn í Háskóla Íslands. Hægt er að kynna sér það nám sem þar er stundað; kennarar sem nemendur sjá um að uppfræða forvitna og ég hvet þá sem hug hafa á slíku námi að mæta og baða sig upp úr þessum kynningum. Mennt er máttur og að skilja það hefur ábyggi- lega aldrei verið jafn mikilvægt og ein- mitt nú, þegar fíflavæðing ríkisstjórna, grunnhyggni og almennir sleggjudóm- ar ríða röftum. Sækið ykkur menntun, fræðist, spyrjið og verið meðvituð – hverju sem þið svo kjósið að einbeita ykkur að. Samfélag manna og manna Sjálfur hef ég borið gæfu til þess að fá að kenna og stunda rannsóknir og fræðimennsku í háskólanum, allt síðan ég kom úr doktorsnámi árið 2015. Þessi vinna mín hefur farið fram innan námsbrautar í félagsfræði en þar hef ég kennt sígildar kenningar, félags- fræði dægurmenningar og fjölmiðla- fræði út frá félagsfræðilegum nálgun- um, svo fátt eitt sé talið. Ég er hluti af dásamlega samstilltu teymi sem keyr- ir spennandi félagsfræðinám; á sviði heilsu, ójöfnuðar, atvinnulífs, afbrota, íþrótta, aðferðafræði, kyngervis, fjöl- miðla, menningar eða hverju því sem hægt er að rannsaka með glúrnum gleraugum félagsfræðinnar. Það er það sem þessi fræði mín snúast um, að skoða og reyna að skilja atferli okkar mannanna og þá merkingu sem draga má af samskiptum okkar í stórum hóp- um sem smáum. Eins og sjá má er ég ástríðufélagsfræðingur, fyrir mér er þetta stórkostleg leið til að rýna í um- hverfi sitt og dýpka skilning á mannlíf- inu og menningunni sem við hrærumst í frá degi til dags. En ég hef líka fengið að taka þátt í því lifandi umhverfi sem háskólinn óneitanlega er; haldið fyrir- lestra, troðið upp á starfsmannavið- burðum, farið með nemendur í vett- vangsferðir, leiðbeint þeim og borðað besta kjúklingasalat landsins í Hámu, sem er matarmiðstöðin okkar. Háskólinn er samfélag, risagallerí þar sem rúm er fyrir alls kyns fólk og alls kyns nálganir við lifandi fræðastarf. Félagsfræði- rannsóknir Persónulega féll ég kylliflatur fyrir fé- lagsfræðinni í mennta- skóla og hef beitt henni fyrir mig í fræði- mennsku allar götur síðan. Ég nýtti mér hana í doktorsnáminu í Skotlandi, hvar hin svokölluðu dægur- tónlistarfræði („Popular Music Stu- dies“) lágu til grundvallar fé- lagsfræðilegri rannsókn minni á íslensku dægurtónlistarsamfélagi. Þessi menningarlega nálgun stýrir að- komu minni að félagsfræðinni í há- skólanum, meira og minna. Félagar mínir þar sinna á líkan hátt öðrum flötum samfélagsins, eins og fram kom fyrr í greininni, og nýlega var t.d. sett á stofn rannsóknarsetur sem mun sinna félagsfræðilegum rannsóknum á jöfnuði, heilsu og mannfjölda. Allt að gerast! Að lokum endurtek ég þá bón mína að áhugasamir komi niður í há- skóla í dag og kynni sér mál, hvort sem þeir hafa áhuga á félagsfræði sér- staklega eða hvaða því öðru fræðasviði sem þeir telja sig geta unnið gagn. Eða eins og Jónas okkar sagði: Vísindin efla alla dáð, orkuna styrkja, viljann hvessa, vonina glæða, hugann hressa, farsældum vefja lýð og láð. Máttur félags- fræðinnar Eftir Arnar Eggert Thoroddsen Arnar Eggert Thoroddsen » Þetta er stórkostleg leið til að rýna í um- hverfi sitt og dýpka skiln- ing á mannlífinu og menn- ingunni sem við hrærumst í frá degi til dags. Höfundur er aðjúnkt í félagsfræði við Háskóla Íslands og doktor í tónlistarfræðum. aet@hi.is Dagur sjaldgæfra sjúkdóma er í dag, 29. febrúar. Þessi dagur skiptir fjölskyldur margra miklu máli. Við erum jú með margt og mikið á okkar herðum. Við höfum mikla þörf fyrir að segja frá og miðla frá okkar reynslu. í þeirri von um að þjónustan skili sér sem best til þeirra sem þurfa á henni að halda. Og ekki síst til að greiða leið annarra sem eiga eftir að vera í svipaðri aðstöðu. Þegar ég les frásagnir eða viðtöl við foreldra langveikra, sé ég orð og setningar sem hryggja mig. „ég er haldin áfallastreitu því ég er alltaf til staðar“, „ég er umönnunaraðili og dottin út af vinnumarkaði“, „ ég nýt engra réttinda vegna þess“ o.s.frv. Ég get sett mig inn í aðstæður og skil þreytuna, en ég á langveika dótt- ur með taugahrörnunarsjúkdóm. Ég er jafnframt hjúkrunarfræðingur og er í hlutastarfi í heimahjúkrun. Ég þurfti að minnka starfshlutfall mitt fyrir nokkrum árum. Ég hef átt fatl- að barn frá fæðingu, en dóttir mín verður tvítug á árinu og þarf alla að- stoð við daglegt líf allan sólarhring- inn. Nú hefur dóttir mín búið í sér- útbúnu húsnæði hjá okkur í á annað ár með aðstoð frá starfsfólki sveitar- félagsins. Ég er vakandi yfir velferð hennar dag og nótt. Ég er þakklát fyrir að vera hjúkrunarfræðingur sem hefur margoft komið sér vel í gegnum þetta ferli með dóttur mína. Í vor á ég 30 ára starfsafmæli sem hjúkrunarfræðingur, ég hef séð svip- aða hluti og hjúkrað skjólstæðingum sem eiga margt sameiginlegt með minni dóttur. Hið óþekkta er þekkt fyrir mér, ég sé hlutina frá sjón- arhorni heilbrigðisstarfsmanns og móður, en ég get þetta ekki óstudd. Það þarf marga sérfræðinga og margt starfsfólk til að hjálpa okkur. Það þarf að aðlagast ýmsu oft á stutt- um tíma, s.s. að breyta húsnæðinu, kaupa hjólastólabíl, læra á alls konar hjálpartæki, afla sér fræðslu og stuðnings. Breytingar verða á lífi og högum fólks í fjölskyldu hins veika. Það eitt getur sundrað fjölskyldum. Ég hef oft velt umönn- unarskyldu á aðstand- endur mína, og hef upp- lifað kvíða og streitu, því að „ég er ekki nóg“. Ég les einnig, „eins manns barátta“ „víg- völlur“, „að berjast við kerfið“, „óljósir verk- ferlar“ o.s.frv. En af hverju er þetta svona ? Vilj- um við ekki gera betur? Ég er ekki í nokkrum vafa um að allir vilja gera allt sem hægt er fyrir þann veika. En mín skoðun er sú að sveitarfélögin þurfi meiri stuðning við verkefni sitt. Sveitarfélögin og ríkið þurfa að skipuleggja samstarf sín á milli. Það er ekki boðlegt að for- eldrar í þessari erfiðu stöðu þurfi að upplifa núning á milli sveitarfé- lagsins og ríkisins um hlutverk sín. Mjög líklega er hann sprottinn vegna þess að kostnaðurinn er mikill. Nýleg frétt frá Ísafjarðarbæ er lifandi dæmi þess þar sem lög voru brotin gagnvart 16 ára gömlum dreng með taugahrörnunarsjúkdóm. Hvernig í ósköpunum gerist svona lagað árið 2020? Ég sé fyrir mér sameiginlegan sjóð sem gagnast öllu landinu. Þá myndu sveitarfélög um land allt standa jafnvíg gagnvart verkefninu kostnaðarlega. Verkferlar þurfa að vera skýrir, enginn á að efast um hlutverk sitt. Og ekki síst á að fara eftir lögum um réttindi fatlaðs fólks. Ég er ekki nóg Eftir Rósu Víkingsdóttur » Það er ekki boðlegt að foreldrar í þess- ari erfiðu stöðu þurfi að upplifa núning á milli sveitarfélagsins og rík- isins um hlutverk sín. Rósa Víkingsdóttir Höfundur er hjúkrunarfræðingur og móðir. rosav@hss.is 183. gr. almennra hegningarlaga nr. 40/ 1940 segir: Sá, sem gerir sér fjárhættuspil eða veðmál að atvinnu eða það að koma öðrum til þátttöku í þeim, skal sæta sektum 1) eða fangelsi allt að 1 ári, ef miklar sakir eru. Fjárhættuspil eru bönnuð á Íslandi. Dómsmálaráðherra gefur út sér- leyfi til reksturs spilakassa. Það sem veldur mér hugarangri er að þessir leyfishafar spilakassa sem eru nefnd- ir „sérstakar happdrættisvélar“ og „söfnunarkassar“ hafa sótt það nokk- uð stíft að fá leyfi til að auka við rekstur sinn með því að bjóða upp á spilun á internetinu. Mér er það algjörlega hulin ráð- gáta hvaðan sú hugmynd kemur í ljósi þess að fjárhættuspil eru bönn- uð á Íslandi. Rökin sem notuð hafa verið eru þau að fram til þessa hefur fólk verið að stunda fjárhættuspil á internetinu ólöglega og þess vegna eigi að gefa því kost á að gera það með samþykki yfirvalda. Einnig að héðan streymi fjármagn í ólöglega starfsemi erlendis sem skili sér ekki til samfélagsins. Þar er vísað í tekjur af fjárhættuspilum eins og um sé að ræða sjálfsagðar tekjur af starfsemi eins og t.d. almennum verslunarrekstri. Jafnframt hefur því verið haldið fram að fólk sem stundar spilakassa muni bara færa sig yfir í fjárhættuspil á netinu ef spilakössum verði lokað eða aðgang- ur takmarkaður í formi tíma, pen- inga eða staðsetningar. Þetta eru að mínu mati rök sem standast ekki skoðun og mögulega lýsa fáfræði nú eða hugsanlega um hagsmunaárekstra að ræða. Af hverju erum við ekki búin að leyfa frjálsan innflutning á eiturlyfjum eða gefa þessum sömu aðilum leyfi til að flytja inn og selja annars ólögleg eit- urlyf? Er fólk hvort sem er ekki að nota þau? Væru þá allir alkóhólistar sem annars myndu kaupa áfengi í matvöruverslunum (ef það yrði leyft) þá að kaupa sér eiturlyf á netinu í lokuðum hóp- um í dag eða í dimmum bílakjallara? Nei, varla. Viðbrögð okkar við eitur- lyfjavandanum hafa einmitt snúist um að þróa meðferðarúrræði til að hjálpa þessum hópi einstaklinga að hætta neyslu eiturlyfja og hjálpa þeim að ná stjórn á lífi sínu aftur. Við notum forvarnir, upplýsingar og reynum allt hvað við getum að hjálpa. Við höfum ekki litið svo á að þessi hópur sé vonlaus og því síður notfært okkur neyð þeirra til að skapa tekjulind fyrir þjóðþrifamál. Meðferðarúrræði fyrir spilafíkla er ekki til á Íslandi. Flestar ná- grannaþjóðir okkar hafa í allnokkur ár boðið borgurum sínum upp á sér- hæfð meðferðarúrræði sem sniðin eru og hönnuð með spilafíkn í huga, innlagnarmeðferð og göngudeild- arúrræði. Ef menn halda að við „sleppum“ við spilafíkn þá er það ekki svo. Einstaklingar hafa leitað sér aðstoðar við spilafíkn allt frá árinu 1991, eða í 29 ár á Íslandi! Við þurfum að sjá breytingar á umræðunni um þessi mál – hætta að tala af forkastanlegu ábyrgðarleysi um að þessi hópur sé hvort eð er að spila á internetinu og fara að tala um hvernig bregðast beri við, t.d. með því að þróa meðferðarúrræði sem hjálpar þessum einstaklingum að hætta fjárhættuspili, líkt og áfengis- og vímuefnasjúklingum stendur til boða í dag. Þeir sem hafa þekkingu og reynslu af spilafíkn vita að ein- staklingar sem haldnir eru slíkri fíkn þrá það eitt að geta hætt en þeir sem ekki eru spilafíklar ættu væntanlega að geta sleppt fjárhættuspilum án vandræða, ekki satt? Kæri lesandi. Getum við, ég og þú, tekið höndum saman og hætt að tala um spilafíkla sem tekjulind, vonlausan hóp og farið að tala um hvernig við getum komið þessum hópi til hjálpar í átt að betra lífi? Til hjálpar fyrir það og sam- félagið í heild, því spilafíklar eru upp til hópa venjulegt, duglegt og vel gef- ið fólk sem hefur ánetjast fjár- hættuspilum á einhverjum tíma í lífi sínu og situr þar fast. Fjárhættuspil á Íslandi og spilafíkn Eftir Ölmu Hafsteins » 183. gr almennra hegningarlaga segir: Sá, sem gerir sér fjár- hættuspil eða veðmál að atvinnu eða það að koma öðrum til þátttöku í þeim, skal sæta sekt- um. Alma Hafsteins Höfundur er fíkni- og fjölskyldu- markþjálfi með sérhæfingu í spilafíkn. alma@spilavandi.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.